Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 22

Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ meira en bensín Sjábu hlutina í víbara samhengi! kjarni málsins! APPELSINU BRASSI 7 Itr. SOLGLERAUGU HERRA/DÖMU/UNGL MARGAR GERDIR LISTIR HJÖRTUR Marteinsson: Fjöregg fiska. Tætingfur, litskrúð og fjöregg fiska KAREN Kunc: Gimsteinar vefsins, 1991. MYNPLIST Haínarborg/ Við llamarinn MÁLVERK/GRAFÍK/ BLÖNDUÐ TÆKNI Pétur Halldórsson/Karen Kunc/Rjörtur Marteinsson. Hafnar- borg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 29. apríl. Aðgangur kr. 200. Við Hamarinn: Opið kl. 14-18 alla daga til 28. april. Aðgangur ókeypis. TVÆR sýningar reyndra lista- manna standa nú yfir í Hafnarborg, og þó inntakið sé ekki ósvipað - óhlutbundið flæði litanna í fletinum - eru vinnubrögðin úr ólíkum átt- um, líkt og listafólkið sjálft. Þriðja sýningin sem hér er nefnd er frá hendi sjálfmenntaðs manns sem hér vinnur fyrst og fremst út frá þeim ævintýrum veruleikans, sem menn fyrri alda sáu í hafinu. Pétur Halldórsson Nú eru þrjú ár liðin síðan Pétur sýndi síðast í Hafnarborg, en þá líkt og nú var hann á ferðinni með málverk unnin með olíulitum og blandaðri tækni, þar sem klipptur pappír og önnur aðskotaefni eru áberandi í fletinum. Þessi vinnuað- ferð hefur fylgt listamanninum um nokkurt skeið, og afraksturinn einkum komið fram í stórum mynd- verkum, þar sem ólík áhrif takast á í fletinum. Að þessu sinni sýnir Pétur þrett- án málverk unnin með þessum hætti, flest stór. Sem fyrr eru efnis- tök nokkuð villt, og nú ef til vill um of; hér ægir saman efnivið og vinnuaðferðum þannig að framsetn- ing verður á köflum tætingsleg og ómarkviss, einkum í stærri verkun- um. Kvik myndbyggingin gengur oftár en ekki út frá miðlægum þátt- um sem vinna á við lengri skoðun, en eru í fyrstu huldir af mikilúð- legri áferðinni. Bestu verkin hér byggja á svipuð- um minnum og voru áberandi á sýningu hans fyrir þremur árum, t.d. formi víkingaskipsins. Mörg vísa til náttúrunnar - lands, gróð- urs, hesta - en þessar tilvísanir ná lítt fram í stóru flötunum, þar sem þungt ofhlæði stjórnleysis ber þær ofurliði. Dökkir og oft á tíðum ógnandi myndfletir Péturs ná sér þannig sjaldnast á flug að þessu sinni, og breytir jákvæður en nokkuð ofhlað- inn inngangur í sýningarskrá þar litlu um. Það er helst í smærri myndunum sem listamaðurinn nær sér á strik og hægt er að tala um áhrifamikil myndverk, enda freist- ingin minni að láta stærðina ráða ferðinni á kostnað viðfangsefnis- ins. Hér er loks rétt að benda á að sýningarsal Hafnarborgar hefur nú verið breytt til mikils batnaðar. í fyrstu vekja breytingarnar enga eftirtekt, en þegar menn gera sér grein fyrir þeim er aðeins hægt að lýsa feginleika og þakklæti til þeirra sem tóku af skarið - sýningar munu njóta þessa í framtíðinni. Karen Kunc Margir listunnendur minnast eflaust sýningarinnar Graphica Atl- antica á Kjarvalsstöðum 1987, sem var fyrsta alþjóðlega grafíksýningin hér á landi. Bandaríska listakonan Karen Kunc hlaut þar fyrstu verð- laun fyrir tréristur sínar, sem vöktu mikla athygli. Listakonan dvaldi hér um tíma á síðasta ári sem gestakennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Með sýningunni í Sverrissal Hafnarborgar gefst gott tækifæri til að sjá á hvern hátt list hennar hefur þróast áfram á þeim tæpa áratug, sem liðinn er frá því hún sýndi hér síðast. Það sem einkum vekur athygli í þessum tréristum er kraftmikil myndbyggingin, þar sem hrynjandi formanna skapar ýmist mikla spennu eða ljúft samræmi, jafnvel innan sama rammans. Þannig flett- ast saman spíralar og bylgjuhreyf- ingar, og tréskurðurinn sjálfur verður sterkur þáttur í hvernig þessi formskrift vinnur saman í yfirborð- inu. Annað sem gestir taka strax eft- ir er mikil djörfung í litameðferð. Karen notar heita liti óspart, og skapar oft með þeim dýpt í fletin- um, sem væri erfitt að ná fram án þess litskrúðs, sem verkin bjóða upp á. Stundum kann þetta litskrúð að virðast ofhlæði, en innan hvers verks er að finna ákveðið jafnvægi, þar sem stakir fletir svalari lita duga til að halda heildarsvipnum réttu megin, eins og sést vel í „Úr- kynjuð náttúra" (nr. 2). Sterktlitað- ar bylgjur bjóða hins vegar heim hrynjanda, sem