Morgunblaðið - 25.04.1996, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.04.1996, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ SIGVALDI KRISTJÁNSSON + Sigvaldi Krist- jánsson var fæddur á Ósi í Stein- grímsfirði 13. nóv- ember 1909. Hann andaðist í Landspít- alanum 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar Sig- valda voru hjónin Hinrik Kristján Þórðarson, f. 1874, d. 1920, og Sigur- lína Kolbeinsdóttir, f. 1880, d.,1970, bú- endur á Ósi. Þeim fæddust einnig dæt- urnar Guðmundína Þórunn, f. 1903, d. 1983, Ása Guðrún, f. 1917, og Hinrika Kristjana, f. 1920. Frá níu ára aldri fram um unglingsár ólst Sigvaldi upp á Kálfanesi hjá hjónunum Magn- úsi Lýðssyni og Elínu Jónsdótt- ur._ Utför Sigvalda var gerð í kyrrþey 31. janúar. Fráfall Sigvalda mágs míns kom ekki á óvart, svo lengi hafði hann fengist af þolgæði og yfirvegun við hjartakvillann sem varð honum að áldurtila. Natni hans við að fylgja ráðum góðra lækna um lifnaðarhætti og lyfja- tökur lengdi tvímæla- laust lífdagana og gerði honum fært að búa á eigin heimili allt fram til þess að hann lagðist síðustu leguna, sem aðeins stóð hálfan fjórða sólarhring og lauk með andláti í svefni. En þótt vita mætti að hverju fór, er sökn- uður jafn að manni sem fengur var að kynnast og eiga við samneyti. Sigvaldi vandist frá unglingsaldri fjölbreyttum störfum til lands og sjávar að fyrri tíðar hætti. Snemma tók hann að stunda vegavinnu á sumrum en ýmislegt sem til féll á vetrum. Eftir miðjan aldur tók hann upp vetrarstarf hjá Grænmetisversl- uninni, og þar vann hann árið um kring síðustu starfsárin, þá löngu alfluttur til Reykjavíkur. Á starfsferli þar sem víða var komið við öðlaðist Sigvaldi staðgóða MINNIIMGAR þjóðlífsþekkingu, og það því fremur sem hann var athugull og minnið traust. Frásagnir hans af mönnum og atvikum eru eftirminnilegar, ein- att kryddaðar tækifæriskviðlingum, sem hann hafði mætur á hittu þeir í mark. Sigvaldi var einhleypur en átti trausta vini meðal óvandabundinna. Sérstaklega var hann kunnugur hestamönnum af sinni kynslóð, og reyndar sumum þeim yngri líka, því meðan hann hélt heilsu var hesta- mennskan líf hans og yndi. Frá því á yngri árum átti hann að staðaldri góða hesta, og síðasta trippið lét hann úr eigu sinni á lokaári ævinnar. Þótt líkamsþrek Sigvalda væri mjög þorrið allra síðustu árin, hélt hann andlegum þrótti til loka, fylgd- ist af áhuga og gerhygli með fram- vindu mála í samfélaginu, lét sér annt um viðgang yngri kynslóða í fjölskyldu og vinahópi og gat ævina út stytt sér stundir við bóklestur. Þar var hann fundvís á það sem veigur er í á kjörsviði sínu, minning- um og fróðleik frá liðnum tíma, sem hann þekkti af eigin raun eða af- spurn eftir sér eldra fólki. Sigvalda var lítt gefið um að láta á sér bera eða til sín taka umfram það sem hann taldi nauðsyn og skyldu, en hlaut þó að verða eftir- minnilegur hverjum sem honum kynntist. Magnús T. Ólafsson. BENGTA KRISTÍN GRÍMSSON + Bengta Kristín Grímsson fæddist í Reykja- vík 2. ágúst 1903. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 19. apríl síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Gróa Björnsdóttir og Reinhold Anders- son, klæðskeri í Reykjavík. Móðir Bengtu var af Zo- egaætt, móðu- ramma hennar var Jóhanna Tómasdóttir Zoéga, en Tómas var hálfbróðir Geirs Zoéga kaup- manns. Faðir Bengtu var ættaður frá Trelle- borg í Svíþjóð. Hann ólst þar upp, lærði klæðskeraiðn og flutt- ist til Kaupmannahafn- ar 1885 og þaðan til íslands. Systur Bengtu voru Jóhanna Hilma, f. 10.3. 