Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUUAGUR 22. MARZ 1996 47
!
I
I
I
:
i
'
i
i
í
i
4
FRÉTTIR
Oryggi
barna
í bílum
SLYSAVARNAFÉLAG íslands,
Umferðarráð og „Betri borg fyrir
börn“ (samvinnuverkefni Reykjavík-
urborgar og SVFI) efna saman til
átaks til að vekja athygli á mikil-
vægi öryggis barna í bílum dagana
25.-29. mars nk.
Markmiðið með átakinu er að
hvetja alla sem með bílum ferðast
til að spenna bílbeltin og sjá tii þess
að börnin noti viðeigandi öryggisbún-
að.
Á árinu 1995 slösuðust 128 börn
14 ára og yngri sem voru farþegar
í bílum. Það er því miður alltof al-
gengt að börn séu laus í bílum og
nýti ekki þann öryggisbúnað sem er
fyrir hendi eða nýti hann ekki rétt.
Af þeim börnum sem slasast kemur
í ljós að aðeins helmingur þeirra
notar öryggisbúnað við hæfi. Þess
vegna er rík ástæða til að vekja at-
hygli á því hversu mikið gildi þessi
öryggisbúnaður hefur.
Þeir sem að átakinu standa eiga
samstarf við marga aðila sem láta
sig varða velferð og öryggi barna.
Leitað er til heilsugæslustöðva og
óskað eftir samvinnu og fræðslu fyr-
ir foreldra, fulltrúar úr Slysavarnafé-
lagi íslands víða um land kanna notk-
un öryggisbúnaðar fyrir börn fyrir
utan leikskóla, leitað hefur verið til
leikskóla og grunnskóla og óskað
eftir að fjallað verði sérstaklega um
öryggi barna í bílum, lögreglan verð-
ur með sérstakt eftirlit um þetta
málefni þessa viku og fjölmiðlar
munu fjalla sérstaklega um þetta
málefni þessa viku.
í frétt frá SVFÍ, Umferðarráði og
Betri borg fyrir börn eru foreldrar
og forráðamenn hvattir til að veita
öryggi barnanna í bílum athygli og
leggja áherslu á að öryggi þeirra er
á okkar ábyrgð.
Fagþekking
verði nýtt við
neyðarsímsvörun
S J Ú KRAFLUTNING ARÁÐ Land-
læknis hefur sent dómsmálaráðherra
eftirfarandi álit um málefni neyðar-
símsvörunar:
„Mikil umræða hefur verið að
undanförnu um málefni neyðarsím-
svörunar í landinu og er fagnaðar-
efni að samræmt neyðarnúmer sé
komið fyrir allt landið.
Sjúkraflutningaráð Landlæknis
starfar samkvæmt reglugerð nr. 503
frá 18. nóvember 1986 útgefnu af
heilbrigðisráðuneytinu og er ráðgef-
andi um allt er varðar sjúkraflutn-
inga í landinu.
Neyðarsímsvörun hefur verið sinnt
af aðilum sem hafa þekkingu af
störfum á vettvangi svo sem sjúkra-
flutningamönnum, lögreglu og
slökkviliðsmönnum.
Mjög góð reynsla hefur verið af
neyðarsímsvörun þessara aðila þar
sem þeir hafa greint ástandið í gegn-
um síma og gefið viðeigandi leiðbein-
ingar. Hægt er að fullyrða að það
hafi skipt sköpum í mörgum tilfell-
um.
Sjúkraflutningaráð Landlæknis
telur því mjög brýnt að fagþekking
þessara aðila verði nýtt við neyðar-
símsvörun í landinu.“
Segir frá
starfi á Vestur-
bakkanum
FÉLAGIÐ Ísland-Palestína efnir til
kaffifundar laugardaginn 23. mars
nk. í Lækjarbrekku.
Gestur fundarins er Sigurbjörg
Söebech, hjúkrunarfræðingur, sem
er nýkomin heim frá Palestínu þar
sem hún starfaði í rúmt ár á vegum
Alþjóða Rauða krossins. Sigurbjörg
hafði umsjón með stuðningi Rauða
krossins við heilsugæslu Palestínu-
manna og heimsötti í starfi sínu ekki
■ NÝLEGA færði Hans Petersen
hf. Iþróttasambandi fatlaðra
styrk að upphæð 474.225 kr. sem
er hluti ágóða af jólakortum sem
verslanir Hans Petersen hf. seldu
fyrir jólin 1995. Þessi ágóði hefur
á undanförnum árum runnið til
hinna ýmsu góðgerðarmála en í ár
ákvað fyrirtækið að ágóðinn rynni
til íþróttasambands fatlaðra til upp-
færri en 190 heilsugæslustöðvar á
Vesturbakkanum.
