Morgunblaðið - 25.04.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 33
Þorskveiðar:
Sígandi lukka
FLESTIR sem fylgst hafa með
fiskveiðum íslendinga gera sér grein
fyrir því, að þorskstofninn hefur far-
ið minnkandi ár frá ári, með tíma-
bundnum sveiflum þó, undanfarin
ár og áratugi. Veiðistofn sem var
tæplega tvær og hálf milljón tonna
fyrir íjörutíu árum var þannig kom-
inn niður fyrir 600 þúsund tonn í
hitteðfyrra.
Þessari minnkun þorskstofnsins
hefur fylgt mikil skerðing aflaheim-
ilda allra skipa annarra en krókaleyf-
isbáta, sem hafa sjöfaldað þorsk-
veiðiheimildir sínar frá því fyrir 5
árum á kostnað annarra skipa.
Nú berast þær ánægjulegu fréttir
frá Hafrannsóknastofnuninni að
stofnmæling botnfiska 1996, svo-
nefnt „togararall", bendi til að þorsk-
stofninn hafi vaxið nokkuð og nálg-
ist e.t.v. 700 þúsund
tonn. Þetta er vissulega
ánægjuleg niðurstaða, í
ljósi þess að fyrir aðeins
tveimur árum höfðu vís-
indamenn áhyggjur af
því að þorskstofninn
gæti hrunið, eins og
gerst hefur í nágrenni
okkar.
Núverandi stærð get-
ur þó ekki með neinu
móti talist ásættanleg
fyrir þennan mikla fiski-
stofn. Til að ná ásættan-
legri stærð þarf að rúm-
lega tvöfalda stærð
stofnsins. Hér er aug-
ljóslega á ferðinni lang-
tímamarkmið sem taka
mun mörg ár að ná, hvað sem líður
nákvæmlega vexti þorskstofnsins
þetta árið eða hitt.
Engu að síður er ástæða til bjart-
sýni um framgang þorskstofnsins og
vonir standa til að auka megi þorsk-
aflann á næstu árum, hægt í fyrstu.
í þeim efnum eru flestir sammála
um, að sígandi lukka sé best.
Til eru þeir sem taka undir þetta
sjónarmið í orði kveðnu, en hafa þó
ekki þolinmæði til að leyfa batanum
að skila sér inn í stofninn heldur
leggja til auknar veiðar strax. Þetta
gera þeir þrátt fyrir aðvaranir vís-
indamanna um að ekki sé skynsam:
legt að fara of geyst í hlutina. í
þessum hópi er Hjálmar Árnason
alþingismaður. Hvers vegna liggur
Hjálmari svona mikið á?
Allir geta fengið sitt!
Þann 16. apríl sl. birtist í Mbl.
grein eftir Hjálmar þar sem hann
setur fram ástæðurnar fyrir asanum.
Hjálmar hefur miklar áhyggjur af
bátaflotanum, og er hann ekki einn
um það. Þennan flota ásamt ísfisk-
togurum nefnir hann „gleymda flot-
ann“. Málflutningur Hjálmars fyrir
hönd vertíðarbáta tekur á sig eftir-
farandi mynd:
Krókabátar hafa fengið sína afla-
aukningu. Þetta telur Hjálmar nú
tryggt með samkomulagi sjávarút-
vegsráðherra við Landssamband
smábátaeigenda um að taka skuli
aflaheimiidir af aflamarksskipum og
flytja yfir á krókaleyfisbáta. Hjálmar
heldur að sátt og friður fylgi þessu
samkomulagi. Þar fer hann með al-
varlega rangt mál: Sáttin er svika-
sátt. I þau 5 skipti sem lög um stjórn
fiskveiða hafa veríð endurskoðuð
hefur aldrei verið samið við aðeins
einn aðila. Enginn friður næst nema
í samráði við alla aðila.
