Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Hugsjónir og hags- munir Morgunblaðsins í SÍÐUSTU viku varði Morgun- blaðið meira rými til að fjalla um úthlutun á fjórum örbylgjurásum til Sýnar en nokkurt annað innlent fréttaefni. Einu heimsviðburðirnir, sem fengu eitthvað sambærilega umfjöllun, voru mannskæð styijald- arátök í Mið-Austurlöndum. Þó mátti vart á milli sjá hvort málefnið blað- inu þótti meiri tíðindum sæta. Skýringin á þessum ofuráhuga Morgunblaðsins er einföld: Tvær þessara rása voru teknar frá Stöð 3, sem að hluta til er í eigu útgef- enda blaðsins, og því rennur greini- lega blóðið tii skyldunnar að gæta viðskiptalegra hagsmuna þeirra. Þessar rásir hafa reyndar staðið ónotaðar í átta mánuði og miðað við sömu skilmála og Sýn sætir hefði Stöð 3 átt að missa þær sjálfkrafa, og eina til, fyrir tveimur mánuðum. Morgunblaðið hafði hinsvegar minni áhyggjur af því að tvær rásanna - í fullri notkun - voru teknar af Stöð 2, enda blaðið ekki hluthafi í því fyrirtæki. Morgunblaðið telur að fyrirtæki sitt hafi „ ... þegar orðið sjónvarpsá- horfendum til hagsbóta vegna þess að í kjölfar útsendinga Stöðvar 3 hefur framboð sjónvarpsefnis stór- aukizt“. Blaðið gleymir því reyndar að Sýn hóf reglulegar útsendingar á undan Stöð 3, en látum það vera. Fullyrðingin um stóraukið framboð er hinsvegar nokkuð vafasöm í Ijósi þess að af átta rásum, sem Stöð 3 hefur haft til ráðstöfunar, voru þijár ónotaðar og fjórar notaðar til að dreifa sömu stöðvum og voru fyrir á markaðnum á vegum Fjölvarps og aðeins ein er raunveruleg viðbót á markaðinn, þ.e.a.s. Stöð 3 sjálf. Það er raunar umhugsunarefni hvort rétt hafi verið að úthluta Stöð 3 fjórum rásum til að endurvarpa sömu er- lendu stöðvunum og fyrir voru. Þess- ar fjóru erlendu stöðvar taka nú sem sé átta rásir og það er tæpast góð nýting á „takmörkuðum gæð- um“ - né heldur í þágu fjölbreytileikans, þótt Morgunblaðið hafi litlar áhyggjur af hagsmun- um almennings í því til- liti. I sama Reykjavíkur- bréfi og vitnað er til hér á undan er að finna eft- irfarandi gullkorn: „Með sama hætti og Stöð_ 2 var frumkvöðuil á ís- landi í rekstri áskriftar- sjónvarps er Stöð 3 aug- ljóslega að ryðja braut- ina á nýjum svið- um . . . “. Hvort á maður að gráta eða hlæja? Ef ég man rétt þótti Morgunblaðinu reyndar ekki mikið til Stöðvar 2 koma á sínum tíma, - aðallega vegna þess að blaðinu þótti ekki vera nógu mikið innlént efni á dagskránni. Eg minnist þess þó ekki að hafa séð Morgunblaðið hafa uppi viðlíka athugasemdir við dagskrá eigin sjónvarpsstöðvar, enda hefur nú blaðið eigin fjárhagslegu hags- muni að veija. En víkjum loks að nokkrum aðal- atriðum í þeirri rökfræðilegu blind- götu, sem ritstjórar Morgunblaðsins hafa villst inn á, - burtséð frá við- skiptalegum hagsmunum. Það verður ekki annað séð en Morgunblaðið taki undir það sjónar- mið forráðamanna Stöðvar 3, að af „samkeppnisástæðum" beri að taka af Sýn þá VHF-rás, sem hún hefur til umráða og afhenda hana Stöð 3. Nú verður ekki séð hvað ætti að réttlæta slíka ráðstöfun, - ekki síst vegna þess að Sýn, að afnotum af rásinni meðtöldum, var seld og keypt á 100 milljónir króna á sínum tíma. í títtnefndu Reykjavíkurbréfi segir: „Auðvitað á að láta markaðinn ráða á þessu sviði sem öðr- um.