væri erfitt að ná án þess undirtóns alvörunnar, sem víða má finna hér, t.d. í „Gimstein- ar vefsins“ (nr. 14). Hér er á ferðinni vönduð sýning á grafíklist, sem fengur er að fyrir listunnendur og aðra. Hjörtur Marteinsson Þessi sjálfmenntaði listamaður hefur hér sett upp sýningu á verk- um sem hafa kviknað af lestri bók- ar frá 18. öld, Fiskafræði íslands eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík. Hjörtur rekur með skemmtilegum hætti á hvern hátt hið sýnilega var í skrifum Jóns grundvöllur alls þess sem hann setti fram til skýringar á undrum sjávar. Þessi verk fjalla því um furðu- fiska hafsins og eru unnin með blandaðri tækni, þannig að úr verð- ur fróðleg fantasía. Á stundum vísa verkin til hugmynda manna um undur náttúrunnar (t.d. nr. 3 og 10), í öðrum tilvikum er listamaður- inn að benda á samhengið við sam- tímann (nr. 5 og 12 eru minningar- mörk, en um leið er vísað á frétta- tíma um gæftir og aflabrögð) eða þjóðtrú (nr. 4 og 8), sem ef til vill á enn sterk ítök í okkur; þau „Fjör- egg fiska“ sem menn trúa á fyrr á tímum eru jú enn tákn fjöreggs þjóðarinnar. Hjörtur sýnir hér með vandaðri úrvinnslu verðugra viðfangsefna að hann á erindi í myndlistinni ekki síður en aðrir. Tenging hins liðna við samtímann er ætíð gefandi, enda erum við þegar allt er skoðað nú aðeins steinsnar frá þeim tíma og þeirri hugsun, sem Jón frá Grunnavík er fulltrúi fyrir - og hugarverk okkar verða ef til vill litin svipuðum augum í framtíðinni og hans verk. Sýningarhald í salnum Við Ham- arinn hefur ekki verið fyllilega reglulegt í vetur, en vonandi fer það að komast í fastari skorður með hækkandi sól. Eiríkur Þorláksson Fyrirmæli dagsins EFTIR FELIX GON Z ALES-TORRES Settu tvo stóla hlið við hlið eða annan fyrir framan hinn þannig að á milli þeirra séu tólf tommur (30,48 cm). • Fyrirmælasýning ísamvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós Rek eiig-an úr húsinu „ÉG er hvorki að reka einn né neinn úr húsinu“, segir Kristín A. Magnús forsvarsmaður Light Nights en Þor- steinn M. Jónsson, framkvæmda- stjóri Kjallaraleikhússins, sem sýnir nú Þijár konur stórar eftir Edward Albee í Tjarnarbíó, gagnrýndi hana í Morgunblaðinu í gær fyrir að vera I ófús til samstarfs um nýtingu á húsinu í sumar. Kristín segir að það sé bundið í samningum að Light Nights hafi Tjarnarbíó til umráða frá miðjum maí og út ágúst. „Við erum búin að vera í Tjarnarbíói í 14 ár. Við höfum haft afar takmarkaðar fjár- veitingar til starfseminnar og höf- , um því sýnt alla daga nema sunnu- I daga til að hafa fyrir kostnaði. Það er því ekki mikið rými fyrir aðrar I sýningar þessa þijá mánuði sem við störfum í Tjarnarbíói. Það er rétt að við erum með naglfasta leikmynd sem gerir það líka ómögulegt að hafa aðrar sýningar á sama tíma í húsinu. Það myndi kosta okkur margar milljónir að smíða nýja leik- mynd; við erum tilbúin til að ráðast í það verk ef við fáum fjármagn til ) þess.“ Kristín sagði að sér fyndist það eilítið undarlegt að verða fyrir þess- ' ari gagnrýni frá Þorsteini M. Jóns- syni sem hún hefði aldrei hitt. „Og það er enn furðulegra að í samn- ingnum við leikhóp Kjallaraleik- hússins er ekki tekið fram hvenær hann á að fara úr húsinu eins og vant er. Ef góð aðsókn er að Þrem- ur konum stórum eins og Þorsteinn fullyrðir þá getur Þorsteinn tekið upp sýningar í Tjarnarbíói í septem- ber þegar Light Nights hefur lokið j sýningum sínum." Morgunblaðið/Á. Sæberg JÓNAS Ingimundarson píanó- leikari og Þóra Einarsdóttir sópransöngkona. Síðustu tón- leikar Styrktar- félags Islensku óperunnar SÍÐUSTU tónleikar Styrktarfélags íslensku óperunnar á þessum vetri verða laugardaginn 27. apríl kl. 14.30. Þar koma fram Þóra Einars- dóttir sópran og Jónas Ingimundar- son píanóleikari. Þóra er fædd árið 1971 og nam við Söngskólann í Reykjavík og óperudeildina í Guildhall School of Music and Drama í London. í júní næstkomandi syngur hún sitt fyrsta stóra hlutverk á fjölum íslensku óperunnar, Dísu; í óperunni Galdra- Lofti eftir Jón Ásgeirsson. Á tónleikum Þóru og Jónasar verða fluttar aríur eftir Handel, Bellini og Gounod og Ijóð eftir Moz- art, Debussy og William Walton. (im Ikmm» LYCI Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.