Morgunblaðið - 24.04.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.04.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 25 Mannanöfn, íslensk menning og misheppnað frjálslyndi NÚGILDANDI lög um manna- nöfn, sem einungis eru fárra ára gömul, eru vissulega ekki galla- laus fremur en flest önnur mann- anna verk, en þau eru a.m.k. vel framkvæmanleg og með lögtöku þeirra hefur löggjafanum lánast að halda vörð um nokkur mikilvæg frumatriði mannanafnahefðar ís- lendinga. Bærilegur friður hefur verið um framkvæmd laganna hin síðari árin þótt alltaf megi vænta einhverrar óánægju meðal ein- stakra manna, sem verða að þola höfnun á beiðnum um nafngiftir, meðan löggjafinn sér á annað borð ástæðu til þess að leggja einhveij- ar hömlur á frelsi manna í þeim efnum og svo mun einnig verða þótt gildandi lögum verði breytt. Umboðsmaður Alþingis hefur ætíð staðfest þá úrskurði Mannanafna- Páll Sigurðsson Erlendur Jónsson nefndar sem skotið hefur verið til hans. Þó væri ekki óeðlilegt að lögin yrðu á næstu árum tekin til rólegrar og öfgalausrar endur- Guðmundur Magnússon Þiggjum boð Dana ÁNÆGJULEGT er að sjá að nokkur hreyfing er komin í forn- gripamálið, sem ég hef nefnt svo, óskina um endurheimt ís- lenskra dýrgripa í danska Þjóð- minjasafninu. Upplýst er að þjóðminjaráð hyggst ræða málið inna skamms, en stærstu tíðindin eru þó yfirlýsing menntamálaráð- herra Danmerkur í fréttatíma Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Ráðherrann sagði að Danir væru fúsir að lána forngripina til ís- lands tímabundið. Við eigum að sjálfsögðu að þiggja þetta boð danska ráð- herrans nú þegar. I undirbúningi mun vera sýning á fornum ís- lenskum . kirkjugripum vegna 1000 ára afmælis kristnitökunn- ar, en margir forngripanna í Danmörku eru einmitt kirkju- munir frá miðöldum. Er við hæfí að þeir gripir prýði hina fyrirhuguðu sýningu. Annars má hugsa sér alveg sérstaka sýningu með öllum gripunum í Danmörku. Vitaskuld mundu gripirnir fara úr landi að nýju ef Danir óskuðu þess og samkomulag hefði ekki orðið um annað. Mér segir þó svo hugur að þessi elskulega þjóð sem á fáa sína líka mundi allt eins bjóða ótíma- bundna framlengingu lánsins, þegar sýningu lyki. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er sngnfræðingur. skoðunar, þar sem menningarleg viðhorf verði m.a. höfð að leiðarljósi. Því miður eru nú verulegar horfur á því að innan skamms verði lögfest frumvarp til nýrra mannanafna- laga, sem hefur að geyma ýmis nýmæli, sem að okkar mati geta verið skaðleg enda eru þau lítt sem ekki grunduð. Verði frumvarpið lögtekið er hætt við að styr muni standa um hin nýju lög. í Morgunblaðinu hafa þeir mætu menn Helgi Hálfdanar- son og Jónas Kristjánsson nýlega varað eftirminnilega við lögtöku þessa frumvarps í núverandi bún- ingi þess og ekki er heldur langt síðan íslensk málnefnd sá ástæðu til þess að andmæla tilteknum þáttum frumvarpsins á opinberum vettvangi. Við tökum undir margt það, sem fram kemur í fyrrnefnd- um varnaðarorðum ábyrgra manna, er enginn getur vænt um kunnáttuleysi í lögmálum íslenskr- ar tungu, og leggjum eindregið til að frumvarpinu verði hafnað eða því vísað frá til gagngerrar endur- skoðunar. Á þessum vettvangi telj- um við sérstaka ástæðu til að benda á tvö meginatriði frum- varpsins, sem að okkar áliti eru afar varhugaverð: Hvað eiginnöfn