Morgunblaðið - 25.04.1996, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þungt hugsi
ÞEIR voru þungt hugsi nemendur
10. bekkjar Hvassaleitisskóla þeg-
ar þeir þreyttu samræmt próf í
íslenzku í gærmorgun. Rúmlega
4.000 nemendur um allt land
þreyta samræmdu prófin að þessu
sinni. Enskuprófið verður á morg-
un, stærðfræðin á mánudag og
danskan síðust á þriðjudaginn.
Má búast við því að fagnaðar-
bylgja fari um landið um það Ieyti
sem dönskuprófinu lýkur á
þriðjudaginn!
Bankastjóri Búnaðarbankans um formbreytingar í bankakerfinu
Starfi áfram í samkeppni
við aðrar lánastofnanir
ÁHUGI íslandsbanka, Landsbanka
og sparisjóðanna á kaupum eða
samruna við Búnaðarbankann virð-
ist ekki eiga upp á pallborðið hjá
bankastjóm bankans. Jón Adolf
Guðjónsson, bankastjóri Búnaðar-
bankans, segir það vera alveg ljóst
að Búnaðarbankinn ætli sér að vera
til áfram. Hann viti heldur ekki til
þess að eigandi bankans, þ.e. ríkis-
valdið, hafi haft einhver önnur
áform uppi.
„Ef það er eini tilgangurinn með
hlutafélagavæðingunni að Búnaðar-
bankinn hverfi inn í einhvem af
hinum bönkunum þremur, er það
alveg nýr flötur á þessu máli. Við
höfum alltaf talið að þó svo að það
yrði einhver formbreyting á bankan-
um þá væri Búnaðarbankinn kom-
inn til að vera.“
Jón Adolf segir að bankinn treysti
sér fyllilega til og ætli sér að starfa
áfram í samkeppni við banka og
sparisjóði þó svo að formbreyting
eigi sér stað. Það hvort bankinn síð-
ar meir yfirtaki eða kaupi einhvern
annan banka, útibú eða sparisjóði,
skuli þó ósagt látið. „Mér fínnst að
eigandi bankans skuldi bankanum,
viðskiptavinum hans og starfsfólki
svar í dag um hvað hann ætli sér
í þessu máli. Hann þarf að svara
því til hver framtíð bankans eigi að
vera,“ segir Jón Adolf.
Hvað varðar umræðuna um nauð-
syn þess að ákveðin hagræðing eigi
sér stað í bankakerfinu, segir Jón
Adolf að Búnaðarbankinn hafí ekki
átt við nein vandamál að stríða þar.
„Vera má að staða bankans sé að
einhverju leyti önnur en hinna við-
skiptabankanna, þar sem útibú hans
úti á landsbyggðinni eru ekki af
sömu stærðargráðu, og því ekki um
óhagkvæman rekstur að ræða. Af
26 útibúum úti á landsbyggðinni eru
aðeins 1-2 útibú rekin með tapi.“
Hitt sé annað mál að ákveðnar
tæknilegar breytingar eigi sér alltaf
stað innan bankakerfísins og vel
kunni að vera þörf á einhveijum
breytingum á útibúaneti bankans.
Þær breytingar muni hins vegar
eiga sér stað óháð formbreyting-
unni.
Menntanetið keypt
fyrir 20 milljónir
Skoðanakönnun Frjálsrar verslunar
Olafur Ragnar með
langmest fylgi
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur keypt menntatengdan rekstur
íslenska menntanetsins ehf. og tek-
ur við stjórninni 1. júlí. Bjöm
Bjarnason menntamálaráðherra
kynnti ríkisstjórninni samninginn á
þriðjudag og sagði í samtali við
Morgunblaðið að kostnaður vegna
þessa væri um 20 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir því að skólar
greiði fyrir þá þjónustu sem veitt
er á netinu og eru 90% skóla lands-
ins tengd íslenska menntanetinu,
að því er segir í frétt frá mennta-
málaráðuneytinu. Hundruð nem-
enda stunda Qamám við ýmsa skóla
með aðstoð þess. Fyrir skömmu var
gerð úttekt á vegum ráðuneytisins
á stöðu menntanetsins en fjárhags-
staða þess hefur verið mjög slæm.
Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun
fyrir skömmu og hefði röskun á
rekstri þess þýtt að Internet-þjón-
usta við ýmsa sem að menntakerf-
inu koma hefði stöðvast. Þá hefðu
skólar, nemendur og kennarar misst
póstföng sín, og fjarnám fjölda ein-
staklinga lagst niður.
