Morgunblaðið - 22.03.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 41
I
I;
I
)
)
J
i
í
)
i
I
il
i
I
i
I
«
i
«
«
«
«
-
«
«
4
HANNA
MARÍA ÍSAKS
+ Hanna María ís-
aks fæddist á
Siglufirði 29. októ-
ber 1935. Hún lést á
heimili sínu 13.
mars síðastliðinn.
Móðir hennar var
Einrún ísaksdóttir,
fædd 27.11. 1905,
d. 7.3. 1981. Systk-
ini: Edda ísaks, f.
28.4. 1934. Hanna
giftist Þorsteini
Birgi Egilssyni 19.4.
1962, f. 27.1. 1935,
d. 9.10. 1981. Þau
eignuðust þrjú
börn, þau eru: 1) Ellý Alda, f.
19.10. 1961, sambýlism. Stefán
Karl Guðjónsson, f. 19.2. 1959,
dóttir Ásrún Mjöll, f, 15.2.
1994. 2) Sólrún Margrét, f.
12.4.1964, sonur Birgir, f. 17.6.
1991, og 3) Egill, f. 13.10.1971.
Útför Hönnu Maríu verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku Hanna mín. Ég vil í fáum
orðum þakka þér samfylgdina í
gegnum lífið.
Eg kynntist Hönnu á Akureyri
sumarið 1952 um 16 ára aldur og
var það mitt lán að hún hugðist
dvelja hjá vinkonu minni vetrar-
langt. Tókust þá með okkur kynni
sem hafa enst síðan.
Hanna fluttist síðar með móður
sinni til Reykjavíkur. Stuttu seinna
fór ég á eftir henni og tóku þær
mæðgur mér opnum örmum og var
ég í fæði hjá þeim þann vetur.
Tíminn leið hratt, báðar festum
við ráð okkar og fórum að eiga
böm og færri stundir til samvista.
Hanna missti manným sinn langt
fyrir aldur fram og tók hún því
með miklu æðruleysi. Hanna var
mikil saumakona enda listræn og
lék allt í höndum hennar. Við
Hanna tókum upp þráðinn aftur
eftir að börnin fóru að eldast og
leið varla sú vika, jafnvel dagur
að ekki væri liaft símsamband og
skipst á skoðunum, oft var hlegið
og hlegið, því Hanna sá skoplegu
hliðina á tilverunni. Hanna var
sannur vinur í raun. Alltaf ef eitt-
hvað amaði að, átti ég Hönnu að,
hún hafði ráð undir rifi hveiju og
vil ég þakka henni allan þann
stuðning sem hún veitti mér.
Elsku Hanna, mig
tók það sárt þegar
veikindin þín upp-
götvuðust og við
sáum fram á að
tíminn var naumur.
Það gladdi mig að sjá
þig á 60 ára afmælis-
deginum þínum,
hvað þú varst ánægð
og stóðst þig vel.
Perla sem þú verður
ekki tínd upp af göt-
unni og mun ég sárt
sakna þín. Veit ég,
að á móti þér verður
tekið og þú tekur upp
þráðinn í öðrum heimi. Vil ég votta
börnum þínum og barnabörnum,
tengdamóður og öðrum ættingjum
innilega samúð og bið Guð að
styrkja ykkur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
f>inn kærleikur í verki var gjðf, sem gleymist
eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín vinkona,
Ingveldur Steindórsdóttir.
Hanna frænka er dáin, þessa
sorgarfrétt fengum við þegar við
hringdum til að spyijast fyrir um
líðan hennar í síðustu viku. Það
þyrmir yfir mann við svona tíðindi
þó að við vissum að hún væri
mikið veik, en það var trú okkar
að hún fengi að lifa lengur á
meðal ástvina sinna.
Hanna var gift Þorsteini Birgi
Egilssyni, en hann lést langt um
aldur fram.
