Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 33 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LIFIÐ ER SALTFISKUR SÝNINGIN Lífið er saltfiskur, sem opnuð var við hátíð- lega athöfn í Listasafni íslands að kvöldi sumardagsins fyrsta, er stjórnendum Listasafns íslands og Landsbanka íslands til sóma. Á sýningunni eru m.a. frumdrög Jóhannes- ar Kjarvals að veggmyndum sem hann málaði á gangi ann- arrar hæðar í húsi L'andsbankans í Reykjavík á árunum 1924-25. Fyrir tæplega tveimur árum fundust 10 stórar teikningar á lofti gamla Stýrimannaskólans í Reykjavík og þar af voru 6 teikningar af fiskverkafólki sem tengjast veggmyndunum í Landsbankanum. Efni myndanna er sjósókn og fiskverkun. Veggmyndirnar í Landsbankanum eru meðal fyrstu verka sinnar tegundar á íslandi og er ein þeirra, Saltfiskstöflun, einatt talin vera eitt af öndvegisverkum íslenskrar myndlist- ar, enda þungamiðja veggmyndanna í Landsbankanum. Þeirri mynd hefur verið lýst sem óði listamannsins til Is- lenskra fiskverkakvenna. Sérstaka athygli vekja auðvitað eftirmyndir Landsbankamyndanna í fullri stærð á sýning- unni og einstaklega vel heppnuð uppsetning þeirra. Sýningin er sett upp með smekklegum hætti, í glæsilegum húsakynnum Listasafnsins. Hér er komið kærkomið tæki- færi fyrir aðdáendur meistara Kjarvals og þá sem vilja kynna sér verk hans, þar sem þess gefst kostur að fylgjast með vinnu listamannsins frá frumdrögum til fullmótaðs lista- verks. Því má segja að sýning sem þessi, sé kjörið heimsókn- artilefni fyrir myndmennta- og myndlistarkennara með nem- endur sína. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnaði sýninguna í fyrrakvöld og sagði m.a. við það tækifæri: „Sýningin hér í dag er ekki aðeins einstakur listrænn viðburður - hún ætti að verða öllum þeim, sem ráðast í smíði opinberra bygginga og annarra stórhýsa hvatning til að gleyma ekki myndlistinni við hönnun og lokafrágang. Slíkt tillit er list- inni til framdráttar og njótendum hennar til ánægju. Þá er það til marks um stórhug og menningarlegan áhuga, hvern- ig staðið er að því að prýða mannvirki listaverkum ... Saltfiskur Kjarvals hefur síður en svo fallið í verði. Nú hefur Listasafn íslands áréttað mikilvægi hans í list meistar- ans á veglegan og eftirminnilegan hátt.“ Morgunblaðið tekur undir þessi orð enda ótækt að láta kotungshátt ráða för, þegar byggt er til framtíðar. OPINBER LÍFEYRIR ALÞINGI, ríkisstjórn og félög opinberra starfsmanna verða að láta hendur standa fram úr ermum og taka á þeim gífurlega vanda, sem við blasir í skuldasöfnun Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins. Málið þolir ekki bið, því á hverju ári bætast milljarðar við þann þunga skuldabagga, sem lagð- ur er á skattgreiðendur vegna lífeyrissjóðsskuldbinding- anna. Sá baggi er nú 80-100 milljarðar króna. Öllum er ljóst, að ekki er hægt að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna frá því sem nú er, en hins vegar er hægt að koma í veg fyrir áframhaldandi skuldasöfnun. Frumvarp fjármálaráðherra miðar að því, en afgreiðslu þess var frestað til að tryggja flutning grunnskólans til sveitarfé- laganna. Þá er ákveðið, að viðræður hefjist við samtök opin- berra starfsmanna um breytingar á lífeyriskerfi þeirra. Slík- ar viðræður munu vafalaust taka langan