Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 49 VERÐLAUNAHAFAR skeifukeppninnar 1996 ásamt guðföður hestamennskunnar á Hvanneyri, Ingi- mar Sveinssyni, næst honum koma sigurvegarinn Jón Kristinn og Nökkvi, þá Björk og Agnarögn, Ingvar og Hrafntinna, Arni og Goði og Dagur og Taumur. Bændaskólinn á Hvanneyri Jón Kristinn hreppti Morgunblaðsskeifuna _______Hestar________ Bændaskólinn á Hvanney ri MORGUNBLAÐSSKEIFAN Nemar bændadeildar kepptu um Morgunblaðsskeifuna en auk þess fór að venju fram gæðingakeppni hestamannafélagsins Grana. VEÐURGUÐIRNIR skörtuðu sínu fegursta á sumardaginn fyrsta þegar Hvanneyringar héldu skeifudaginn hátíðlegan. Skeifuna hlaut að þessu sinni Jón Kristinn Garðarsson frá Reykja- vík er hann hlaut 78,5 stig. Tamdi hann hestinn Nökkva frá Eski- holti og sýndi árangurinn í keppn- inni. Næst kom Björk Svavarsdóttir frá Bólstað í Austur-Landeyjum með 71,5 stig en hún var með hryssuna Agnarögn frá Bólstað. Ingvar Grétarsson frá Selfossi varð þriðji með 70 stig með hryss- una Hrafntinnu frá Skammbeins- stöðum, Árni D. Haraldsson frá Akureyri fjórði með Goða frá Sauðadalsá og Dagur Indriðason frá Reykjavík fimmti með 67 stig en hann var með Taum frá Braut- arholti, Skagafirði. Björk hlaut ásetuverðlaun Félags tamninga- manna og Árni hlaut Eiðfaxabik- arinn sem veittur er fyrir bestu hirðingu yfir veturinn. Eins og venja er til hélt hesta- mannafélagið Grani, sem er félag nemenda, gæðingakeppni á skeifudaginn. í A-flokki sigraði Rekkur frá Kirkjubæ, eigandi og knapi Ingimar Sveinsson, Blíð frá Hesti varð önnur, eigandi og knapi Sigvaldi Jónsson, og Segull frá Miðfossum, eigandi og knapi Jón Gíslason, varð þriðji. í B- Spattrann- sóknir hafnar á nýjan leik UNDANFARIÐ hafa íslenskir og sænskir dýralæknar myndað og beygjuprófað hesta vegna spatt- rannsóknaverkefnis sem Bænda- skólinn á Hólum, Tilraunastöð Háskólans að Keldum og Dýra- læknaháskólinn í Uppsölum standa að. Helgi Sigurðsson dýra- læknir sést hér þukla hækil á hryssunni Efnblu frá Naustanesi, Mats Axelson dýralæknir mælir hæð á herðakamb og Johan Carlsten dýralæknir sér um að skrá upplýsingar. Ottó B Ólafsson heldur í hryssuna. Að sögn Helga hefur gengið ágætlega að fá hross í rannsóknina en þó sagði hann að vantaði hross undan stóðhest- unum Dreyra frá Álfsnesi og Leista frá Álftagerði og sömuleið- is undan nýju hestunum sem tekn- ir voru inn í rannsóknina í vor, þeim Anga frá Laugarvatni, Flosa Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson frá Brunnum, Ljóra frá Kirkjubæ, Byl frá Kolkuósi og Sörla frá Stykkishólmi. Alls hafa 580 hross verið mynduð og skoðuð vegna rannsóknarinnar og sagði Helgi að nú yrði farið að leita sérstak- lega að hrossum undan þessum hestum í sumar. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson JÓN Kristinn hafði ástæðu til að brosa eftir sigur í skeifukeppn- inni. Hér hampar hann verðlaunagripnum eftirsótta á folanum Nökkva sem er í eigu föður hans, Garðars Halldórssonar. flokki sigraði Ylur frá Oddstöð- um, eigandi Guðmundur Sigurðs- son, knapi Sigurður Guðmunds- son. Punktur frá Hvanneyri, eig- andi og knapi Ingimar Sveinsson, varð annar og Kosning frá Nýjabæ þriðja, eigandi og knapi Ólöf Guðbrandsdóttir. Eins og síðasta ár voru trippin tamin með aðferðinni „Af fijáls- um vilja“ undir góðri leiðsögn Ingimars Sveinssonar sem annast kennslu í hestamennsku á Hvan- neyri af mikilli alúð og dugnaði. Trippin komu öll frekar vel fyrir þótt ekki væru þau öll langt á veg komin í tamningu. Sumir tamn- ingamannanna voru ekki mikið vanir reiðmennsku í upphafi árs, að sögn Ingimars, en kláruðu verkefnið eigi að síður af stakri prýði. Fjórtán tóku þátt í tamn- ingum á Bændaskólanum á Hvan- neyri að þessu sinni. Valdimar Kristinsson Keppnis- bann Hinriks ómerkt HÉRAÐSDÓMSTÓLL íþróttabanda- - lags Reykjavíkur kvað upp fyrir l skömmu dóm í máli Hinriks Braga- ' sonar gegn Hestaíþróttasambandi Islands vegna keppnisbanns sem hann hafði verið settur í af aganefnd samtakanna. Ógilti dómurinn úr- skurð aganefndar HÍS sem hljóðaði upp á árs keppnisbann Hinriks. Er niðurstaða dómstólsins sam- hljóða dómi sem kveðinn var upp í