Morgunblaðið - 25.04.1996, Side 2
1
2 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Flugleiðir gera stærsta viðhaldssamning sinn við SAS
TÆKNISVIÐ Flugleiða og SAS
hafa gert með sér langtímasamning
um að Flugleiðir taki að sér D-skoð-
anir á Fokker 50 flugvélum SAS,
en D-skoðun er stærsta skoðun sem
gerð er á slíkum vélum og tekur
alls tíu daga. Fyrir hveija vél eru
greiddar tíu milljónir króna og hafa
þijár þegar verið skoðaðar en næstu
þijár vélar SAS koma hingað til
lands í júlí að sögn Einars Sigurðs-
sonar, blaðafulltrúa Flugleiða.
Hann segir að hver vél sæti D-
skoðun á sex ára fresti að jafnaði
og eru alls 22 Fokker 50 vélar í
rekstri hjá SAS. „Þetta er lang-
stærsti viðhaldssamningur sem
Flugleiðir hafa gert og mikill sigur
að ná honum, því að margir voru
um hituna," segir Sigurður Helga-
son forstjóri félagsins.
í hópi stærstu aðila
SAS-flugfélagið er stærsti not-
andi Fokker 50 flugvéla í heimi og
hefur að sögn Sigurðar úr mörgum
aðilum að velja þegar kemur að
viðhaldsvinnu, eða um tíu sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Samningurinn kveður á um að
greitt verði fyrir vinnulaun og
ákveðið magn varahluta, en komi í
ljós þörf á viðameiri viðgerðum
verði greitt sérstaklega fyrir þær.
Fleiri erlend verkefni eru nú í
gangi í viðhaldsstöð Flugleiða um
Tugmilljóna-
samningur
Ljósmynd/Stúdíó 76
VIÐHALDSSTÖÐ Flugleiða hefur m.a. þjónustað danska flugfé-
lagið Maersk og skoðar tvær vélar þeirra á næstunni.
þessar mundir, og er þannig að ljúka
C-skoðun á Boeing 737-400 þotu
sem er í eigu Diamond Leesing og
á næstu vikum verða framkvæmdar
D-skoðanir á tveimur Fokker 50
vélum Maersk Air frá Danmörku en
áður hafa verið gerðar samskonar
athuganir á tveimur Fokker 50 flug-
vélum frá sama fyrirtæki.
„Með þessum verkefnum og öðr-
um fyrir erlenda aðila og Flugleið-
ir, má segja að fyrirtækið sé í hópi
stærstu aðila í viðhaldsþjónustu
fyrir þessa gerð flugvéla í heiminum
í dag,“ segir Sigurður.
Einar Sigurðsson segir að í samn-
ingnum við SAS sé gert ráð fyrir
að hann nái einnig til hinna Fokker
50 véla fyrirtækisins, að því til-
skildu að SAS-menn séu ánægðir
með þjónustuna og kostnað við
hana, qg séu Flugleiðamenn bjart-
sýnir á að svo verði.
Hann segir að félagið kappkosti
að vera samkeppnisfært í verði við
aðrar viðhaldsstöðvar, auk þess sem
þau flugfélög sem hafi reynt þjón-
ustu viðhaldsstöðvarinnar séu
ánægð með þá vinnu sem þar er
innt af hendi.
„Við erum með menntaða og
sérhæfða flugvirkja sem skila auk
metnaðar á þessum vettvangi afar
góðu starfí, þannig að viðbrögðin
hafa verið óvenju góð,“ segir Sig-
urður.
Flateyri
Keyptur
nýr leik-
skóli
FLATEYRARHREPPUR hefur
fest kaup á húsi fyrir leikskóla
staðarins en skólinn hefur verið í
bráðabirgðahúsnæði síðan snjó-
flóðið féll á Flateyri í október. Nýi
leikskólinn verður tilbúinn til notk-
unar í september næstkomandi.
Leikskólahúsið er finnskt
bjálkahús keypt af Risi hf. í Hafn-
arfírði en innréttingar verða ís-
lenskar. Flateyrarhreppur kaupir
leikskólann tilbúinn til notkunar
og á að taka hann í notkun fyrir
miðjan september í haust. Leik-
skólinn verður við Grundarstíg,
niðri á eyrinni.
Leikskólinn kostar 31 milljón
kr., samkvæmt upplýsingum
Kristjáns Jóhannessonar sveitar-
stjóra. Hluta af söfnunarfé ýmissa
aðila hefur veríð ráðstafað til
byggingar leikskólans.
Morgunblaðið/Sverrir
FRANCO Copetti, Sabine De-Bourmont og Einar Torfi Finnsson, sem ætla að ganga
þvert yfir Grænlandsjökul á næstu vikum.
