Morgunblaðið - 27.04.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.04.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Dómgreind félagshyggjufólks DÓMGREIND er ekki meðfædd eins og almennar gáfur, en góðar gáfur stuðla að því að öðru jöfnu að dómgreind nái þroska. Það ger- ir hún sennilega helzt í glímu ein- staklingsins við náttúruna, en einna sízt með því að sitja langtímum saman óvirkur fyrir framan imba- kassa. Það er mikil hætta á því að dómgreind nái almennt æ minni þroska með hverri nýrri kynslóð, ef svo fer sem nú horfir. Dómgreind er mikilvægari en almenn greind, án hennar nýtast ekki góðar gáfur, reynast jafnvel háskalegar, eins og nasismi og kommúnismi eru minnisstæð og hrikaleg dæmi um, og að vísu margir minni hópar ofsatrúar- manna, sem án afláts verða til, koma og fara. í orðabók Menningarsjóðs, 1. útgáfu, er dómgreind ekki að finna! Ritstjórinn hafði ungur tekið trú á kommúnismann, væntanlega var þessi samsvörun þó ekki annað en neyðarleg tilviljun. Hann var önd- vegismaður og síbatnandi - og honum auðnaðist að fínna þessu mikilvæga hugtaki stað í seinni útgáfu orðabókarinnar! Sama máli gegnir um félagshyggju, sem þessi þegn hennar virðist ekki hafa verið búinn að uppgötva, þegar- hann vann að 1. útgáfu, 1963, hvað þá félagshyggjumaður! Þá eru ríki og ríkisvald illa skilgreind orð, hvorugt Starfsmönnunum fjölgar, segir Guðjón Jónsson, en hæverskan minnkar. í þeirri merkingu sem þau hafa langoftast í daglegri notkun nú um stundir. Þótt félagshyggja sé svona nýtt orð, þá er fyrirbrigðið gamalt. Það hefur á hinn bóginn verið svo grá- lega leikið af félagshyggjufólkinu, að hver sómakær maður hlýtur að blygðast sín fyrir að vera bendlaður við þetta hugtak (sem er bersýni- lega ætlað að verða næsta nafn á flokki kommúnista í stað Alþýðu- bandalags). Þetta fólk setur jafnað- armerki milli hugtakanna1 félags- hyggjumaður og hins vegar komm- únisti > sósíalisti >alþýðubanda- lagsmaður (óháður?) >þjóðvaki >jafnaðarmaður. Gott ef ekki má hnýta feministum við og ýmsum smærri einingum. Að grunni til er aðalsmerki alls þessa liðs það, að vilja hafa öflugt samfélag með lítt takmörkuðu valdi yfir þegnum, eignum, atvinnu - öllum möguleik- um til að tímgast, vaxa, menntast, starfa, hvílast, lifa og deyja, - enda tryggja á móti daglegar nauð- synjar aðrar en frelsi, gleði og gæfu. Að ná tökum á tilveruimi Árinsem koma á óvart Á ÞESSU ári eru liðin 10 ár síðan Vímulaus æska - for- eldrasamtök létu þýða foreldrabókina Árin sem koma á óvart, þegar barnið breytist í ungling. Þessi ágæta foreldrabók er ein bóka Lions-Quest kennsluefnisins eða Að ná tökum á tilver- unni eins og þetta kennsluefni heitir á íslensku. Kennsluefn- ið er bandarískt (Li- ons Quest) og lét Li- onshreyfingin þýða og staðfæra efnið í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Vímulaus æska, foreldrasamtök tóku þátt í þessu samstarfi á þann hátt að Vímuvarnir hefjast á heimilunum, segir Elísa Wíum, sem hér skrifar um 10 ára starf samtak- anna Vímulaus æska. gefa út foreldrabókina og gefa hana árlega til allra foreldra sem eiga börn í Tilverunámi. Á síðasta ári gáfu samtökin 5-6 þúsund bækur. Markmið kennsluefnisins er að kenna