Morgunblaðið - 24.04.1996, Page 13

Morgunblaðið - 24.04.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 13 LANDIÐ Bændur ræða fjármál, og lífræna ræktun Veður- barinn á Vopnafírði Vopnafirði - Veðurbarinn heitir bar sem opnaður var á Hótel Tanga á Vopnafirði um síðustu helgi. Eigendur og rekstrar- aðilar hótelsins eru hjónin Svava Víg- lundsdóttir og Bjarni Magnússon. Salir hótelsins hafa verið endurbættir og hús- næðið stækkað. Snorri Guðvarðsson, málari, hefur haft veg og vanda að skreytilist veggja svo segja má að hér sé um eitt allsherjar listaverk Snorra að ræða. Sérstakur verndari Veðurbarsins er Magnús Jónsson, veðurstofusljóri, sem því miður gat ekki verið viðstaddur opn- unina vegna veðurs. Það er vel við hæfi að minna á veðrið hér á Vopnafirði sem oft státar af hæsta hitastigi á landinu á heitum sumardögum í brakandi hita og sunnan hnúkaþey. Ein af skreytilistum staðarins auk veð- urkorta og veðurlína er gamalt veður- skeyti frá árinu 1988 sem hljóðar þann- Morgunblaðið/Pétur H. ísleifsson EIGENDUR Veðurbarsins þau Bjarni Magnússon og Svava Viglundsdóttir. ig: 04085 ísland Vopnafjörður, 2518, júní klukkan 18...10286 Hámarkshiti, hitastig 28,6 gráður af celsíus...30*24=Skeyti lokið. Egilsstöðum - Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands var haldinn á Iðavöllum, fimtudag- inn 18. apríl sl. Að þessu sinni var fundarstörf- um lokið á einum degi, en venjan hefur verið að fundurinn taki tvo daga og sé haldinn í júní. Eignastaða sambandsins er góð en lausafjár- staða slæm. Fundurinn beindi því til stjórnar að bregðast við vandanum með sölu eigna og hagræðingu í rekstri. Búnaðarsambandið réðst í stóra útgáfu á s.l. ári en það var ritið ,Bú- kolla" - Sveitir og jarðir í Múlaþingi, og er sölu bókarinnar ekki lokið enn. Fundurinn fól stjórn að vinna að því markmiði varðandi störf ráðunauta að faglegar leiðbeiningar ráðunauta verði forgangsverkefni og að þau störf verði jafnframt aðskilin frá eftirlits- og stjórnsýslu- störfum. Há sæðingargjöld Mestur tími í umræðu fór í að ræða um rekst- ur sæðingarstöðvar á Héraði sem Búnaðarsam- band Austurlands tók að sér á s.l. ári. Áður voru 5 stjjðvar á sambandssvæðinu sem reknar voru af nautgriparæktarfélögum. Sambandið tók einnig við og sameinaði rekstur tveggja annarra stöðva sunnan Reyðarfjarðar, á þessu ári. Bændur sögðu gjöldin hafa hækkað við yfirtöku sambandsins á sæðingarstöðvunum og hækkunina vera e.t.v. meiri er þörf var á. Útflutningur og lífræn ræktun Fundurinn lagði þunga áherslu á að sláturleyf- ishafar á Austurlandi nái samkomulagi um slátrun og afurðasölu, þ.m.t. útflutning afurða. Talsverður áhugi er meðal einhverra bænda að reyna fyrir sér í lífrænni framleiðslu og margir sauðfjárbændur eygja möguleika á að fá viðurkennda vistræna framleiðslu. Beindu bændur því til stjórnar að stuðlað yrði að því að slíkir gripir geti komið til slátrunar en slát- urhúsin þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að taka á móti lífrænni og vistrænni fram- leiðslu. Stjóm Búnaðarsambands Austurlands skipa: Þorsteinn Kristjánsson, Borgarfirði, formaður, Anna Bryndís Tryggvadóttir, Fljótsdal, Sigur- bjöm Snæþórsson, Eiðahreppi, Ólafur Eggerts- son, Berufirði og nýr stjómarmaður er Frið- bjöm Haukur Guðmundsson, Vopnafirði en hann tekur við af Birni Halldórssyni frá Vopnafirði. Hjá sambandinu eru 3 ráðunautar í fullu starfí, einn í hlutastarfí og einn skrifstofumaður. Húnavaka að hefjast Myndlist, guðsorð og rokktónlist meðal dagskráratriða Blönduósi - Húnavaka, hin árlega menningarvaka Ungmennasambands Austur-Húnavatnssýslu (USAH), hefst síðasta vetrardag með tónleik- um í Blönduóskirkju og lýkur með dansleik laugardagskvöldið 27. apríl. Eins og fyrr greinir hefst Húna- vakan í Blönduóskirkju með tónleik- um hvar syngja Grundartangakórinn og kvennakórinn Ymur frá Akra- nesi. Að tónleikum loknum verður dansleikur í féiagsheimilinu og sjá Norðan þrír og