Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Hveijum kirkja Guðs þarf á að halda? UMRÆÐA um málefni kirkjunn- ar og trúarinnar á Krist hefur oft goldið þess að þátttakendur telja ýmist að ekki sé hönd á neinu fest- andi eða þeir ieggja til grundvallar sjónarmið sem eru í fremsta máta afleidd. Því betur vitnar umræðan oftar en ekki um velvilja í kirkjunn- ar garð en góður ásetningur einn útilokar ekki misskilning og kemur ekki í stað þekkingar, slíks vita all- ir dæmi, hver á sínu sviði. Nú virð- ast málefni kirkjunnar taka til lista- manna sem aldrei fyrr og er það vel. Bræður og systur í Kristi (vænti ég) úr þeirra hópi hafa kvatt sér hljóðs á opinberum vettvangi sum hver með fullyrðingum sem vitna auðvitað fyrst og fremst um höf- unda sína og sum hver með spurn- ingum í anda hógværðar sinnar. Nýlega spurði Árni Harðarson, formaður í Tónskáldafélagi íslands: Þarf kirkjan á listamönnum að halda? (Mbl. 14. marz.) I greininni sem á eftir fylgdi var ekki annað að lesa en Árni teldi spurningu sína sjálfkrafa innheimta jákvætt svar. En svarið er raunar, þvert á móti, neikvætt: Kirkja Krists þarf ekki á listamönnum að halda, heldur þurfa listamenn á kirkjunni að halda. Þess vegna hafa þeir tilheyrt henni, þjón- að og unnað allar götur. Kirkja Krists þurfti ekkert á J.S. Bach að halda, heldur þurfti hann á kirkj- unni að halda eins og allir aðrir kristnir menn. Tónlistarmenn eru því ekki heldur undir neinum kring- umstæðum bjargvættir kirkjunnar. Kristur er sjálfur hið eina sem hún þarfnast. Hún þarf ekkert nema hann. Hið sama á við um presta, að kirkjan er alls ekki háð einstökum prestum eða öðrum þjónum nokkurs safnaðar. Þvert á móti eru þeir allir kirkjunni háðir en hvort heldur sem Árna Harðarsyni líkar betur eða verr, gerir kirkjan meiri kröfur til starfsmanna sinna en hann virðist telja fullnægjandi þegar listamaður á í hlut. Hann skrifar: „Framlag hans [listamanns] til kirkjunnar hlýtur að vera-ræktin við listina og þess vegna á hann fyrst og fremst að sinna þeirri köllun sinni. Ekki verður fallist á að lista- maður sem vill láta taka sig alvarlega geti haft annað _að leiðar- ljósi.“ Og Árni bætir við: „Án auðmýktar gagnvart list sinni er hann ekki sannur gagnvart þeim, sem hann þjónar, í þessu tilfelli kristinni kirkju." Árni hlýtur að vita betur, þ.e. hvað kirkj- unni kemur fyrst og hvað henni kemur síð- ar. Dagljóst er líka, að ekkert samband þarf að vera á milli auð- mýktar einhvers gagn- vart list sinni og heilinda hlutaðeig- andi gagnvart þeim sem þjónað er. . í kirkjunni ber Guði auðmýktin og engin list eða verk manna fá því breytt eða komist þar fram fyrir. Framlag sérhvers manns til kirkj- unnar er þá fyrst og fremst rækt þess sem hann hefur þar áður að gjöf hlotið í hjarta sér. Gjöfin er köllunin til að elska Guð og náung- ann í anda trúarinnar, að fyrirmynd Jesú Krists. Hér gildir hið sama um listamenn, starfsmenn safnaða, annað safnaðarfólk og presta. Söfn- uð Krists varðar ekkert um það hvort listamaður „vill láta taka sig alvarlega", að öðru leyti en því, að hann þjóni söfnuðinum eins og aðr- ir starfsmenn hans. Einhver kynni samt að líta það alvarlegum augum ef starfsmaður kristins safnaðar gegnir kalli listagyðjunnar öllu framar því Kristur er grundvöllur kirkjunnar. Tilefni þessara orða minna er vilji til að benda bræðrum og systrum á þetta einfalda grundvallaratriði sem virðist vefjast fyrir greindasta fólki þegar Langholtsdeilan er annars vegar. Það má undrun sæta að fólk skuli yfirleitt hafa látið kasta því ryki í augu sér að Langholtsdeilan snúist um tónlist! Kristur söng lof- sönginn ásamt lærisveinum sínum áður