“ Og það er einmitt mergurinn málsins: VHF-rás Sýnar er einar sjónvarpsrásin sem hef- ur lotið þeim lögmálum, sem Morgunblaðið vill að ráði ferðinni! Núver- andi eigendur Stöðvar 3 eru að hluta til þeir, sem þáðu 100 milljónir króna fyrir Sýnarrásina fyrir nokkrum árum. Eiga þeir nú,. fyrir til- stilli ríkisvaldsins, að fá hana afhenta aftur - og þá endurgjaldslaust? En setjum nú svo, umræðunnar vegna, að þessi fásinna yrði niðurstaðan. Hvað vill Morgunblaðið þá að yrði gert þegar næsta umsókn um VHF-rás bærist útvarpsréttamefnd? A þá að verða við þeirri umsókn með sama hætti og umsókn Stöðvar 3 nú? Og á þá að taka rásina af Ríkissjónvarp- inu, Stöð 2 eða Stöð 3? Morgunblaðið virðist líka taka undir það sjónarmið, að eigenda- tengsl Sýnar og Stöðvar 2 ættu að útiloka Sýn frá úthlutun örbylgju- rása. Nú er það svo, að allar einka- reknu sjónvarpsstöðvamar eru hluta- félög. Setjum nú svo, að eigendur Stöðvar 3, þ.m.t. Morgunblaðið, keyptu í dag hlutabréf af eigendum Stöðvar 2, eða öfugt (annað eins hefur nú gerst í þessari atvinnu- grein, einsog kunnugt er!) Á þá ríkis- valdið (útvarpsréttamefnd) að taka til við að hirða rásir af Stöð 2, Stöð 3 eða báðum? Og hvað margar? Og hveijir eiga að fá þær? Og á þá ann- aðhvort fyrirtækið eða bæði að hætta starfsemi? Eða á ríkið hreinlega að banna öll viðskipti með hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækjum? Hvað er þá orðið um hinn frjálsa markað, sem Morgunblaðið segir að eigi að Páll Magnússon Það er vandmeðfarið fyrir fjölmiðla, segir Páll Magnússon, að fjalla um mál sem varða beint fjárhagslega hagsmuni þeirra sjálfra. „ .. . ráða á þessu sviði sem öðrum?“ Morgunblaðsmenn telja að nú eigi að efna til útboðs á sjónvarpsrásum (að vísu ekki á þeim rásum sem þeirra fyrirtæki hefur til afnota héld- ur einungis þeim sem keppinautarnir hafa) og segja að með því vinnist tvennt: Annars vegar .......að tryggja almannahag með því að greiðsla komi fyrir takmörkuð gæði... “ og hins vegar „ .. . að eðlileg samkeppni verði tryggð á sjónvarpsmarkaðnum ..." Fyrra sjónarmiðið má styðja nokkrum rökum, en þá verða menn að hafa fernt i huga. 1) Fyrirtæki í þessari atvinnugrein, einsog öðrum, hafa í öllum rekstri sínum, ijárfest- ingum og áætlunum tekið mið af ákveðnum forsendum, þ.m.t. laga- legum. Þessum forsendum getur ríkis- valdið ekki í einni svipan gjörbreytt og svipt þar með grundvellinum und- an tilteknum fyrirtækjum með til- heyrandi eigna- og atvinnumissi í kjölfarið. Þennan stíg þyrfti að feta mjög hægt og með löngum aðlögun- artíma. 2) íslenskar sjónvarpsstöðvar eiga í vaxandi beinni og óbeinni sam- keppni við útlendar stöðvar. Það skyti skökku við ef ríkið ætlaði við þær aðstæður að torvelda íslensku stöðvunum samkeppnina með enn frekari sköttum og skyldum. 3) Þessi atvinnurekstur er þeirrar gerðar að auknar álögur á hann kæmu óhjá- kvæmilega fram í hækkuðu áskrift- arverði til almennings (á sama hátt og hækkað pappírsverð leiddi til hækkunar á áskriftarverði Morgun- blaðsins fyrir skömmu). 