Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 43
ODDNY
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Oddný J. Þor-
steinsdóttir
fæddist í Brimnes-
hjáleigu við Seyðis-
fjörð 14. desember
árið 1900. Hún lést
á Sjúkrahúsi Suð-
urnesja 15. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jóhanna Erlends-
dóttir frá Jarð-
langsstöðum í
Mýrasýslu og Þor-
steinn Jónsson,
kennari og útvegs-
bóndi, ættaður frá
Gerði í Suðursveit. Móðir Þor-
steins var Oddný Sveinsdóttir
í Gerði, merk kona, skáldmælt
og margfróð og stundaði lengi
ljósmóðurstörf í Suðursveit.-
Oddný átti eina systur - Guð-
laugu sem látin er fyrir nokkr-
um árum. Guðlaug var húsmóð-
ir á Fáskrúðsfirði öll sín full-
orðinsár. Faðir Oddnýjar lést
þegar hún var fjögurra ára og
fór hún þá til föðurbróður síns
Bjarna Jónssonar og konu hans
Soffíu Jónsdóttur en þau
bjuggu á Gilsárvöllum í Borgar-
firði eystra, þar ólst hún upp
til fullorðinsára. Oddný nam
ljósmóðurfræði í Reykjavík ár-
in 1922-23 og stundaði ljósmóð-
urstörf í heimabyggð sinni
1923-1929 og síðan oft í forföll-
um starfandi ljósmóður og tók
síðast á móti barni árið 1950.
Hún kynntist Iækningaaðferð-
um þeirra Erlings Filipussonar,
grasalæknis og Þórunnar móð-
ur hans og nam nokkuð af fræð-
um þeirra. Hún var oft til kvödd
að hjúkra sjúkum, einkum til
að græða brunasár. Oddný var
virkur félagi í kvenfélaginu
Einingu á Borgar-
firði.
Árið 1927 giftist
hún Sigvarði Bene-
diktssyni frá Hof-
strönd í Borgarfirði
eystra og bjuggu
þau síðan á þeirri
jörð til ársins 1953
en það ár fluttust
þau til Ytri-Njarð-
víkur. Sigvarður
var sonur hjónanna
Benedikts Gíslason-
ar og Þorbjargar
Steinsdóttur. Þau
hjón bjuggu í Litlu-
vík og á fleiri jörðum í Borgar-
firði. Sigvarður ólst upp hjá
föðurbróður sínum Sigfúsi
Gíslasyni á Hofströnd. Sigvarð-
ur lést árið 1966 en Oddný bjó
áfram í íbúð þeirra á Hólagötu
39 til ársins 1982 en þá fluttist
hún í hús fóstursonar síns Sig-
mars Ingasonar að Þórustíg 10
í Ytri- Njarðvík. Árið 1992 flutt-
ist hún svo á Dvalarheimilið
Hlévang í Keflavík og átti þar
heima síðan. Síðustu mánuðina
var hún á Sjúkrahúsi Suður-
nesja og þar lést hún 15. mars
1996. Oddný og Sigvarður eign-
uðust ekki börn en ólu upp tvo
fóstursyni frá frumbernsku,
Bjarnþór Aðalsteinsson sem
lést árið 1965 og Sigmar Inga-
son sem býr í Ytri-Njarðvík.
Auk þess höfðu nokkrir ungl-
ingar lengri og skemmri við-
dvöl á heimili þeirra á Hof-
strönd, lengst Magnús Jónsson
frá Kjólsvík, nú látinn og Jó-
hannes Kristinsson sem er bú-
settur í Reykjavík.
Oddný verður kvödd frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Hún nafna mín, eins og ég kall-
aði hana alltaf, lést á Sjúkrahúsi
Suðurnesja snemma morguns 15.
mars sl. eftir erfiða sjúkralegu og
langar mig að minnast hennar með
nokkrum orðum.
Ég man fyrst eftir henni nöfnu
minni þegar hún kom heim í Reyk-
holt í Fáskrúðsfirði að heimsækja
mömmu sína (langömmu mína) og
systur, þ.e. ömmu mína. Ég man að
sem barni fannst mér alltaf svolítið
skrýtið en mjög merkilegt að heita
nákvæmlega sama nafni og einhver
annar, en það var yndislegt og sér-
stakt að eiga slíka nöfnu sem hún
var. Eftir að ég kom suður í skóla
eyddi ég oft fríum hjá henni á Hóla-
götunni og var hún mér alltaf sem
besta amma.