í skýrslu til ráðuneytisins var
lagt til að sá hluti rekstrarins sem
keyptur var verði falinn stofnun
með þekkingu í tengslum við þjón-
ustu á menntanetinu. Er Kennara-
háskóli íslands talinn best til þess
fallinn að taka hlutverkið að sér
og segir í fréttinni að gengið verði
frá samningi við skólann um þennan
þátt á næstu dögum. Einnig muni
Samband íslenskra sveitarfélaga
eiga aðild að stjórnun og rekstri
menntanetsins.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur
langmests fylgis þeirra frambjóð-
enda sem gefíð hafa kost á sér í
forsetakosningunum í sumar ef
marka má niðurstöður skoðanakönn-
unar tímaritsins Fijálsrar verslunar.
Ólafur naut stuðnings 49,9%
þeirra sem þátt tóku í könnuninni
en 67% ef einungis er tekið tillit til
þeirra sem tóku afstöðu. Guðrún
Pétursdóttir naut næstmests fylgis
frambjóðendanna eða 10,9% af úr-
takinu og 14,6% af þeim sem tóku
afstöðu. Pétur Hafstein naut stuðn-
ings 9,2% af úrtakinu og 12,4%
þeirra sem afstöðu taka og Guðrún
Agnarsdóttir 4,5% og 6,0% þeirra
sem afstöðu taka. Guðmundur Rafn
Geirdal fékk ekki stuðning í skoðana-
könnuninni.
Könnunin var gerð dagana 18.-21.
apríl og var byggt á 780 manna úr-
taki úr símaskrá. 487 svöruðu og
tóku 74,5% afstöðu til frambjóðend-
anna, en 25,5% voru hlutlaus eða
vildu engan af þeim sem gefið höfðu
kost á sér.
LEIKLIST
Þjóðlcikhúsið
Sem yður þóknast eftir William
Shakespeare. íslensk þýðing: Helgi
Hálfdanarson. Leikendur: Benedikt
Erlingsson, Bjöm Ingi Hilmarsson,
Edda Amljótsdóttir, Edda Heiðrún
Backman, Elva Ósk Ólafsdóttir, Erl-
ingur Gislason, Guðlaug Elisabet
Ólafsdóttir, Gunnar Eyjólfsson,
Hjálmar Hjálmarsson, Ingvar E. Sig-
urðsson, Sigurður Skúlason, Stefán
Jónsson, Steinn Armann Magnússon.
Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Dra-
matúrg: Hafliði Amgrímsson. Sviðs-
mynd: Gretar Reynisson. Búningar:
Elin Edda Ámadóttir. Lýsing: Páll
Ragnarsson. Tónlist: Egill Ólafsson.
Miðvikudagur 24. apríl
í GÆRKVÖLDI frumsýndi Þjóð-
leikhúsið einn af þrettán gleðileikj-
um Williams Shakespeares, Sem
yður þóknast, í leikstjórn Guðjóns
Pedersens. Leikrit þetta er nokkuð
dæmigert fyrir gleðileikina sem
Shakespeare samdi um aldamótin
1600 og hefur að geyma bestu eðlis-
þætti þeirra; í því er að finna hina
fjörugustu ærslaspretti samfléttaða
heimspekilegum vangaveltum og
kryddað gagnorðu háði. Leikfléttan
hefur marga þætti en í forgrunni
eru ástarmál tveggja aðalpersóna,
Rósalindu og Orlandós, sem eiga
sér hliðstæður sem og andstæður
hjá öðrum pörum verksins. Sögu-
sviðið færist milli tveggja heima;
annars vegar heims aðatsins sem
hefur orðið valdaráni og spillingu
að bráð og hins vegar Ardens-skóg-
ar sem á yfirborðinu er nokkurs
konar draumaveröld þar sem stétta-
munur þurrkast út, það skaut nátt-
úrunnar sem allir ættu að geta lifað
í sátt og samlyndi. Shakespeare
útdeilir hér háði og gríni á báðar
hendur, gerir grín að sveitasælu
(pastoral) sögum samtíma síns um
leið og hann deilir á spillingu hinna
efstu stétta (og mun á sínum tíma
Shakespeare
fundinn á ný
Morgunblaðið/Ásdls
EDDA Heiðrún Backman og Elva Ósk Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.
ætlað breskri hirð þótt hann noti
franskt dulargervi á aðalinn).
Það kemur eflaust fáum á óvart
að Guðjón Pedersen og hans sam-
starfsfólk kjósi að fara nýstárlega
leið í uppsetningu sinni á þessum
ágæta gleðileik Shakespears. Leik-
stjórinn og lið hans er þekkt fyrir
að fara þær leiðir sem þeim þókn-
ast í leikhúsi og yfirleitt með ágæt-
um árangri. Engu að síður tekst
Guðjóni að koma áhorfendum á
óvart með hvaða leið hann velur
að verkinu, eða öllu heldur með því
hvernig hann vitnar, sýninguna út
í gegn, markvisst í uppfærslur Rim-
as Tuminas, sérstaklega umdeilda
uppfærslu hans á Don Juan Moliér-
es í vetur. Nú mætti kannski ætla
að beinast lægi við að álykta sem
svo að Guðjón sé undir áhrifum frá
Tuminas, tileinki sér svipuð vinnu-
brögð og sé að herma eftir honum.
