Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 20

Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Orgeltón- leikar í Hallgríms- kirkju LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju gengst fyrir orgeltónleikum sunnu- daginn 28. apríl klukkan 17. Þýski orgelleikarinn Wolfgang Tretzsch, sem starfar nú sem tónlistarkenn- ari í Mývatnssveit, leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Ernst Pepping, Paul Hindemith, Petr Eben og César Franck. Meðal orgel- verkanna eru Passacaglía í c-moll eftir Bach og Piéce héroíque eftir Franck. Wolfgang Tretzch er fæddur í Auerbach í Þýskalandi árið 1937 en stundaði nám í Leipzig og Berl- ín. Hann lauk A-prófi í orgelleik frá kirkjutónlistarháskólanum í Halle. Arið 1975 varð hann organisti við Pfingstkirche í Berlín. Hann kom til starfa á íslandi arið 1992, fyrst sem organisti við ísafjarðarkirkju, en stundar nú tónlistarkennslu í Mývatnssveit. Wolfgang Tretzch hefur haldið fjölda orgeltónleika hérlendis og erlendis. Efnisskrá orgeltónieikanna á sunnudaginn er fjölbreytt. Einnig verður flutt partíta um sálmalagið „Hver sem Ijúfan Guð lét ráða“ eftir Ernst Pepping, sónata nr. II eftir Paul Hindemith og alveg nýtt verk eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben. Aðgangseyrir að tónleik- unum er kr. 800 og ókeypis fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgríms- kirkju. Sýning Drafnar í Listhúsi 39 framleng-d ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja sýningu Drafnar Guðmunds- dóttur í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði til 29. apríl. Sýningin er opin alla daga kl. 14 til 18. Dröfn sýnir bæði frístand- andi skúlptúra úr málmi og gleri og einnig lágmyndir úr sama efni. SÍÐASTA sýning á Við borgum ekki, við borgum ekki er í dag, sumardaginn fyrsta. Síðasta sýning á Við borgum ekki! „VIÐ borgum ekki, við borgum ekki“ eftir Dario Fo hefur nú verið sýnd hjá Leikfélagi Reykja- víkur síðan siðasta vor. Nú er einungis eftir ein sýning og verð- ur hún í dag, sumardaginn fyrsta. Leikstjóri verksins er Þröstur Leó Gunnarsson, en með hlut- verk leiksins fara; Ari Matthías- son, Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Magnús Ólafs- son og Margrét Helga Jóhanns- dóttir. Leikmynd gerir Jón Þóris- son, lýsingu hannar Ögmundur Þór Jóhannesson en þýðing er eftir Ingibjörgu Briem og Guð- rúnu Ægisdóttur. Brenndar varir ÁTTUNDA sýning Höfundasmiðju Leikfé- lags Reykjavíkur verð- ur í Borgarleikhúsinu í dag laugardaginn 27. apríl kl. 16. Sýndur verður einþáttungur- inn Brenndar varir eft- ir Björgu Gísladóttur. Björg hefur áður skrif- að Ieikþáttinn Þá mun enginn skuggi vera til ásamt Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur. Auk þess gaf hún út sína fyrstu ljóðabók Sigurvegar- inn sárfætti í nóvember síðastliðnum. Einþáttungurinn Brenndar varir fjallar um ástarsamband tveggja kvenna og þá innri togstreitu og fordóma samfélagsins sem því Björg Gísladóttir fylgja. Leikendur eru Bryndís Petra Braga- dóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jó- hanna Jónas og Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjóri er Valgeir Skagtjörð. Höfundasmiðja Leikfélags Reykjavík- ur hefur verið starf- rækt síðan í haust en fastar sýningar smiðj- unnar hófust 20. jan- úar sl. Fram að pásk- um voru sýningar í Höfundasmiðjunni annan hvern laugar- dag en sú breyting hefur orðið á að hér eftir sýna höfundar verk sín hvem laugardag kl. 16. í Borgar- leikhúsinu. Vorverkin TONLIST D i g r a n cs k i r k j a KARLAKÓRINN STEFNIR Karlakórinn Stefnir. Stjómandi Láras Sveinsson. Píanóleikari Sigurður Marteinsson. Orgelleikari Pavel Manásek. Einsöngvarar; Þorgeir Andrésson, Ágúst Ólafsson, Birgir Hólm Ólafsson og Stefán Jónsson. Mánudagur 22. apríl. Á VORIN koma allir áhuga- mannahóparnir út í vorsólina með afurðir vetrarvinnunnar og flytja stórum hópi áheyrenda. Það væri því e.t.v. nær að yfirskrift þessara tónleika væri vorhreingerningar í stað vorvinnan, æfingar allar af- staðnar, æfingastaðirnir standa auðir þar til næsta hrina hefst, með haustinu, æfingasalirnir bíða hrein- ir og pússaðir eftir nýjum átökum. En hvaða