Morgunblaðið - 25.04.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.04.1996, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Deilur í bæjarstjórn Egilsstaða vegna staðsetningar vegar ogbrúaryfír Eyvindará FRETTIR Hefur áhrif á sam- starf í meirihlutanum „ÓNEITANLEGA mun þessi niður- staða og það hvaða bæjarfulltrúar taka þátt í henni hafa áhrif á okk- ar samstarf, það getur ekki orðið öðruvísi. En við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að slíta sam- starfinu," segir Þuríður Bachman, oddviti alþýðubandalagsmanna og forseti bæjarstiómar Egilsstaða, um áframhaldandi meirihlutasam- starf við Sjálfstæðisflokk eftir þann klofning sem varð í meirihlutanum við afgreiðslu tillagna um staðsetn- ingu brúar á Eyvindará. Einar Rafn Haraldsson, oddviti sjálfstæðismanna og formaður bæj- arráðs, segir að ekkert hafi komið fram um að breyting yrði á meiri- hlutanum. Brúin á Eyvindará á Seyðisfjarð- arvegi þar sem hann kemur inn í Egilsstaðaþorp er orðin léleg og nauðsynlegt talið að byggja nýja brú. Umræður um nýtt brúarstæði hafa staðið í nokkur ár. Á síðast- liðnu ári fóru línur að skýrast og tveir staðir komu einkum til greina. Annars vegar að byggja nýja brú yfir Eyvindarárgil, 50 metrum neð- an við núverandi brú, og hins vegar að byggja nýja brú við Melshorn. Seinni kosturinn hefði í för með sér færslu Seyðisfjarðar- og Borgar- fjarðarvegar þannig að umferðin færi framhjá þorpinu, meðal annars umferðin að og frá bílfeijunni Nor- rænu á sumrin. Vegagerðin leggur til að vegur- inn verði færður og byggð brú við Melshorn. í drögum að nýju um- hverfismati, sem hún er að láta vinna, kemur fram það álit að hag- kvæmara sé að fara þá leið. Niður- staðan er eftirfarandi: „Fyrir þá sem leið eiga um Seyðisfjarðar- og Borgarfjarðarveg styttast leiðir og betri aðkoma verður að Hringvegin- um, flugvelli og helstu þjónustu- stofnunum og fyrirtækjum á Egils- stöðum. Dreifing umferðar verður meiri og öryggi meira. Nýir skipu- lagsmöguleikar skapast og umgjörð Eyvindarárgilsins verður ekki rask- að. Búskaparskilyrði versna nokkuð og e.t.v. þarf að flýta flutningi á vatnsbóli Egilsstaðabæjar.“ Mælt með óbreyttri legu Skiptar skóðanir hafa verið með- al íbúa og forystumanna Egils- staðabæjar um málið. Bæjarstjórn hefur nú samþykkt að mæla með óbreyttri legu vegarins. Fulltrúar minnihlutans, framsóknarmenn og óháðir, samþykktu tillögu Sjálf- stæðisflokksins þess efnis en full- trúar Alþýðubandalagsins vildu færa veginn. Einar Rafn Haraldsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir að málið sé búið að vera lengi í farvatninu og nú sé því lokið. Hann segir að rök séu með og móti báðum leiðun- um. Það hafi ráðið mestu um af- stöðu sjálfstæðismanna að fólk hafi byggt upp atvinnurekstur og þjón- ustu eftir núgildandi skipulagi bæj- arins þar sem gert sé ráð fýrir óbreyttúm vegi. Ekki sé ljóst hvaða áhrif færsla vegarins hefði á hags- muni þeirra. „Ekki er tryggt að bærinn beri ekki skarðan hlut frá borði. