Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dætur Sophiu Hansen koma fyrir dómara í undirrétti í júní Fallist á niðurstöðu hæstaréttar í Istanbul Forræðismál Sophiu Hansen var tekið iyrir í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi sl. fimmtudag. Öllum að óvörum óskaði dómar- inn eftir því að dætur Sophiu kæmu fyrir réttinn. Sophia Hansen segist í samtali við •• > Onnu G. Olafsdóttur sannfærð um að dætur hennar þori ekki að tjá sig í réttinum. DAGBJÖRT og Rúna á heimili föður síns í Istanbúl haustið 1992. Þær eru nú orðnar 14 og 13 ára. DÓMARI í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi hefur farið fram á að dætur Sophiu Hansen komi fyrir réttinn vegna forræðismáls hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar í Tyrklandi. Sophia hefur ekki trú á því að dætur hennar þori að tjá sig í réttinum, enda óttist þær refs- ingu föður síns. Hins vegar þykir jákvætt að dómarinn skuli hafa samþykkt niðurstöðu hæstaréttar. í henni kemur fram að eðlilegt sé að réttað verði í forræðismálinu samkvæmt landslögum i viðkóm- andi landi eða íslenskum lögum í þessu tilfelli. Dætur Sophiu koma fyrir réttinn 13. júní nk. Sophia sagði að tveir óeinkennis- klæddir öryggislögreglumenn, vopnaðir tveimur byssum, hefðu sótt sig upp í íbúð sína um kl. 8.30 eða tæpri klukkustund fyrir réttar- höldin sl. fimmtudag. „Sá þriðji beið í lögreglubílnum og ók okkur að dómshúsinu. Á eftir okkur óku fleiri lögreglubílar og nokkrir lög- reglubílar virtust bíða okkar á nærliggjandi hornum á leiðinni. Við vorum komin frekar snemma að dómshúsinu og lögreglumennirnir buðu mér að þiggja kaffi á litlu kaffíhúsi í grenndinni. En ég-var alltof stressuð til að þiggja veiting- arnar og við biðum í bílnum eftir því að tímabært yrði að halda inn í húsið og upp á fimmtu hæð. Þó að um 30 lögreglumenn stæðu vörð fyrir utan húsið fannst mér verndin ekki eins mikil og oft áður og spurði lögreglumennina, sem voru með mér, hvernig stæði á því. Lögreglu- mennirnir svöruðu því til að ákveð- ið hefði verið að vera með varalög- reglulið fyrir aftan húsið til að mér væri ekki eins órótt. Inni í réttinum var starfsfólkið afskaplega elsku- legt við mig og vildi endilega að ég þægi te og því var ekki viðlit að hafna,“ sagði hún. Ekki lengur í móðurumsjá „Okkur var svo vísað inn í réttar- salinn og dómarinn lýsti því yfir að hann væri samþykkur niður- stöðu hæstaréttar. Niðurstaða hæstaréttar felst í því að dæmt yrði í forræðismálinu samkvæmt lögum viðkomandi lands. Við Halim giftum okkur og skildum á íslandi og því á að dæma í forræðismálinu samkvæmt íslenskum lögum. Hann lýsti því svo yfir að hann væri sátt- ur við frágang allra skjala vegna málsins. DAGVIST fyrir heilabilaða ein- staklinga var opnuð á Lindagötu 59 í gær. Dagvistin verður rekin í tengslum við félags- og þjónustumiðstöð aldraðra sem er eigu Reykjavíkur- borgar og mun félagsmálaráð i umboði borgarráðs fara með stjóm starfseminnar og öldrunarþjón- ustudeild Félagsmálastofnunar með daglegan rekstur. Dagvistin er rekin að veittu leyfi heilbrigðis- yfírvalda. Um er að ræða dagdeild sem rekin er á daggjöldum fyrir átján einstaklinga, en reiknað er með að fjöldinn verði nokkru meiri, þ.e.a.s. að nokkrir einstaklingar Eftir að hafa fengið vitneskju um að hvorki Halim né dætur okk- ar væru við réttarhaldið sagði hann að af