Asdís um fjörið. Sumardaginn fyrsta verður messa í Blönduóskirkju og eftir hádegi verð- ur hin árlega sumarskemmtun grunnskóla Blönduóss. Að kvöldi sumardagsins fyrsta verður opið hús fyrir eldri borgara sýslunnar og boð- ið upp á fjölbreytt skemmtiefni. Föstudagskvöldið verður helgað unglingum sýslunnar og verður dans- leikur þeim til heiðurs í félagsheimil- inu og sér blönduóska hljómsveitin BCLD um að halda uppi fjörinu. Lokadag Húnavöku verður opnuð myndlistarsýning á Sveitasetrinu. Kristíne Elfride verður með sýningu á þrívíðum klippimyndum og stendur sýningin til 1. maí. Lokadansleikur Húnavöku verður síðan á Sveitasetr- inu og mun rokkarinn Rúnar Þór sjá um fjörið. Sveitasetrið á Blönduósi sér gestum og gangandi fyrir ljúf- fengum veitingum meðan Húnavak- an stendur. ------».♦.4----- Félag stofnað um lífræna ræktun Arnarneshreppi - Á öðrum fundi sínum í Varmahlíð stofnaði áhuga- fólk félagið Grósku, félag áhugafólks á Norðurlandi um lífrænt ræktaðar afurðir. Umræður um lífræna ræktun hafa jafnt og þétt aukist í þjóðfélaginu. Þessu fólki, sem kom austan úr Þin- geyjarsýslu og vestan frá Strcndum, þótti rétt að stofna þetta félag til að geta betur fylgst með því sem er að gerast á þessu sviði og haft áhrif eftir því sem ástæða er til. Stofnend- ur Grósku vilja m.a. efla samstarf og samvinnu neytenda og framleiðenda. í fyrstu stjórn voru kosnir Jósavin Arason, Arnarnesi, formaður, Rögn- valdur Símonarson, Björk, Eyjafjarð- arsveit, og Diðrik Jóhannsson, Akur- eyri. Þeir sem óska að gerast félagar geta snúið sér til stjórnarmanna. Morgunblaðið/Egill Egilsson FRÁ vígslu iþróttahússins á Flateyri. íþróttahúsið á Flateyri vígt Flateyri - Loksins, loksins gætu Flateyringar hafa hugsað þegar hið stórglæsilega íþróttahús þeirra var vígt um hclgina að viðstöddu fjölmenni hvaðanæva að. Liðin eru hartnær 24 ár síð- an hugmyndir voru fyrst reifað- ar um byggingu íþróttahús. Fyrst í stað var rætt um bygg- ingu bráðabirgðasundlaugar. I febrúarlok 1974 var siðan lögð fram teikning að sundlaug og íþróttahúsi unnin af Jes Einari Þorsteinssyni. Áætlaður kostn- aður á þeim tíma var 85 milljón- ir. Tillöguteikningin gekk í gegnum ýmsar breytingar eða þangað til hún var endanlega samþykkt í apríl 1974. Þetta og ýmislegt annað varð- andi byggingu hússins kom fram í ræðu Kristjáns Jóhannssonar sveitarstjóra við opnunarathöfn hússins. Að lokinni ræðu Krist- jáns kallaði hann á Sigurð Haf- berg umsjónarmann hússins og afhenti honurn lykil af stærri gerðinni. Margar góðar gjafir bæði í formi blóma og peningagjafa bárust sveitarfélaginu. Kristján færði þakkir öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn bæði í formi sjálfboðaliðavinnu og einnig Iaunaðrar vinnu. Oft var þetta erfitt en þetta hafðist með samstilltu átaki allra. Að lokinni ræðu Kristjáns blessaði séra Gunnar Björnsson húsið. Við tóku síðan fjölmörg ávörp. Karlakórinn Ernir söng nokkur lög. Vígsluathöfninni lauk síðan með kaffi og dýrind- is tertuhlaðborði. Mesta fólksfjölgunin á Hvammstanga Hvammstanga - I búafjölgun varð mest á Hvammstanga af þéttbýlis- stöðum á Norðurlandi vestra á liðnu ári, miðað við 1. desember 1995. Fæðingar í læknishéraði Hvamms- tanga voru yfír landsmeðaltali, eða 1,5 af hundraði. Alls fæddist 21 barn, þar af tvennir tvíburar. Fæðingardeild er ekki á Hvamms- tanga og fara því verðandi mæður á Blönduós, Akureyri, Akranes eða til Reykjavíkur. Kvenfélagið Björk á Hvammstanga færði Heilsugæslu- stöðinni á dögunum fullkomna tölvu- vog fyrir ungbörn, með ósk um far- sæla starfsemi. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson UNGBARNAVOGIN afhent, f.v.: Sigríður Ragnarsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir og Hermína Gunnarsdóttir, allar í stjórn kvenfélags- ins, Helga Stefánsdóttir ljósmóðir, Guðrún Benónýsdóttir hjúkrun- arfræðingur og Gísli Þórörn Júlíusson heilsugæslulæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.