4) Einka- reknar sjónvarpsstöðvar á íslandi eiga í harkalegri og ósanngjamri samkeppni við Ríkissjónvarpið, m.a. um auglýsingatekjur. Á að skekkja þessa samkeppnisstöðu enn frekar með því að einkastöðvarnar gjaldi hátt verð fyrir það sem RÚV fær ókeypis, eða ætti ríkið sjálft (RÚV) að taka þátt í útboði á reikning skatt- borgaranna? í þeim löndum, þar sem útboð á sjónvarpsrásum fara fram og Morgunblaðið vitnar gjarnan til, er ríkið hvergi í beinni tekjusam- keppni við einkareknar stöðvar og aðstæður því gjörólíkar. ' Síðara sjónarmiðið, að útboð hafi í för með sér „_... að eðlileg sam- keppni verði tryggð ... “ er einfald- lega rangt, - a.m.k. ef menn telja að eðlileg samkeppni felist m.a. í því að hin „takmörkuðu gæði“ safnist ekki á örfáar hendur, nýjum aðilum sé ekki gert ókleift að hasla sér völl, ákveðin fjölbreytni sé tryggð o.s.frv. Þar sem sjónvarpsrásir eru boðnar upp hefur það alls staðar haft í för með sér að sterkustu aðilarnir hafa sölsað æ meira undir sig og víða hefur þurft að grípa til sérstakrar lagasetningar til að koma í veg fyrir að allar rásirnar söfnuðust á örfárra hendur. Við síðustu úthlutun ör- bylgjurása hér á landi fékk kristilega stöðin Omega eina rás í sinn hlut. Telja menn líklegt að Omega hefði átt mikla möguleika í útboði gegn eigendum Stöðvar 3, Stöðvar 2 eða Ríkisútvarpinu? Það má raunar færa fram mjög sterk rök fyrir því, að ef útboðsreglunni hefði verið fylgt hér á landi frá því að ríkiseinokunin var afnumin fyrir áratug, þá væru allar tiltækar sjónvarpsrásir á einni hendi, - að rásum Ríkisútvarpsins frátöld- um. Að lokum þetta: Það er afar vand- ■meðfarið fyrir fjölmiðla að flalla um mál, sem varða beina ljárhagslega hagsmuni þeirra sjálfra. Það er ekki aðeins að Morgunblaðið sé stór hlut- hafi í Stöð 3ffieldur eru sumir með- eigendur þess meðal stærstu auglýs- enda í Morgunblaðinu. Ritstjórar Morgunblaðsins hafa nú því miður fallið á þessu prófi, en eins og aðrir ,,fallistar“ fá þeir annað tækifæri. Eg vil í allri vinsemd benda þeim á, að trúverðugleiki Morgunblaðsins er því meira virði en tíund þess Í.Stðð 3. Höfundur er sjónvarpsstjóri. Það er afar mikilvægt að einstaklingar, ðem hafa -fengið heilablóðfall, fái andlega örvun og hvatningu, segja Eiríksína Hafsteinsdóttir og Margrét Magnúsdóttir, sjúkraþjálfarar á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Eiríksína Margrét Hafsteinsdóttir Magnúsdóttir Sjúkra- þjálfarinn segir... Heila- blóðfall EGAR einhver varð fyrir því að missa málið og lamast var sagt að guðirnir hefðu slegið hann. Þaðan er komið orðið „slag“. (FréttabrAf um heilbrigðismál 1973) Hvað er heilablóðfall? Heilablóðfall, sem einu sinni var kallað slag á íslensku, stafar af blóðþurrð vegna æðastíflu eða blæðingu í heila. Bióðþurrð er um það bil níu sinnum algengari en blæð- ing. Heilablóðfall kemur skyndilega og ein- kennist af truflunum á heilastarfsemi. Nokkrar staðreyndir um heilablóðfall Heilablóðfall er þriðja algengasta dán- arorsökin meðal iðnvæddra þjóða. Það