Morgunblaðið - 25.04.1996, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 25.04.1996, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni ( Af hverju Stqir) i Aansv þao ? ^9 Jfánhyeáicat skyfd~m mcnnL ffaömmu -far^ alclrtí neitt nemc^ pau —{ýeiipkikjá jetfiyjurtr 5-17 Ferdinand Þú ert hundur, ekki satt? Allt í Skrifaðu um einn af bræðrum Andri var loðinn. lagi, þú ættir að skrifa hundasög- þínum, hvað var það sem gerði ur. hann öðruvísi? BREF TDL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Kærleikspúkar áþingi Athugasemdir við Vísnatorg Frá Þorsteini Péturssyni: í GREIN blaðsins föstudaginn 19.apríl er vitnað í Ólaf G. Einars- son, forseta Alþingis, sem gestkom- anda á vísnatorgi. Þar vitnar hann í vísu um Glerá, en vísuna eignar hann Halldór Blöndal ráðherra. Vís- an er svona. Hver er þessi eina á sem aldrei fiýs, gul og rauð og græn og blá og gjðrð af SIS. Undirritaðan langar til að gera eftirfarandi athugasemd. Ólafur telur visu þessa vera frá 1970 og ort af Halldóri Blöndal. Einn- ig hefur vísa þessi komið fram áður en þá einnig kennd Halldóri Blöndal, mun það hafa verið í bók Árna John- sen alþingismanns. í raun er vísa þessi töluvert eldri, eða minnsta kosti samskonar vísa þótt þar væri stuðst við betri sannindi en þessi vísa er kennd við. í greininni er talið að vís- an sé um Glerá en það er alls ekki rétt. Vísan varð til um á sem, eins og kemur fram í henni, SÍS jjerði, (Glerá varð ekki ti! af hálfu SIS). Á þessi var gjaman nefnd „Vélarlækur- inn“ Rann áin, (vélarlækurinn) í stokk frá stíflu við þáverandi Glerárbrú hjá Sólvangi. Frá inntaki og að verk- smiðjuhúsi þar sem lækurinn rann inn var stokkurinn yfirbyggður og úr tré. Enn sjást menjar um þetta mann- virki. Stokkurinn var reyndar ekki alltaf nægilega traustur, þannig gerð- ist það eitt sinn að nautgripur sem Jón Ingimarsson átti, féll í lækinn og stíflaði hann. Lækur þessi rann síðan í gegnum ullarþvottastöðina og var þar notaður til þvotta og litunar. Lækurinn kom síðan út úr stöðinni að austan og var þá alla vega á lit- inn, eins og fram kemur í vísunni. En þar sem hann hafði í notkun í þvotta; og litunarstöðinni náð hærra hitastigi þá fraus hann ekki næst stöðinni en lækurinn rann svo aftur í Glerá sem fékk þá sinn skerf af litn- um. Eins og við sem búum nærri Glerá vitum, þá frýs hún mjög fljótt frá upptökum til ósa. Allt frá því að ég heyrði vísuna kennda við Halldór Blöndal hefi ég rætt við marga af fyrrverandi starfs- mönnum SIS sem unnu þar með föð- ur mínum, Pétri B. Jónssyni skó- smið, sem vann þar við skósmíði frá 1938 til 1963, kannast þeir við að faðir minn, Pétur, hafi ort vísuna. Við verklok var faðir minn sæmdur orðu fyrir 25 ára starf. Kastaði hann þá fram vísu þessari. Suma eltir ólánið öðrum vepar betur, sjáið hvernig sambandið sæmir gamla Pétur. Faðir minn var ekki skáld en kast- aði oft fram stöku. Auðvitað getur það hent að hagyrðingar komi með svipaðar eða næsta samskonar vísur. Eg tel þó að með rökum þeim er ég hefi leitt að tilurð vísukorns þessa, að Halldóri sé ranglega eignuð vísan. í fórum mínum á ég allmikið af göml- um vísum sem til urðu í verksmiðjum SÍS meðan þær voru og hétu. Marg- ar af vísum þessum eru skrifaðar á skókaSsa og annað er til féll. Margir ágætir hagyrðingar unnu í verk- smiðjunum og margar vísur urðu til. Eg mun ekki fara út í frekari ritdeil- ur um vísnagerð, læt því staðar num- ið og þakka Morgunblaðinu birting- una. Vonast ég til að Halldór Blönd- al leiðrétti þann misskilning að hann sé höfundur vísunnar. ÞORSTEINN PÉTURSSON, Stapasíðu lli, Akureyri. Merkjasala Björgunar- sveitar Ingólfs í Reykjavík Frá Þorsteini Þorkelsson: HELGINA 26.-28. apríl næstkom- andi munu skólabörn úr Reykjavík selja merki til styrktar Björgunar- sveit Ingólfs í Reykjavík. Síðan Slysavarnafélag íslands var stofnað árið 1928 hefur sú hefð skapast víða um land að selja merki á vorin til styrktar félaginu. Síðan Björgun- arsveit Ingólfs í Reykjavík var stofn- uð árið 1944 hefur þessi merkjasala verið ein mikilvægasta fjáröflunar- leið sveitarinnar. Björgunarsveit Ingólfs er ein af stærstu og öflugustu björgunarsveit- um félagsins. I sveitinni starfa þrír björgunarflokkar; sjóflokkur, land- flokkur og bíla- og tækjaflokkur. Ein helsta sérstaða Ingólfs meðal björg- unarsveita er starfa í Reykjavík er sjóflokkurinn. Flokkurinn hefur yfir að ráða þremur bátum og auk þess sér hann um að manna björgunarskip- ið Henrý A. Háfdánarsson fyrir Slysa- vamafélag íslands. Á ári hverju hefur flokkurinn sinnt á milli 30-40 útköll- um í og við sjó. Landflokkurinn sinnir björgun á landi og innan hans starfa nokkir sérhæfðir hópar og má þar nefna klifurhóp, rústabjörgunarhóp og skyndihjálparhóp. Bíla- og tækja- hópur hefur yfir að ráða þremur björgunarbílum og tveimur snjóbílum. í byijun árs 1995 varð sveitin fyr- ir því áfalli að sjóbjörgunaraðstaða sveitarinnar í húsnæði Slysavamafé- lags íslands í Grandagarði 14 varð fyrir miklum skemmdum í bruna. Síðan þá hefur sjóflokkurinn þurft að búa við fremur slæmar aðstæður sem þó hafa ekki dregið úr við- bragðsflýti flokksins. Á næstu vikum mun ráðast framtíð húsnæðismála flokksins og er ljóst að sveitin mun þurfa að leggja í nokkurn kostnað til að búa sem best að flokknum. Við vonum að Reykvíkingar styrki sveitina eins og þeir hafa gert i gegn- um árin og taki vel á móti merkja- sölubömum björgunarsveitarinnar. ÞORSTEINN ÞORKELSSON, flokksstjóri í Björgunarsveit Ingólfs. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.