Morgunblaðið - 22.03.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.03.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 23 Perot íhugar forsetaframboð Washington. The Daily Telegraph. BANDARISKI auðkýfingurinn Ross Perot frá Texas íhugar að bjóða sig fram til for- seta ef nýstofnaður Umbótaflokkur hans fer fram á það við hann. Í kosningunum 1992 hlaut Perot um 19% fylgi og telja stjórnmálaskýrendur víst að hann hafi tek- ið það aðallega frá repúblikananum George Bush. Árangur Perots fyrir fjórum árum er hinn besti sem frambjóðandi utan stóru flokk- anna tveggja hefur náð frá 1912 er Theo- dore Roosévelt, sem áður hafði verið for- seti, bauð sig fram fyrir nýjan flokk. Umbótaflokkurinn safnar nú undirskrift- um í öllum sambandsríkjunum 50 til að frambjóðandi flokksins geti farið fram í nóvember og Perot greiðir megnið af kostn- aðinum við þetta framtak. Hann eyddi um 60 milljónum dollara, nær ijórum milljörð- um króna, í baráttu sína 1992. „Ég get ekki látið nægja að sitja hérna og sjá hvernig allt fer úrskeiðis án þess að reyna að grípa í taumana,“ sagði Perot á miðvikudag. Eitt af helstu stefnumálum Perots er ándstaða við þátttöku landsins í alþjóðlegri fríverslun sem hann telur valda atvinnu- leysi heima fyrir. Einnig reynir hann mjög að hofða til andúðar almennings á spillingu og valdabrölti hefðbundinna stjórnmálamanna í Washington er Perot segir að komi fáu gagnlegu í verk. Þeir láti þjóð- arhagsmuni víkja fyrir þröng- um eiginhagsmunum sínum, flokkanna og nokkurra stórfyr- irtækja. „Hvað viltu meira, Ross?“ Væntanlegur frambjóðandi repúblikana, Bob Dole, hefur viðurkennt að hann óttist að Perot geti með framboði sínu tryggt endurkjör Bills Clintons forseta og segir repúblikana, sem hafa meirihluta í báðum þingdeild- um, styðja markmið Umbóta- flokksins. „Hvað viltu meira, Ross,?“ spurði Dole. Tekið verður viðtal við Perot á CAW-stöðinni í dag og búast. margir við að hann iýsi þá yfir framboði. Stjórnmáláskýrendur eru ósammála um það hvaða möguleika hann hafi í haust. Ljóst þykir að reiptog verði um fjárlög milli þings og forseta fram að kosningum og ætti það sjónarspil að geta orðið vatn á myllu Perots og þar að auki er Dole dæmigerður fulltrúi hefð- bundinna stjórnmálamanna. Á hinn bóginn er bent á að óánægðir kjósendur vilji frem- ur fá nýjan frambjóðanda; Perot hafi feng- ið sitt tækifæri 1992 og tapað. Ross Perot Herfor- ingi flýr Irak ÍRÖSKUM herforingja, Nazar Khazraji, hefur verið veitt pólitískt hæli í Jórdaníu, að sögn upplýsingaráðherra stjórnarinnar í Amman. Hermt er að hann hafi komist úr landi með því að ferðast um héruð Kúrda í norðurhluta íraks. Flótti Khazraji þykir áfall fyrir Saddam Hússein einræðisherra jafnvel þótt honum hafi verið bolað frá árið 1990 og ekki gegnt emb- ætti í nokkur ár. Liðsmenn sértrúarsafn- aðar gripnir FRANSKA lögreglan hefur handtekið allt að 50 liðsmenn sértrúarsafnaðarins Musteri sólarinnar í París, Lyon, Bordeaux, Montpellier og öðr- um borgum síðustu daga. Grunur lék á að fyrir dyrum stæði nýtt fjöldasjálfsmorð safnaðarlima en 16 liðsmenn safnaðarins létu lífið í fjölda- sjálfsmorði í ölpunum í des- ember. Með handtökunum vildi lögreglan reyna koma í veg fyrir nýtt sjálfsmorð. Verkföll lama Bangladesh ÍBÚAR hafnarborgarinnar Chittagong í Bangladesh og höfuðborgarinnar Dhaka daufheyrðust við áskorunum hersins um að snúa aftur til vinnu með þeim afleiðingum að viðskipta- og athafnalíf er enn lamað í landinu. I Dhaka voru flestar verslanir lokaðar og bankar sömuleiðis. Þá efndu opinberir starfsmenn til samúðaraðgerða með verk- fallsmönnum í gær. Nýjar stríðsglæpa- ákærur? BÚIST er við nýjum ákærum stríðsglæpadómstólsins í Ha- ag í dag á hendur stjórnend- um stríðsátakanna í Bosníu. í tilkynningu frá dóminum í gær sagði, að í dag væri að vænta mikilvægrar tilkynn- ingar, sem venjulega er til marks um að nýjar ákærur séu ívændum. Má bjóða þér sæti? Nú er nýr og glæsilegur myndalisti kominn og það er vorhugur í okkur. í listanum gefur að líta stóla, bekki, borð, smávöru og fleira ... allt fyrir sumarið. Hringdu til okkar eða komdu við í versluninni að Laugavegi 13 og tryggðu þér eintak.* *Verð myndalista er 200 kr. Laugavegi 13 • Sími 562 5870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.