nýju átökum? Verða verkefnin ný? Verður meðferðin eitthvað frábrugðin því sem var í fyrra og í hitteðfyrra? Eru kannske í flestum tilfellum nýjungarnar þær einu að bæst hafa við nýir starfs- menn í stað þeirra sem hættu, kannske eru þetta einu nýjungarnar og kannske ekki þær ónýtustu. Karlakórar eru gjarnan gagn- rýndir fyrir íhaldssemi í verkefnav- ali sem kannske er alrangt því nýr fyrsti bassi, að ég ekki tali nú um nýjan fyrsta tenór, er heilmikil nýj- ung útaf fyrir sig, og á meðan kyn- slóðir nenna að koma saman og syngja saman og lyfta saman glasi, á mannkynið von. Eitt er þó nokkuð öruggt, ef takmarkið er að ná æ meiri listrænum hæðum í flutningi verða að koma til ný verkefni, verk- efni sem krefjast í öllum liðum list- arinnar miklu nákvæmari átaka og hér er komið að þeirri línu sem skilur áhugamennsku og atvinnu- mennsku. Ekki ætla ég mér að dæma hvoru megin þessarar línu veitist meiri hamingja eða gleði og fer líklega eftir hveijum einstökum, hér á ég við t.d. nútímaverkefni, en kannske er ekki hægt að ætlast til að menn komi beint úr ráðherrastólnum eða úr fjósinu til kvöldæfinga á verkefn- um eftir Ligeti eða Lutoslawski, sjálfsagt yrði ekki vel mætt á þær æfingar. Eigi að síður er þetta staða sem allir sönghópar ættu að velta fyrir sér. Karlakórinn Stefnir stefnir kannske upp fyrir línuna umræddu, en ennþá er hann neðan við hana. Margt er þar ágætra söngmanna og einsöngvarar úr röðum kórsins skortir ekki. Mesta eftirtekt vakti mér Stefán nokkur Jónsson með sinn „svarta“ bassa, sem er nokkuð óvenjuleg raddtegund og gæti orðið margra aura virði ef hann færi út á þá braut. Ágúst Ólafsson, nem- andi í söng kom fram í tveim lögum Stenka Rasin og í Hraustir menn. Ágúst hefur fallegan bass-bariton, er enn aðeins 21 árs og ætti því að hugsa sig tvisvar áður en hann syngur lag eins og Hrausta menn, sem er hættulegt ungum röddum og var þar að auki allt of hratt flutt og naut sín ekki þess vegna. Kórinn hefur mörgum ágætum röddum á að skipa, syngur svolítið hijúft og hreinleikinn í söng víkur stundum fyrir öðru. Með langa reynslu af karlakórssöng mundi undirritaður leggja til við söngstjór- ann að hann æfði kórinn meira í veikum og milliveikum lögum, þar reynir á tónmyndun og tóneyra. Sigurður Marteinsson gerði margt vel á píanóið, en betra hefði verið að opna hljóðfærið til hálfs. Heppilegra væri að stjórnandi gæfi hljóðfæraleikurum í upphafi það „tempo“ sem hann vill hafa í stað þess að ætla að breyta' um hraða eftir að lagið er komið í gang, slíku svara hljóðfæraleikarar illa, það veit hljómsveitarmaðurinn Lárus manna best. Flutningurinn á Libera úr sálu- messu eftir Franz Liszt stóð upp úr á tónleikum Stefnis, enda mesta vinnan farið í það viðfangsefni kvöldsins. Orgelið var þar í jafn- vægi við kórinn, sumstaðar annars staðar var það of sterkt, eða of þykkt „registerað". Hið rismikla lag Sigfúsar Einarssonar naut sín í meðferð kórsins svo og söngur Þor- geirs Andréssonar á Funiculi, funic- ula eftir Denza, þar „brilleraði" Þorgeir. Ragnar Björnsson Aðrækta garðinn sinn HAFSTEINN Austmann Morffunblaðið/Á- Sæberg MYNPLIST Gerðubcrg/ Sjónarhóll MÁLVERK Hafsteinn Austmann. Gerðuberg: Opið ld. 12-21 mánud. - fimmtud. og kl. 13-16 föstud. - sunnud. til 5. maí. Sjónarhóll: Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 5. maí. Aðgangur (Sjónarhóli) kr. 300 HIN nýja sýningaröð sem skipu- lögð hefur verið í Gerðubergi og á Sjónarhóli hefur farið vel af stað, en nú standa yfir sýningar á verkum Hafsteins Austmann á báðum þess- um stöðum. Hafsteinn hefur verið lengi á vett- vangi, en líkt og hjá Braga Ásgeirs- syni markar þetta ár tímamót, því nú eru fjörutíu ár síðan hann hélt sína fyrstu einkasýningu, tuttugu og þriggja ára gamall og nýkominn frá listnámi í höfuðvígi myndlistarinnar í Evrópu, París. Sem fyrr hófust sýningarnar nú með sjónþingi, þar sem listamaðurinn sat fyrir svörum og ræddi list sína við tilsetta spyrla og gesti í sal. Því miður gat undirritaður ekki verið viðstaddur samkunduna, en afrakst- urinn verður væntanlega gefinn út í bæklingsformi. Þeir tveir bæklingar, sem þegar eru komnir út um fyrri sjónþing, eru