unglingunum lífsleikni, að kenna þeim færni til að ná tökum á tilverunni. Áhersla á samstarf heimila og skóla eykst stöðugt og er það vel. í Lions-Quest efninu er gert ráð fyrir foreldrasamstarfí og það er ástæðan fyrir útgáfu foreldrabókarinnar. Ef góður árangur á að nást þarf gott sam- starf foreldra, barna og kennara. Nauðsynlegt er að foreldrar lesi foreldrabókina þegar þeir fá hana Elísa Wíum En nú bregður svo við að félagshyggju- fólkið hefur snúið baki við gömlum hugsjón- um að mestu leyti. Nú keppist það við að bijóta niður það sam- félag sem það áður vildi sem öflugast, svipta það öllu valdi, öllu forræði, öllum möguleikum til að stýra einu eða neinu!! Enginn er harðari en gamli kommúnistinn við að hrifsa frá sam- félaginu (ríkinu) hverja þá stofnun eða fyrirtæki, sem getur skilað arði, afhenda það einkafram- takinu með þeirri kröfu að það nýti sér fenginn til að græða!!! Baráttuliðið í Dagsbrún, sem áður hélt uppi stöðugu stríði gegn einkagróðanum, er forviða. Það vinnur í ró sín skylduverk við að reyna að stækka þjóðarkökuna, svo að meira verði til skiptanna, - horfir ráðþrota á félagshyggjufólk- ið kappkosta að spilla henni með óbilgjömum kröfum um stærri hlut en aðrir fái, fylgt eftir með linnu- lausum verkföllum gegn samfélag- inu - líkt og kálmaðkur sem án afláts nagar rætur þeirrar jurtar sem hann á líf sitt undir. Hjá samfélaginu er þetta fólk næstum allt komið á framfæri, hjá ríkinu, ríkisstofnunum og sveitarfélögum. Langskólagengið, með embættis- og hæfnis- próf frá háskólum sem hver og einn lofar menntaleið sína sem öruggastan gróðaveg. Málsvarar háskólanna, sem rísa á hverri þúfu, Guðjón grátbiðja ýmist eða Jónsson krefjast með stóryrð- um að fá meira fé frá hinu bölvaða samfélagi í „beztu íjárfestinguna": lengri skólagöngu, meiri menntun, fleiri nemendur. Hverju skilar sú fjárfesting í raun? Árangri að vísu, en líka skuldabagga, uppgjöf og sárindum, vaxandi grimmd, síharðnandi stríði allra gegn öllum til að hrifsa meira af of lítilli þjóðarköku, meira en áður, meira en hinir, meira... Og þjóðarkakan minnkar, meðan fé- lagshyggjuriddararnir rauðir upp að öxlum keppast um að slátra samfélaginu (ríki og sveitarfélög- um), nú oft undir grimmri forystu harðskeyttra líknarsystra hvenær sem þær fá tóm frá sínum mjúku málum. Það er Friðrik Sophusson, lítt kenndur við félagshyggju en frægastur fyrir að heimta „báknið burt“, sem helzt reynir að bregða skildi fyrir samfélagið (báknið?). Á einhveijum gósentímum, sem vöktu landsmönnum þá trú, að þeir gætu hvenær sem vera skyldi tínt milljónir upp af götu sinni, en starfsmenn samfélagsins voru fáir, uggðu gæzlumenn þess ekki að sér og gáfu eftir mikil réttindi handa þessum fáu og prúðu starfsmönn- um ríkisins. Of mikil: Því hærri laun í starfi (= því meiri gróði á starfsævi!), því hærri eftirlaun! O.s.frv. Starfsmönnum fjölgar ört, þeir verða æ stærri hluti þjóðarinn- ar. En hæverska minnkar: Aldrei skal skila réttindum, þótt oftekin hafi verið! Heldur skal samfélaginu blæða út! Fram, fram, grenjar for- inginn, meiri réttindi, meiri rétt, byggjum meiri rétt ofan á okkar gömlu ofteknu réttindi! Fram, fram, - sjáið hvað ég er sterkur, ég get haldið