Sigurbjörg mun segja frá starfi
sínu og viðhorfum og sýna myndír
sem teknar voru á meðan á dvöl
hennar stóð.
Fundurinn er öllum opinn og hefst
kl. 15.30.
Lj ósmyndasýn-
in g grunnskóla
og félagsmið-
stöðva
í Reykjavík
SYNING á ljósmyndum, sem nem-
endur í grunnskólum og félagsmið-
stöðvum í Reykjavík hafatekið, verð-
ur opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í
dag, föstudaginn 22. mars, kl. 16.
Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, opnar sýninguna
og afhendir verðlaun. Samtals bárust
um 400 myndir í keppnina.
Sýningin er í tvennu lagi: Svart á
hvítu. Svart/hvítar myndir sem nem-
endur hafa unnið að öllu leyti sjálfir
á námskeiðum innan skólanna eða í
fél agsmiðstöðvum Reykj avíku rborg-
ar á vegum íþrótta- og tómstunda-
ráðs. Verkefnin þar voru: Portrett,
daglegt líf og fijáls myndefni.
Ljósmyndasprettur ÍTR þar sem í .
boði voru 10 verkefni.
Dómnefnd skipuðu eftirtaldir ljós-
myndarar: Sigurgeir Birgisson frá
Ljósmyndavörum, Arnaldur Hall-
dórsson tilnefndur af BECO og Guð-
mundur Ingólfsson frá ísmynd. Ljós-
myndavörur hf. gáfu verðlaun fyrir
bestu litmyndirnar, BECO, sérhæfð
ljósmyndaþjónusta og ILFORD gáfu
verðlaun fyrir bestu svart/hvítu
myndirnar.
Nýsköpunar-
sjóður náms-
manna fær 10
milljónir
BORGARRÁÐ hefur ákveðið að veita
10 milljónum til Nýsköpunarsjóðs
námsmanna. Áður hafði Alþingi
samþykkt til hans 15 milljóna króna
framlag á Qárlögum og er hann því
25 milljónir eða stærri en nokkru
sinni fyrr á þessum árstíma.
Sjóðurinn var stofnaður árið 1992
að frumkvæði Stúdentaráðs Háskóla
íslands og styrkir einstaklinga, fyrir-
tæki og stofnanir til þess að ráða
námsmenn til metnaðarfullra rann-
sóknarverkefna yfir sumartímann
þar sem áhersla er lögð á nýsköpun-
argildi verkefnisins og sjálfstæð
vinnubrögð námsmannsins.
í fyrra styrkti sjóðurinn um 150
námsmenn til álíka margra verkefna
og hafa mörg þeirra vakið talsverða
athygli. Meðal þeirra má nefna Ráð-
byggingar íþróttastarfs fatlaðra hér
á landi. Á myndinni veitir Camilla
Th. Hallgrímsson (t.v.), varafor-
maður ÍF styrknum viðtöku úr
hendi Guðrúnar Eyjólfsdóttur
(t.h.), sölustjóra hjá Hans Petersen
hf. Með þeim á myndinni er Olafur
Eiríksson, einn af Ólympíuförum
fatlaðra til Atlanta 1996.
gjafarforrit fyrir vinnslustjóra í fisk-
vinnslu sem þrír verkfræðinemar
unnu og hlutu fyrir það Nýsköpunar-
verðlaun forseta íslands sem veitt
voru í fyrsta skipti í febrúar. Þeir
hafa nú gengið frá sölu á forritinu
til Marels hf.
Mótframlög fyrirtækja
verkefni til framdráttar
Vonir eru bundnar við að frekari
framlög fáist til þess að hægt sé að
gefa enn fleiri stúdentum tækifæri
á að vinna að rannsóknum á sumrin
og í því skyni er nýtt ákvæði í regl-
um sjóðsins um að framlög fyrir-
tækja í formi mótframlaga í launum
námsmanns geti veitt verkefninu
forgang ef val stendur á milli tveggja
jafngóðra verkefna. Umsóknarfrest-
ur um framlag úr sjóðnum er til 3.
apríl nk.