skemmtilegar heimildir um frísklegar umræður, og ekki verður að efa að svo verður einnig að þessu sinni. Sem fyrr skiptast sýningarnar í tvennt - eldri verkin eru á veggjum Gerðubergs, en það sem listamaður- inn hefur verið að fást við síðustu ár er á Sjónarhóli. Samanlagt ættu þær að gefa flestum nokkra innsýn í viðfangsefni þessa virka listamanns í meira en fjóra áratugi. Gerðuberg í anddyri og á annarri hæð Gerðu- bergs hafa verið sett upp tæplega fjörutíu myndverk sem spanna lang- an tíma, en hið elsta er frá 1951 og hið nýjasta frá 1992. Hins vegar er villandi að tala um yfirlitssýningu í þessu sambandi; til þess er aldurs- dreifing myndanna of misjöfn, og vegna aðstöðunnar eru hér fá stór málverk, sem hafa verið nokkur þátt- ur í listsköpun Hafsteins á ýmsum tímabilum. Loks hafa verkin ekki verið sett upp í neina markvissa tíma- röð, heldur virðist uppsetningin fremur miðast við samspil myndefna frá ýmsum tímum, sem og það tak- markaða rými sem staðurinn býður upp á. Engu að síður er hér margt sem gleður augað, og ætti sérstaklega að vera fróðlegt fyrir. yngri listunn- endur að kynnast ýmsum þeim sýnis- hornum sem hér er að finna. Rlsta verkið, „Símonarhús Stokkseyri" (nr. 1), er þroskuð mynd frá hendi átján ára unglings; úrvinnsla bæjarform- anna inn í geometríska abstrakt, ásamt hijúfri áferð litanna ber vitni góðri myndsýn og áhuga á því mynd- máli, sem þá var að geijast í listinni hér á landi. Hafsteinn hefur verið staðfastur verkmaður í víngarði afstraklistar- innar allt frá þessari fyrstu tíð, eins og öll verk hans hér bera með sér. Hins vegar kann ýmsum að koma á óvart sú fjölbreytni, sem er að finna innan þessa ramma. Hér má sjá dæmi um strangflatarmálverk, ljóð- ræn línuspil, og margtóna athuganir á gildi litbrigða frá ýmsum tímum. Þótt þessi verk séu ekki sett hér upp í skipulegum tímabilum gefa þau vissulega til kynna þróun listamanns- ins og að það er fyrst og fremst úrvinnsla litarins í fletinum, sem hefur heillað hann alla tíð. Þetta kemur einna sterkast í Ijós í vatnslitamyndunum, sem hafa verið mjög sterkur þáttur í myndsköpun Hafsteins. Það er vert að gefa sér góðan tíma til að skoða þessar mynd- ir á 2. hæð (nr. 23-33), þar sem lita- tónarnir kallast á yfir þijátíu ára tímabil; myndmálið breytist vissu- lega, en hreinleiki litanna er hinn sami. Þessi verk eru án efa einn sterkasti þáttur þessara sýninga, og vel þess virði að gera sér ferð til að skoða þær sérstaklega. Sjónarhóll Hér hefur verið komið fyrir tutt- ugu verkum sem Ilafsteinn hefur unnið á síðustu þremur árum, og er blandað saman olíu- og vatnslita- myndum á veggjunum til að skapa sem best jafnvægi. Þeir sem hafa fylgst með verkum Hafsteins kann- ast við efnistökin í því myndmáli sem hann hefur verið að fást við, sem hér kemur fram í sterkri heild. Það sem helst má telja nýtt er endurnýjaður áhugi á vatnslitunum, og hversu vel þeir Iúta þessu mynd- máli; í því sambandi nægir að benda á myndir nr. 2, 5 og 17, sem sína vel það fínlega jafnvægi, sem lista- maðurinn hefur náð í þessum miðli. í nýjustu málverkunum er nokkru bjartara yfir litaspjaldinu en áður, og einkum koma innskot af gulum litum sem skemmtilegt mótvægi inn í þá myndbyggingu, sem Hafsteinn hefur þróað út frá svörtu grinda- kerfi bandaríska listamannsins Franz Kline, og hefur ráðið ferðinni í verk- um hans um árabil. Mismunandi áferð litanna er ef til vill einnig til marks um að listamaðurinn sé að stefna á ný mið innan þess ramma sem hann markaði sér fyrir margt löngu. I kynningu sýninganna er Haf- steinn nefndur síðasti móhíkani harðlínu-afstraktsins hérlendis, enda haldið sig við þann vettvang alla tíð. Nokkuð er til í þeirri samlíkingu, og vissulega endurspeglar þróun hans í listinni að mörgu leyti þá alþjóðlegu strauma, sem hafa mótað þessa af- straktina. Það hefur þó reynst honum vel; framlag einstaklings í listinni felst ekki eingöngu í því að bijóta ný lönd og marka nýjar stefnur - slíkt brambolt kann að reynast fall- valt nýjabrum ef menn gæta þess ekki að rækta garðinn sinn. Og það hefur Hafsteinn Austmann vissulega gert. Eirfkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.