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum,“ segir hann. Gagnrýnir vinnubrögð Þurðíður Bachman, oddviti al- þýðubandalagsmanna, segir að af- staða flokksins ráðist af forsendum skipulags, náttúruverndar og at- vinnu. Segir hún að færsla vegarins myndi gera vegakerfið einfaldara og dreifa umferðinni og þar með auka umferðaröryggi. Þá myndi nýr vegur opna möguleika á nýju iðnað- arhverfi en á því væri þörf hvar sem brúin yrði byggð. Hún rifjar það upp að í málefna- samningi meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags sé ákvæði um endurskoðun brúar- stæðis með fyrirvara um arðsemis- mat og sami fyrirvari sé í sam- þykktu aðalskipulagi. Á síðasta ári hafí komið arðsemismat og það hafi verið jákvætt fyrir brú við Melshorn en þrátt fyrir það hafi sjálfstæðismenn skipt um skoðun. Nú væri einnig komið nýtt umhverf- ismat sem styddi sjónarmið alþýðu- bandalagsmanna. Þuríður telur að afstaða sjálf- stæðismanna eigi eftir að hafa áhrif á samstarf flokkanna og ekki síður hvernig þeir stóðu að málum. Þann- ig hafi annar fulltrúi sjálfstæðis- manna, Bjami Elvar Pétursson, sem væri fluttur af staðnum þótt hann hefði þar enn lögheimili, mætt á fundinn til að greiða atkvæði í málinu en óskað síðan eftir leyfi frá störfum. í þessu sambandi vekur hún athygli á því að fyrsti varamað- ur sjálfstæðismanna, Guðmundur Steingrímsson, sé yfirlýstur fylgis- maður færslu vegarins. „Ókkur misbýður þessi vinnubrögð," segir Þuríður en tekur það fram að ekki sé hægt að horfa til þessa eina máls við ákvörðun um áframhald- andi samstarfs. „Við teljum okkur vera að ná árangri á öðrum sviðum og verðum að líta á heildarmyndina þegar við hugsum okkar gang,“ segir hún. Vegagerðin mun nú senda Skipu- lagi ríkisins umhverfismat það sem verið er að ljúka við og mun Skipu- lagið auglýsa matsskýrsluna. Álit bæjarstjórnar Egilsstaða fer vænt- anlega þar með. Að loknum um- sagnarfresti mun Skipulagið úr- skurða hvort það fellst á tillögu Vegagerðarinnar eða hafnar henni. Margrét Frímannsdóttir vegna forræðismáls Sophiu Hansen Eðlilegt að skoða fjárhagslega aðstoð MARGRÉTI Frímannsdóttur, vara- formanni íslandsdeildar Alþjóða- þíngmannásambandsins, fínnst eðli- legt og nauðsynlegt að af hálfu ís- Ienska ríkisins sé skoðað hvernig hægt verði að veita Sophiu Hansen fjárhagslega aðstoð vegna kostnaðar við forræðismál hennar í Tyrklandi. Hún gagnrýnir að utanríkisráðherra skuli ekki hafa svarað erindi fulltrúa allra flokka vegna málsins frá því í fyrravor. Forræðismál Sophiu Han- sen verður tekið fyrir í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi í dag. „Ég á fastlegá vön á því að menn séu að skoða hvernig hægt sé að hjálpa Sophiu því að skuldirnar eru orðnar mjög miklar, m.a. vegna flugs, síma og ýmislegs sem við gætuni kannski með tiltÖlulega auð- veldum hætti komið inn í. Mér finnst það vera eðlilegt og nauðsynlegt því að þetta er líka ákveðið prófmál sem er þarna í gangi og það á sér ekki, sem betur fer, hliðstæðu hérna,“ sagði Margrét. Hjá henni kom fram að skuldir Sophiu nálguðust samtals um 40 milijónir króna. „Hluti af því gæti hugsanlega skilað sér á söfnun- arreikning. En auðvitað nær ekki nokkurri átt að lífvörðurinn hennar hafí þurft að borga símann úti til að hann væri opinri." Peuingaáhyggj ur að sliga Sophiu Margrét sagði að peningaáhyggj- urnar væri að sliga Sophiu. „Þó að við getum kannski ekki rriikið gert á meðan málið er nákvæmlega statt í dómskerfínu liði henni betur ef rætt væri við hana og sýndur ein- hver litur," sagði hún. Hún tók fram að fulltrúar allra flokka hefðu sent utanríkisráðherra bréf og beðið um fund um málið sl. vor. Hugsunin hefðu verið sú að farið yrði yfir stöðu forræðismálsins og hvað íslensk stjórnvöld gæti gert til hjálpar. Bréf- inu hefði hins vegar því miður ekki einu sinni