Hönnu Maju og Birgi kynntist
ég fyrst þegar við hjónin vorum
að skreppa til Reykjavíkur í fríum
á sumrin með börnin og gistum
við oftast hjá þeim. Það var gott
að koma til þeirra, hlýjar móttök-
ur og glatt á hjalla. Birgir var
gamansamur maður og ræðinn um
margvísleg málefni. Hann var
lengst af sjómaður, þá oftast stýri-
maður, og síðan verkstjóri hjá
Sláturfélagi Suðurlands. Það var
gaman að tala við Hönnu Maju
um ýmsa hluti, rætt var um and-
leg málefni, stjórnmál og landsins
ERDMUTHE
EINARSSON
+ Erdmuthe Ursula Glage
Einarsson fæddist í Gross-
Ladtkeim nálægt Königsberg
10. maí 1938. Hún andaðist á
Landspítalanum í Reykjavík 13.
mars síðastliðinn og fór útförin
fram frá Fossvogskapellu 20.
mars.
Við kynntumst Muthe og Hauki
fyrst fyrir um það bil tuttugu árum
þegar bömin okkar vom lítil og
umgengust hvort annað mjög mikið.
Þau góðu kynni hafa haldist alla
tíð síðan, þó samgangur yrði minni
eftir að börnin uxu úr grasi. En
nágrannana traustu átti maður alltaf
að og er margs að minnast frá lið-
inni tíð.
Muthe, sem ævinlega var svo glað-
leg og hress, kunni ráð við öllu.
Orkan og dugnaðurinn í fyrirrúmi,
sama hvað hún gerði, allt lék í hönd-
um hennar.
Á sólbjörtum sumardögum mátti
oft heyra glaðan hlátur hennar úr
garðinum handan götunnar og mað-
ur hreifst ósjálfrátt með og sá hvað
sólskinið var yndislegt og lífið dá-
samlegt.
Hún elskaði allan gróður og það
hefur efalaust verið þessvegna, sem
trén í garði hennar uxu hraðar og
urðu fegurri en annarstaðar. Hún
hafði mikið yndi af ferðalögum og
hefur það vafalaust átt sinn þátt í
því að hún lærði leiðsögumannsstarf-
ið. Fór hún fjölda ferða um landið
með erlenda ferðamannahópa og var
farsæl í því sem og öðru sem hún
tók sér fyrir hendur.
íslendingasögurnar þekkti hún vel
og kunni ágætlega að nota þá þekk-
ingu sína í leiðsögumannsstarfinu.
Við minnumst þess þegar hún var
að segja frá þessum ferðum hvað
það geislaði af henni áhuginn og
maður hafði það á tilfinningunni að
maður hefði verið með í för, svo lif-
andi og glögg var frásögnin. Og þó
Muthe væri af þýsku bergi brotin,
var hún orðin meiri íslendingur en
margur innfæddur. íslensku talaði
hún svo að vart mátti heyra annað
en að hér hefði hún fæðst og alist
upp.
Nú er þessi kjarnakona horfin af
sjónarsviðinu og er sárt saknað af
öllum sem henni kynntust.
Við kveðjum hana með djúpri þökk
fyrir þann tíma sem við nutum þess
að eiga hana að nágranna.
Góður Guð styrki þig, Stefán
Haukur, og bömin ykkar, Stefán
Einar og Marlin, í ykkar þungu sorg.
Hanna og Ingjaldur.
gagn og nauðsynjar, ekki vorum
við alltaf sammála og deildum
stundum en allt þó í góðu. Henni
voru eilífðarmálin hugleikin og
hafði hún ákveðnar skoðanir á
þeim málum og var á þeirri skoð-
un að annað líf tæki við af þessu.
Ég var svolítið vantrúaður á þessa
hlúti, en er á annarri skoðun í dag.
Hanna Maja er sennilega búin
að hitta horfna ættingja héðan
af jörðu sem nú eru á betra tilveru-
stigi en við erum nú á, en því trúi
ég núna, kannski lítur hún ásamt
fleiri ættingjum til með okkur hér
á jörðinni og þó best með þeim
er hún unni mest, börnum sínum
og barnabörnum.
