Morgunblaðið - 25.04.1996, Side 1
120 SIÐUR B/C/D/E
94. TBL. 84. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bætt samskiptl Rússlands og Kína
Dzokhar Dúdajev jarðsettur með leynd
Tsjetsjenar heita
að beríast áfram
Sjalazi, Rússlandi. Reuter.
Boða
„nýtt
vor“
Peking. Reuter.
BORIS Jeltsín faðmaði og kyssti
Jiang Zemin, forseta Kína, þegar
hann kom í opinbera heimsókn til
Peking í gær og leiðtogarnir lýstu
heimsókninni sem fyrirboða nýs
vors í samskiptum ríkjanna.
„Vorblíðan er nú komin til Pek-
ing, blómin springa út og menn
finna vorið í hverjum krók og kima,“
sagði Jiang eftir móttökuathöfnina.
„Þetta er góðs viti fyrir frekari þró-
un samskipta okkar.“
Heimsókn Jeltsíns stendur í þrjá
daga og fjölmargir samningar verða
undirritaðir. „Samskipti ríkjanna
hafa aldrei verið jafngóð og nú frá
því á fyrstu árum kommúnista-
stjórnarinnar í Kína,“ sagði vest-
rænn stjórnarerindreki í Peking.
Embættismenn i föruneyti Jelts-
íns sögðu að forsetanum væri mjög
í mun að treysta vináttutengslin við
Reuter
BORÍS Jeltsín Rússlandsfor-
seti faðmar og kyssir Jiang
Zemin, forseta Kína, við opin-
bera móttökuathöfn í gær.
nágrannaríkið í austri, nú þegar
samskipti Rússa og Vesturianda
hafa kulnað vegna áforma um
stækkun Atlantshafsbandalagsins,
NATO, að vesturlandamærum
Rússlands. Vestrænir stjórnarerind-
rekar segja þó að faðmlög forset-
anna viti ekki.á náið bandalag milli
Rússlands og Kína þar sem gagn-
kvæm og djúpstæð tortryggni sé
enn dragbítur á samskipti ríkjanna.
■ Samið um landamæri/17
TALSMENN tsjetsjenskra uppreisn-
armanna skýrðu frá því í gær að
Dzhokar Dúdajev, helsti leiðtogi
sjálfstæðisbaráttu Tsjetsjena, hefði
verið borinn til grafar á laun á
þriðjudag. Hét eftirmaður hans, Ze-
limkhan Jandarbíjev, að halda áfram
baráttunni fyrir sjálfstæði
Tsjetsjníju frá Rússlandi.
Tsjetsjenar syrgðu í gær Dúdajev,
sem í sextán mánuði tókst að vera
ávallt skrefí á undan rússneskum
andstæðingum sínum. Háttsettur for-
ingi í liði Tsjetsjena sagði að við frá-
fall leiðtogans virtist friður í Kákas-
ushéraðinu enn lengra undan en áður.
Samherjar Dúdajevs sögðu að
hann hefði beðið bana þegar eld-
flaugaárás var gerð úr lofti við þorp-
ið Gekhi-Chu, um 30 km frá Grosní,
höfuðborg Tsjetsjníju. Dúdajev hefði
staðið á berangri og talað í gervi-
hnattasíma.
Rússneska sjónvarpsstöðin NTV
hafði eftir Akhmed Zakajev, hátt-
settum foringja uppreisnarmanna,
að Dúdajev hefði verið grafinn á
þriðjudag en staðsetningu grafarinn-
ar hefði verið haldið leyndri. Hann
sagði að nú ríkti óvissa um friðarum-
leitanir milli Rússa og Tsjetsjena.
„Hefði fundið einhveija
málamiðlun"
„Dúdajev hefði fundið einhveija
málamiðlun varðandi samningana,
en nú mun tsjetsjenska þjóðin setja
skilyrðin," sagði Zakajev og bætti
við þegar hann var spurður hver þau
væru: „Fullt sjálfstæði og að rúss-
neski herinn verði kvaddur á brott
[frá Tsjetsjníju] að fullu.“
Jandarbíjev lét einnig hafa eftir
sér að baráttan héldi áfram. „Harm-
dauði fyrsta forseta Tsjetsjníju hefur
ekki brotið tsjetsjensku þjóðina á bak
aftur og hún er reiðubúin að halda
áfram baráttu sinni fyrir sjálfstæði,“
sagði Jandarbíjev.
Arftakinn er sagður vera harð-
línumaður og öldungis andvígur öllu
sem heitir málamiðlun í samningum
við Rússa. Hann er 44 ára gamall
og skipaði Dúdajev hann varaforseta
lýðveldisins ítskeríu, en svo nefna
Tsjetsjenar land sitt, árið 1993 og
gerði að hugmyndafræðingi sínum.
Sérfræðingar voru ekki á eitt sátt-
ir um það hvort fráfall Dúdajevs
myndi hjálpa Borís Jeitsín, forseta
Rússlands, að ná fram friði, en það
er nánast talið forsenda þess að
hann sigri í forsetakosningunum,
sem haldnar verða í Rússlandi í júní.
