Morgunblaðið - 25.04.1996, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Kvennaskólinn verðlaunaður
KVENNASKÓLINN í Reykja-
vík fékk í gær viðurkenningu
sem sú ríkisstofnun sem þótti
skara framúr og vera til fyrir-
myndar varðandi þjónustu,
hagræðingu í rekstri og nýj-
ungar í starfseminni. Fjármála-
ráðherra Friðrik Sophusson
veitti viðurkenninguna að til-
Iögu sérstakrar nefndar, sem
skoðað hafði rekstur ríkisfyrir-
tækja. Aðalsteinn Eiríksson
skólastjóri veitti viðurkenning-
unni viðtöku. Onnur fyrirtæki
sem þóttu koma til greina voru
Fiskistofa, Ríkiskaup, Svæðis-
skrifstofa málefna fatlaðra á
Reykjanesi og Vegagerðin.
Samvinnuferðir-Landsýn leggja Jafningjafræðslunni lið
Vímulausar ferðir
innanlands sem utan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
JAFNINGJAFRÆÐSLAN og Samvinnuferðir Landsýn kynna
samstarf sjtt um ferðir innanlands og utan á átta stöðum um
land allt. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigurður Orri Jóns-
son, formaður Félags framhaldsskólanema, Helgi Jóhannsson,
forstjóri SL, Elín Halla Ásgeirsdóttir, ritari FF, Magnús Árna-
son, starfsmaður Jafningjafræðslu, Helgi Pétursson, SL, og
Haukur Þór Hannesson, starfsmaður SL og Jafningjafræðslu.
FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnu-
ferðir-Landsýn og Félag framhalds-
skóla hafa efnt tii samstarfs um
Jafningjafræðsluna, sem eru um-
ræðuhópar um vímuefnavanda með-
al ungs fólks og forvarnir gegn hon-
um og önnur starfsemi tengd um-
ræðuhópunum.
Til þess að hvetja til frekari um-
ræðu og auka almenna þátttöku
ungs fólks í þessu starfi hefur ferða-
skrifstofan ákveðið að leggja jafn-
ingjafræðslunni og öðru áhugasömu
ungu fólki lið með því að sjá um
ferðir innanlands í samræmi við
hugmyndir umræðuhópanna og
bjóða utanlandsferðir á sérstöku
verði fyrir alla þá sem aflað hafa
sér réttinda til þátttöku í þeim. Mið-
að er við að þeir sem farið hafi í
þijár ferðir innanlands öðlist rétt til
að taka þátt í sérstökum ferðum
erlendis á mjög lágu verði.
ísland skemmtilegur
valkostur
Að sögn Helga Jóhannssonar, for-
stjóra Samvinnuferða-Landsýnar,
verður áhersla lögð á það að sýna
unglingunum að hægt er að
skemmta sér án vímuefna, en einnig
er áherslan á að vera með ferðir
innanlands í því skyni að sýna þeim
hve skemmtilegur valkostur landið
er til að ferðast um.
„Landið okkar býður upp á fullt
af skemmtilegum möguleikum, og
skólarnir ættu að geta búið til dag-
skrár fyrir krakka úr öðrum skólum.
Krakkarnir þurfa að fara í einhveij-
ar þijár svona ferðir innanlands til
þess að geta komast til útlanda, sem
menn halda að sé svo spennandi.
Við munum sjá til þess að krakkarn-
ir fái innanlandsferðirnar líka á mjög
góðum afslætti og þar ætlum við
að nýta okkur það að við erum mjög
stórir aðilar innanlands og höfum
mjög góðan aðgang að gististöðum
og þeim sem bjóða upp á alls kyns
afþreyingu," sagði Helgi.
Hann sagði að eina alvarlega skil-
yrðið sem sett væri í ferðunum, hvort
sem um væri að ræða ferðir innan-
lands eða utanlandsferðir, væri að
ef menn væru teknir undir áhrifum
vímuefna þá yrðu þeir sendir heim
samstundis á eigin kostnað.
Jón Kjartansson á Stóra-Kroppi hefur keypt Ártún
Mjólkurkvóti 200 þús. lítrar
JÓN Kjartansson bóndi á Stóra-
Kroppi í Borgarfirði hefur fest kaup
á jörðinni Artúni í Rangárvalla-
hreppi og hyggst hann reka þar
búskap samhliða búskap á Stóra-
Kroppi. Framleiðsluréttur á mjólk á
jörðunum báðum verður tæplega
200 þúsund lítrar.