vinstri arminum beint út allan tímann sem það tekur ykk- ur að tæma bölvaðan ríkissjóðinn og brenna þinghúsið, fram, fram! Félagshyggjufólkið á fullu. Fólk- ið með háskólaprófin. En þetta er ekki leið til að skapa velmegun og farsæld - þetta er siðleysi. Hofundur erfyrrv. bankastjóri. í hendur. Síðan er mjög áríðandi til að ná árangri með börn- unum að foreldrar mæti þegar kennarinn kallar þá á foreldra- fund vegna Lions- Quest. Árin sem koma á óvart veitir svör við mörgum spurningum sem foreldrar spyija sig á fyrstu unglings- árum bama sinna. Dæmi í bókinni eru raunveruleg og hún gefur hagnýt ráð sem foreldrar kunna vafa- laust að meta. Eins og allir vita taka sveitarfé- lögin við rekstri grunnskólanna í sumar og þá er spurningin hvern- ig námsefninu Að ná tökum á til- verunni muni reiða af. Það er von okkar hjá Vímulausri æsku að þetta ágæta námsefni verði kennt áfram sem hingað til, þrátt fyrir flutninginn. Árið 1995 var náms- efnið kennt í 110 skólum á öllu landinu. Að taka þátt í þessu samstarfi með Lionshreyfíngunni og Náms- gagnastofnun hefur verið einn þáttur í forvarnastarfi sem Vímu- laus æska, foreldrasamtök hafa verið að vinna að sl. 10 ár. Sam- starfið við foreldra hefur líka ver- ið gott. Að kenna börnum og ungl- ingum færni tjl að þau spjari sig betur í lífinu getur aukið sálar- heill og hæfni þeirra í félagslegum samskiptum og fært þeim jákvæð- ar og heilbrigðar leiðir til að mæta kröfum og áskorunum sem kunna að vera framundan. Og umfram allt gefa þeim kjark til að segja nei við fíkniefnunum. Foreldrar, höfum í huga að vímuvarnir hefj- ast heima? Höfundur cr frmnkvæmdastjóri Vímulausrar æsku. ISLENSKT MAL Ég þakka gott bréf frá Berg- þóru Sigurðardóttur í Mos- fellsbæ. Henni er mjög annt um móðurmálið, einkum fjölbreyti- leik þess og orðauðgi. Væri bet- ur, ef fleiri hefðu sömu sinnu. Gefum henni orðið: „Mig hefur lengi langað að senda þér línu. í þættinum þín- um í dag [17. febr.] er einmitt minnst á nokkuð sem ég hef verið að velta fyrir mér um for- nöfnin. Margt hefur t.d. vikið fýrir „mikið af“. Hinir eða aðrir gætu víða komið í stað „afgang- anna“, sem hvorki mundu lenda í ísskápnum mínum eða budd- unni minni, í orðasamböndum eins og afgangurinn af fjölskyld- unni, fólki, æfinni, landinu. Sér- staklega finn ég til með af- göngum af fólki. Eða er þetta í lagi sbr. „það á ekki af mér að ganga?“ Nú upplifir fólk ýmislegt sem menn áður lifðu, nutu, hrifust af, öðluðust, skynjuðu, gengu í gegnum og urðu reynslunni rík- ari. Ég hef lítið heyrt af því í seinni tíð að einhver sé uppnum- inn eða frá sér numinn af hrifn- ingu. Valkostimir eru margir. Mér hitnaði um hjartarætur er ég heyrði í gær, að íþrótta- maður hefði borið af öðrum. Vonandi kemur að því að íþróttafréttamenn og aðrir leggi orðið „örugglega alveg á hill- una“. Mér þykir leitt að heyra hve margir eru farnir að labba í stað þess að ganga og blessaðir fæt- umir eru að fara sömu leið og ær og kýr. Verst þykir mér þeg- ar ég stend sjálfa mig að því að labba. Áður fyrr var ég vön að ganga. Skíðamenn hafa tekið „púð- ur“ og „púðursnjór“ hrátt upp úr ensku og gleymt lausamjöll- inni. Ég hrökk við er ég heyrði rithöfund tala um „snjóstorm“ og fréttamann nokkm seinna. Hann tók sig reyndar á og bætti við byl til skýringar. Annar lýsti fjálglega eðli vinda og lauk máli sínu með að tala um „vindleysu". Umsjónarmaður Gísli Jónsson 846. þáttur Hundrað ára gömul kona lýsti fýrr í vetur vorkomunni eftir frostaveturinn mikla:----„hvað við urðum fegin þegar byljimir og frostin voru leyst af með vorþeynum sem andaði svo þýtt yfír byggðina.