Fjöldi samsæriskenninga er á
kreiki um það hvernig dauða
Dúdajevs bar að. Berast böndin þó
helst að rússneska hernum, hvort
sem hann hafi látið til skarar skríða
að eigin frumkvæði eða fyrir atbeina
ráðamanna í KremL Einnig heyrast
raddir efasemda um að Dúdajev sé
allur.
■ Myrti rússneski herinn/18
Reuter
Palestínuþing breytir stofnskrá PLO
Akvæði gegn
Israel afnumið
Gaza, Damaskus, Beirut. Reuter.
ÞING Palestínumanna samþykkti í
gær að afnema ákvæði í stofnskrá
Frelsissamtaka Palestínumanna,
PLO, um að eyða beri Ísraelsríki.
Atkvæði féllu 504-54 en 14 sátu
hjá. Shimon Peres, forsætisráðherra
ísraels, fagnaði þessari ákvörðun og
sagði hana og sameiginlega baráttu
gegn hryðjuverkum sýna umskiptin
i sambúð þjóðanna tveggja.
Afnám ákvæðisins var eitt af skil-
yrðunum sem sett voru í friðarsamn-
ingum ísraela og Palestínumanna
og telst því niðurstaðan mikill sigur
fyrir leiðtoga Palestínumanna, Yass-
er Arafat. Peres sagði ákvörðun
þingsins sýna að Palestínumenn
hygðust eins og Israelar standa við
ákvæði friðarsamninganna. „Hann
[Arafat] berst gegn hryðjuverka-
mönnum og hann breytti stofn-
skránni eins og hann hafði heitið
að gera,“ sagði Peres. í gær voru
liðin 48 ár frá stofnun Ísraelsríkis.
Bandaríkjamenn fögnuðu einnig
ákvörðun palestínska þingsins í gær.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist
vongóður um að friður næðist í Líban-
on milli ísraela og Hizbollah-skæru-
liða, hann hefði fengið „uppörvandi
fréttir" er bentu til þess. Warren
Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að nokk-
uð hefði þokast í viðræðum um frið.
Christopher ræddi í gær við Hafez
al-Assad, forseta Sýrlands, í fjórar
og hálfa klukkustund í Damaskus
um leiðir til að binda enda á átökin.
Jafntefli
í Zenica
BOSNÍSKIR knattspyrnu-
aðdáendur fylgjast kátir með
vináttulandsleik við Albani
sem fram fór í borginni Zenica
í miðhluta Bosníu í gær.
Leikurinn endaði með jafn-
tefli, ekkert mark var skorað.
Þetta var fyrsti landsleikur
Bosníumanna síðan friður var
saminn í Dayton í Bandaríkj-
unum en blóðug átökin í land-
inu hafa komið í veg fyrir
slíka afþreyingu undanfarin
fjögur ár.
Rannsóknir breskra vísindamanna í Oxford á kúariðu og heilarýrnunarveiki
Vísbendingar
um skyldleika
London. Reuter.
VÍSINDAMENN í Bretlandi hafa
kynnt niðurstöður rannsókna, sem
sýna, að kúariða og Creutzfeldt-
Jakob-sjúkdómur, er veldur heila-
rýrnun í mönnum, eru náskyld.
í grein í tímaritinu Nature segja
David Krakauer og samstarfsmenn
hans við dýrafræðideild Oxford-
háskóla, að þetta geti skýrt hvers
vegna menn geti sýkst af Creutz-
feldt-Jakob-sjúkdómi, CJS, af því
að éta kjöt af riðusjúkum nautgrip-
um. Þá skýri það einnig hvers
vegna fólki hefur aldrei stafað
hætta af riðu í sauðfé.
Margt er enn á huldu um CJS-
sjúkdóminn en þó er vitað, að prí-
on, eggjahvítuefni, sem heilinn þarf
á ao halda, koma þar við sögu.
„Ekki er vitað til, að riða í sauðfé,
sem hefur verið þekkt í 200 ár,
hafi borist í menn,“ sagði Krakauer
í viðtali í gær. „Það kann hins veg-
ar að vera tilfellið með kúariðuna
og því þurftum við að sýna fram á
hvað væri svo líkt með nautgripum
og mönnum en ekki með sauðfé.
Það höfum við nú gert.“
Arfberar príonanna voru kann-
aðir og samfellan eða röð amínósýr-
anna í þeim. Príon í nautgripum
og mönnum voru borin saman við
príon í öðrum dýrum, til dæmis
sauðfé, nagdýrum og öpum, og
kom þá í ljós mikill skyldleiki með
samfellunni í nautgripum, mönn-
um, sjimpönsum og górillum.
Krakauer segir, að príon í naut-
gripum, mönnum og öpum hafi
þróast sérstaklega og mismunurinn
á þeim og príonum í öðram dýrum
er einmitt á því svæði arfberans,
sem er sérstaklega tengt kúariðu
og CJS í mönnum.