Við Berta erum henni þakklát
fyrir samveruna og velviljann og
biðjum algóðan Guð að styrkja
börnin og barnabörnin sem hennar
sakna nú sárt, en þau eiga dýr-
mætar minningar um kærleiks-
ríka og umhyggjusama móður og
ömmu og verði það þeim styrkur
í sorg sinni.
Sveinn Þorsteinsson.
í dag er borin til grafar móður-
systir mín, Hanna María ísaks.
Þó lengi hafi verið vitað hvert
stefndi kom fréttin um andlát
hennar sem reiðarslag. Fyrir rúm-
um þremur árum greindist hún
með sjúkdóm þann sem að lokum
hafði betur. Styrkur sá og æðru-
leysi sem hún sýndi í veikindum
sínum lýsir henni best.
Reisn og sálarstyrk hélt hún
fram í andlátið. Hanna Maja hafði
til áð .bera mikinn persónuleika,
hlýja og fallega útgeislun. Hún
var hógvær en hafði skoðanir á
mönnum og málefnum. Áhugamál
hafði hún mörg og var ættfræðin
henni hugleikin. Tómlegt er til
þess að hugsa að eiga ekki eftir
að taka upp símtólið til að spjalla
um heima og geima við hana, fá
fréttir af ættingjum en hún hélt
góðu sambandi við fjölskylduna
enda frændrækin mjög.
Mikill er missir barna hennar
og barnanna sem sjá eftir góðri
móður og ömmu. Nú er komið að
leiðarlokum og hún farin í ferðina
miklu en ég veit að hún amma
hefur tekið á móti henni við landa-
mærin. Bið ég algóðan Guð að
styrkja Ellý, Sólrúnu, Egil, Stef-
án, Birgi, Ásrúnu, aldraða tengda-
móður og okkur öll sem eigum
um sárt að binda. Minning hennar
mun lifa í hjarta okkar.
Rún og fjölskylda.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Það eru vinsamleg tilmæli
blaðsins að lengd greina fari
ekki yfir eina örk a-4 miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd - eða 2.200 tölvu-
slög Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
ODDUR
JÓNSSON
+ Oddur Jónsson
fæddist að Hofi
í Svarfaðardal 3.
október 1899. Hann
lést á heimili sínu
að Bakkahlíð 39 á
Akureyri 14. mars
síðastliðinn. For-
eldrar Odds voru
Júlíana Hallgríms-
dóttir, f. 1864, d.
5.6. 1958, og Jón
Stefánsson, f. 1863,
d. 24.1. 1958, bú-
endur á Hofi í
Svarfaðardal. Odd-
ur var næstyngstur
fimm systkina en þau voru Sól-
veig, f. 1889, d. 1967, Hallgrím-
ur, f. 1893, d. 1963, Ebenharð,
f. 1896, d. 1983, og Sigurlaug,
f. 1901, d. 1980. Árið 1904 flutt-
ist Oddur með foreldrum sínum
að Hjaltastöðum í Skíðadal og
síðan 1910 að Hánefsstöðum í
Vallasókn, þar sem hann bjó
með foreldrum sínum til ársins
1925 er þau hættu búskap og
fluttust til Dalvíkur. 31. maí
1926 kvæntist Oddur Helgu
Sigfúsdóttur, sem átti ættir að
rekja til Svarfaðardals, en for-
eldrar hennar voru Soffía Guð-
rún Þórðardóttir og Sigfús Sig-
fússon. Oddur og Helga hófu
búskap sinn á Dal-
vík, þar sem hann
gerðist sjómaður
og skósmiður, en
þá iðn nam hann
af bróður sínum
Hallgrími. Árið
1932 fluttust þau
til Akureyrar þar
sem hann rak skó-
smíðaverkstæði
um áratuga skeið,
eða með litlum
hvildum allt til árs-
ins 1979 er Helga
lést og Oddur flutti
nokkru seinna til
Reykjavíkur þar sem hann bjó
í fimm ár. Árið 1985 flutti
Oddur aftur til Akureyrar og
bjó þar til æviloka, síðustu
fimm árin í sambýli aldraðra í
Bakkahlíð 39.
