Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dagsbrún og Framsókn Meirihluti vill sam- einingu MIKILL meirihluti þeirra félags- manna Verkalýðsfélagsins Dags- brúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar sem tóku þátt í kosning- um á vegum þeirra, er hlynntur sam- einingu þessara félaga. Sendir voru út 3.600 atkvæðisseðl- ar til allra félagsmanna í Dagsbrún og 2.190 seðlar til félagskvenna í Framsókn. 1.101 atkvæðisseðill barst til Dagsbrúnar, eða um þriðj- ungs þátttaka, og 557 atkvæðisseðl- ar til Framsóknar eða um 25% þátt- taka. 987 manns voru samþykkir sam- einingu félaganna hjá Dagsbrún en andvígir henni voru 108. Fjórir seðl- ar voru auðir og tveir ógildir. 423 framsóknarkonur svöruðu játandi, 130 sögðu nei, einn var auður og þrír ógildir. Kjörstjóm hefur úrskurð- að atkvæðagreiðsluna gilda. Að sögn Halldórs Bjömssonar, formanns Dagsbrúnar, er ljóst af þessari skoðanakönnun ^að vilji fé- lagsmanna stendur til sameiningar. Hann sagði að skoðanakönnunin hefði verið gerð til þess að kanna viðhorf félagsmanna til sameining- arinnar en 'engar aðrar ákvarðanir lægju fyrir í þessu máli. -----♦ ♦ ♦ Garðskagaveg- ur undir áætlun VÖLUR hf. átti lægsta tilboð í lagn- ingu Garðskagavegar. Fyrirtækið býðst til að vinna verkið fyrir rúmar 116 milljónir kr., sem er um 80% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar en hún hljóðar upp á 145 milljónir. Svokallað frávikstilboð sama fyrir- tækis er tveimur milljónum kr. lægra. Verkið felst í lagningu Garðskaga- vegar frá Reykjanesbraut, ofan byggðar í Keflavík, f átt til Garðs, og Sandgerðisvegar frá Reykjanes- braut í átt til Sandgerðis. Ennfremur gerð undirganga og tveggja hringt- orga til að draga úr umferðarhraða. Meginmarkmið vegagerðarinnar er að færa umferð til og frá Sandgerði og Garði sem mest úr Keflavík og Njarðvík. Sex verktakar buðu í verkið og voru allir innan kostnaðaráætlunar Vegagerðarinnar. Mælt fyrir frumvarpi um Flugskóla Islands hf. Skipaútgerð ríkisins, kæmi nú og bæði Alþingi um leyfí til að setja á stofn nýtt ríkisfyrirtæki. Össur sagðist óttast að skólinn myndi ganga af einkareknu flugnámi dauðu, og spurði hvort ekki væri eðlilegra að starfandi flugskólar tækju yfir þennan rekstur. Halldór sagði það vera nýjar fréttir ef hér á landi væru einkaað- ilar sem gætu tekið að sér þá kennslu, sem frumvarpið fjallaði um. Hann mæltist til þess að sam- göngunefnd þingsins kannaði þessar upplýsingar, því það væri síst vilji sinn að drepa einhveija einkaskóla, sem væru starfandi á þessu sviði, og það væri alls ekki sinn vilji, að ganga frá smáflug- skólunum dauðum. ÁFORMAÐ er að stofna hlutafé- lag í meirihlutaeigu ríkisins um Flugskóla íslands, og mælti sam- gönguráðherra fyrir lagafrum- varpi þess efnis á Alþingi. Skólinn á að veita menntun sem gerir nemendur hæfa til að taka að sér störf í þágu atvinnuflugs og veita kennslu til undirbúnings prófa í atvinnuflugi. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að eini tilgangurinn með frumvarpinu væri sá, að reyna að koma atvinnuflugmannsnámi á fastari grundvöll en verið hefur. Sex milljóna ríkishlutafé Flugskóli íslands hóf starfsemi að nýju árið 1993 og hefur síðan fengið fast framlag á fjárlögum, en samgönguráðuneytið telur að kostir hlutafélagaformsins séu verulegir umfram ríkisrekstur á því sviði. í greinargerð með frumvarpinu segir, að þar sem loftferðaeftirlit Flugmálastjórnar hafi eftirlit með flugskólum og Flugmálastjórn fari með framkvæmd og umsjón prófa og útgáfu atvinnuskírteina, sé tal- ið rétt að höggva á þau nánu rekstrarlegu tengsl sem verið hafa milli Flugmálastjórnar og skólans. Gert er ráð fyrir að hlutafélagið verði í meirihlutaeigu ríkisins og samgönguráðherra sé heimilt að leggja fram allt að 4 milljónir sem hlutafé. Að auki er ráðherra heim- ilt að leggja félaginu til, sem hluta- fé, þann búnað, sem Flugmála- stjórn hefur nýtt til flugkennslu, en hann er metinn á um 2 milljón- ir króna. Þar er einkum um að ræða tæki sem Flugmálastjórn hefur látið skólanum í té, svo sem flughermi. Sérkennileg blanda Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við frumvarp- ið og sögðu að rökstuðning vant- aði fyrir því. Steingrímur J. Sig- fússon Alþýðubandalagi sagði frumvarpið sérkennilegan kokkteil einkarekins.skóla sem nyti heim- anmundar frá ríkinu. Össur Skarphéðinsson Alþýðu- flokki sagði að sér fyndist undar- legt að sá ráðherra, sem seldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Tími naglanna liðinn LÖGREGLAN í Reykjavík fer fljótlega að