því að börnin væm komin úr umsjá minni vildi hann hlýða á vilja þeirra áður en hann kvæði upp endanlegan dóm. Ég skil hins veg- ar ekki hvernig hægt er að færa rök fyrir því, enda eru stelpurnar aðeins 13 og 14 ára og í Tyrklandi em börn í umsjá foreldra til 18 ára aldurs. Undanþágu vegna giftingar er hægt að fá fyrir börn niður í 16 ára en ekki yngri,“ sagði Sophia. Hún sagði að eftir tölu dómarans hefðu lögfræðingar hennar og Hal- ims reynt að koma sér saman um hvenær best væri að systurnar kæmu fyrir réttinn. Lögfræðingur Halims hefði hvað eftir annað hafn- að hugsanlegri tímasetningu en á endanum hefði hann fallist á að skipti með sér plássi. Hjúkrunar- deildarstjóri er Marta Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, stöðugildi eru átta. Samningur hefur verið gerður við öldrunarlækningadeild Landspítalans um læknisþjón- ustu. Unnið gegn afleiðingum heilabilunar Dagvist fyrir heilabilaða ein- staklinga er ætluð til að takast á við þau vandamál sem fylgja sjúk- dómnum. Hlutverk dagvistar er fyrst og fremst að vinna gegn afleiðingum heilabilunar fyrir ein- staklinginn með því að leggja áherslu á það sem í honum býr komið yrði með stúlkurnar í réttinn kl. 9.25 þann 13. júní næstkom- andi. Sophia sagði að sér fyndist sú krafa dómarans, að dætur hénnar kæmu fyrir réttinn, mjög sár. „Ég er sannfærð um að þær þora alls ekki að tjá sig enda þurfa þær að fara heim með föður sínum eftir réttarhaldið. Þar fyrir utan eru lið- in um fjögur ár frá því ég sá þær síðast og gat eitthvað talað við þær. Þær taka því alveg örugglega enga áhættu,“ sagði hún. Hún tók fram að Hasíp Kaplan, lögfræðingur hennar, hefði sagt henni að hann myndi beita sér fyr- ir því að geðlæknar og sérfræðing- ar hittu stúlkurnar áður en þær færu fyrir réttinn. „Ég veit ekki hvernig hægt verður að koma því við og ekki heldur minni eigin hug- og hefur ekki farið forgörðum í sjúkdómsþróuninni. Lögð er áhersla á hæfileika hvers einstak- lings fyrir sig og litið til þess sem helst er unnt að rækta með honum. mynd. Sú hugmynd felst í því að dætur mínar verði teknar frá föður sínum þremur vikum fyrir réttar- höldin. Þær búi við mannsæmandi aðstæður og tyrkneskir og íslensk- ir uppeldisfræðingar, geðlæknar og sálfræðingur fái tækifæri til að tala við þær. Hægt væri að létt af þeim hræðslunni og fá þær til að opna sig. Mér finnst mikilvægt að þær viti hvers konar lífi stelpur á þeirra aldri lifa og hvaða tækifæri þeim bjóðast, t.d. varðandi mennt- un. Ég vil svo að þær viti að ég hef aldrei svikið þær og hvernig öll þjóðin er búin að berjast með mér í þessu. Eftir réttarhöldin vil ég að þeim sé haldið frá föður sín- um þangað til niðurstaða er feng- in,“ sagði hún. Sophia sagðist ætla að reifa hugmyndina á fundi með lögfræðingi sírium. Eftir að fengin hefur verið niðurstaða undirréttar fæst væntanlega endanleg niður- staða fyrir hæstarétti eða mann- réttindadómstól Evrópu. Þakklæti til þjóðarinnar Sophia sagðist ekki hafa treyst sér til að koma sér í samband við millilið, sem veitt hefur henni upp- Iýsingar um aðstæður dætra henn- ar, enda hefði hún átt við veikindi að stríða og.treysti sér hreinlega ekki til að heyra við hvaða aðstæð- ur þær byggju nú. Samkvæmt síð- ustu fréttum dvöldust dætur Sop- hiu í heimavistarskóla strangtrú- aðra. Sophia segir að utanríkis- ráðuneytið hafi styrkt hana til