sams konar máli og Atli Guðmunds- son höfðaði gegn HÍS og sagt var frá í Morgunblaðinu. Hestaíþrótta- sambandið hefur áfrýjað þessum dómsúrskurðum til dómstóls HÍS. Hestar í endurhæfingu fatlaðra Kynning í reiðhöli Gusts ÍSLENSKI hesturinn hefur þótt öðrum hestum betri í endurhæf- ingarþjálfun fatlaðra og notaður í slíkt víða um heim. Hestaíþrótta- samband íslands, Hestamannafé- lagið Gustur og íþróttasamband fatlaðra munu gangast fyrir kynningu á þessu hlutverki hests- ins. Kynningin fer fram í reiðhöll Gusts í Kópavogi miðvikudaginn 1. maí nk. klukkan 16 til 18. Markmiðið með kynningunni er að vekja athygli og stuðla að því að slik þjálfun verði viðurkennd sem styrkhæf sjúkraþjálfun. Erindi flytja Kristján Hjaltested sem er fatlaður og hefur náð mjög góðum árangri í endurhæfingu með hjálp íslenska hestsins. Sigur- björn Sveinsson læknir og Asta B. Pétursdóttir þroskaþjálfi munu fjalla í stuttu máli um gildi þjálfun- ar fatlaðra á hestum. Einnig verð- ur gestum gefinn kostur á að klappa, kemba og fara á bak hesti. Sérútbúinn pallur fyrir þá sem eru í hjólastól verður til staðar. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Meistaramót félagsins í tvímenn- ingi hófst sl. mánudagsskvöld með þátttöku 25 para. Spilað er í fjögur kvöld og eru 4 spil milli para eða 100 spil. Miklar svpit- ingar voru fyrsta kvöldið en stað-. an er nú þessi: KarlHermannsson-AmórRagnarsson 62 Svala Pálsdóttir - Vignir Sigursveinsson 59 Jóhannes Sigurðsson - Gísli Torfason 49 Gestur Rósinkarss. - Karl Sigurbergsson 40 Sigurður Davíðsson - Skúli Sigurðsson 32 Bjarni Kristjánsson - Gylfi Pálsson 28 Helgi Guðleifsson - Einar Júlíusson 27 Sjö umferðir - 28 spil - verða spiluð nk. mánudagskvöld og hefst keppnin stundvíslega kl. 19.45. Keppnisstjóri er Isleifur Gíslason. Bridsdeild eldri borgara Reykjavík Laugardaginn 24. apríl spiluðu 20 pör Mitchell tvímenning. N/S Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 262 Sigurleifur Guðjónsson - Guðlaugur Nielsen 255 Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 253 Helga Helgadóttir - Ásta Erlingsd. 235 A/v Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 265 HannesAlfonsson-EinarEliasson 259 Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson 237 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 227 Bridsd. Rang. og Breiðholts Þegar fimm umferðum er ólok- ið er staða efstu para: Gunnar B. Kjartanss. - Valdimar Sveinsson 134 Guðmundur Grétarsson - Sig. Siguijónsson 109 Óskar Sigurðsson — Gísli Steingrímsson 98 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 65 Hæsta skor 23. apríl: Óskar Sigurðsson - Gísli Steingrimsson 35 Guðm. Grétarsson - Sigurður Siguijónsson 34 Róbert Geirsson - Geir Róbertsson 30 Hallmundur Hallgrímsson - Karl Ó. Jónsson 28 Bridsdeild Barðstrendingafélagsins 22. apríl sl. var spilaður eins- kvölds Mitchell-tvímenningur. 29 pör mættu. Besta skor í N/S: PálIÞórBergsson-SveinnSigurgeirsson 502 SigurðurÁmundason-JónÞórKarlsson 479 Þórður Sigfússon — Eggert Bergsson 463 Alfreð Kristjánsson - Stígur Herlúfsson 458 Besta skor í A/V: Sveinn R. Þorvaldss. - Steinberg Ríkharðss. 527 Halldór Svanbergsson - Kristinn Kristinsson479 Vilhjálmur Sigurðss. - Daníel M. Sigurðsson 465 Ólafur A. Jónsson - Helgi Sæmundsson. 462 Spiluð voru 30 spil. Meðalskor 420. Næstu mánudagskvöld verð- ur áfram spilaður Mitchell-tví- menningur. Verðlaun fyrir besta skor bæði í N/S og A/V. Gleðilégt sumar. Jónas og Skúli með forystu þjá Bridsfélagi Akureyrar Nú er lokið 10 umferðum í Alfreðsmótinu sem er tvímenn- ingur með Butler-útreikningi og eru spiluð 6 spil milli para. Stað- an er nú þessi: Jónas Róbertsson—Skúli Skúlason 119 Páll Þórsson - Frimann Stefánsson 99 AntonHaraldsson-PéturGuðjónsson 89 Stefán Vilhjálmss. - Guðm. V. Gunnlaugsson 68 Stefán G. Stefánss. - Hróðmar Sigurbjömss. 67 Næstu 5 umferðirnar verða spilaðar 30. mars. Úrslit í sunnudagsbrids 28. mars: Páll Þórsson - Frimann Stefánsson 244 Jón Sverrisson - Stefán Sveinbjömsson 225 Sigurbjöm Haraldsson - Sverrir Haraldsson 224 Una Sveinsdóttir - Kristján Guðjónsson 220 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.