Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR LESBOK B/C/D 95. TBL. 84. ÁRG. LAU GARDAGUR 27. APRÍL1996 Israelar o g Hizbollah ná samkomulagi um vopnahlé Samið um að ráð- ast ekki á borgara Beirút, Jerúsalem. Reuter. SJÖ daga sleitulausar friðarumleit- anir Warrens Christophers, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, báru loks árangur í gær þegar hann tilkynnti að náðst hefði samkomulag um að binda enda á átök Israela og Hiz- bollah-hreyfingarinnar í Líbanon. Ráðherrann sagði að báðir aðilarnir hefðu lofað að hlífa óbreyttum borg- urum við frekari árásum. Yopnahléð tók gildi klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. „Eftir sjö daga samningaferðir fram og aftur í þessum heimshluta er það mér sönn ánægja að tilkynna að við höf- um náð nýju samkomulagi," sagði Christopher á blaðamannafundi í Jerúsalem með Shimon Peres, for- sætisráðherra ísraels. „Samkomu- lagið bindur enda á Katjúsa-árásir [Hizbollah á norðurhluta ísraels] og verndar óbreytta borgara, bæði í ísrael og Líbanon, og gerir þeim kleift að snúa loks heim úr loftvarna- byrgjunum." Viðbrögð sýrlenskra ráðamanna drógu nokkuð úr bjartsýninni vegna samkomulagsins. Sýrlendingar, sem eru með 35.000 hermenn í Líbanon pg gætu stöðvað árásir Hizbollah á ísrael, sögðu að samkomulagið fæli í sér að árásum á óbreytta borgara yrði hætt. Hins vegar héldi Hizbollah rétti sínum til að ráðast á „ísraelska SHIMON Peres, forsætisráð- herra Israels, og Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á blaða- mannafundi í gær. hernámsliðið" í suðurhluta Líbanons. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hiz- bollah, sagði að hreyfingin myndi standa við samkomulagið og hætta árásum á byggðir í Israel. Byggt á samkomu- lagi frá 1993 Árásirnar í suðurhluta Líbanons héldu áfram í gær, 17. daginn i röð. Sprengingar vegna sprengjuárása ísraela heyrðust í búðum flótta- manna í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í hafnarborginni Týrus. Flóttamennirnir sögðust efast um að friður héldist lengi þótt þeir væru ánægðir með að geta nú snúið heim. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, gaf út stutta yfirlýsingu og kvað samkomulagið byggt á munn- legum fastmælum sem bundu enda á átök í Líbanon 1993. „Þar sem samkomulagið er skriflegt er ekki eins líklegt að það bresti eins og óformlegu samningarnir frá 1993.“ Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, fagnaði samkomulaginu og sagði að friðarumleitanir frönsku stjórnarinnar í Miðausturlöndum hefðu stuðlað að vopnahléinu. Rafik al-Hariri, forsætisráðherra Líbanons, sagði að eftirlitshópur, skipaður fulltrúum Bandaríkjanna, ísraels, Líbanons, Sýrlands og Frakklands, myndi fylgja samkomu- iaginu eftir. Hann sagði að árásir ísraela hefðu kostað 200 manns líf- ið, einkum konur og börn, um 400 hefðu særst og rúm hálf milljón manna neyðst til að flýja heimili sín. „Við sögðum í upphafi að vandamál- ið yrði ekki leyst með valdi,“ sagði forsætisráðherrann. „Hægt væri að leysa það með samningum og það hefur einmitt gerst nú.“ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Mikíll niðurskurð- ur í Þýskalandi HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, kynnti í gær á þingi sparnað- aráform ríkisstjórnar sinnar auk aðgerða til að draga úr kostnaði fyrirtækja. Stefnt er að því að ná fram rúmlega 2.000 milljarða króna sparnaði og hafa þessi áform kallað fram hörð viðbrögð hagsmunahópa. Kanslarinn sagðist gera sér Ijóst að erfitt væri fyrir þýsku þjóðina að sætta sig við þennan niðurskurð. „En þessar lagfæringar eru óhjá- kvæmilegar til að styrkja efnahags- lífið, skapa aukin atvinnutækifæri og treysta grundvöll velferðarríkjs- ins. Fólk verður að breyta viðhorfum sínum og draga úr