“ Erum við að glata þessari hrynjandi tung- unnar? Gaman væri að sjá á ein- um stað öll þau orð sem við eig- um um veðrið. Ég rakst nýlega á eftirfarandi veðurlýsingar, sem ég ætla að ljúka máli mínu með, í Súgfirðingabók Gunnars M. Magnúss: „í úfinni tíð, norð- angarði til hafsins og bylgustum af fjöllum ofan - mátti heyra af vöram hans (Kristjáns Mar- íussonar): Þegar hann hægir þennan vind þá koma ægikjörin. Ægikjörin - þetta orð eiga Vestfirðingar. Hvílík málfegurð; kjör eru góðviðri, logn á láði og legi og öllum fært á sjóinn. Það er lýsing kennd við sjávarguðinn Ægi, - það era ægikjör. Og enn hélst öndvegisveðrið í hálfan mánuð - átján daga - stillt með ströndum öllum---------Kjör - ægikjör - lífægikjör, svo lýkur kjörunum, veður breytist, hann fer að ganga upp. Síðan gerir garra, hann blæs upp, bólstrar hrannast á fjöll, vindur harðnar og það kembir fram af brúnum.“ ★ Norðlenska Herra Karl á sér flösku með kork í, til að kraka’ann upp rekur hann fork í; með klóri og krafsi hann kemst nálægt snafsi. (Hveijir bjuggust hér við Maxim Gorkí?) (Gautur af Meli; leysti af í páskafríi.) ★ Áróður Líftaug þjóðernis okkar er tungan og bókmenntirnar sem á henni hafa orðið til. Umfram allt megum við ekki glata þeirri sérstöðu sem felst í áherslulög- málum okkar, beygingakerfí, orðaröð, hljómi, stuðlasetningu og því að vera enn sem fyrr son og dóttir. ★ Sálarhöllu hárri, er hrapaði rammbyggð, skilar hér jörð Jón Espólín. Ond hans alkristna ofar stjörnum fógur og fölskvalaus fann sinn elskhuga. En lærdómsverk hans lengur hjá lýðnum vara, en grafletur á gijóti. (Grafskrift Bjama Thorarensens um Jón Espólín.) Rósamunda er gamalt þýskt nafn, ætti líklega helst að vera *Hrósmunda á íslensku. Nafnið er óskylt latínunni rosa og hér er einnig hafnað kenningunni um að Rósamunda hafí verið einhvers konar „hrossamunda". Þess má geta að Alboin Lang- barðakonungur (6. öld) átti sér drottningu sem Rósamunda hét Kynmundardóttir (faðirinn kall- aður Kunimund á þýsku). Nafn- ið Rósamunda er alþekkt úr rím- um og riddarasögum, en var ekki gert hér að skírnarnáfni, svo vitað sé, fyrr en seint á 18. öld. Árið 1845 voru fímm Rósa- mundur á íslandi, þar af ein þin- geysk, Sigmundsdóttir, fædd 1840. Þess má svo geta að 1864 fæddist í Skinnastaðasókn í Öxarfirði Rósamynda Guðrún, og hétu foreldrar hennar Rósa og_ Guðmundur. Islenskar konur með Rósa- mundu-nafnið hafa flestar orðið um 20, eru nú í þjóðskrá 21. Auk þess þykir ástæða til að minna á að kvenheitið Yr beyg- ist eins og Sigríður: Ýr, um Ýri, frá Yri, til Ýrar. Jón er giftur Ýri. Jón skildi við Ýri. I upphafí síðasta þáttar slæddist inn villan „magni“ fyrir manni, beðist er velvirðingar á því. Gleðilegt sumar og þakka ykkur fyrir veturinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.