veld- ur um 10-12% allra dauðsfalla. Dauðsföllum vegna heilablóðfalls hefur þó fækkað á síð- ustu áratugum, sennilega vegna bættrar meðferðar og breyttra lífshátta. Á hinn bóginn fjölgar þeim íslendingum sem fá heilablóðfall árlega vegna hækkandi meðal- aldurs þjóðarinnar. Heilablóðfall er sjald- gæft undir fimmtugsaldri og frekar fátítt undir sextugsaldri. Reikna má með að 400-600 einstaklingar fái heilablóðfall ár- lega hér á landi. Er hægt að fyrirbyggja heilablóðfall? Nú er sannað að meðferð á háþrýstingi dregur verulega úr hættu á heilablóðfalli. Reykingar og hátt kólesterólgildi eru áhættuþættir. Allgóðar vísbendingar eru til um að aðhaldssemi í neyslu salts og áfeng- is ásamt fækkun aukakílóa geti, með lækk- un blóðþrýstings, dregið úr líkum á heila- blóðfalli. Einkenni Einkennin koma snögglega og eru mis- munandi eftir því hvaða svæði heilans verð- ur fyrir skaðanum. Einkennin koma oftast fram í öðrum líkamshelmingi og geta verið lömun, kraftminnkun eða dofi. Einnig geta komið fram máltruflanir og skerðing á vitrænni starfssemi, þótt það þurfi ekki að fara saman. Margir sjúklingar kvarta yfir mikilli almennri þreytu, litlu úthaldi, aukinni svefnþörf ásamt skertu minni og erfiðleikum við ein- beitingu. Sumir sjúklingar verða meyr- ir og þunglyndir. Leiðin til bata: tími - þjálfun - þolinmæði Heilablóðfall getur haft miklar breytingar í för með sér fyrir sjúkling- inn og aðstandendur hans. Áreiðanlegt mat á ástandi sjúklings- ins, markviss þjálfun og virk þátttaka sjúklingsins í meðferðinni skilar best- um mögulegum árangri. Góð samvinna allra meðferðaraðila, sjúklings og að- standenda hans er einnig mjög mikilvæg. Mikilvægt er að endurhæfingin hefjist eins fljótt og mögulegt er til þess að koma í veg fyrir ýmis vandamál sem geta komið upp ef ekki er rétt að farið. Markmiðið er að sjúklingamir verði sjálfbjarga eins fljótt og hægt er. Margar rannsóknir hafa sýnt að betri árangur af endurhæfingu næst á sérhæfð- um deildum fyrir heilablóðfallssjúklinga þar sem öll sarnvinna ætti að vera auðveldari og þekking almennt meiri. Mikilvægt er að einstaklingar sem hafa fengið heilablóðfall fái andlega örvun og hvatningu en oft vill brenna við að samúðar- fullir ættingjar séu of fúsir til að gera hlut- ina fyrir sjúklingana en með slíkri hjálpsemi er ef til vill ýtt undir að sjúklingurinn verði áfram ósjálfbjarga. Endurhæfingin tekur mismunandi lang- an tíma. Aldur virðist skipta litlu máli. Hins vegar hafa aldraðir oft samtímis önn- ur heilsufarsleg vandamál t.d. hjarta- eða MARKVISS þjálfun er mikilvæg. lungnasjúkdóma, sykursýki o.fl. Af þeim ástæðum eru horfur þeirra stundum verri. Um helmingur allra þeirra sem fá heilablóð- fall nær góðum bata, um þriðjungur býr við einhveija fötlun en getur búið heima Gera má ráð fyrir að um 15% vistist á stofn- unum. Leiðin til bata getur stundum verið löng og ströng en með markvissri þjálfun er oft hægt að ná ótrúlega góðum bata. Slík þjálf- un tekur oft langan tíma og krefst þolin- mæði og þrautseigju sem oft er aðdáunar- verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.