væntingum," sagði kanslarinn. Niðurskurðaráætlunin sem sam- þykkt var á fimmtudag þrátt fyrir áköf mótmæii launþegasamtaka og stjórnarandstöðunnar kveða m.a. á um að laun ríkisstarfsmanna verði fryst í tvö ár. Sjúkradagpeningar dragast saman og kostnaður fyrir- tækja vegna veikinda starfsmanna minnkaður. Þá verður vinnulöggjöf- inni breytt til að auka sveigjanleika á vinnumarkaði en þýskir atvinnu- rekendur telja að ein ástæðan fyrir erfiðleikum í fyrirtækjarekstri sé óhóflegur fjöldi reglugerða og mikill kostnaður annar en sá sem snýr beint að launum starfsfólks. Myndin sýnir kanslarann ávarpa þingheim í gær. ■ Dregið úr ríkisútgjöldum/? Kreppa í Finnmörk Nógur fisk- ur en allt of dýr Ósló. Morgunblaðið. ÞÓTT sjórinn úti fyrir Finnmörku kraumi af fiski; þorski, ufsa og öðr- um tegundum, blasir við hrun í fisk- vinnslunni í þessu nyrsta héraði Noregs. Hafa fiskvinnslufyrirtækin boðað uppsögn allt að 1.200 starfs- manna sinna. Geir Andreassen hjá samtökum fiskvinnsluhúsanna segir, að ástæð- an fyrir kreppunni sé aðeins ein, hráefnisverðið sé ekki lengur í neinu samhengi við verðið fyrir afurðirnar á erlendum mörkuðum. Þess vegna verði ekki um að ræða neina vorver- tíð í Finnmörk að þessu sinni. Mikið um gjaldþrot Á síðustu mánuðum hafa mörg fískvinnslufyrirtæki í Finnmörk orð- ið gjaldþrota eða farið í greiðslu- stöðvun vegna erfiðleikanna en í síð- ustu viku fóru viðræður um nýtt fiskverð út um þúfur. Fiskvinnslan segir núgildandi verð allt of hátt en sjómenn og útgerðarmenn eru ekki til tals um lækkun. Uppsagnirnar verða hjá fyrirtækj- um í Varda, Vadso, Bátsfjord, Kjolle- fjord, Honningsvág og Havoysund og það þýðir, að frá og með 13. maí stöðvast nær öll fiskmóttaka í Finn- mörk. Sums staðar mun hún raunar stöðvast þegar um mánaðamótin. NOKKRIR liðsmenn Green- peace-samtakanna efndu til mótmæla í Úkraínu í gær og kröfðust þess að Tsjernobyl- kjarnorkuverinu yrði lokað; á myndinni sjást nokkrir þátt- takenda. Tíu ár voru í gær liðin frá slysinu í kjarnorku- verinu og var þess minnst víða um heim. Talsmenn sljórn- valda í Úkraínu segja að rekja megi um 4.300 dauðsföll til slyssins. Kostnaður vegna Vilja loka Tsjernobyl- verinu hreinsunar og aðrar fjárhags- legar afleiðingar eru þungur baggi á þjóðinni og ekki síður Hvít-Rússum en vegna vind- áttar varð geislamengunin Reuter enn meiri í landi þeirra. Tugir manna slösuðust í átökum við lögreglu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í gær er um 40.000 þjóðernis- sinnar minntust slyssins og notuðu tækifærið til að mót- mæla þeirri ákvörðun Alex- anders Lúkasjenkos forseta að stofna ríkjasamband með Rússum. ■ Dapur dagur/20 Vaxandi spenna 1 Kosovo Tirana. Reuter. FORSETI Albaníu hvetur Albani, sem búsettir eru í Kosovo í Júgó- slavíu, til að sýna stillingu og gera ekkert það sem orðið gæti til þess að auka enn frekar á spennuna á þessu eldfima svæði. Þekktur alb- anskur ritstjóri spáir því að frek- ari ofbeldisverk séu yfirvofandi í Kosovo. Sali Berisha, forseti Albaníu, sagði í yfirlýsingu, sem birt var á fimmtudag, að samfélagi þjóðanna bæri að bregðast hart við tii að slá á spennuna sem ríkir í sam- skiptum þjóðarbrotanna sem byggja Kosovo í suðurhluta Serbíu. Að öðrum kosti gæti friðurinn og stöðugleikinn verið úti. „Við þessar aðstæður hvet ég öll stjórnmálaöfl og alla þá Albani sem í Kosovo búa til að sýna still- ingu og gera ekkert það sem hleypt getur af stað röð ofbeldisverknaða og hryllings eða orðið til þess að raska stöðugleika á þessu svæði,“ sagði forsetinn. Vopnaðir menn drápu fimm Serba og særðu fimm til viðbótar fyrr í vikunni í Kosovo. Virðist sem morðin hafi verið framin í hefndar- skyni fyrir morð á róttækum alb- önskum námsmanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.