1896, dáin 1967, hún var ógift og barn- laus, og Elín Charlotta, f. 23.12. 1900, dáin 1969, einnig ógift og barnlaus. Hinn 17. júní 1935 giftist t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS ÞORLÁKSSONAR, Skútustöðum, Mývatnssveit, Sérstakar þakkir til Dagbjartar og Sigrúnar fyrir aðstoð við heima- hjúkrun og til lækna og annars starfsfólks Sjúkrahúss Húsavíkur fyrir góða umönnun. Gerður Benediktsdóttir, Arnfríður Anna Jónsdóttir, Þoriákur Páll Jónsson, Ingunn Guðbjörnsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til ykkar allra er sýnduð okkur samúð og hlýju við andlát og útför, RAGNARS JÓNSSONAR, Stórhólsvegi 1, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar F.S.A. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Ragnarsson, Guðrún Siglaugsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir, Sigurpáll Kristinsson, Berglind Sigurpálsdóttir, Jónas Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bengta Kristjáni Grímssyni skurðlækni. Han lést 1940. For- eldrar hans voru Grímur Sig- urðsson bóndi á Nikhóli í Mýrdal og kona hans Vilborg Sigurðar- dóttir ljósmóðir. Börn Bengtu og Kristjáns eru: 1) Birna Gróa, f. 1936, gift Leiv Ryste, fv. lektor við Bergenháskóla, þau eiga tvö börn, Kristján og Bengtu. 2) Reinhold, f. 1939, forstöðumaður lögfræðideildar Landsbanka ís- lands, kvæntur Elínu Þórðardótt- ur deildarfulltrúa hjá Reylqavík- urborg, þau eiga þijú börn, Kol- brúnu, Kristján Jóhann og Kjart- an Þór. Bengta bjó allt frá 1940 til 1995 á Hringbraut 77 í Reykja- vík. Hún rak um árabil hannyrða- verslun í Þingholtsstræti 24 með systrum sínum og ein í tíu ár eftir lát þeirra. Útför Bengtu verður gerð frá Hallgrímskirkju á morgun föstu- daginn 26. apríl, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur og sökn- uðurinn er mikill. Eina huggun okkar er sú, að hann afi hefur tek- ið á móti þér hinum megin og það hafa verið fagnaðarfundir. Mikið var alltaf gaman að heim- sækja þig á Hringbrautina, aldrei var komið að tómum kofanum hjá þér, og ísinn þinn var sá allra besti í heimi. Þú varst alltaf svo kát og skemmtileg og þú elskaðir að fara í „gilli“. I kjallaranum hjá þér hafa margir átt góðar stundir. Þar hófu foreldrar okkar sambúð sína, Kolla og Meddi gerðu slíkt hið sama og Kristján og Valborg bjuggu þar einnig. Þetta var ómetanlegur tími með þér. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum þakka þér samveru- stundirnar. Hvíl þú í friði, elsku amma. Elsku pabbi, missir þinn og Birnu Gróu er mikill. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Kolbrún, Kristján og Kjartan. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 ^JOU f/A$ I SYNUM SAMUÐ Bcrum sorgar- og samúöarmerkin viö minningar- alhaíiiir og jaröarfarir og almcnnl þegar sorg bcr að höndum. Söluslaðir: KirkjuhúsiöLðugavcgi, bensln- slöövar og blómabúöir um allt land. iHikkum sluöninginn. <st- 'Q£J m DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON + Daníel Ágústínusson fædd- ist á Eyrarbakka 18. mars 1913. Hann lést á Kanaríeyjum 11. apríl síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Akranes- kirkju 24. apríl. Kveðja frá Rótarýklúbbi Akraness Við kveðjum nú Daníel Ágústín- usson, góðan félaga í Rótarýklúbbi Akraness. Daníel hefur lengi verið einn af tryggustu félögunum, hann var elstur að árum en var ávallt í hópi þeirra sem mættu best. Daní- el setti svip sinn á fundi klúbbsins og lagði sitt af mörkum til þess að þeir væru í senn fróðlegir og skemmtilegir. Daníel var litríkur persónuleiki, hafði ákveðnar skoðanir og lá