en hann gekk út úr loftsalnum forðum og yfir um lækinn Kedron. Kristur var sjálfur tónlistarmaður í þeim skilningi að hann söng sálma trúarhefð- ar gyðinga. Kirkja hans hefur aldrei ósyngjandi verið. Tónlistin er samröð- un mishárra tóna sem flutt er í ýmiss konar takti og með margvís- legri tækni. Á sama hátt eru tungumál manna ekkert annað en flókin kerfi hljóð- merkja sem þeir senda sín á milli með margs konar hrynjandi, oftast til að tjá eitthvað eða gera sig skiljanlega. Þess misskilnings hef- ur gætt að í Langholtskirkju takist hið talaða orð á við tónlistina um réttinn til að vera þar. Þetta er ekki fyrsta sinn, að prestar teljist, sem Orðsins menn, vera þjónar einhverr- ar mennskrar orðlistar og ræðu- halds. Ekki er þó átt við annað en að þeir séu þjónar Orðs Guðs. Guð talar til manna á máli manna, ann- ars myndu menn ekki skilja hann en boðskapur hans er andi, líf og sannleikur sem flytur með sér kraft Guðs er hann er fluttur. Þá er Orð- ið stundum sagt birtast. Mennsk fagurfræðileg gildi koma þessu ekk- ert við. Orðið eitt dugar yfirfljót- anlega til'að birta vilja Guðs, per- sónu hans og kraft. Þess vegna er Kristur sjálfur stundum nefndur: Hið lifandi Orð. Orð Guðs hafnar þeim sem hunsa fagnaðarerindið og telja sig því æðri. Þjónn Orðsins er samverkamaður Krists og það á hvert og eitt okkar að vera, í fram- göngu, trú og breytni. Án viðtöku Orðsins erum við ekki umkomin þessa og raunar eins og sauðir sem engan hirði hafa, svo vitnað sé í Jesúm sjálfan. í nýlegri yfírlýsingu frá Banda- iagi íslenzkra listamanna (Mbl. 14. marz), er svo að orði komist að svo- nefnt lýðfrelsi innan safnaða sé í einhvers konar hættu vegna þess sem kallað er hreinir duttlungar sóknarpresta. Hjálmar H. Ragnars- son, sem setur nafn sitt undir þessa Okkur ber að gæta sæt- is okkar í kirkjunni, segir Þórir Jökull Þorsteinsson, m.a. með því að mæla hvert öðru bót í stað þess að fella svívirðilega dóma um náungann. yfirlýsingu, fylgir henni úr hlaði með fáeinum orðum sem vitna um að hann telur kirkju Krists standa í mikilli þakkarskuld við organista og tónlistarfólk! Mergurinn málsins er sá að hún stendur ekki í þakkar- skuld við neinn nema Drottin. Sem kirkja þökkum við Guði hins vegar hvert fyrir annað, fyrir hvers kyns hæfileika og gáfur sem fegra og auðga tilveru okkar og samfélag. Lagabókstöfum þeim sem varða kirkjuna og Hjálmar kallar úrelta er ætlað að vetja sið og hindra ósið. Lögum má breyta en meðan þau eru í gildi er við þau stuðst, annað væri að bjóða óréttinum heim. Deil- an í Langholtskirkju getur engan veginn skoðast sem úrslitaorrusta um sönglíf innan kirkjunnar, eins og Hjálmar reynir að halda fram. Sönglífið mun halda áfram að dafna þó einstaka tónlistarmenn kunni að bregðast kirkjunni, alveg á sama hátt og Guðs Orð mun áfram verða boðað þó einstaka prestar kunni að bregðast. Guð þarf ekki Bandalag íslenzkra listamanna sér til fullting- is, en hafnar örugglega engum inn- an vébanda þess sem starfa vill á þeim grundvelli sem kirkjunni er lagður. Guð mun enn um sinn senda trúa verkamenn í víngarð sinn, hvort heldur er á sviði tónlistar eða ann- arra listgreina. Kirkjan er ekki lýðræðishreyfing í hefðbundnum skilningi og hefur aldrei verið. Hún á sér eitt höfuð en ekki mörg, höfuð hennar er Krist- Þórir Jökull Þorsteinsson ur. Þess vegna.fellst hún ekki á „að þörf fólks fyrir trúarlega tjáningu i söng og hljóðfæraleik fái að leita í þá farvegi sem því sjálfu þykir eðlilegastir og traustastir, þ.e. innan safnaðarstarfsins“ eins og Hjálmar kennir. Kirkjan lýtur ekki duttlung- um yfirleitt, ekki heldur þeim sem Hjálmar kallar eðlilegasta og