Helga og Oddur eignuðust
ekki börn, en ólu upp tvær
fósturdætur, Iðunni Heiðberg,
sem var gift Árna Kristjáns-
syni, d. 1985, en þau áttu þrjú
börn, og Herdísi H. Oddsdótt-
ur, sem var gift Guðmundi
Guðbrandssyni og eiga þau
einnig þrjú börn.
Útför Odds fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Við fráfall ástvina vakna minn-
ingar um liðna atburði þeim
tengda. í dag, er við kveðjum Odd
afa, hverfur hugurinn aftur til
gamalla gleðistunda í faðmi hans
og Helgu ömmu á Akureyri. Það
var ætíð hápunktur hvers sumars
að heimsækja þau heiðurshjón og
dvelja þar í lengri eða skemmri
tíma, en þau voru bæði einkar
barngóð. Þeim varð sjálfum ekki
b'arna auðið en tóku i fóstur tvær
dætur, Herdísi H. Oddsdóttur og
móður okkar, Iðunni Heiðberg.
Mikil gæfa reyndist það henni að
fá að njóta ástar þeirra og væntum-
þykju. Á heimili þeirra ríkti mikil
samheldni og þar var ævinlega
húsrúm fyrir hvern sem þurfti.
Oddur rak skósmíðaverkstæði
að Brekkugötu 13 til áttræðisald-
urs og það var ævintýri út af fyrir
sig að fylgjast með afa „skóa“.
Hann var að vissu leyti þjóðsagna-
persóna í lifanda lífi, svo spar var
hann á að innheimta fyrir skóvið-
gerðirnar.
Oddur var glæsilegur maður,
ljúfmenni, vel gefinn og fróðleiks-
fús. Þó svo hann hafi aldrei gert
víðreist, þá kunni hann til dæmis
góð skil á landafræði og var þá
sama hvort um var að ræða há-
lendi íslands, árnar í Kína eða
landamæri eins og þau lágu fyrir
og eftir stríð. Hann var mikið til
sjálfmenntaður, hafði gaman af að
grúska og gat jafnvel gert sig skilj-
anlegan á nokkrum tungumálum.
Það getur nærri þegar ævin
spannar yfir næstum heila öld, að
þá muna menn tímana tvenna. Afi
hafði gaman af að segja sögur úr
sveitinni forðum, hann hafði ríka
kímnigáfu og hló oft dillandi hlátri
yfir prakkarastrikum liðinna tíma.
Þegar Oddur var á níræðisaldri,
kom hann öllum á óvart með því
að flytja í stærra húsnæði og fjár-
festa m.a. í nýjum mublum. Það
var ekki laust við að við fyndum
til stolts yfir afa okkar sem á þessu
aldursskeiði, þegar fólk oft dregur
saman seglin, horfði svo björtum
augum til framtíðar.
Sem dæmi um kjark hans og
dugnað, þá dreif hann sig suður
til Reykjavíkur nú í desember sl.
til að vera með okkur yfir jólin,
þá kominn hátt á tíræðisaldur.
Þótt heilsan væri farin að gefa
sig, þá hélt hann ágætu andlegu
atgervi allt til hins síðasta, fylgdist
með fréttum og hafði gaman af
að þjálfa hugann við spilamennsku.
Oddur bjó síðustu æviár sín í sam-
býli aldraðra í Bakkahlíð 39 á
Akureyri, þar sem honum leið vel
og hann naut einstakrar umönnun-
ar starfsfólks.
Við kveðjum hann með söknuði,
hugsum til hans með hlýju og biðj-
um algóðan guð að geyma hann.
Páll og Helga.
+
Ástkaer sambýliskona mín,
MARÍA SVEINLAUGSDÓTTIR,
Lindasíðu 4,
Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. mars.
Ófeigur Pétursson.
Útför konu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ESTERAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Sunnubraut 29,
Kópavogi,
ferfram frá Kópavogskirkju föstudaginn
22. mars kl. 13.30.
Þorgeir Jónsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.