Frystitogarar hafa líka fengið sína
aukningu, telur Hjálmar. En aukning
veiðiheimilda frystiskipa byggist
fyrst og fremst á því að ísfisktogur-
um hefur verið breytt í frystiskip og
skipin haldið sínum veiðiheimildum,
auk þess sem útgerðir skipanna hafa
sumar keypt nokkuð af veiðiheimild-
um af öðrum, ekki síst smábátum, í
frjálsum samningum. Gagnstætt
þessu byggist aukning veiðiheimilda
krókabáta eingöngu á því sem þeim
hefur tekist að ná til sín í gegnum
pólitíkina á kostnað annarra, ekki
síst vertíðarbátanna sem Hjálmar
segist láta sér svo annt um. Það er
þvi út í hött að leggja aflaaukningu
Batinn í þorskstofninum
núna, segir Kristján
Þórarinsson, stafar af
góðum vexti fiskanna.
þessara tveggja skipaflokka, frysti-
togara og smábáta, að jöfnu eins og
Hjálmar gerir.
Rækjuskip hafa fengið sína aukn-
ingu, vegna stækkunar rækjustofns-
ins og nótaskip hafa einnig fengið
sína aukningu, vegna uppgangs í
stofnum loðnu og síldar.
Allir hafa semsagt fengið sína
aukningu nema vertíðarbátar og ís-
físktogarar, „gleymdi flotinn" hans
Hjálmars. Þess vegna þarf, að mati
Hjálmars, að taka
þorskaflaheimildir af
öðrum aflamarksskip-
um og færa til vertíðar-
báta og ísfisktogara.
Þetta segir Hjálmar á
sama tíma og hann er
upptekinn á Álþingi við
að taka aflaheimildir af
aflamarksskipunum og
færa til krókabátanna.
í þessu felst nokkur
mótsögn. Hjálmar virð-
ist líta framhjá því að
vertíðarbátarnir og ís-
físktogaramir eru uppi-
staðan í fískiskipaflot-
anum. Það er því varla
af neinum öðrum að
taka en einmitt þessum
sömu skipum. Til þeirra verða þvi
varla færðar afiaheimildir nema frá
þeim sjálfum. En Hjálmar deyr ekki
ráðalaus.
Veiðum meira!
Aðferð Hjálmars við að leysa
vandann leiðir strax til vandræða
nema að óhætt sé að bæta verulega
við þorskaflann án tafar, og þetta
veit hann. Til að reyna að losa sig
úr klípunni bregður Hjálmar á það
gamalkunna ráð að vilja treysta því
að meira sé af físki í sjónum en fiski-
fræðingar telja. Það sé sem sagt nóg
af físki handa öllum. Allir geti feng-
ið sitt. Svona eiga stjómmálamenn
að vera!
Leið Hjálmars til að vefengja niður-
stöður fískifræðinga byggir á því að
misskilja eðli fræðilegrar umræðu.
Það á vissulega alltaf að vera þannig
að sérfræðingar grandskoði fræði sín
og lerti nákvæmari svara við spum-
ingum sínum. Að öðram kosti væri
óveijandi að veita almannafé til vís-
indarannsókna. Engu að síður geta
niðurstöður vísindamanna verið
traustar í meginatriðum.
Hjálmar virðist helst binda vonir
við 12 ára gamlar efasemdir kollega
míns, dr. Jóns Gunnars Ottóssonar,
um tengsl hrygningarstofns og nýlið-
unar. Þessar efasemdir áttu fullan
rétt á sér á sínum tíma. En margt
hefur bæst við þekkinguna á þeim
12 árum sem liðin eru. Síðan 1984
hafa sérfræðingar Hafrannsókna-
stofnunarinnar lagt mikið af mörkum
til rannsókna á sambandi hrygning-
arstofns og nýliðunar. Ég bendi í
þessu sambandi á rannsóknir dr.