Nafna var greind kona með sterk-
an persónuleika, vönd að virðingu
sinni og orðvör. Hún bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg og hélt reisn sinni
fram á síðasta dag. Hún var sérlega
hjálpfús kona og þar sem veikindi
voru annars vegar var hún ávallt
reiðubúin að veita aðstoð og hlúa
að af sinni einstöku nærfærni og
kærleika.
Nafna var lífsreynd kona. Fóst-
ursonur hennar, Bjarnþór, lést eftir
stranga legu aðeins nítján ára gam-
all. Þetta var þung og erfið reynsla
og var hún lengst af_ við sjúkrabeð
hans þar til yfir láuk. Ári síðar missti
hún eiginmann sinn og enn sem fyrr
sýndi hún einstakan dugnað. Á erfið-
um tímum gefur trúin styrk og ég
veit að hún nafna mín átti sterka
trúarvissu. Hún las oft í sálmabók-
inni sinni og einn af uppáhalds sálm-
um hennar var ,Skín, guðdóms sól
á hugarhimni mínum“ eftir Ólínu
Andrésdóttur og finnst mér hann
lýsa svo vel hennar lífsskoðun.
Við nafna áttum margar og góðar
stundir saman, ekki síst nú hin seinni
ár. Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég átti með henni og mun aldr-
ei gleyma þeim stundum sem ég sat
við rúmið hennar á sjúkrahúsinu og
hélt í höndina á henni, en það þótti
henni svo notalegt. Síðasta skiptið
sem ég sá hana var stuttu áður en
hún dó, þá áttum við Elli yndislega
stund með henni. Við sátum sitt
hvoru megin við rúmið hennar og
hlýjuðum henni á höndunum, því
henni var oft svo kalt. Hún var glöð
og naut þess að hlusta á sögur af
börnunum okkar og gera að gamni
sínu þrátt fyrir hversu veik hún var
orðin, og farin að þrá það eitt að
fá hvíldina.
Þannig er síðasta minningin um
hana og þannig mun ég ávallt minn-
ast hennar. Ég vil þakka Guði fyrir
að hafa átt svo langa samleið með
nöfnu minni, en hún náði 95 ára
aldri. Söknuðurinn er mikill, en
minningarnar yndislegar sem við,
öll Qölskyldan frá Reykholti, eigum.
,Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Briem.)
Oddný Jóna Þorsteinsdóttir.
Kæra Oddný.
Það er komið að kveðjustund og
mér finnst erfítt að hugsa til þess
að þær verði ekki fleiri stundirnar
sem við munum eiga saman. Kynni
okkar voru ekki löng, rétt rúm fjög-
ur ár. Ég minnist þess þegar ég hitti
þig í fyrsta skipti í vetrarbyijun
1991. Það var í mér talsverður kyíði.
En ég bægði kvíðanum frá og hugs-
aði með mér, að manneskja sem
hann Sigmar talar um með svo mik-
illi hlýju, virðingu og væntumþykju,
hún getur ekki verið hættuleg.
Vissulega var það svo, að þú tókst
mér einstaklega vel og sýndir mér
alla tíð vinsemd og hlýju.
Á þessari stundu er mér efst í
huga sú reisn og sá kærleiki sem
fylgdi þér og léttleiki í spori. Þegar
þú gekkst föstum, traustum skrefum
á milli hæða og um ganga, bæði hér
heima í Laufási og á Hlévangi, það
var ekki að sjá að þar væri á ferð
kona á tíræðisaldri. Né heldur var
það að sjá á handavinnunni þinni,
sem þú varst að vinna við alveg fram
á síðasta sumar. Prjónlesið þitt hefur
hlýjað okkur mörgum og hannyrð-
irnar frá þér prýða veggi og hillur.
Allt unnið af stakri natni.
