Morgunblaðið - 25.04.1996, Side 72

Morgunblaðið - 25.04.1996, Side 72
<Ö> M AS/400 er... ...med PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVlK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBLtaCENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTR.&TI 85 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Halldór Nellett Línudans“ á hryggnum FJOLDI erlendra skipa hefur verið við mörk 200 mílna lög- sögunnar á Reykjaneshrygg undanfarnar vikur og oftar en einu sinni hafa íslensku varð- skipin á svæðinu þurft að stugga við þeim þegar þau hafa gerst of nærgöngul við landhelgina. Myndin er lýsandi dæmi um þetta en hún er af radarskerminum um borð í varðskipinu Ægi og var tekin í byrjun vikunnar. Stóri hvíti depillinn er varðskipið og græna línan er landhelgis- mörkin. Hvítu deplarnir eru skip á svæðinu, en þau eru um fjörutíu talsins á myndinni. Á svæðinu nú eru um sextíu skip samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar, en undan- farna daga hefur ekki komið til þess að stuggað sé við skip- unum vegna þess að þau hafi gerst of nærgöngul við ís- lensku landlielgina. ■ EftirIit/4 Mildur vetur kvaddur ÞÓTT íslendingar fagni sumri í dag verður síst hægt að kvarta yfir hörðum vetri, sam- kvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni. I því sambandi kemur fram að meðalhiti í Reykjavik hafi verið 1 gráða eða rúmri 1 gráðu yfir meðallagi á tímabil- inu desember til mars sl. Úr- koma mældist þriðjungi meiri en venja er 408 mm. Sólskins- stundir voru 195 sem er örfá- um stundum færra en venja er. Á Akureyri var meðalhiti -0,3 gráður sem er 2,3 gráðum yfir meðallagi og úrkoma þar mæidist 107 mm eða rúmlega '■ helmingur þess sem venja er. Sólskinsstundir á Akureyri voru 200 eða u.þ.b. 80 fleiri en í meðallagi. Veturnir 1990-1991 og 1991-1992 voru áiíka hag- stæðir. Ivið hlýrra var þá bæði á Akureyri og í Reykjavík en í ár var mun þurrara og sólrík- ara á Akureyri en þá. Engínn sótti um prófessorsstöðu í röntgenlækningum Háskólinn á í harðri sam- keppni um starfsmenn SVEINBJÖRN Björnsson háskóla- rektor segist telja vissa hættu á að samfara bættu efnahagsástandi aukist líkur á að kennarar við Há- skóla íslands sæki í betur launuð störf utan skólans. Hann segir að borið hafi á því að erfitt sé að fá sérfræðinga á vissum sviðum til að sækja um laus störf við Háskólann. Enginn sótti um prófessorsembætti í röntgenlækningum, sem nýlega var auglýst, og aðeins tveir sóttu um prófessorsembætti í tölvuverk- fræði. Hæfir menn erlendis Um svipað leyti og Háskólinn auglýsti þessar tvær prófessors- stöður lausar var auglýst laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og bárust 17 umsókn- ir. Dómarar hafa orðið talsvert hærri laun en prófessorar. Sveinbjörn sagði að Háskólinn ætti fyrst og fremst í erfiðleikum með að fá umsækjendur um mjög sérhæfð störf. Strangar hæfnis- kröfur væru settar um þessi störf og Háskólinn væri í samkeppni við fyrirtæki og stofnanir um þá ein- staklinga sem stæðust kröfurnar. Auðveldara væri fyrir Háskólann að fá menn til starfa í öðrum grein- um. Nýlega hefðu t.d. 11 sótt um prófessorsembætti í sálfræði. Einn- ig sæktu yfirleitt margir um lausar lektorsstöður. Sveinbjörn sagði að erlendis væru starfandi mjög hæfir menn sem vonast hefði verið eftir að sæktu um