Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 37
FYRIR u.þ.b. ári las
ég í blaði að verið væri
að vinna að gerð kvik-
myndar byggða á síð-
ustu aftökunni á ís-
landi.
Ég fylltist tilhlökk-
un, þetta var mynd sem
ég vildi gjarnan sjá.
Myndin var svo frum-
sýnd 22. des. sl. og
viku síðar dreif ég mig,
ásamt tveimur full-
orðnum frændsystkin-
um mínum.
Það er erfitt að lýsa
með fáum orðum þeim
vonbrigðum sem við
urðum fyrir, nánast
ekkert í myndinni minnir á þá at-
burði sem hún er byggð á og á
engan hátt hægt að ætlast til að
áhorfendur fái þá tilfinningu að
þetta sé ísland árið 1830.
Mér finnst að það hljóti að vera
hægt að ætlast til þess af handrits-
höfundi, leikstjóra og leikmynda-
og búningahönnuði að þeir reyni
að skapa trúverðuga atburðarrás
og umgjörð þegar tekin er sem við-
fangsefni slík örlagasaga sem hér
er potuð.
Ég vil leyfa mér að drepa á nokk-
ur atriði, er fyrst snerta það aldar-
far sem verið er að lýsa (ártalið
1828 kemur jú fram í myndinni)
og síðar inn á þá sögu sem notuð
er sem uppistaða í myndinni.
Hús á þessum tíma, hvorki íveru-
hús, peningahús (það sjást að vísu
engin hús undir búfénað) né guðs-
hús voru úr steini eða steinsteypu,
nema á Bessastöðum og Viðey,
húsin voru úr torfi og gijóti, þiljuð
að einhveiju leyti með timbri, rétt
svo að torfusneplar hryndu ekki
úr þekjunni í rúmin hjá fólkinu,
sumstaðar voru baðstofugólf og
stofugólf og víðast hvar munu bað-
stofugólf á þessum tíma hafa verið
moldargólf, á þessi gólf settist skán
og var hún stungin út á vorin á
svipuðum tíma og gert var í fjár-
húsunum.
Eldavélar voru ekki
fluttar til landsins fyrr
en undir síðustu alda-
mót, en í þeirra stað
var eldað á hlóðum,
diskar úr gleri (leir eða
þostulíni) voru ekki til
nema þá á einstaka
efnaheimili, almennt
notaði íslenska þjóðin
aska, sat með þá á
hnjánum á rúmum sín-
um í baðstofunni og
borðaði úr þeim með
spæni og sjálfskeið-
ung, enda hnífapör
fáséð og laus matborð
til á fáeinum efna-
heimilum.
íslensk alþýða var heldur ekki
svona vel til fara, enda þjóðin al-
mennt bláfátæk, búningar myndar-
innar minntu því frekar á klæða-
burð sænskrar alþýðu frá fyrri
hluta síðustu aldar, að undanskild-
um fínu fjaligönguskónum hennar
Agnesar, en þeir stungu ekki meira
í augun en aðrir búningar.
Uppboð á hreppsómögum var
heldur ekki framkvæmt eins og
gett er í myndinni, enda minnti það
atriði frekar á þrælasölutorg en
niðursetu íslenskra hreppsómaga,
og konur voru yfirleitt ekki staddar
með bændum sínum á slíkum fund-
um, þær kipptu heldur ekki pilsum
sínum upp á mið læri og riðu klof-
vega á hestum, heldur riðu þær í
söðlum, hitt að ríða klofvega þótti
bæði ókvenlegt og ósmekklegt.
í bókinni Enginn má undan líta,
er ítarlega rakin saga þessa ógæfu-
sama fólks, Agnesar Magnúsdóttur
og Friðriks Sigurðssonar, en þau
ásamt Sigríði Guðmundsdóttur
urðu til að myrða Natan Ketilsson
og næturgest hans Pétur Jónsson
þann 13. mars 1828, með því fyrst
að rota þá með hamri, þar sem
þeir lágu sofandi í rúmum sínum
og stinga þá síðan með hnífi, að
því búnu smurðu þau líkama
fórnarlambanna með lýsi og
Ég er ósáttur við
meðferð síðustu aftök-
unnar á íslandi í þessari
mynd, segir Sveinn
Jónasson í umsögn um
kvikmyndina Agnesi.
kveiktu í þeim og baðstofunni á
Illugastöðum á Vatnsnesi.
Agnes og Friðrik voru dæmd til
lífláts eins og vitað er, en Sigríður,
Þorbjörg Halldórsdóttir, móðir
Friðriks, og Daníel Guðmundsson,
vinnumaður á Geitaskarði og fyrr-
um ástmaður Agnesar, voru dæmd
til hegningarhúsavinnu í Kaup-
mannahöfn, en aðeins Þorbjörg
átti þaðan afturkvæmt, hin dóu þar
bæði eins og íjöldamargir aðrir ís-
lendingar. Þá voru faðir og föður-
bróðir Friðriks, Sigurður og Gísli
Ólafssynir, Jóhannes Magnússon,
Brynjólfur Eyvindsson og Þórunn
Eyvindsdóttir, barnsmóðir Friðriks,
dæmd til að hýðast frá 10 vandar-
höggum til 81 höggs. Allt þetta
fólk var dæmt sem meðsekt á einn
eða annan hátt.