En ég ætla Guðjóni Pedersen ekki
slíkt ósjálfstæði, öll vinna hans og
hönnun á sýningunni ber vitni frum-
legri húmorískri sýn og ekki laust
við maður fái á tilfinninguna að
hann sé í aðra röndina að skopast
að „leikstjóraleikhúsi", eins og það
er kallað þegar leikstjórinn þykir
túlka verkið full djarflega og hanna
sýninguna í samræmi við þá túlkun
sína.
Ef einhver efast um að hér sé
um beinar tilvitnanir að ræða hjá
Guðjóni má nefna að þær er einnig
að finna í umgjörð sýningarinnar,
svo sem sviðsmynd og jafnvel tón-
listinni. Og það er ekki bara vitnað
í Tuminas, heldur einnig í ýmsar
aðrar áttir, svo sem aðrar leiksýn-
ingar og bíómyndir.
Fjöidi leikara tekur þátt í sýning-
unni og gera flestir vel. Sérstaka
athygli vekur hversu skemmtilega
hönnuð gervi flestra persóna voru
og á ég þá við samspil túlkunar,
leikstjórnar og búninga.
Það þríeyki sem einna mest
mæðir á, Elva Ósk Ólafsdóttir,
Edda Heiðrún Backman og Bene-
dikt Erlingsson, stendur sig með
prýði. Ég efaðist í byijun með þá
ákvörðun að láta Benedikt leika
„elskhuga" verksins (hans karakter
hentar betur í annars konar rullur)
en sá vafi hvarf fljótlega þegar
sterk farsa-áhersla leikstjórans
varð ljós. Elva Ósk leikur konu að
leika karlmann að leika konu og
gerir það glæsilega. Hún átti frá-
bæra takta „karlmennsku-látæði“
sínu. Reyndar er mikið leikið með
óljós kynjamörk í þessari sýningu
og ýmis „hint“ gefin um samkyn-
hneigð (eins og vel er við hæfí hjá
þessum höfundi). Edda Heiðrún
brást aldrei í sinni kómísku rullu
sem hertogadóttirin sem breyttist í
smalastúlku og gaman var að fylgj-
ast með hvernig hún nostraði við
öll smáatriði í túlkun. Ingvar E.
Sigurðsson leikur hirðfíflið með
lymskulegri lagni og kitlaði oft hlát-
urstaugar áhorfenda. Steinn Ár-
mann Magnússon var í mörgum
smáum hlutverkum og skilaði hann
þeim öllum vel og af aðdáunar-
verðri fjölbreytni. Edda Arnljóts-
dóttir og Hjálmar Hjálmarsson fóru
á kostum sem parið Fífa og hinn
ástsjúki hirðsveinn hennar. Sér-
staklega var gaman að frenjuskap
Fífu. Því miður gefst ekki tækifæri
til að telja upp alla leikarana og
verður því Íátið nægja að segja að
leikstjóranum virðist hafa tekist að
ná jiví besta út úr þeim flestum.
Eg gæti trúað að skiptar skoðan-
ir séu um sviðsmynd Gretars Reyn-
issonar. Þótt um tvö aðskilin sögu-
svið sé að ræða í verkinu er hér
farin sú leið að notast við eitt og
sama sviðið allan tímann. Arden-
skógur er því stílfærður í meira
lagi og leikbragðið „hlutur fyrir
heild“ nýtt til hins ýtrasta með
kynjatré einu á miðju sviði. Gretar
notfærir sér ekki hringsviðið en
þess í stað notar hann lóðrétt rými
sviðsins, þannig að leikið er á mörg-
um „hæðum“. Lýsing Páls Ragnars-
sonar er óijúfanlegur hluti sviðs-
myndarinnar og var hún fagmann-
lega unnin.
Tónlist Egils Ólafssonar þjónar
sýningunni vel og eykur heildar-
áhrifin. Egill hefur samið frábæra
tónlist fyrir sýninguna, t.a.m. söng-
lög sem henta anda verksins vel
og er nokkrum lögum bætt inn í
verkið í þessari uppfærslu. Það
verður þó að játast að hirðsveinavís-
an um stelpu og strák (there was
a lover and his lass...) hljómar enn
í eyrum mínum undir sínum enska
madrígala-hætti, þótt lag Egils sé
vel frambærilegt.
Svo vitnað sé óbeint í leikskrá
má segja að sýning þessi sé Shake-
speare fundinn á ný. Þetta er frum-
leg leið að vérkinu, margir leikarar
fara á kostum í skemmtilegum
gervum sínum, og umgjörðin er öll
hin metnaðarfyllsta. Helst má að
því fínna að nokkuð skortir á hraða
í leiknum og vilja því sum atriðanna
verða ögn langdregin. En í stuttu
máli, skemmtileg kvöldstund í Þjóð-
leikhúsinu.
Soffía Auður Birgisdóttfr