Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 53
ATVIN N WMAUGL YSINGAR
Bifvélavirki
eða maður vanur bílaviðgerðum óskast til
starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þarf að geta
unnið sjálfstætt.
Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl.,
merktar: „B - 4321“.
Iðnaðarmenn
Óskum eftir að ráða iðnaðarmann (helst
húsasmið) til þess að annast og/eða sjá um
viðhald nokkurra húseigna í borginni.
Um er að ræða framtíðarstarf sem launað
er samkv. kjarasamningi BSRB. Nauðsynlegt
er að viðkomandi hafi bíl til umráða.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og
fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 5. maí
merktar: „I-60
Lögmannsstofa -
ritari
Óska eftir að ráða ritara vegna tímabundinna
innheimtna. Þarf að vera með grunnþekkingu
á tölvum, bókhaldi og geta unnið sjálfstætt.
Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir
1. maí ’96.
Jón Egilsson hdi,
Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík.
Skólafulltrúi
Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir því að ráða
skólafulltrúa sem hefji störf nú í sumar í
50-100% stöðu.
Meðal verkefna skólafulltrúa er að veita
bæjarstjórn/skólanefnd og skólastjórnend-
um ráðgjöf um skólamál, að hafa milligöngu
um að útvega skólanum sérfræðiþjónustu,
að safna og miðla upplýsingum um skóla-
mál, að vinna að nýbreytni og þróun skóla-
starfs og að vinna með skólastjóra að mati
| á skólastarfi.
Einnig er gert ráð fyrir að skólafulltrúi verði
verkefnisstjóri við stefnumörkun skólastarfs
á Siglufirði í tengslum við yfirtöku bæjarins
á öllum rekstri skólans.
Reiknað er með því að skólafulltrúi og félags-
málastjóri bæjarins hafi samstarf og vinni
saman að málum þegar það á við.
I Við grunnskólann eru að jafnaði 300 nem-
I endur í tveim skólahúsum. Nú er unnið að
j umfangsmiklum endurbótum á húsnæði
skólans og undirbúningur við yfirtöku bæjar-
ins á rekstrinum stendur yfir.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. og skal
skila umsóknum til undirritaðs sem einnig
veitir frekari upplýsingar í síma 467-1700.
Skelfiskvinnsla
Vantar fólk í skelfiskvinnslu, aðal-
lega snyrtingu.
Upplýsingar í síma 456 7682.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
Viðskiptafræðingur
Tryggingastofnun ríkisins óskar að ráða við-
skiptafræðing til starfa á lífeyrisdeild stofn-
unarinnar hið fyrsta. Starfsreynsla æskileg.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf,
sendist starfsmannahaldi Tryggingastofnun-
ar ríkisins fyrir 10. maí nk.
Verkfræðingur eða
tæknifræðingur
óskast
Sérmenntun í samgöngutækni eða reynsla í
gatnahönnun, skipulags- og umferðarmálum
æskileg. Góð tölvukunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar gefa Valdís og Gunnar.
Vinnustofan Þverá,
sími 551 4060.
Sölumenn
Þjóðráð ehf. er sérhæft símasölufyrirtæki í nýju og björtu húsnæði þar
sem vel er buið að starfsfólki.
Vegna aukinna verkefna vantar okkur nú
nokkra starfsmenn til kvöldsölustarfa, frá kl.
18-22. Reynsla af sölumennsku æskileg en
ekki nauðsynleg. Góðir tekjumöguleikar fyrir
rétt fólk. Umsóknareyðublöð og nánari upp-
lýsingar á skrifstofu félagsins.
Þjóðráð ehf., Krókhálsi 5a,
Reykjavík, s. 567 7900.
Bflstjóri -
framtíðarstarf
Bílstjóri með meirapróf óskast til starfa hjá
iðnfyrirtæki í Reykjavík. Viðkomandi verður
að geta hafið störf sem allra fyrst. Laun eru
skv. samkomulagi.
Vinsamlegast sendið umsókn til Morgun-
blaðsins eigi síðar en 30. aprfl nk. merkt:
„B - 1999“. Athugið að farið verður með
umsóknir sem trúnaðarmál og þeim verður
öllum svarað.