traust- asta. í hveiju eru hreinir duttlungar sóknarpresta fólgnir? í því að leið- beina söfnuðum sínum á grundvelli kristninnar? Hvað er átt við með lýðfrelsi innan safnaða og hættunni sem að því steðjar? Er hættan ef til vill fólgin í kirkjuaga? Engum presti er ieyfilegt að stjórnast af duttlungum í þjónustu sinni en sæll er hver söfnuður sem þann prest hefur að ekki lætur heldur duttlunga annarra hasla völl þjónustu sinnar. Fordæmi Pílatusar er engum til eftirbreytni og alls ekki samverka- manni Krists. Ofsækjendur Krists Jesú héldu sig hafa unnið sigur þegar krossfestingu hans hafði ver- ið greiddur vegur með fulltingi Píl- atusar að loknu lýðfijálsu áróðurs- stríði og rógsherferð. En í raun og veru var gjaldþrot þeirra algert og sigurinn Krists. Lúther sagði: Tré vaxa ekki á ávöxtum, heldur vaxa ávextir á tijám. Tréð verður að koma fyrst og síðan ávextir þess. Kristur sjálfur er fyrir trúna á hann, það lífstré sem hvert og eitt okkar er grætt á, eins og greinar á hinn sanna vín- við. Hið sama má segja með öðrum hætti: Orð Guðs er upphaf alls og í viðtöku þess gerumst við hluttak- endur í lífi Guðs sjálfs. Kirkjan er fólk, hún er leyndardómsfullt sam- félag mitt og þitt við Guð, þar sem prestinum er falið að boða Orðið sem er raunar sameign allra sem vilja eiga hlut í því. Ekkert annað en Orðið hefur nokkru sinni haslað völlinn í kirkju Krists, en gerðist slíkt væri ekki lengur um kirkju hans að ræða heldur eitthvað ann- að. Það vitnar um dapran kirkju- skilning þegar fólk hleypur frá kirkj- unni um leið og vonbrigði eða ósætti láta á sér kræla eins og hún sé tímanleg stjórnmálahreyfing eða félagsskapur til að hafa ofan af fyrir fólki. Okkur ber að gæta sæt- is okkar í kirkjunni, meðal annars með því að mæla hvert öðru bót í stað þess að fella svívirðilega dóma um náungann, hvort heldur er pípu- lagningamaður, prestur, biskup eða listamaður. í Guðs friði. Höfundur er sóknarprestur á Selfossi. FRUMVARP félagsmálaráð- herra um séttarfélög og vinnudeilur hefur fengið heldur óblíðar viðtökur forsvarsmanna verkalýðshreyfing- arinnar. Ekki efnislega heldur er látið að því liggja að ráðherra hafi rifið málið úr höndum aðila vinnu- markaðarins þegar það var á við- kvæmu stigi. Þetta er alrangt og í raun um vísvitandi útúrsnúninga að ræða. Þeir sem hæst tala í þessu máli þekkja það býsna vel og hafa verið með í ráðum um langan tíma eins og sést á því sem hér er rakið. Þann 4. október 1994 skipaði þáverandi félagsmálaráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, vinnuhóp til að fjalla um samskipta- reglur á vinnumarkaði. Hópurinn hefur síðan haldið 48 fundi og skil- að áfangaskýrslu, sem er grundvöll- ur frumvarps um stéttarfélög og vinnudeilur sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi. Samráð um endur- skoðun á vinnulöggjöfínni hafði staðið yfir í rúmt ár og aðilar vinnu- markaðarins höfðu haft 48 langa samningafundi til þess að koma fram athugasemdum og ná sam- komulag um málið. Forystusveitin með í ráðum í vinnuhópinn voru skipuð frá Alþýðusambandi Islands Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Bryndís Hlöðvers- dóttir, lögfræðingur ASI, og til vara Ingi- björg R. Guðmunds- dóttir, 1. varaforseti ASÍ, og Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ; frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja Ogmundur Jón- asson, formaður BSRB, og til vara Svanhildur Halldórs- dóttir, skrifstofustjóri BSRB; frá fjármála- ráðuneyti Birgir Guð- jónsson, skrifstofu- stjóri starfsmanna- skrifstofu fjármálaráðuneytisins, og til vara Gunnar Björnsson, deild- arstjóri á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins; frá