Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 26

Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Edda Gunnarsdóttir mezzósópransöng'kona og Iwona Jagia píanóleikari. Ljóðatón- leikar í Norræna húsinu GUÐRÚN Edda Gunnarsdóttir, mezzósópransöngkona, og Iwona Jagla, píanóleikari, halda tónleika í Norræna húsinu, sunnudags- kvöldið 24. mars kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, Pál ísólfsson, Markús Kristjánsson og Jórunni Viðar. Síðan flytja þær kunnar perlur eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré og þýska tónskáldið Richard Strauss. Þá kemur röðin að verkum eftir frönsku tónskáldin André Caplet og Jacques Ibert en þau hafa ekki verið flutt hér á landi fyrr. Að lokum verður haldið til Bandaríkjanna þar sem skuggi blússins svífur yfir lögum tón- skáldsins John Musto við ljóða- texta blökkumannsins Langston Hughes. Guðrún Edda lauk mastersprófi í söng frá New England Conserv- atory of Music í Boston árið 1992. Hún hefur haldið tónleika bæði þar og hér heima og sungið með fjölda sönghópa, m.a. Hljómeyki og í Kór Islensku óperunnar i La Traviata sl. vor. Iwona Jagla lauk masters- og einleikaraprófi í píanóleik frá Tón- listarakademíu Gdansk í Póllandi LISTIR árið 1983. Eftir að hafa gegnt starfi sem æfingastjóri við Baltik óperuna til 1990 kom hún hingað til lands og hefur starfað hjá ís- lensku óperunni undanfarin ár. Hún kennir nú við Söngskólann í Reykjavík. Miðaverð er 1.000 kr., 500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Ferðalangar MYNPLIST Fold MÁLVERK Soffia Sæmundsdóttir. Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 10-17, sunnudaga frá 14-17. Til 31 marz. Aðgangur ókeypis. TIL eru málarar sem hafa látið heiliast af íkonamálverkinu, sökum alira þeirra upphöfnu tákna sem það inniheldur, dulræna boðskaps og stílfærðu vinnubragða. Hinni óhagganlegu en á stundum tvístr- uðu myndbyggingu sem minnist við guðdóminn, andartakið og eilífðina. Eins og strangflatameistarinn Richard Mortensen leitaði list sinni haldfestu í austurlenzkri dulspeki, sér landi hans, jarðfræðingurinn og málarinn Per Kirkeby, jafnt býsant- ískt landslag í mynd Caspars Davids Friedrichs af skipsbraki í íshafi og grænlenzku landslagi. Hann vísar þá til hins fjarræna svipmóts og óhagganlega og merkilega lands- lags sem hlaðið er upp í bakgrunni býsantískra málverka. Rýninum datt þessi samlíking í hug er hann skoðaði myndir Soffíu Sæmundsdóttur í listhúsinu Fold, þótt líklega séu þær frekar skyldar sjálfu ævintýrinu. Listakonan er ferðalangur um lendur myndflatar- ins, en eitthvað sérstakt og upphaf- ið er yfir fólkinu í verkum hennar, sem gjaman hefur örlitla vængi á bakinu, svona eins og hjálpartæki til að lyfta sér upp úr ládeyðu hvunndagsins. Einnig mætti hugsa sér myndirnar sem örsögur úr álfa- höllum og englabyggð, sem var raunar nafnið á sýningu hennar í Stöðlakoti í maí sl. ár. Loks er sveitamálverkið norska, eins og það kemur fram í túlkun málarans Erl- ing Engers, sem var svo vinsæll í heimalandi sínu á árum áður, ekki langt fjarri, þótt það væri mennsk- ara og jarðbundnara. Tímalaus eilífð, friður og kyrrð einkennir myndveraldir Soffíu sem að þessu sinni hefur afmarkað við- fangsefni sín við íjóra frásagnar- lega flokka: „Með morgninum“, „Ferðin um Austurlönd“, „Villtir í Vinaskógi" og „Sæluríkið". Gefa þær góða hugmynd um hugar- ástand gerandans meðan á sköpun- arferlinu stóð og honum nægir ekki að mála í myndirnar heldur segir frá stemmningunni í skrifuðum textum: „Með morgninum ... sigld- Sölusýning! L REYKJAVIK SIGTÚNI dag 22.3. frá kl. 12-20 Laugardaginn 23.3. frá kl. 11-19 Vegna gífurlegs áhuga á síðustu sýningu okkar, þar sem allt seldist upp, höfum við tekið aðra sendingu af stökum, handhnýttum teppum frá Pakistan, íran og Afghanistan á einstökum verði. Verðdæmi: Afghönsk Balutch ca. 0,80 x 1,30 frá 7.900,- írönsk Afshar ca. 1,5 x 2,0 frá 32.600,- Pakistönsk Jaldar ca. 1,0 x 1,5 frá 7.800,- ^ísT RAÐGREIOSLUR I mmnH Ekta teppi á verði gervimottu! Austurlenska