Jón segir að ef vegur verði lagður
yfir túnin á Stóra-Kroppi eins og
Vegagerðin hefur gert áætlun um
þá muni hann flytjast þaðan og
leggja niður búskap á jörðinni, en
ella muni hann reka búin sameig-
inlega.
Ártún er að sögn Jóns 400 hekt-
arar og þar af eru 80 hektarar rækt-
arland. Fullvirðisréttur á jörðinni er
nú 50 þúsund mjólkurlítrar og 240
ærgildi, en á Stóra-Kroppi er fram-
leiðslurétturinn 110 þúsund mjólkur-
lítrar. Jón segir að búið á Ártúni
verði stækkað frá því sem nú er, en
hann segir það líka henta mjög vel
til kornræktar og hann hafi mjög
mikinn áhuga á að reyna fyrir sér
á því sviði.
„Ef Vegagerðin fær vilja sínum
framgengt og túnin verða malbikuð
á Stóra-Kroppi þá lít ég svo á að
grundvellinum hafi verið kippt und-
an rekstrinum og þá mun ég flytja
alfarið burt og leggja niður búskap
hér. Ef þetta fer á hinn veginn mun
ég reka þessi bú samsíða og leitast
við að auka framleiðsluna á þessar
einingar og Iækka samhliða bæði
fastan og breytilegan kostnað með
því að nýta þá krafta sem hægt er
að nýta sameiginlega, bæði mann-
afla og ekki síður vélar og tæki. Eg
lít á þetta sem fyrirtækjasamruna í
greininni sem er alveg örugglega
bæði skynsamlegur og nauðsynleg-
ur,“ sagði Jón.
Reiknilíkan fyrir alþjóðlegt kynbótamat
Hægt að bæta
íslenska kúa-
stofninn mikið
Dr. Ágúst Sigurðsson
AGÚST Sigurðsson
hefur nýlega varið
doktorsritgerð í bú-
fjárerfðafræði við háskólann
í Uppsölum í Svíþjóð. Rit-
gerðin fjallaði að stærstum
hluta um alþjóðlegt kynbóta-
mat í nautgriparækt.
Fyrir skömmu kom fram
tillaga um að skipta um kúa-
kyn á íslandi. Blanda inn í
gamla landnámskúastofninn
nýju blóði úr norskum kúm.
Hvað segir Ágúst um þessar
ráðagerðir?
Frá sjónarhóli kynbóta-
fræðinnar sé ég mikla mögu-
leika í því að blanda inn nýju
blóði í íslenska kúastofninn.
Kúastofninn okkar er smár
og möguieikar til úrvals í
raun takmarkaðir. Því opnar
það gríðarlega möguleika að
bæta verðmæta eiginleika
íslenska kúastofnsins, ekki bara
hvað varðar framleiðslugetu held-
ur einnig aðra eiginleika sem lúta
að sérstaklega júgur- og spena-
gerð, mótstöðu gegn júgurbólgu
og fleiri þáttum.
í tilraun sem nýlega var gerð í
Færeyjum, þar sem íslenskar kýr
voru bornar saman við kýr frá
Noregi, kom fram að þær íslensku
standa þeim norsku verulega að
baki í öllum þessum eiginleikum.
Hins vegar eru það margir fleiri
þættir sem þarf að huga að þegar
svona lagað er skoðað. Ber þar
fyrst að nefna framleiðslukerfi það
sem við íslendingar búum við hvað
varðar mjólkurframleiðslu. Við
framleiðum mjólk að stærstum
hluta með gróffóðri, en ekki korni
eins og víðast hvar er gert erlend-
is. Til þess að nýta afkastagetu
erlendra kúakynja að fullu þyrfti
að nota kjarnfóður í mun meiri
mæli en gert er. Einnig ber að
nefna að norskar kýr eru mun
stærri en íslenskar kýr og myndi
því þurfa að breyta innréttingum
í íslenskum §ósum ef skipt yrði
um kúastofn hér. í því sambandi
má þó nefna að endurnýjunarþörf
er mikil í ísienskum fjósbyggingum
og þess vegna er þetta ef til vill
rétti tímapunkturinn til þess að
hugleiða innflutning á nýjum kúa-
stofni.