aldr- ei á þeim. Sérstaklega hafði hann lifandi áhuga fyrir stjómmálum og fylgdist grannt með á þeim vett- vangi. Þegar stjómmálamenn komu í heimsókn þurftu þeir oft að svara hvössum spurningum hans um framgang mála en jafn- framt var alltaf stutt í gamansem- ina hjá honum. Daníel var einnig mjög fróður og minnugur, hann flutti oft skemmtilegar frásagnir af mönnum og málefnum frá löng- um lífsferli. Daníel lét sér afskaplega annt um klúbbinn og sögu hans, hluti af því var að hann gaf okkur í stjórn gjarnan holl ráð. Daníel var mjög stoltur yfir því að Rótarý- klúbbur Akraness var fyrsti Rót- arýklúbburinn á íslandi til þess að taka konur inn sem félaga. í þau skipti sem umdæmisstjóri Rótarý kom í heimsókn, spurði hann ávallt um fjölda kvenna í Rótarý og sagði frá góðri reynslu klúbbsins okkar. Hann tók okkur konunum sem vorum fyrstar til þess að ganga til liðs við Rótarýklúbb Akraness sérstaklega vel. Daníels verður saknað á fundum hjá Rótarýklúbbi Akraness. Við vottum Önnu, eiginkonu Daníels, börnum þeirra og öðrum aðstandendum, samúð okkar. Sigrún Pálsdóttir. Góður og tryggur vinur hefur lokið ævigöngu sinni. Margar minningar sækja á hugann enda unnum við um skeið mjög náið saman og milli okkar myndaðist vinátta sem entist eins lengi og hann lifði. Við hjónin kynntumst Daníel og hans ágætu konu, Önnu Erlends- dóttur, fljótlega eftir að við fluttum til Akraness. Bæði störfuðu þau ötullega að bæjar- og félagsmál- um, voru gestrisin og gott til þeirra að leita. Ég minnist þess þegar Daníel, sem forseti bæjarstjómar Akra- ness, leitaði til mín á árinu 1974 og fór fram á að ég tæki að mér starf bæjarstjóra á Akranesi. Þótt ég tæki því ekki líklega í fyrstu varð það úr og mjög gott samstarf og trygg vinátta myndaðist milli okkar. Á næstu árum þurfti að sinna margháttuðum verkefnum sem hafa mótað kaupstaðinn. Feijubryggja Akraborgarinnar var tekin í notkun árið 1975. íþrótta- húsið við Vesturgötu var tekið í notkun árið 1976. Dvalarheimilið Höfði var tekið í notkun snemma árs 1977 og Fjölbrautaskólinn tók til starfa þá um haustið. Unnið var að stækkun sjúkrahússins og hafin var bygging gijótvarnargarðs, sem gjörbreytti hafnaraðstöðunni á Akranesi til hins betra. Unnið var af krafti að undirbúningi hitaveitu, þótt ákvörðun um veitu frá Deild- artungu væri tekin síðar. Auk þessa var unnið að öðrum hefð- bundnum verkefnum sveitarfé- lagsins, svo sem gatnagerð, bygg- ingu skóla o.fl. Það var jafnan mikill kraftur í Daníel og það gustaði oft um hann en í öllu samstarfi var hann áreiðanlegur og drengur hinn besti. Það slitnaði upp úr samstarfi vinstri meirihlutans á árinu 1977 og ég starfaði áfram sem bæjar- stjóri með þeim meirihluta sem við tók. Leiðir okkar skildu að mestu málefnalega í bæjarmálum, því oft voru mjög skiptar skoðanir milli minni- og meirihluta á þeim árum. Vináttuböndin slitnuðu þó ekki og góð vinátta var alla tíð milli okkar og fjölskyldna okkar, enda lágu leiðir víða saman. Síðast hittum við hjónin Daníel hressan og kátan 23. mars sl. á 40 ára afmælishátíð Norræna fé- lagsins á Akranesi. Langt ferðalag var framundan hjá honum og Önnu og atvikin högðu því svo að við kvöddum Daníel mjög innilega þetta kvöld, þótt engan grunaði þá að hann væri senn að leggja upp í ferðina yfir móðuna miklu. Kæra Anna. Við hjónin vottum þér, Ingileifí, Erlendi og fjölskyld- um þeirra innilega samúð. Minn- ingin um góðan vin lifir. Magnús Oddsson. • Fleirí minningargreinar um Daníel Ágústínusson bíða birting- arogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.