Teppasalan hf. Norræn útvarpsleik- hússverðlaun veitt FYRIR nokkru ákváðu útvarpsleik- húsin á Norðurlöndum að stofna til nýrra norrænna útvarpsleikhúss- verðlauna sem verða afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í dag í ABC-leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Verðlaunin, sjötíu og fimm þúsund norskar krónur, eru veitt fyrir bestu norrænu leikritsupptökuna árin 1993-95 en alls hafa um fimmtán hundruð leikrit verið tekin upp og útvarpað á þessu tímabili í ríkisút- varpi á Norðurlöndum. „Tilgangurinn með verðlaunun- um er að vekja athygli á hlutverki útvarpsleikhúsanna í menningarlífi Norðurlanda, en mikilvægi þess hefur oft gleymst í opinberri um- Síðasta sýning á Þrenningu í KVÖLD verður síðasta sýning ísjenska dansflokksins á Þrenningu í íslensku óperunni. Verkið saman- stendur af þremur sjálfstæðum verkum eftir þau Hlíf Svavarsdótt- ur, Láru Stefánsdóttur og David Greenall. um við út... hljóðlega eins og þjóf- ar á nóttu ... þó vildum við bara njóta morgunkyrrðar ... í friði." Það er þannig eitthvað ljóðrænt og upphafið við alla framkvæmd- ina, sem ber í sér ekki svo lítinn yndisþokka, auk þess sem mörg verkanna eru hugvitsamlega máluð. Myndefnið tranar sér hvergi fram, frekar að fólkið sé til hlés, ófram- færið og hikandi. Kemur þetta allt vel fram í myndinni „Ferðalangar kanna nýjar framandi slóðir" (2), sem jafnframt er í hvað mestu jafn- vægi í útfærslu allri og lystilega vel máluð. „Þjóðkórinn" (3) virkar eins og altaristafla, og hví ekki að nota myndefni sem eru hendi næst á trúarlegum grunni eins og Rembrandt gerði og raunar fleiri? Og svo eru einnig myndir eins og Innsigling, Útsiglingin, Lífslind- in, Kom mikli andi, Við fjöllin blá, Dulúðugt sakleysi, Söngbræður og Söngsveitin... Bragi Ásgeirsson ræðu um menningarmál þó að út- varpsleikritin nái til stærri áheyr- endahóps en nokkurt annað drama- tískt form,“ segir í tilkynningu. Þess má geta að um tvær milljón- ir manna hlusta vikulega á flutning útvarpsleikrita á Norðurlöndum. Samtals eru framleidd þar um 570 leikrit árlega. Norrænu útvarpsleikhússverð- launin verða framvegis veitt annað hvert ár. Framlag íslands að þessu sinni er upptaka Útvarpsleikhúss- ins á leikritinu „Frátekna borðið í Lourdes“ eftir Anton Helga Jóns- son. Leikstjóri er Ásdís Thoroddsen og upptöku stjórnaði Sverrir Gísla- son. Kóramót á Þórshöfn Þórshöfn Morgunblaðið. KIRKJUKORASAMBAND N- Þingeyjarsýslu stóð fyrir kóra- móti á Þórshöfn fyrir skömmu og var þar margt um manninn. Fjórir kórar mættust og sungu þeir allir saman og einnig hver kór fyrir sig. Stjórnendur og undirleikarar voru þær Alex- andra Szarnowska og Edyta K. Lachor á Þórshöfn, Stefanía Sigurgeirsdóttir á Raufarhöfn og Sigrún Jónsdóttir á Kópa- skeri. Efnisskráin var fjölbreytt; allt frá íslenskum þjóðlögum og upp í afrískan zúlúsöng svo tónleikagestir hafa allir fengið eitthvað við sitt hæfi. Sérstakir gestir mótsins voru Ingveldur Hjaltested söngkona og radd- þjálfari ásamt Hauki Guðlaugs- syni söngmálastjóra. Kórarnir sem sungu saman voru kór Garðskirkju í Kelduhverfi; kór Snartastaða- og Skinnastaða- kirkju, kór Raufarhafnarkirkju auk kórs Svalbarðs- og Sauða- neskirkju hér á Þórshöfn. Eftir tónleikana var dansað við harmonikkuundirleik fram eftir kvöldi og þótti það góðut' endir á þessum degi söngsins. KAMMERSVEIT Seltjarnarness heldur tónleika í Seltjarnarnes- kirkju á sunnudag. Kammersveitin í Seltjarnarneskirkju KAMMERSVEIT Seltjarnarness heldur tónleika í Seltjarnarnes- kirkju næstkomandi sunnudag kl. 20.30. Þetta er 6. starfsár hljóm- sveitarinnar. Á efnisskrá eru fjögur verk: Dagdraumar og tölustafir eftir Hafliða Hallgrímsson, Píanókon- sert i A dúr BWV 1055 eftir Jo- hann Sebastian Bach, Elegie op. 4 nr. 1 eftir Leevi Madetoja og Divertimento fyrir strengjasveit eftir Einojuhani Rautavara. Ein- leikari á píanó er Örn Magnússon, konsertmeistari er Hildigunnur Halldórsdóttir og stjórnandi er Sigursveinn Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.