prófessorsembættin í rafmagnsverkfræði og röntgen- lækningum. Hann sagðist gera ráð fýrir að stjórnendur læknadeildar myndu hafa samband við sérfræð- inga í röntgenlækningum og kanna áhuga þeirra á að koma til starfa við Háskóla íslands. Bæri það ekki árangur yrði reynt að leysa málið til bráðabirgða með öðrum hætti. Grunnlaun 140 þúsund „Það sem við höfum að bjóða þessum mönnum er 140 þúsund króna dagvinnulaun á mánuði. Við erum með launahvetjandi kerfi, sem gefur þeim færi á meiri launum. Þeir geta fengið greidda yfirvinnu ef þeir vilja kenna meira en kennslu- skyldan segir fyrir um. Þeir geta einnig fengið-greiðslur úr sjóði ef þeir eru duglegir að birta ritgerðir um rannsóknir sínar,“ sagði Svein- björn. Bættur efnahagur þjóðarinnar og aukin eftirspum eftir vel mennt- uðum einstaklingum gæti haft óæskilegar afleiðingar fyrir Háskól- ann að mati háskólarektors. „Sumir segja að það hafi bjargað okkur undanfarin ár að hér hefur verið kreppa í atvinnumálum. Fyrir- tæki hafa af þeim sökum ekki get- að greitt eins há laun og áður var. Nú gengur betur í rekstri fyrirtækj- anna og þess vegna óttumst við að kennarar sem eiga kost á því freist- ist til að fara úr störfum við Háskól- ann og í betur launuð störf hjá fyrir- tækjum." Ávöxtun LSR notuð til niðurgreiðslu 7 milljarðar tapaðir TEKJUR Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins skertust um 712 milijónir á síðasta ári vegna ákvæðis í reglum sjóðsins um að hann noti hluta ávöxtunar sinnar til að greiða niður uppbætur á líf- eyri. Síðan ákvæði um þetta var sett árið 1980 hefur sjóðurinn tap- að 7,3 milljörðum. I nýrri úttekt Talnakönnunar hf. á LSR segir að ef vilji sé til að koma í veg fyrir að eignir sjóðs- ins, sem í dag nema um 22 milljörð- um, þverri alveg sé nauðsynlegt að breyta lögum um sjóðinn og fella út ákvæðið um endurgreiðslu hiuta af ávöxtun sjóðsins til launa- greiðanda. Stjórn sjóðsins tekur undir þessa ósk í ársskýrslu sinni. Steingrímur Ari Arason, aðstoð- armaður fjármáiaráðherra, segir að í sumar verði tekin til alvarlegr- ar skoðunar sú leið að loka Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins og ráða nýja ríkisstarfsmenn á öðrum kjörum. ■ Lokunarleiðin skoðuð/36-37 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fögur og full bjartsýni Fegurðardrottning Islands 1995, Hrafnhildur Hafsteins- dóttir, heldur utan á sunnudag til Las Vegas þar sem keppnin um Ungfrú alheim fer fram 17. maí nk. Hrafnhildur segir strembinn tíma vera framundan í Bandaríkjunum, en keppendur um titilinn eru hátt í 100 talsins og skyldur þeirra margar. Úrslitakvöldið eru tíu stúlkur valdar í úrslit en íslenskar stúlk- ur hafa fæstar verið sigursælar í keppninni fram til þessa. „Eg er vel undirbúin, líkam- lega sem andlega, er búin að kynna mér tilhögun keppninnar og fer út full bjartsýni," segir Hrafnhildur. „I keppninni er verið að fiska eftir fleiru en útliti, þannig að ég get átt von á spurningum á borð við hver sé staða nútímakonunnar eða hvaða atburðir rísi hæst á þess- ari öld. Álagið er því mikið.“ Hún les nú fyrir stúdentspróf í Verslunarskóla íslands þannig að timinn hefur verið af skorn- um skammti, en hefur að sögn notið ómetanlegrar hjálpsenii margra, sem auðveldað hefur undirbúninginn fyrir keppnina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.