Vinnu- málasambandi Árni Benediktsson, formaður VMS, og til vara Jóngeir Hlinason, framkvæmdastjóri VMS; frá Vinnuveitendasambandi íslands Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, og til vara Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræð- ingur VSÍ. Félagsmálaráðherra skipaði Gylfa Kristinsson, deildar- stjóra í félagsmálaráðuneytinu, formann vinnuhópsins. Frá því i maí 1995 starfaði með nefndinni Jón Sveins- son hdl. Hópurinn vann grundvöll frumvarpsips Vinnuhópnum var falið að kynna sér þró- un samskiptareglna samtaka atvinnurek- enda og launafólks í öðrum löndum og bera þróunina saman við stöðu mála hérlendis. Ef í ljós kæmi að breyta þyrfti íslenskri löggjöf var hópnum falið að setja fram til- lögur um það efni. Vinnuhópurinn hefur fram til þessa haldið 48 fundi. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu til félagsmálaráðherra 22. nóvem- ber 1995 þar sem gerð er grein fyrir nýjum hugmyndum við gerð kjarasamninga, sem hann taldi mik- ilvægt að fengju sem fyrst umfjöll- un í hlutaðeigandi samtökum. Hóp- urinn lagði i umfjöllun sinni áherslu á leiðir til að gera kjaraviðræður markvissari og styttri. I niðurlagi skýrslunnar kemur fram að huga þurfi einnig að reglum um vinnu- deilur og hvort efni séu til að setja Félagsmálaráðherra, ■> segir Arni Gunnars- son, beið eins lengi og honum var unnt. nánari formreglur um ákvarðanir og framkvæmd vinnustöðvana. í áfangaskýrslunni koma loks fram að ýmis atriði, sem tengjast þeim hugmyndum sem fram eru settar, hafi ekki verið rædd til hlítar, svo sem miðlun sáttasemjara og fyrir- komulag atkvæðagreiðslu um hana, boðun vinnustöðvana, hlut- verk ríkissáttasemjara í vinnudeil- um og vinnustaðarfyrirkomulag. Frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur byggist á þessari vinnu. Fresturinn var útrunninn Eftir að áfangaskýrslan var lögð fram í nóvember 1995 hafa fulltrú- ar aðila vinnumarkaðarins í nefnd- inni ekki náð samstöðu um tillögur til breytinga á ákvæðum gildandi laga til að hrinda í framkvæmd framangreindum hugmyndum vinnuhópsins. í byrjun ársins var forsvarsmönnum verkalýðshreyf- ingarinnar og vinnuveitenda gef- inn frestur (samkæmt ósk for- svarsmanna verkalýðshreyfingar- innnar) til þess að semja sín í milli um þau efnisatriði frumvarfjsins sem í þeirra valdi stóð að semja um — en þess ber að geta að í frumvarpinu eru tekið á fleiri atrið- um en þeim sem geta talist samn- ingsatriði milli ASÍ, BSRB og vinnuveitenda. Tekið var fram að fresturinn yrði stuttur, eins og fram kom í fjölmiðlum á þeim tíma. Samkomulag milli aðila lá ekki fyrir eftir að fresturinn var útrun- inn og ekkert sem benti til þess að það væri í burðarliðnum. Allt tal um að menn hafi verið í miðjum samningaviðræðum og verið sé að bijóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur er til þess eins, að reyna að slá ryki í augu hins almenna félaga í verkalýðshreyfingunni. Félagsmálaráðherra beið jafn lengi og honum var unnt með að leggja málið fram en til þess að unnt væri að fjalla um það á yfir- standandi þingi varð hann að leggja það fram fyrir 1. apríl nk. Frumvarpið er byggt að verulegu leyti á tillögum vinnuhóps atvinnu- rekenda og launafólks og í því er reynt að koma til móts við efnisleg- ar óskir fulltrúa ASÍ og BSRB í vinnuhópnum. Málið er nú úr hönd- um félagsmálaráðherra og komið til kasta Alþingis sem er sú stofn- un er setur landsmönnum öllum lög, þar með töldum forystumönn- um verkalýðshreyfingarinnar. Höfundur er aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra. 48 funda samráð Árni Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.