Það var unun að sitja og hlusta
á þig segja frá. Minni þitt var óbrigð-
ult, bæði á gamla og nýja tímann,
og þú fléttaðir gjarnan saman þjóð-
legan fróðleik, frásögur af fólki og
ættfræði ásamt lýsingum af stað-
háttum svo úr varð lifandi frásögn
um lífskjör fólks, bæði í blíðu og
stríðu. Eðlilega leitaði hugur þinn
oft austur á fírði. Þar voru rætur
þínar og hugur þinn dvaldi oft hjá
fólkinu á Borgarfirði eystra. En í
raun var sama hvar borið var niður,
fréttum dagsins í dag sýndir þú
jafnmikinn áhuga og fréttum gær-
dagsins, frammistöðu Njarðvíking-
anna í körfuboltanum sem og öðrum
landsmálafréttum og fréttum af vin-
um og ættingjum.
Þú lést þig kjör fólks miklu skipta
og það hef ég fyrir satt að þú greidd-
ir götu margra sem áttu við erfið-
leika að stríða, hvort sem það var
til lengri eða skemmri tíma. En
kærleiksríkri hjálparhönd þinni vei-
faðir þú ekki á torgum úti — þú
vannst þín kærleiksverk í kyrrþey
og krafðist ekki launa fyrir. Kær-
t
Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
BJÖRNS BJARNARSONAR
fyrrv. ráðunautar
hjá Búnaðarfélagi íslands,
Hagamel 34,
Reykjavík,
Sérstakar þakkir til starfsfólks móttökudeildar hjúkrunarheimilis-
ins Eirar.
Rita Bjarnarson,
Ella B. Bjarnarson, Helgi Torfason,
Sigrún Bjarnarson, Magnús B. Eyþórsson,
Jón Bjarnarson, Guðrún S. Karlsdóttir
og barnabörn.
t
Af alhug þökkum við öllum, sem veittu
okkur styrk, hlýju og huggun við andlát
og jarðarför okkar elskulega
SIGURBJÖRNS EINARSSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Svavar Már Einarsson,
Sigfús Einarsson,
Eyjólfur Vilhelmsson,
Sigrún Sigurðardóttir,
Sigfús B. Einarsson
og ástvinir allir.
leiksboðskapur Jesú Krists var þitt
leiðarljós og trú þín á hann var afar
sterk og traust.
Síðustu mánuðir ævikvölds þíns
voru á marga lund erfiðir. Þrek þitt
þvarr smátt og smátt og kraftarnir
leyfðu ekki að þú gætir unnið verk
þín hjálparlaust og þú gast ekki tek-
ið á móti gestum á sama hátt og
áður. En þú gafst af hlýju þinni og
kærleik til hinstu stundar.
Við kveðjustundina þakka ég Guði
fyrir að hafa leitt mig á þinn fund
og gefið mér tækifæri til að nema
af þér. Minningin um þig mun lifa
með mér og vera mér leiðarljós á
vegferð minni.
Náð Guðs og friður veri með þér,
kæra Oddný. Þess óskar þín einlæg,
Lára G. Oddsdóttir.
í dag kveðjum við hinstu kveðju
Oddnýju J. Þorsteinsdóttur, hús-
freyju og ljósmóður. Hún ólst upp á
Borgarfirði eystra og bjó þar með
manni sínum Sigvarði Benediktssyni
til ársins 1953 er þau fluttust til
Ytri-Njarðvíkur.
Ég var enn barn að aldri þegar
þau Oddný og Sigvarður fluttust í
Njarðvíkurnar. Sigmar, fóstursonur
þeirra, var giftur systur minni, Est-
er, og í gegnum þau tengsl kynntist
ég þeim hjónum og kom nokkrum
sinnum á heimili þeirra á Hólagötu
39. En það var ekki fyrr en Oddný
fluttist í húsið Laufás við Þórustíg,
þar sem Ester og Sigmar bjuggu,
að ég varð svo lánsöm að fá að kynn-
ast henni betur.
Oddný var um margt sérstök kona.
Hún var fremur hlédræg og fram-
koma hennar einkenndist af hógværð
og mildi en þó var hún föst fyrir og
ákveðin. Hún las mikið, var vel að
sér um menn og málefni og var aldr-
ei skoðanalaus. Hún hafði fádæma
gott minni og bjó yfír miklum fróð-
leik ekki síst um heimahagana og
um lifnaðarhætti og verklag fólks á
fyrri hluta aldarinnar. Það vár gaman
að ræða við Oddnýju og fræðast af
henni og hún var glettin og gaman-
söm í góðra vina hópi. Sá sem býr
yfir miklum fróðleik hlýtur að vera
sjálfur fróðleiksfús og þannig var
Oddný. Fram til síðustu stundar hélt
hún andlegu þreki og heilbrigði og
leitaðist eftir að fylgjast með því sem
var að gerast í þjóðfélaginu.
