Morgunblaðið - 25.04.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
EINNI nýjustu deilda Landspítalans, rannsóknastofu I ónæmis-
fræði, var komið fyrir i portbyggðu risi gamla þvottahússins þar
sem það norpar undir eldhússveggnum.
eina lund. í stað þess að bæta úr
vandræðunum á lóð spítalans með
nauðsynlegum nýbyggingum hefur
verið gripið til bráðabirgðalausna
svo sem sjá má á myndinni hér á
síðunni eða að starfsemi hefur ver-
ið flutt á brott. Húðlækningadeild
var flutt á Vífílsstaði, rannsókna-
stofa i veirufræði í Armúla og end-
urhæfingadeild í Kópavoginn svo
eitthvað sé nefnt. Starfsemi spítal-
ans er nú komin út um víðan völl.
Bráðaþjónusta er rekin á tveim
stöðum með tilheyrandi óhagræði,
öldrunarþjónusta er rekin í dýru og
óhagkvæmu leiguhúsnæði, göngu-
deildarþjónusta er rekin á mörgum
stöðum og skrifstofur eru fjarri
aðalbyggingum spitalans. Engan
Einstein þarf til að sjá hve kostnað-
arsamt slíkt skipulag hlýtur að vera.
Þrengslin í aðalbyggingum spítal-
ans eru mikii og háum ijárhæðum
hefur árlega verið varið tií nauðsyn-
legra en óhagkvæmra endurbóta.
Ekki hefur verið séð fyrir nauðsyn-
legri skrifstofuaðstöðu lækna og
annarra heilbrigðisstarfsmanna.
Síðast var gert átak í þeim efnum
í tengslum við Jqarasamningum
lækna fyrir um 30 árum. Nú er svo
komið að læknar þrí- og fjórmenna
gjaman i skrifstofukytrum sem oft
eru fjarri annarri starfsaðstöðu
þeirra. Þó spítalinn sé megin
kennslustofnun heilbrigðisstétta er
öll aðstaða til kennslu og vísinda-
starfa afar bágborin. Les- og
kennslustofur vantar og fundaað-
staða er ófullnægjandi. Fundir svo
sem ársfundur spítalans og aðal-
fundur læknaráðs eru haldnir í and-
dyri fyrir fótum þeirra sem leið eiga
um.
En e.Lv. hillir undir betri tíð. Til
stendur að heíja byggingu hús-
næðis fyrir Bamaspítala Hringsins.
Auk þess að koma til móts við nú-
tímaleg sjónarmið með endurbættri
aðstöðu fyrir foreldra bama, sem
liggja inni, munu þrengsli og smit-
hætta sem þeim fýlgir væntanlega
minnka. Gera má ráð fyrir að hag-
kvæmni í rekstri bamaspítalans
aukist með aukinni notkun dag-
deiida. Þegar bamadeildin flytur
úr núverandi húsnæði mun lýmka
um aðra starfsemi í aðalbygging-
unni og vonandi tekst að flytja alla
bráðaþjónustu á einn stað. Ljóst er
þó að bamaspítalabygging mun
ekki leysa nema litinn hluta hús-
næðisvandans og á næst.a áratug
þarf að fjárfesta í húsnæði fyrir
heilbrigðisþjónustu fyrir milljarða
króna svo fyllsta hagkvæmni náisti
En þó einsýnt sé að mikilla fram-
kvæmda sé þörf er ekki auðséð
hvemig að þeim skuli staðið. Ekki
hefur verið mótuð framtíðarstefna
fyrir heilbrigðisþjónustu nema að
takmörkuðu leyti. Húsnæðisþörf
hefur ekki verið metin, hvorki til
skemmri eða lengri tíma og þaðan
af síður liggja fyrir raunhæfar
framkvæmdaáætíanir. Hvað varðar
Landspítalann má fullyrða að nú-
verandi áætlanir og þar með taldar
nýtingaráætlanir fyrir svokallaða
K-byggingu, sem nú stendur hálf-
byggð á Landspítalalóð, era þegar
úreltar.
Knýjandi er að heíjast handa við
að möta framtíðarstefnu fyrir heil-
brigðisþjónustuna í Reykjavík og
þar með landið allL Kanna þarf
núverandi húsnæðisþörf og meta
framtíðarþörf þeirra stofnana sem
ætlunin er að reka. Nauðsynlegt
er að hefja undirbúning strax því
bráðabirgðalausnir og illa undir-
búnar framkvæmdir era dýrar þeg-
ar til lengdar lætur. Nauðsynlegar
úrbætur munu óhjákvæmilega hafa
langan aðdraganda ef vel á að verlri
standa.
Höfundur er yfirlæknir sýkla-
fræðideildar og framkvæmda-
stjóri Sýkla- og veirufræðisviðs
Landspítalans.
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 35
Hljómsveitin
UPPLYFITNG
leikur fyrir dansi
Meðal hljómsveitarmanna eru
Kristján Snorrason, bankastjóri
Búnaðarbankans í Borgamesi og
Haukur Ingibergsson, fv. skóla-
stjóri Samvinnuskólans á Bifröst.
Gestasöngvari er
Magnús Stefánsson, alþingismaður.
MATSEÐILL
Forréttur: Rjómalöguð skelfisksveppasúpa.
Aöalréttur: Eldsteiktur iambavöðvi Dijon,
með gljáöu grænmeti, ofnsteiktum
jarðeplum og sóiberjasósu
Eftirréttur: Ferskjuís í brauðkörfu
■_ með heitri karamellusösu.
\ferð fyrir mat og skemmtun
kr. 3.900. - á skemintun kr. 2.000.
Húsið opnað kL 19:00 fyrir
malaigesti, en kl 21:00
fyrir aðra.
frítt á dansicik eftir miöiretfiö.
Síminn er 568 7111.
StórhátíÖ BorgfirÖínga
og Mýramanna
■•..■.1' :
SÖNGBRÆÐUR GAMANMÁL
- karlakór EKKIVEGAMÁL
SAMKÓR eftir Bjartmar Hannesson.
MYRAMANNA SÖNGDÚETT
blandaður kór Gunnar Öm Guðmundsson
FREYJUKÓRINN og Snorri Hjálmarsson
-kvennakór HAGYRÐINGAR
KVELDÚLFSKÓRINN láta íjúka í kviðlingum
- blandaður kór TÓNUSTARATRIÐI
KIRKJUKÓR fyrir píanó og fiðlu
BORGARNESS atriði á heimsmælikvarða
í i Ve.islustjóri: Ómar Ragnarsson.
Hollenskt blómkól
KILOIÐ
Kjarnafæói lambagrillsneiÓar
TILBOÐSVERÐ I S|k
SS hunangsmarinerabur svínahryggur
KILOIÐ
Mandarínur fró Jamaic
fyr-ir fjölskylduna
KILOIÐ