varðar leiðir m.a. af frumvarpinu, að ýmsar merkingarlausar stafarunur verði heimilir nafnstofnar. „Nöfn eins og Skjarpur og Skunnar verða því heimil, rétt eins og Garpur og Gunnar“, eins og höfundar fram- varpsdraganna segja í skýringar- augnamiði í greinargerð, sem fylg- ir frumvarpinu. Þá bæta þeir einn- ig við, til frekari fróðleiks, skýr- ingar og réttlætingar, að gælunöfn eins og Frissi, Bíbí og Gudda verði Frumvarpið um manna- nöfn, segja þeir ___ Erlendur Jónsson og Páll Sigurðsson, heim- ilar nöfn eins og Frissi, Bíbí og Gudda. nú jafnframt heimil, ef frumvarp þeirra verði að lögum! Hér er, að okkar mati, gengið alltof langt til móts við ímyndaðar þarfir þjóðarinnar um „aukið frelsi" á sviði nafngifta. Enginn þjóðarbrestur verður þótt hafnað verði, sem fyrr, beiðnum um að fá að gefa varnarlausum ung- börnum ónefnin Skunnar og Gudda - eða jafnvel Skjarpur - (svo einungis séu tínd til „nöfn“ úr orðabúri höfunda frumvarps- ins), heldur myndi heimild til þessa - sem reynslan sýnir að ýmsir myndu notfæra sér - smám saman spilla gróflega manna- nafnaforða íslenskrar tungu. Meðan ekki finnst haldbær aðferð til þess að heimila varkára auðgun tungunnar með nýjum og skyn- samlegum mannanöfnum, um- fram það sem núverandi lög ásamt máttugum yngilindum tungunnar sjálfrar leyfa, er með vissu betra að hreyfa alls ekki laganýmæli sem þessu. Hitt atriðið, sem við viljum nefna hér, er tillaga höfunda frumvarpsins um að lögheimila svokölluð millinöfn. I sem skemmstu máli sagt er hér í reynd verið að stinga upp á nýjum flokki ættarnafna, til viðbótar þeim ætt- arnöfnum, sem nú eru lögleyfð. Millinöfnin, sem á nú að leyfa skv. frumvarpinu, bera alla ókosti ættarnafna og eru auk þess í full- komnu ósamræmi við gróna ís- lenska nafnahefð. Reynir þá m.a. á það, hvert sé gildi þeirrar menn- ingarhefðar, er að nafngiftum lýtur. Islensk menning er hvort tveggja í senn forsenda og megin- þáttur þjóðlegrar reisnar, andlegs þroska almennings, sjálfstæðis þjóðarinnar og framfara hennar. Hugtakið „íslensk menning" er vafalaust margrætt og vandmeð- farið en þó hyggjum við, að flestir ef ekki allir hugsandi og fulltíða menn geti verið sammála um, að íslensk tunga sé gildur þáttur þeirrar menningar, sem þorandi er að kenna við land elds og ísa. Mannanafnaforði okkar íslend- inga er tvímælalaust merkur þátt- ur tungu okkar og þá um leið þjóð- legrar menningar. Sé vegið að tungunni, svo sem leiða myndi af lögtöku þeirra ákvæða, sem vikið var að hér að framan, er því um leið vegið að menningunni. Kynni þá einhver að segja, að þar væri reyndar fremur smátt höggvið og ætti menningin að þola allnokkur slög af því tagi áður en stofnar riði til falls eða hlekkir bresti. Má vera að þetta mætti - með nægri góðgimi og umburðarlyndi - til sennilegs vegar færa, en varlegra er þó að höggva eigi. Skyldu menn þá minnast þess, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Höfundar eiga sæti í Mannanafnanefnd. Brúðhjón Allur borðbiínaður Glæsileg gjafdvdrd Briíðarhjdiid lisldi VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. • \/ÍPRÐ0^^ *: af þvot^vélum, k|akavél og rennandi . .waöitfWB®-: arnerlskum ísskapum rn - - . 3,k?2a.900.- 2SS££«jj>r; S4.37S-;; • » ■ “ “ Btgr- vatni ■ LAUGAVEGI 172 05 REYKJAVIK SÍMI 569 5773

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.