Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Matreiðslumaður ársins FYRIRTÆKIÐ G. Pálsson var með bás á sýningunni og kynnti þar m.a. ný krydd sem heita Aroma krydd. Um er að ræða fimm tegundir, svína, lamba, fiski, kjúklinga og nautakrydd en einnig eru þeir sérstakar umbúðir um kraft og krydd fyrir mötuneyti og veitinga- hús. Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRARINN Guðlaugsson matreiðslumeistari í Meistaranum var með bás á sýningunni og þar var meðal annars verið að kynna nýstárlegan forrétt. Um er að ræða lúðufars, laxafars og söl sem pakkað er inn í pönnukökur og soðið í ofni. Hjúpurinn á botni fatsins er síðan búinn til úr bræddum mysuosti og ijómaosti. Fyrirtækið framleiðir ýmiskonar paté og tilbúna rétti og selur bæði til veitingahúsa, mötuneyta og fyrir veislur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson KÓKI kaldi kemur frá mjólk- ursandagi KEA og er kókó- drykkurinn þegar kominn í sölu fyrir norðan. Hægt er að setja Kóka kalda í glas og hita í örbylgjuofni. STURLA Birgisson, mat- reiðslumeistari og yfírkokkur í Perlunni, hlaut titilinn Mat- reiðslumaður ársins annað árið í röð. Hann keppti ásamt fjórum öðr- um um titilinn í lokakeppni sem haldin var í íþróttahúsinu í Smáran- um í Kópavogi um síðustu helgi. Keppendurnir fímm fengu í hend- ur svokallaða leyndardómskörfu og þar var það hráefni sem nota átti í matseldina. Þar var meðal annars að finna silung, ýsu og löngu sem nota átti í forrétt, í aðalrétt var önd, kjúklingalifur og grísahryggur og síðan áttu keppendur að búa til eftirrétt sem í voru egg og ijómi. Sturla eldaði úr þessu hráefni gufusoðinn silung með silunga- frauði og kryddjurta-og tómat- smjörsósu i forrétt. I aðalrétt bauð hann upp á ofn- steikta andabringu með appelsínu- sósu og fínskornu grænmeti. Og eftirrétturinn hans var „anise parfait" með brómbeijasósu og hunangsís með píkanhnetukremi. Sturla lauk námi árið 1985 og hélt þá til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði m.a. sem yfírkokkur á frönskum veitingastað í Carmel í Kalifomíu. Þá vann hann m.a. á Lækjarbrekku, Hótel Örk og rak veitingastaðinn Punkt og pasta í tvö ár. Sturla hóf störf sem matreiðslu- maður í Perlunni árið 1992 en tók við starfi yfírkokks árið 1994. Sturla hefur verið í kokkalandslið- inu frá árinu 1993. Þegar hann var beðinn að gefa ANDARBRINGA með appels- ínusósu og finskornu græn- meti. _________200 g soiabaunir_______ smóvegis af fimian olíg ___________salt og pipor________ Úrbeinið endurnar, geymið lærin. Ofnsteikið beinin fyrir soð, kryddið bringurnar með salti og pipar og brúnið vel á pönnu, fítuna fyrst. Sett í kæli eftir steikingu, bein sett yfír í soð og látið sjóða í um 2 tíma. Bringur eru steiktar í ofni í 30 mínútur við 140°C og síðan látnar standa áður en bornar fram, í um það bil 10 mínútur. Sósan: Flysjið appelsínurnar og maukið í matvinnsluvél. Fínskerið skalottlauk og látið aðeins hita í potti. Hellið Grand marnier út í og sjóðið niður. Appelsínumauki er nú hellt út í ásamt soðinu og kryddað með salti og pipar. Soðið í 30 mínút- ur við vægan hita. Sigtað. Skrælið kartöflurnar og skerið í þunna strimla. Steikið á pönnu með olíu og kryddið með salti og pipar. Steikið þær vel brúnar á báðum hliðum og setjið síðan yfír á bökun- arplötu og bakið í ofni í um 15 mínútur. Skalottlaukar eru settir á álpapp- ír með olíu og salti og bakaðir í 2 tíma við 150°C. Grænmetið er fínskorið, forsoðið og kælt. Steikið á pönnu með smjöri rétt áður en maturinn er borinn fram. ■ Morgunblaðið/Sverrir SJÖ nýjar kryddtegundir hafa bæst í hópinn þjá versluninni Pipar og salti. Þessar nýju kryddtegundir henta vel í mexíkóska, austurlenska og indverska matargerð og sumar eru einnig ætlaðar í grænmet- isrétti. Ljósmynd/Kristján Sæmundsson KJÖTIÐJA KÞ á Húsavík kynnti grillnagga á sýningunni og einnig svartfuglapaté og höfrungapaté sem búið er um í sérstökum gjafaöskjum. VOGA ídýfur eru komnar í nýjar umbúðir og ekki er langt síðan ný ídýfa frá þeim kom á markað, svokölluð Salsa ídýfa. Grillnaggar og Kóki kaldi GESTUM sýningarinnar Matur 96 sem haldin var um síðustu helgi í Smáranum í Kópavogi gafst kostur á að smakka á ýmsum matvörum sem væntanlegar eru á markað og kynnast nýjungum í matvælaiðnaði. KNORR kynnti á sýningunni tvær nýjar kryddtegundir, sítrónupipar og amerískt „barbecue" krydd. Þá var einnig verið að kynna mexí- kóskan Iasagnerétt og indó- nesískan pastarétt. lesendum tækifæri á að elda einn verðlaunaréttinn féllst hann fúslega á að gefa uppskrift að andabring- unni með appelsínusósu og fín- skomu grænmeti Andarbringa með appelsínusósu og f ínskornu grænmeti Fyrir 10 ______________5 endur______________ ________6 bökunarkartöflur_________ ___________3 appelsínur____________ _____________1 sítróno_____________ 20 skalottlaukar (meðlseti) 2 skalottlaukar (fyrir sósu) 50 ml Grand marnier líkjör 2 gulrætur Morgunblaðið Jðn Svavarsson STURLA Birgisson hampar hér bikarnum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞEIR fimm keppendur sem komust í undanúrslit þegar keppt var um titilinn Matreiðslumaður ársins. Frá vinstri eru Sturla Birgisson yfirkokkur í Perlunni sem hlaut titilinn annað árið í röð, Smári Sæ- björnsson matreiðslumeistari hjá G.G. veitingum á Loftleiðum sem lenti í öðru sæti, Guðmundur Hall- dórsson á Jónatan Livingstone Mávi og þeir Þorvarður Óskarsson matreiðslumeistari hjá G.G: veitingum á Loftleiðum og Sölvi Hilmarsson hjá Sælgeravinnslunni Selfossi sem lentu í fjórða til fimmta sæti. Hlaut titil- inn annað / • X / •• X arið í roð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.