Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 51

Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 51
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 51 MINNINGAR GUÐMUNDUR GÍSLASON + Guðmundur Gíslason hús- gagnasmiður fædd- ist í Reykjavík 8. apríl 1915. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík að kvöldi mánudagsins 15. apríl síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Hall- dóra Þórðardóttir, f. 14.5. 1891, d. 25.1. 1984, frá Ráðagerði á Sel- tjarnarnesi og Gísli Guðmundssonar, f. 6.7. 1884, d. 26.9. 1928, gerlafræðingur, frá Hvammsvík í Kjós. Systir Guð- mundar er Guðrún, f. 21.12. 1913. Hún var gift Þorvarði Jónssyni og eignuðust þau eina dóttur, Eddu. Hinn 11. desember 1948 kvæntist Guðmundur eftirlif- andi konu sinni, Guðbjörgu Sig- urbergsdóttur, f. 10.5. 1921, frá Eyri við Fáskrúðsfjörð. Guð- mundur og Guðbjörg eiga þijár dætur. Þær eru: 1) Dóra, f. 9.2. 1950, var gift Sören Videbæk Nielsen, skilin. Eiga þau tvær dætur, Birgitte, f. 12.12. 1977 og Barböru, f. 30.1. 1975. Barb- ara og sambýlismaður hennar, Denis Jörgensen, eiga einn son, Nicholas Videbæk, f. 28.3. 1996. 2) Oddný, f. 25.8. 1952, var gift Gunnari Dagbjartssyni, skilin. Eiga þau tvö börn, Gísla Viðar, f. 6.10. 1972, sambýliskona hans er Margrét Þóra Guðmundsdótt- ir, og Guðbjörgu, f. 2.8. 1970, sem er gift Valdimari Jónssyni og eiga þau tvö börn, Hörn, f. 20.10. 1993 og Atla Snæ, f. 29.1. 1996. Eiginmaður Oddnýjar er Guðmundur Guðmundsson og eiga þau tvö böm, Hildi Dröfn, f. 26.9. 1981, og Guðmund, f. 12.7. 1983. 3) Ema, gift Daða Jóhannessyni. Þeirra sonur er Gauti, f. 27.8. 1995. Útför Guðmundar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Crfisdrvkkjur /ið GflíH-m n Sími 555-4477 Stúdentamyndir PETUR PETURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAIIGAVEGI 21 • SÍMl 552 0624 í hugann koma margar ljúfar minning- ar sem ekki verða tekn- ar frá okkur. T.d. hve gaman það var að koma með mömmu til þín á verkstæðið í gamla daga. Þar gafst þú okk- ur alltaf litla kók og „hundakex“ eins og við kölluðum það. Kókið var reyndar alltaf við stofuhita en það skipti engu máli, þetta var alltaf jafn gott. Minningin um hijúf- ar en samt svo mjúkar hendurnar sem struku yfir litla kolla er ofarlega í huganum. Það færðist yfir mann svo mikil ró, svo ekki sé nú minnst á það þegar við fórum í „fagur fiskur í sjó“. Hendurnar minntu helst á fínan sandpappír. Beijamóferðin sem þú og amma fóruð með okkur í og Gilli týndi húfunni sinni. Allt er þetta í svo fersku minni. Það er nú ekki hægt að segja að þú hafir verið neinn brandara- karl, afi minn, en það komu nú stundum frá þér ansi fyndnir punkt- ar. T.d. þegar mamma og amma voru að segja þér frá því að búið væri að skíra litla langafastrákinn þinn og að hann héti Atli Snær. Þú varst farinn að heyra illa og sagðir: „Ha, heitir hann Asni Hlær?“ Elsku afi, við vitum að það verð- ur vel tekið á móti þér, eins ljúfur og góður og þú varst. Guð geymi þig og varðveiti. Guðbjörg og Gísli Viðar (Gugga og Gilli). Elsku langafi. Mamma segir mér að nú sért þú dáinn og farinn til Guðs. Að Guð ætli að geyma þig og varðveita því hann er alltaf svo góður, alveg eins og þú varst. Við áttum ekki langt líf saman en þegar við hittumst þá langaði mig alltaf að hlaupa til þín, kyssa þig og knúsa, og það gerði ég. Það gleður mig að vita hvað það gladdi þig og gaf þér mikið, þessir fáu kossar og faðmlög, og ég vona að sú minning hafi fengið að fara með þér til Guðs. Ég á af þér myndir sem ég á oft eftir að skoða og þannig mun minn- ing þín lifa með mér. Mig langar að lokum að deila með þér bæninni minni, sem ég er búin að læra og við mamma förum alltaf með á kvöldin áður en ég fer að sofa. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þín, Hörn. ERFIDRYKKJUR Næg bílastæði P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, fallegir siilir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 os 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LÖFTLEIÐIH Elsku afi. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú varst farinn að þrá svo heitt og farið að líða aftur vel eftir að hafa verið veikur um langt skeið og liðið misvel á þeim tíma. r Framtíð Evrópu - nýsköpun sem vopn í samkeppni Ráðstefna um „grænbók“ framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar Scandic Hótel Loftleiðir mánudaginn 6. maí 1996, kl. 8.30 -17.00 Framkvæmdastjóm Evrópusambandsins gengst fyrir ráðstefnu um nýsköpun og samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Asíu og Bandaríkjunum og stöðu íslands í því samhengi. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknarráð íslands, Utflutningsráð íslands og iðnaðarráðuneytið. Markmið ráðstefnunnar er að kynna „grænbók“ framkvæmdastjómar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar og hvetja til umræðu um skilyrði nýsköpunar og tillögur til úrbóta sem fram koma í bókinni. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem hafa áhuga á að móta nýsköpunarstefnu framtíðarinnar og vilja stuðla að samkeppnishæfu atvinnulífi á Islandi. Dagskrá: Ávarp viðskipta- og iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. Dr. Constant Gitzinger fulltrúi framkvæmdastjómar Evrópusambandsins kynnir „grænbókina“. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands fjallar um stöðu nýsköpunar í íslensku % atvinnulífí. Starf í vinnuhópum: Vinnuhópur I: Vinnuhópur II: Vinnuhópur III: Vinnuhópur IV: Vinnuhópur V: Matarhlé Að beina rannsóknarstarfí að nýsköpun. Að virkja mannauð í þágu nýsköpunar. Að bæta skilyrði fyrir fjármögnun nýsköpunar. Að bæta umhverfi nýsköpunar á sviði laga og reglugerða. Að hvetja til nýsköpunar og nýtingar á nýrri tækni meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sérstaklega svæðisbundið. Aðlaga hlutverk og aðferðir opinberra aðgerða varðandi nýsköpun. Niðurstöður starfsins í vinnuhópum kynntar Umræður um niðurstöðumar Fundarlok Ráðstefnustjóri er Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Pátttaka tilkynnist til Rannsóknarráðs íslands í síma 562 1320. Pátttakendum verður send „græn- bókin“ og önnur fundargögn. Óskað er eftir því að menn geti þess við skráningu í hvaða vinnuhópi þeir hafi áhuga á að taka þátt. Þátttakendur geta sent skriflegar athugasemdir við „grænbókina“ til Rannsóknarráðs íslands og verða þær ræddar í vinnuhópunum. Rannsóknarráð íslands hefur opnað upplýsingamiðstöð fyrir þá sem óska frekari upplýsinga um „grænbókina“ eða ráðstefnuna. 3 RANNIS V European Commission & /tí ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS TRADE COUNCIL OF ICELAND lönaöar- og viöskiptaráðuneyti J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.