Ganga yfir Grænlandsjökul
EINAR Torfí Finnsson, þrítugur leiðsögumaður, er að
leggja upp í ferð til Grænlands þar sem hann ætlar
að ganga yfír Grænlandsjökul ásamt hjónum, franskri
konu og ítölskum manni. Þau fara til Grænlands í fyrra-
málið og ráðgerir Einar að gangan yfír jökulinn taki
25 daga auk ófyrirséðra biðdaga. Hópurinn fer sömu
leið yfír Grænlandsjökul og íslendingarnir sem gengu
yfír jökulinn fyrir þremur árum, þ.e. farið verður upp
hjá Ammassalik og komið niður skammt frá Syðra-
Straumsfirði.
Einar er í Flugbjörgunarsveitinni og hefur starfað
sem leiðsögumaður í sjö ár, bæði í vetrarferðum og
sumarferðum. Hjónin hafa komið hingað í vetrarferðir,
og hafa þau þijú farið saman í nokkrar æfingaferðir
fyrir gönguna yfír Grænlandsjökul, m.a. gengið yfír
Vatnajökul og þvert yfir Ísland.
Morgunblaðið/Kristinn
Veggjakrot
vandamál
Veggjakrot hefur verið áber-
andi í Reykjavík undanfarið
og virðast ungir borgarbúar
undir bandarískum áhrifum.
Hér á landi hefur þetta krot
oftast verið stundað í undir-
göngum eða á öðrum stöðum,
þar sem lítil hætta er á að til
krotaranna sjáist, enda tekur
langan tíma að gera heilu
veggmyndirnar.
Að sögn lögreglu hafa
krotararnir fært sig upp á
skaftið að undanförnu og
beina jafnvel brúsum með
lakkmálningu að verslunum
við Laugaveginn á kvöldin og
um helgar. Steinkantur við
Vesturgötu 7, sem hýsir heil-
sugæslu og íbúðir aldraðra,
fékk ekki heldur að vera í
friði, því einhver krotarinn
hafði séð ástæðu til að skilja
fangamark sitt þar eftir.
Mjög erfitt, ef ekki ómögu-
legt, er að þrífa lakkmálning-
una af steininum og því um
hreint skemmdarverk að
ræða. Krotararnir hafa hins
vegar svarað lögreglu því til,
að þeir séu listamenn.
í Ósló hafa bæjaryfirvöld
gripið til þess ráðs að úthluta
„listamönnum" af þessu tagi
ákveðnum veggjum, þar sem
þeir geta úðað að vild, gegn
því að láta eigur samborgar-
anna óáreittar. Ekki hefur
reynt á slíkt hér á landi.
JBorfinnWablö
SKÓGRÆKTOG
UMHVERFISVERND
MEÐ Morgunblaðinu í dag
fylgir blaðið Skógrækt og
umhverfisvernd.
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út laugardaginn 27. apríl.
Aðveitupípa gaf sig í Laxárvatnsvirkjun í Austur-Húnavatnssýslu í fyrradag
Lltlu munaði
að stórtjón yrði
Blönduósi. Morjpinbladið.
AÐVEITUPIPA að Laxárvatns-
virkjun í Austur-Húnavatnssýslu
gaf sig skömmu eftir hádegi í
fyrradag. Litlu munaði að stórtjón
yrði á stöðvarhúsi en starfsmönn-
um RARIK tókst að stöðva að-
rennsli í pípuna á innan við
klukkustund og gerði það gæfu-
muninn. Rúmir 3.000 sekúndulítr-
ar af vatni mæddu stöðugt á rofa-
húsi virkjunarinnar þennan tíma
en hurð sem þar var hélt.
Haukur Ásgeirsson, umdæmis-
stjóri RARIK, sagðist ekki vilja
hugsa þá hugsun til enda ef hurð-
in sem vatnið mæddi á hefði gefið
sig. Þá hefí komist vatn inn í aðal-
vélasal virkjunarinnar og tjón orð-
ið mikið. Haukur sagði að vatn
hefði flætt inn í kjallara virkjunar
en tjónið verið lítið. Um orsakir
þessarar bilunar sagði Haukur að
unnið hefði verið að viðhaldi í
stöðvarhúsi og því hefði verið lok-
að fyrir vatnsrennsli við stöðvar-
vegg. Pípugjarðir hefðu ekki þolað
aukinn þrýsting af þessum völdum
og gefíð sig með fyrrgreindum
afleiðingum. Rúm þijú ár eru síðan
svipað tjón átti sér stað og sagði
Haukur að líklega þyrfti að skipta
um gjarðir á allri aðveitupípunni
sem er um hálfur kílómetri að
lengd.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
UNNIÐ að viðgerð á aðveitupípunni.