Matreiðslumaður
óskast í vaktavinnu.
Upplýsingar gefnar á staðnum hjá yfirmat-
reiðslumeistara, Sturlu Birgissyni, eða Gísla
Thoroddsen.
Veitingahúsið Perian,
Öskjuhlíð.
Tónlistarkennarar
/organisti
Tónlistarskóli Stykkishólms óskar eftir að
ráða tónlistarkennara. Helstu kennslugreinar:
Píanó, þverflauta og söngur. Æskilegt er að
umsækjandi geti stjórnað kór Stykkishólms-
kirkju og gegnt stöðu organista.
Upplýsingar gefa: Skólastjóri Tónlistarskól-
ans: Daði Þór Einarsson, heimas. 438-1661,
vinnus. 438-1565 og formaður sóknarnefndar:
Unnur Valdimarsdóttir, heimas. 438-1306,
vinnus. 438-1041.
Skattstjóri
Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra
auglýsir lausar til umsóknar stöður skatteftir-
litsmanna og skattendurskoðanda. Æskilegt
er að umsækjendur hafi lokið prófi í lögfræði
eða viðskiptafræði, hafi sambærilega menntun
eða víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun,
reynslu og fyrri störf óskast sendar skatt-
stjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnar-
stræti 95, 600 Akureyri, fyrir 8. maí nk.
Launakjör eru samkvæmt launakjörum opin-
berra starfsmanna.
Nánari upplýsingar veita skattstjóri og skrif-
stofustjóri í síma 461-2400.
Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra.
Snyrtivörur
Heildsala með snyrtivörur óskar að ráða
starfskraft til sölu- og kynningarstarfa.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi
kröfur:
• Vera jákvæðir.
• Vera á aldrinum 25-35 ára.
• Geta unnið undir álagi.
• Vera samvinnuþýðir.
• Eiga auðvelt með að ferðast.
• Geta unnið sjálfstætt.
• Hafa reynslu af sölumennsku.
• Hafa bifreið til umráða.
• Geta hafið störf nú þegar.
Umsækjendur skili inn umsóknum ásamt
Ijósmynd á afgreiðslu Mbl. merktar:
„S - 4151“ fyrir 26. apríl.
Bæjarstjórinn á Siglufirði,
Gránugötu 24, 580 Siglufirði.
RADA UGL YSÍNGAR
HÚSNÆÐl ÓSKAST
Húsnæði óskast
Ríkissjóður leitar eftir leigu eða kaupum á
íbúðarhúsnæði á Sauðárkróki.
Um er að ræða einbýlishús, u.þ.b. 170-200
mz að stærð að meðtalinni bílageymslu.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg-
ingarár- og efni, fasteigna- og brunabóta-
mat, verðhugmynd og áætlaðan afhending-
artíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneyt-
isins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 3. maí
1996.
Fjármálaráðuneytið, 22. apríl 1996.
ÓSKASTKEYPT
Breiðbandspússvél
Óskum eftir að kaupa breiðbandspússvél
93—110 cm breiða með vals og púða.
Svör sendist til afgreiðslu Mbl. merkt:
„B - 2729“
ATVINNUHÚSNÆÐI
Veitingastaður
Til leigu húsnæðið Þingholtsstræti 4. Hús-
næðið er 462 fm á tveimur hæðum. Til sýn-
is fimmtudaginn 25 apríl á milli kl. 15 og 18.
Nánari upplýsingar í síma 896 6558.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýstandsett 250 fm iðnaðar- og/eða
lagerhúsnæði á Súðarvogssvæðinu. Loft-
hæð 3,80 m. Stórar innkeyrsludyr.
Upplýsingar í símum 568 4050, 567 2294 og
533 4200.
Verslunarhúsnæði strax
Traust fyrirtæki óskar eftir að taka á leigu
verslunarhúsnæði á góðum stað í Reykjavík.
Þarf að vera u.þ.b. 60-80 mz + 40-60 m2
lagerpláss. Góð bílastæði nauðsynleg, hús-
næðið óskast nú þegar.
Svör sendist afgreiðslu Mþl. merkt:
„Verslun - 4254“ fyrir 27. apríl.