Agnes mun hafa átt stærstu
sökina en ást hennar á Natani hafði
snúist í brennandi hatur sem vildi
ná fram hefnd, Friðrik og Sigríður
voru aðeins verkfæri í höndum
hennar, hún taldi þeim trú um að
þau gætu ekki orðið hjón á meðan
Natan væri á lífi, hún blátt.áfram
ráðskaðist með þau eins .og tafl-
menn á borði.
í myndinni er Natan látinn vera
eiturlyíjasjúklingur, sem varla hef-
ur verið jafnauðvelt að nálgast árið
1828 eins og er í dag, og efa ég
stórlega að þau hafi verið til hér á
landi, nema þau sem hægt væri
að vinna úr íslenskum urtum.
Agnes, sem aldrei eignaðist
barn, er þarna einstæð móðir.
Friðrik, sem var líflátinn áður
en hann varð tvítugur, og Sigríður,
sem var yngri en hann, eru látin
vera hjón í myndinni.
Guðmundur, bróðir Natans, var
ekki vinnumaður hjá bróður sínum,
hann var eldri en Natan og löngu
kvæntur maður og orðinn bóndi í
Húnavatnssýslu áður en þessir at-
burðir gerðust, og hann var beðinn
að vinna böðulsstarfið við aftökuna.
Atburðarásin í myndinni er allt
önnur en hún var í raunveruleikan-
um, Friðrik myrðir Natan fyrir að
táldraga Sigríði, en Agnes reynir
að bjarga Natani út úr brennandi
bænum sem minnir á illa innréttað
pakkhús frekar en sveitabæ, log-
andi raftur fellur ofan á særðan
manninn svo Agnes verður að gef-
ast upp við að bjarga honum og
forða sér út áður en hún brynni
inni líka.
Þau Agnes og Friðrik eru síðan
dæmd til lífláts, og aftekin í íshelli
(sem ég sé ekki til hvers var val-
inn) að viðstöddum fólksfjölda,
bæði manna og kvenna, en einung-
is karlmenn voru viðstaddir aftök-
una í Vatnsdalshólum 12. janúar
1830.
í myndinni virðist Agnes því
vera líflátin saklaus af þeim verkn-
aði sem hún er þar dæmd fyrir.
Ég vil hvetja fólk til að sjá þessa
mynd en jafnframt að kynna sér
atburði þá sem hún á að vera byggð
á, ég hef komist að því að allt of
margir landar mínir vita ekkert
hvernig síðustu aftökuna á íslandi
bar að og taka því efni myndarinn-
ar gott og gilt. Allnákvæmar frá-
sagnir af þessum atburði er að
finna í ritgerð Tómasar Guðmunds-
sonar, Friðþæging, í bókaflokknum
íslenskir örlagaþættir, og í bók
Guðlaugs Guðmundssonar Enginn
má undan líta.
Ég vil taka það fram að þótt ég
sé ósáttur við meðferð síðustu af-
tökunnar á íslandi í þessari mynd
og umgjörð hennar miðað við þann
tíma sem hún á að gerast á, þá
standa leikararnir sig vel og eru
nokkuð sannfærandi í túlkun sinni.
En ef nöfnum á aðalpersónum
myndarinnar hefði verið breytt og '
engin tímasetning verið, gæti hún
virkilega gengið sem sjálfstætt
skáldverk, ekki byggt á neinu.
Ég hef líka velt því fyrir mér
fyrir hvern eða hvetja þessi mynd
er gerð, varla fyrir útlendinga, til
þess er hún ekki nógu íslensk, ekki
sem kennslugagn í skólum, því við
hana er ekkert sagnfræðilegt, og
ekki fyrir þjóðræknisfélagið því við
hana er ekkert þjóðlegt, því spyr
ég, fyrir hvern var kvikmyndin
Agnes gerð?
Höfundur er hjúkrunarstarfsmað-
ur í Reykjavík.
JUVENA
Kynning í dag kl. 14-18
Bjóðum 15%
kynningarafslátt og kaupauka
Snyrtilínan
Fjarðarkaupum,
Hafnarfírði, sími 565 2770
Agnes — fyrir hvem?
Sveinn
Jónasson
ATVINNUREKENDUR ATHU6IÐ:
RAUTT
EÐALGINSENG
Skerpir athygli
- eykur þol.
Saumakonur - frábær lausn
þú að koma skipulagi á tvinna-
keflin - þá er þetta lausnin!
Standur fyrir 48 kefli kr. 3.100.-
Standur fyrir 70 kefli kr. 4.100.-
Standur fyrir 120 kefli kr. 5.900.-
Sendingarkostnaður bætist við vöruverð
Pöntunarsími 567 5484
Útsala — úlpuveisla!
Allt að
70% afsl.
af úlpum
+ 5 % stgr.afsl.
Skíðaúlpur
Skólaúlpur
Léttar gönguúlpur
f OZuN
I fyrir uandláta - á frábæru uerði
fc. OZON
K er hágæða skíða-
Bfebb. og útiuistarfatnaður
□ ZON
er eingöngu framleiddur
úr uatnsheldum efnum,
gæddum miklum
„útöndunar“eiginieikum
■ 10-33%
afsláttur
j1 + 5% stgr.afsl
Sími 553 5320 &
568 8860
Ármúla 40 • Reykjavík
Verslunin