huga að því að áminna ökumenn, sem enn aka um á nagladekkjum. Þau áttu að vera horfin undan bílunum í síðasta lagi 15. apríl sl. Sumir halda að miðað sé við 1. maí, þar sem sú viðmiðun var um áraraðir, en undanfarin ár hafa naglarnir sem sagt átt að hverfa fyrir 15. apríl. Vegna óvenju mikillar blíðu undanfarið hafa bíleigendur margir látið fjar- lægja nagladekkin fyrir löngu og því hefur ekki myndast sama örtröðin á dekkjaverkstæðun- um og oft áður. I gær var frek- ar rólegt hjá Gúmmívinnustof- unni, þar sem Stefán Valdimars- son var að umfelga. Meimtaþing’ haldið í fyrsta sinn næsta haust Björn Sigrún Súsanna Bjarnason Gísladóttir Svavarsdóttir NÆSTA haust verður efnt til menntaþings í fyrsta sinn hér á landi á vegum menntamálaráðu- neytisins þar sem hægt verður á einum stað að kynnast því helsta sem er að gerast í menntamálum þjóðarinnar, en til þingsins verða allir þeir boðaðir sem starfa að menntamálum í landinu. Þetta kom fram í máli Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins um mik- ilvægi menntunar og menningar fyrir samkeppnisstöðu íslands, sem haldinn var á Hótel Borg á þriðjudag. „Vonandi verður þingið í sjálfu sér vaxtarbroddur í því menntun- ar- og menntaátaki sem nauðsyn- legt er að gera til þess að íslenska þjóðin sé samkeppnisfær og verði áfram í fremstu röð þjóða,“ sagði menntamálaráðherra. Björn sagði að ekkert væri að hans mati betur til þess fallið til að styrkja stöðu íslands í sam- keppni við aðrar þjóðir en menntun og menning, og vísaði hann í því sambandi til orða framkvæmda- stjóra OECD, sem sagði þegar hann var staddur hér á landi í síð- ustu viku að það væri menntunar- stig íslensku þjóðarinnar sem að lokum réði úrslitum um það hvern- ig hún gæti staðist í samkeppni við aðrar þjóðir. Björn sagði að hann teldi ekkert geta komið í veg fyrir að grunn- skólinn myndi flytjast til sveitarfé- laganna 1. ágúst næstkomandi, og síðustu frumvörpin sem þyrfti að fjalla um þar að lútandi yrðu lögð fyrir Alþingi í dag eða strax eftir næstu helgi. Hann sagði að einnig benti allt til þess að á þeim dögum sem eftir eru af þingi í vor myndi takast að samþykkja frumvarp um framhaldsskóla sem nú er til með- ferðar hjá menntamálanefnd Al- þingis. „Næsta stórverkefnið að því er þessi tvö skólastig varðar verður að semja nýja námsskrá bæði fyrir grunnskólann og framhaldsskól- ann, og er þegar hafinn undirbún- ingur að því í menntamálaráðu- neytinu hvernig að því verki verður staðið," sagði menntamálaráð- herra, sem einnig sagði að unnið væci að því að setja háskólastiginu almenna löggjöf. Hann sagði jafnframt að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða ýmsa löggjöf sem lýtur að stjórn menningarmála, samstarfi menn- ingarmálastofnana og hvemig að þeim málum skuli staðið og hvar draga eigi mörkin á milli afskipta ríkisvaldsins annars vegar og mik- ils og vaxandi frumkvæðis hjá ein- staklingum í menningarmálum. Lág kennaralaun áhyggjuefni Auk menntamálaráðherra voru þær Sigrún Gísladóttir skólastjóri og Súsanna Svavarsdóttir blaða- maður framsögumenn á fundinum. Sigrún sagðist telja það þjóðar- skömm hvemig staðið hefði verið að gmnnskólanum á tímum vel- megunar og útþenslu síðastliðin 20 ár, og ætti hún þá ekki síst við tvísetningu skólanna. Hún gerði einnig að umtalsefni kjaramál kennara og sagði lág kennaralaun stórt áhyggjuefni þegar litið væri til framtíðar. „Við verðum að bæta okkur í menntamálum. Þar má ekki ríkja sami sparnaðarhugsunarhátturinn og hingað til, og síðan verðum við að geta boðið okkar fólki sambæri- leg launakjör við það sem gerist í nágrannalöndunum,“ sagði Sig- rún. Súsanna sagði m.a. að menning- in væri rödd þjóðarinnar og sú þjóð sem ekki hefði ríkt menningarlíf gæti ekki kynnt sig á alþjóðavett- vangi einfaldlega vegna þess að hún hefði ekki virka hugsun og tjáningu. Hún sagði vanmetakennd vera einn versta löst íslensku þjóð- arinnar sem hefði sífellda þörf fyr- ir klapp á bakið frá útlöndum. „Við erum ekki vel fær um að njóta þeirrar skapandi hugsunar, túlkunar og tjáningar sem á sér stað í landinu. Við höfum ekki þroskað dómgreind okkar nægi- lega til að vega og meta þau lista- verk sem eru unnin hér. En það sem er verst er að við byggjum ekki á okkar eigin þjóðarsál í eins miklum mæli og við ættum að gera þegar við tjáum okkur í lista- verkum, heldur flytjum við inn og öpum eftir tjáningu annarra þjóða, og er þetta kallað að vera sam- keppnisfær á heimsmælikvarða eða eitthvað þvíumlíkt,“ sagði Sús- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.