Tyrklandsfararinnar nú og ætlunin væri að snúa til íslands um miðja næstu viku. Hún sagði að því til viðbótar hefði hún fengið tæplega 2.000 dollara styrk (136.000 ísl. kr.) til að létta á skuldum sínum í Tyrk- landi. Sophia skuldar t.d. fimm mánaða húsaleigu fyrir leiguíbúð í Istanbúl og nemur leigan 800 doll- urum á mánuði, töluverð skuld er á síma hennar og langt er síðan lögfræðingur hennar hefur fengið greitt fyrir vinnu sína. Sophia sagði að heimsókn nokk- urra íslenskra þingmanna í tengsl- um við fund Alþjóðaþingmanna- sambandsins í Tyrklandi fyrir stuttu hefði gefið henni mikinn styrk. Hún vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra og allr- ar þjóðarinnar fyrir að standa sem einn hugur á bakvið sig fyrir síð- ustu réttarhöld. Áætlað er að deildin taki til starfa í byijun maímánaðar. Kostnaður við lokafrágang dag- deildarinnar er um 12 m.kr. á núverandi verðlagi. Sr. Bolli settur setubiskup KIRKJUMÁLARÁÐHERRA hefur sett sr. Bolla Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, setubisk- up í tengslum við niðurstöðu stjórnar PÍ í framhaldi af áliti siðanefndar Prestafélagsins. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að biskup hefði brot- ið alvarlega af sér gagnvart hinu kirkjulega embætti með því að bera út upplýsingar um fund sóknarprests og skjólstæð- ings vegna persónulegra hags- muna. I framhaldi af því óskaði stjórn Pí eftir því í bréfi til embættis biskups Islands og kirkjumálaráðherra að embætti biskups kæmi að umíjöllun málsins og ætti hlut í lúkningu þess. Hjalti Zóphóníasson, skrif- stofustjóri í kirkjumálaráðu- neytinu, sagði að þiskup hefði ekki viljað vera dómari í sjálfs sín sök. Hann hefði því í bréfi kirkjumálaráðherra farið fram á að annar yrði fenginn í hans stað. Sr. Bolli Gústavsson á Hólum hefði svo verið settur til að fara með málið í gær. Fimm teknir við innbrot FIMM menn voru handteknir við innbrot í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í fyrrinótt. Fyrst var maður staðinn að verki við innbrotstilraun í Pizza 67 í Tryggvagötu og skömmu síðar voru fjórir ungir menn handteknir við tilraun til inn- brots í aðstöðu Hreyfils í Hafn- arstræti. Allir gistu mennirnir fanga- geymslur lögreglunnar fram eftir degi en þeir voru undir áhrifum áfengis, að sögn lög- reglu. Heillaóskir til konungs Svía CARL Gustaf Svíakonungur verður fímmtugur þriðjudaginn 30. apríl nk. Af því tilefni mun liggja frammi bók í sendiráði Svíþjóðar, Lágmúla 7. í hana geta ritað nöfn sín þeir sem vilja færa konungi heillaóskir í tilefni afmælisins. Borgarráð Kvennaat- hvarfið fær 9 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Kvennaathvarfínu styrk að upphæð 9 milljónir fyrir árið 1996. Jafnframt var samþykkt að framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og. félagsmála kann- aði hvort gera ætti þjónustu- samning við Kvennaathvarfið eins og nokkur sveitarfélög hafa þegar gert. Tónleikar Bowie 4.450 miðar seldir í GÆR höfðu 4.450 miðar selst á tónleika Davids Bowie í Laug- ardalshöll 20. júní nk. Eru þá 550 miðar óseldir. Að sögn Ing- vars Þórðarsonar, eins aðstand- enda tónleikanna, hafa viðtök- umar farið fram úr björtustu vonum þeirra. Dagvist fyrir heilabilaða opnuð Morgunblaðið/Ásdís OPNUN dagdeildarinnar var vel fagnað af fjölmörgum gestum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.