verið svarað. Margrét sótti fund Alþjóðaþing- mannasamtakanna í Tyrklandi í síð- ustu viku. Henni gafst í þeirri ferð tækifæri til að tala við Hasíp Ka- plan, lögmann Sophiu. Hún hafði eftir honum að nánast væri öruggt að endanleg niðurstaða fengist í for- ræðismálið innan sex mánaða. Morgunblaðið/Emilía ÁGUSTA R. Jónsdóttir, fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, tryggði að tombólan færi fram með löglegum hætti. Með henni á myndinni er Finnbogi Gylfason, fulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg setur á laggir Gíró-tombólu Þingsályktunartillaga á Alþingi Meiðyrðalöggj öf verði endurskoðuð LÖGÐ hefur verið fram þingsálykt- unartillaga á Alþingi, þar sem skor- að er á ríkisstjórnina að hraða end- urskoðun þeirra ákvæða hegningar- laganna sem fjalla um meiðyrði. Einnig er lagt til að ríkisstjóm- inni verði falið að láta semja sér- stakt lagafrumvarp um framkvæmd á þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem eiga að tryggja prentfrelsi. Höfð verði hliðsjón af þeim laga- ákvæðum sem eiga að tryggja prentfrelsi og tjáningarfrelsi í grannlöndunum en þess verði jafn- framt gætt að taka mið af nýrri tækni í fjölmiðlum. Úrelt löggjöf Flutningsmenn eru Svavar Gestsson, Jón Kristjánsson, Krist- inn H. Gunnarsson og Kristín Hall- dórsdóttir. í greinargerð kemur m.a. fram, að meiðyrðalöggjöfin sé úrelt, eins og nú sé háttað fjölmiðl- un. Engu að síður þurfi að vera til löggjöf sem veiji fólk eins og kost- ur er fyrir meiðyrðum og ósönnum áburði og því sé nauðsynlegt að setja lög um prentfrelsið sem hluta af tjáningarfrelsinu í heild. LANDSBJÖRG hleypir af stokkun- um fjáröflunartombólu með 100% vinningshlutfalli eftir helgina. Tom- bólan hefur fengið nafnið Gíró-tom- bóla og felst í því að öllum Islending- um á aldrinum 16 til 75 ára verður sendur gíróséðill í pósti með tilkynn- ingu um að viðkomandi eigi tomból- umiða á næsta pósthúsi. Viðkomandi fær svo tombólumiðann, þ.e. ávísun á tombóluvinning, afhentan á póst- húsinu gegn 989 kr. gjaldi. Smærri vinningar verða afhentir á öllum sölustöðum Skeljungs. Finnbogi Gylfason, fulltrúi Lands- bjargar, sagði að vinningamir yrðu af ýmsu tagi. Hann sagði að tryggt væri að allir fengju vinning og smæstu vinningarnir væru að verð- mæti 300 til 400 kr. Aftur á móti væru um 50% líkur á því að viðkom- andi kæmi út á sléttu eða í hagn- aði. Af vinningum nefndi Finnbogi tölvumargmiðlunarpakka, reiðhjól, 30.000 geisladiska, 25.000 kiljubækur frá Máli og menningu, 15.000 vasatölvur og 25 matarút- tektir frá 10/11 verslununum að verðmæti 10.000 kr. hver. Stærstu vinningarnir eru tvær Honda Civic- bifreiðar og 100 ferðavinningar til borga í Evrópu. 175.000 gíróseðlar Sendir verða út 175.000 gíróseðl- ar og því til viðbótar hafa verið gefn- ir út 25.000 tombólumiðar í lausa- sölu. Finnbogi sagði að tombólan væri eins og allar aðrar .tomþólur, þ.e.a.s. engin núll. „Ágóðinn 'rérinur til björgunarstarfa á vegum Lands- bjargar sem er rík naúðsýri á :eftir erfitt undangengið ár. % á þá sér- staklega við snjóflóðin fýrir .vestan í fyrra,“ sagði hann. Byijað verður að auglýsa Gíró-tombóluna,, í sjón- varpinu í kvöld. Gíróseðlarnir verða svo sendir út eftir helgina. Hugmyndin að Gíró-tombólunni er alíslensk og á Landsbjörg von á því að jafnstór tombóla með 100% vinningshlutfall sé einsdæmi í heim- inum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.