Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 13 FRÉTTIR íslendingar hafa staðið sig vel á TOEFL-prófinu Hollendingar yfirleitt í hópi þeirra efstu HOLLENDINGAR hafa yfirleitt verið í hópi þeirra efstu, ef ekki efstir á svokölluðu TOEFL-prófi vegna inngöngu í bandaríska og kanadíska háskóla að sögn ís- lenska prófstjórans Þórunnar Jóns- dóttur. Norðurlandabúar hafa ver- ið í humátt á eftir Hollendingunum og íslendingar þar meðtaldir. 360 íslendingar taka prófið á hverju ári Um 360 íslendingar taka prófíð á hveiju ári. Prófið er lagt fyrir nemendur út um allan heim og hafa niðurstöður borist frá tæplega tveimur milljónum nemenda til Bandaríkjanna á síðustu árum. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að 90% hollenskra stúdentsefna fái hærri einkunn á lesskilningsprófi í ensku vegna inngöngu í háskóla en meðalnámsmaður á fyrsta náms- ári við HÍ samkvæmt, niðurstöðu samanburðarrannsóknar Stofnunar í erlendum tungumálum. Þórunn hefur verið viðriðin próf- ið síðustu 15 ár. Hún sagði að flest- ir íslendinganna tækju prófið með framhaldsnám að loknu lokaprófi við HÍ í huga. Skráningin færi fram í Hollandi og niðurstöðurnar væru sendar til prófamiðstöðvar í Princeton í New Jersey í Banda- ríkjunum. Niðurstöður prófsins eru sendar hverjum og einum nemanda og Þórunn fær heildarniðurstöðuna í formi ársskýrslu eftir hvert ár. „Mér vitandi hafa íslendingarnir staðið sig frábærlega vel í ensku- prófinu," segir hún. „Hins vegar veit ég til þess að hér áður fyrr, þegar töluvert var verið að kanna hvernig nemendur frá einstökum löndum stæðu sig, voru Hollend- ingar yfirleitt með þeim alefstu ef ekki efstir í Evrópu. Hollendingar, með löndin þarna allt í kringum sig, eru algjörir málahestar og hafa sýnt yfirburðakunnáttu. Næstir á eftir hafa verið Norður- landabúar og íslendingar þar með- taldir." Ritgerðin íslendingum erfiðust Þórunn sagði að íslendingarnir ættu helst i vandræðum með rit- gerðarhluta. Hann er í 5 af 7 próf- um á árinu. Fyrir utan ritgerðina reynir prófið á skilning á mæltu máli, uppbyggingu texta og skrif- lega tjáningu og lesskilning. Önnur próf, sem tekin eru hér á landi vegna framhaldsnáms í Bandaríkj- unum eru GRE-prófið fyrir mast- ersnám og GMAT-prófið fyrir framhaldsnám í viðskiptagreinum. TOEFL-prófið er lagt fyrir 7 sinn- um á ári í Reykjavík og 2 sinnum á ári á Keflavíkurflugvelli. Björn Bjarnason menntamálaráðherra s Mikilvægt að leggja rækt við tungumálakennslu „ÉG HEF lagt ríka áherslu á að af því að góð þekking í tungumál- um er lykillinn að svo mörgu fyrir smáþjóð eins og okkur yrðum við að leggja mikla rækt við kennslu í erlendum tungumálum," sagði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra í framhaldi af niðurstöðu samanburðarrannsóknar Stofnun- ar í erlendum tungumálum við Háskóla ísiands á lesskilningi ís- lehskra og hollenskra stúdenta við upphaf háskólanáms. í skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar kem- ur fram að 90% hollensku stúdents- efnanna hafi fengið hærri einkunn á lesskilningsprófi í ensku en meðalnámsmaður á fyrsta námsári við HÍ. Hlynntur samræmdum prófum í framhaldsskólum Björn sagðist ekki hafa forsend- ur til að meta niðurstöður saman- burðarins. „Ég get hins vegar sagt að mér hafa fundist Hollendingar á erlendum vettvangi vera mjög góðir í ensku. Mér hefur svo verið sagt að enska liggi yfirleitt mjög vel fyrir þeim,“ sagði hann og lýsti yfir ánægju sinni með að fjallað yrði um niðurstöður samanburðar- ins á ráðstefnu enskukennara í vikulok. Kennararnir ætla m.a. að veita því upp hvort ástæða sé til að efna til samræmds próf í ensku í fram- haldsskólunum. Björn tók fram í því sambandi að með frumvarpi til nýrra framhaldsskólalaga væri opnað fyrir möguleikann á því að taka upp samræmd próf í fram- haldsskólum. Hann sagðist því almennt séð vera talsmaður þess að tekin yrðu upp samræmd próf í framhalds- skólunum. í hvaða fögum færu fram samræmd próf væri hins veg- ar matsatriði. Fr.umvarpið er til afgreiðslu í menntamálanefnd Al- þingis. FRÁ SLYSSTAÐ á sunnudag. Flugvélin brotnaði mikið eins og sjá má, enda telja kunnugir það ganga kraftaverki næst, að flug- konan Janet Ferguson skyldi komast lífs af. Flugkonan var skoð- uð en ekki lögð inn HRAFNKELL Óskarsson, yfir- læknir á Sjúkrahúsi Suðurnesja, segir það ekki rétt sem kom fram í frétt Morgunblaðins á miðvikudag, að breska flugkonan hafí verið út- skrifuð of snemma af sjúkrahúsinu. Hún hafi aldrei verið lögð þar inn. Að sögn Hrafnkels var komið með konuna til skoðunar á sjúkra- húsið og tók vakthafandi læknir á móti henni. Tekin var lungnamynd en hún sýndi ekki alvarlega áverka en komið hafi í ljós að konan var rifbeinsbrotin. Læknirinn hafi hins vegar ekki séð nein einkenni um heilahristing og hann metið það svo að ekki væri ástæða til innlagnar. Var því talið óhætt að hún færi til yfirheyrslu vegna slyssins. „Síðan kemur í ljós að greiningin er ekki rétt og það ber að harma,“ sagði hann. „Þetta kemur uppá af og til bæði hjá okkur og öðrum. Einnig á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík en það vill oft gleymast." Hrafnkell benti á að á Sjúkra- húsi Suðurnesja vissu menn um sín takmörk. Ef grunur lægi á að um alvarlega áverka vegna slysa væri að ræða væru sjúklingar sendir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Manni svíður að þarna skuli tæki- færið vera notað til að koma ákveðnum boðskap á framfæri," sagði hann. „Ég tel að við vitum um okkar takmörk enda höfum við átt gott samstarf við slysamóttök- una á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og munum halda því áfram.“ Lungun féllu ekki saman Hrafnkell sagðist hafa heimildir fyrir því að ranglega væri látið í það skína í frétt Morgunblaðisins að lungu konunnar hafi fallið sam- an. Þegar konan hafi verið greind á Landspítalanum hafi komið í ljós að örlítil loftrönd hafi komist inn í lungun en að engin ástæða hafi verið til aðgerða. „Þannig að ég get ekki verið sammála um að þetta hafi verið svona alvarlegt eins og gefið er í skyn,“ sagði hann. „Það er ekkert að þessari konu sem við hefðum ekki getað séð um ef hún hefði verið lögð inn hjá okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.