Hvað með kynbætur erlendis frá á
íslenskum hrossum, er þeirra þörf?
Hvað hrossin varðar höfum við
mun meiri sérstöðu að mínu mati.
íslenski hrossastofninn býr yfir
einstökum eiginleikum sem erfitt
er að finna hjá öðrum hrossakynj-
um. Því fínnst mér að honum beri
að halda hreinum.
Samt er þvi ekki að
neita að auðvitað væri
hægt að ná í einhveija
áhúgaverða eiginleika
í önnur hrossakyn, en
slíkt held ég að komi almennt
aldrei til greina.
Um hvað fjallaði ritgerðin þín í
búfjárerfðafræði?
Hún fjallaði að stærstum hluta
um uppbyggingu á alþjóðlegu kyn-
bótamati í nautgriparækt. Við
söfnuðum saman upplýsingum úr
mjólkurskýrsluhaldi víðs vegar að
úr heiminum, og samkeyrðum
þessar uppiýsingar. Þarna vorum
við að vinna með svart-skjöldóttar
kýr, eða Holstein-friesian kúa-
stofninn, sem er langútbreiddasti
mjólkurkúastofn heims. Vegna
mjög mikilla alþjóðaviðskipta með
erfðaefni, það er að segja sæði og
fósturvísa, hafa komið fram óskir
um að hægt sé að bera saman
kúastofna í ólíkum löndum á sam-
► Ágþist Sigurðsson er fæddur
árið 1964 að Hólum í Hjaltadal.
Hann lauk prófi frá raungreina-
deild Tækniskóla íslands árið
1985 og Bs prófi frá búvísinda-
deild Bændaskólans á Hvan-
neyri 1989 og síðan doktors-
prófi í búfjárerfðafræði frá
sænska landbúnaðarháskólan-
um í Uppsölum nú fyrir
skömmu. Hann starfaði sam-
hliða námi við Miðstöð alþjóða-
kynbótamats í nautgriparækt
sem staðsett er í Upgsölum í
Svíþjóð. Nú starfar Ágúst í
hlutastarfi hjá Bændasamtökum
Islands auk þess sem hann kenn-
ir við búvísindadeiidina á Hvan-
neyri og stundar hrossarækt og
tamningar á Kirkjubæ á Rang-
árvöllum. Hann er kvæntur
Unni Oskarsdóttur sem er við
nám í Svíþjóð. Þau eiga einn son.
eiginlegum skala, sérstaklega með
tilliti til mjólkurframleiðslueigin-
leika. Verkefni mitt fólst síðan í
þvi að byggja upp reiknilíkan til
þess að meta kynbótagildi ein-
stakra gripa á þessum sameigin-
lega skala.
í framhaldi af verkefninu hefur
vaknað áhugi fyrir að reikna al-
þjóðlegt kynbótamat fyrir aðra
eiginleika, sérstaklega sem tengj-
ast hreysti og heilbrigði. Og verður
farið af stað með slíkt verkefni
sameiginlega fyrir Norðurlöndin
til að byija með núna í haust.
Hvernig gengur hrossaræktin hjá
þér á Kirkjubæ?
Hún gengur nú bara þokkalega.
Við erum hér með langræktaðan
hrossastofn með allsérstökum ein-
kennum, sem eru fríð-
leiki í byggingu og mik-
ið rými í reiðhestkost-
um. Auk þess sem
hrossin okkar bera sér-
stakan lit sem er rauð-
blesóttur og glófextur. Við erum
með um 30 hross í þjálfun þessa
dagana og erum bara nokkuð
sperrtir með útkomuna á þeim.
Flest hrossana, sem nú eru í þjálf-
un, eru hryssur sem væntanlega
verða leiddar til kynbótadóms í
vor. Við seljum árlega eitthvað af
hrossum og þá mest á erlendan
markað, til Þýskalands og Svíþjóð-
ar. Annars er hrossarækt á íslandi
erfiður„bransi“, sérstaklega vegna
þess að offramboð á hrossum leið-
ir til þess að verð hefur lækkað
niður úr öllu valdi. Hrossum á ís-
landi mætti fækka um þriðjung,
öllum að skaðlausu. Hrossarækt
og hestamennska er þó frábærlega
skemmtileg iðja og gefur lífinu svo
sannarlega gildi.
Býr yfir
einstökum
eiginleikum