Allar nánari upplýsingar fást á
skrifstofu SHÍ.
VI o g FB talast
á um græðgi
ÚRSLIT í Mælsku- og rökræðu-
keppni framhaldsskólanna verður
haldin i kvöld, 22. mars, í sal 1 í
Háskólabíói. Að þessu sinni eigast
við Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og
Verzlunarskóli íslands og umræðu-
efnið er græðgi, sem VÍ mælir með
en FB á móti.
Húsið verður opnað kl. 19 en
keppnin hefst stundvíslega kl. 19.30
og verður lokið fyrir 23. Miðaverð
er 200 kr.
Sólstöðuhópur-
inn ræðir um
sorg- barna
SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyr-
ir fyrirlestri í Norræna húsinu laug-
ardaginn 23. mars kl. 13. Fyrirlestur-
inn er opinn öllum er áh'uga hafa á
og kostar 500 kr.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina:
Glíma barna við sorg og eru fyrirles-
arar þau Inga Stefánsdóttir og Sig-
urður Ragnarsson, sálfræðingur.
Einnig mun Ingibjörg Marteinsdóttir
syngja einsöng. Boðið verður upp á
umræður að fyrirlestri loknum.
■ VINÁ TTUFÉLA G íslands og
Kúbu heldur aðalfund laugardag-
inn 30. mars kl. 14 á veitingahúsinu
Lækjarbrekku, efri hæð. Á dag-
skrá eru venjuleg aðalfundarstörf,
auk skýrslu og umræðna um Kúbu
í dag og verkefni félagsins. Stjórn
VÍK skipa Gunnar Magnússon,
Inga Sigurðardóttir, Ingibjörg
Haraldsdóttir, formaður, Sigur-
laug S. Gunnlaugsdóttir, ritari og
Sylvía Magnúsdóttir, gjaldkeri.
Varamenn eru Jóhanna Finnboga-
dóttir og Sólborg Alda Péturs-
dóttir.
VELKOMIN I FONIX OG GERI
REYFARAKAUP
RAFTÆKI OG INNRÉTTINGAR Á TILBOÐSVERÐI
m ASKO
ÞVOTTAVÉLAR - WJRRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR
Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki
frá Asko - með verulegum afslætti.
ALLT AÐ 10% AFSLÁTTUR
-10
■20
-25
-30
KÆLISKAPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR
Dönsku GRAM kæliskáparnir eru rómaðir
fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu.
Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa,
með eða án frystis. Einnig 8 stærðir
frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum.
ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR
NILFISK
NÝ NILFISK FYRIR NÚTÍMAHEIMILI
Nú kynnum við nýjar gerðir frá NILFISK,
GM-300 seríuna, glæsilegri ogfullkomnari en
nokkru sinni fyrr. 4 gerðir og litir.
ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR
ftTmririý)
INNBYGGINGAROFNAR OG -HELLUR
Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar.
Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði
„venjuleg" og keramik. Einnig gashelluborð.
DéLonghi - Dásamleg tæki
ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR
ELDHÚSVIFTUR - MARGAR GERÐIR
Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum gler-
hjálmi, veggháfar eða til innbyggingar í háf.
ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR
BORÐOFNAR FYRIR SÆLKERA
Þeir eru notadrjúgir litlu borðofnarnir frá
DéLonghi.
Þú getur steikt, bakað eða grillað að vild á
styttri tíma og með mun minni orkunotkun
en í stórum ofnum eða eldavélinni.
ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR
Q O.ERRE
LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG!
Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir
hvers konar húsnæði,
til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði.
SMARAFTÆKI
EMIDE euRks
Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar,
djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar,
handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni,
hrærivélar, hraðsuðukönnur, matvinnsluvélar,
rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur,
safapressur, straujárn - og ótal margt-fleira.
ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR
NeftOc
eTdHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Dönsku NETTOIine innréttingarnar
eru falleg og vöúduð vara á vægu verði.
Við bjóðum þér allt sem þig vantar í eldhúsið,
baðherbergið eða þvottahúsið, og þar að auki
fataskápa í svefnherbergið, barnaherbergið
eða anddyrið.
Frí teiknivinna og tilbodsgerð.
ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR
flSSSSSS-
IL
FRl HEIMSENDING ■ FJARLÆGJUM GAMLA TÆKIÐ AN GREIÐSLU
OPIÐ LAUGARDAG 10-16
OPIÐAÐRADAGA 9-18
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420