Það var ekki aðeins á andlega
sviðinu sem Oddný var vel að sér.
Þegar kom að heimilishaldi og mats-
eld lék allt í höndum hennar og var
til fyrirmyndar. Hún hafði ánægju
af ýmiss konar hannyrðum sem báru
hagleik hennar glöggt vitni og þær
voru hennar aðalviðfangsefni síð-
ustu æviárin. Það var gott að koma
á heimili hennar í risinu í Laufási
þar sem allt var fágað og hlutum
raðað af smekkvísi. Sitja þar við
gnægtaborð, horfa út á hafið og'
njóta einlægrar gestrisni þessarar
elskulegu konu. í þeim heimsóknum
var aldrei gert ráð fyrir því að menn
lifðu á brauði einu saman. Þetta eru
ljúfar minningar.
Ég þykist vita að Oddný hafi
saknað heimahaganna og vinanna
fyrir austan þótt aldrei hafi hún
orðað slíkt, en langt fram á elliár
fór hún austur á land á hveiju sumri
og dvaldi þar í nokkrar vikur hjá
skyldfólki og vinum. Þær ferðir voru
henni ætíð tilhlökkunarefni. Aldrei
heyrði ég hana gera nokkurn saman-
burð á þeim tveim stöðum þar sem
hún hafði búsetu um ævina.
Oddný var grönn og fínleg kona.
Hún var bein í baki og létt í spori
og hvorugt breyttist þótt aldurinn
yrði hár. Eg minnist þess er Oddný
dvaldi fyrir nokkrum árum á heilsu-
hælinu í Hveragerði að ég fór þang-
að til að heimsækja hana. Ég vissi
ekki herbergisnúmerið hennar og
fann engan til að uppiýsa mig svo
ég ráfaði um gangana í von um að
hafa upp á henni. Ég lagði af stað
inn eftir löngum gangi og sá þá
hvar ung kona kom á móti mér frá
hinum enda gangsins. Ég gekk til
móts við hana og er við nálguðumst
hvor aðra sá ég að þessi unga kona
var Oddný sjálf. Hún var þá tæplega
níræð og ég undraðist hreyfíngar
hennar og allan limaburð sem minnti
frekar á unga konu, jafnvel ungling.
Ég held að unglegt fas hennar hafi
endurspeglað þann ferskleika er hún
bjó yfír í sál sinni og huga. Þótt
líkaminn yrði undan að láta fyrir
ellinni þá gaf hugurinn hvergi eftir.
Æska mannsins er ekki bundin við
neinn aldur. Æskan er gróandi sálar-
innar og endist nákvæmlega jafn-
lengi og þessi gróandi, segir Sigurð-
ur Norðdal í bókinni Líf og dauði
og þetta fannst mér sannast á
Oddnýju.
Við Sigurður, eiginmaður minn,
vorum tíðir gestir hjá vinum okkar
i Laufási og áttum þar margar dýr-
mætar stundir. Þar eignuðumst við
vináttu Oddnýjar sem var okkur
mikils virði og við fáum seint full-
þakkað. í dag kveðjum við þessa
traustu og góðu konu með söknuði
og þakklæti í huga.
Sólveig Karvelsdóttir.
+
Bróðir minn og móðurbróðir,
GUÐBJÖRN KRISTÓFER KETILSSON
fyrrum bóndi að Hamri,
Hörðudal,
andaðist á dvalarheimilinu Fellsenda 20. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gísli Ketiisson,
Kristinn Breiðfjörð.
Systir mín og fraenka okkar,
GEIRLAUG ÞORBJARNARDÓTTIR,
Akbraut,
Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 23. mars kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
vinsamlegast bent á Slysavarnafélag
islands.
Anna Þorbjarnardóttir
og systkinabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
KARLS MAGNÚSSONAR,
Jökulgrunni 9,
Reykjavík.
Sigurborg Guðmundsdóttir,
Sigrún Karlsdóttir.