Guðrúnar Marteinsdóttur á klaki
þorsks sem staðið hafa í nokkur ár
og vakið heimsathygli. Aðferðir við
stofnstærðarmat eru að sjálfsögðu
einnig í stöðugri endurskoðun, í sam-
starfí vísindamanna á alþjóðavett-
vangi. Togararall var tekið upp árið
1985 og nákvæmni mælinga hefur
vaxið mjög.
Vakin skal athygli á því að batinn
í þorskstofninum núna stafar ekki
af neinu sem tengist sambandi
hrygningarstofns og nýliðunar held-
ur stafar batinn af góðum vexti fisk-
anna. Uppistaða veiðistofns er fiskar
úr árgöngum 1989 og 1990. Þessir
fiskar fengu tækifæri til að lifa og
dafna og ganga á hrygningarslóð
vegna sóknarminnkunar undanfarin
ár, sem má rekja til verulegs sam-
dráttar í aflaheimildum aflamarks-
skipa auk friðunar uppeldisslóðar
Kristján
Þórarinsson.
er best
fyrir veiðum að framkvæði útvegs-
manna.
Hjálmar óttast að í þorskstofninum
nú séu of margir fískar og að hung-
urs sé farið að gæta. Samt er það
svo, að stækkun stofnsins í tonnum
talið að undanfömu stafar ekki af
fjölgun físka í stofninum heldur af
þvi hversu mikið þeir fískar sem fyrir
vora hafa aukið þyngd sína. Bendir
þetta til hungurs? Sannleikurinn er
sá, að sjaldan hafa jafnfáir þorskar
verið um jafnmikið æti á íslandsmið-
um og nú. Þetta er ástæða þess að
sóknarminnkun hefur skilað okkur
umtalsverðri stækkun stofnsins í
tonnum talið, eins og togararallið
sýndi. Við erum þvi á réttri braut.
Gleymdur floti?
Sýn Hjálmars fyrir vertíðarbátana
er tálsýn. Það sem best getur gagn-
ast vertíðarbátum á Suðumesjum -
og það eina sem dugar til lengdar -
er endurreisn þorskstofnsins og sú
aukning aflaheimilda sem henni mun
fylgja. Þetta mundi Hjálmar nú tefja
með ótímabærri kvótaaukningu.
Miðað við það hversu oft hefur
verið vakin athygli á erfiðri afkomu
bátanna er það mér hulin ráðgáta
hvers vegna Hjálmar telur þá til
„gleymda flotans". Það væri þá ekki
nema vegna þess að Hjálmar og
kollegar hans hafi gleymt bátunum
æ og aftur í óðagotinu við að flytja
aflaheimildir af aflamarksskipum
yfir á krókaleyfisbáta. Það era þeir
- stjómmálamennirnir - og engir
aðrir sem hafa gleymt sjómönnum
bátaflotans í kappi sínu við að hygia
krókaleyfisbátum á þeirra kostnað.
Höfundur er stofnvistfræðingur
LÍU.
Örugg raflögn er ódýr fjölskyldutrygging.
Slys vegna lélegra raflagna eru of dýru verði keypt.
Búðu fjölskyldunni öruggt umhverfi.
Láttu viðurkenndan fagmann lagfæra það sem betur má fara.
$ @
RAFMAGNSVEITA LANDSSAMBAND RAFIÐNAÐARSAMBAND
REYKJAVÍKUR ÍSLENSKRA RAFVERKTAKA ISLANDS
tTlboI
rmmrrv
gróðurk^k
^nuEGSBÆTAND"
JARÐVEGSBft
Viðhöldun'okkurv.
í verðlagmngu- _ _
10 kg. pokar kr. Ó^U.
25kg.pokarkr. IW-
Kynntu þér vlkutilboðln okkarl
R ÁÐ G J Ö F
SÉRFRÆÐINGA
UM GARÐ-
OG GRÓÐURRÆKT
ff/f/
GRÓÐURVÖRUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sfmi: 554 3211
ARGUS / ÖRKIN /SÍA GV031