tíma og alls óljóst um niðurstöðuna. Á meðan hrannast skuldbindingarnar upp, m.a. vegna þess, að opinbérir starfsmenn greiða aðeins af dagvinnulaunum, hætta greiðslu eftir 32 ár og fara miklu fyrr á eftirlaun en þekkist á almennum vinnumarkaði. Þá er sú ótrúlega regla í gildi, að stór hluti af ávöxtun af fé LSR fer til að greiða niður lífeyrishækkanir, sem nær 200 vinnuveitendur þurfa að greiða til lífeyrisþega. Að sjálf- sögðu þýðir þetta, að ríkissjóður verður að taka á sig skuld- bindingarnar. Þessi breyting var gerð 1980 og hefur kostað ríkissjóð 7,3 milljarða frá þeim tíma. Fjármálaráðherra hefur sagt, að náist ekki fljótlega sam- komulag við opinbera starfsmenn um breytingar á LSR verði einfaldlega að loka honum og stofna nýjan sjóð fyrir þá, sem bætast í hóp opinberra starfsmanna, eða vísa þeim á aðra lífeyrissjóði. Sú leið virðist nú blasa við, enda er breyting á opinbera lífeyriskerfinu flókin og afstaða stéttar- félaganna mjög misjöfn. Það má þó ekki hindra, að lausn finnist hið fyrsta. LAGASETIMING Tryggingayfirtannlæknir boðar róttækar breytingar í rekstri tannlæknadeildar NÚ LIGGUR frumvarp fyrir Alþingi, þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar á gildandi mannanafna- lögum og mætti ætla að þau lög væru komin til ára sinna, svo mikil sem óánægjan með þau er. Því fer hins vegar fjarri; lögin tóku gildi árið 1991 og leystu af hólmi lög frá 1925. Endurskoðun á gömlu lögun- um tókst hins vegar ekki sem skyldi og oftar en einu sinni voru sagðar fréttir af deilum óánægðra foreldra við mannanafnanefnd, af því að þeir máttu ekki skíra afkvæmið Elsabet eða Arnold, á meðan bömin í næsta húsi hétu Walter, Fritz og Esther. Gömlu lögin staðlausir stafir Gömlu lögin frá 1925, sem virtust eldast svo ósköp vel, gerðu það í raun ekki, heldur voru staðlausir stafir. Þau voru sjö hnitmiðaðar greinar, þar sem tekið var á málum á röggsaman hátt. 2. grein laganna lagði til dæmis blátt bann við því að nokkur íslendingur tæki sér ætt- arnafn eftir að lögin tækju gildi. Árangur þessa banns var enginn, sem sést best á því að árið 1855 voru ættarnöfnin 108, árið 1910 voru þau 297 og árið 1994 voru 2.227 ættamöfn á íslandi. Nú er því svo komið, að ættarnöfn em orðin fleiri á íslandi en hin hefðbundnu kenninöfn. Alþingi reyndi að dusta rykið af mannanafnalögum og lagafrum- varp þar um var samið árið 1955 og annað 1971. Ekki tókst þinginu þó að komast að neinni niðurstöðu um skipan mála og lítið fór fyrir frekari tilburðum til breytinga fram til 1990, þegar frumvarp að nýjum nafnalögum leit dagsins ljós. Til- gangur þess var m.a. að meira sam- ræmi yrði í nafngiftum íslendinga og það nýmæli tekið upp, að gerður var nafnalisti yfir góð og gild ís- lensk nöfn. Lögin, sem tóku gildi 1. nóvember 1991, gerðu ráð fyrir að leyfilegt yrði að gefa börnum þijú nöfn í stað tveggja áður (en sú regla laganna frá 1925 hafði svosem verið þver- brotin eins og önnur ákvæði þeirra). Þá mátti ekki skíra eða nefna barn tveimur kenninöfnum og varð fólk því að velja á milli þess hvort það vildi kenna sig við föður sinn eða móður eða bera ættarnafn. Sett var á fót mannanafnanefnd, sem var ætlað að skera úr ágreiningi um nöfn og rithátt þeirra. Nefndin sagði af sér í mars 1993 og var sú ástæða gefin fyrir afsögninni, að aðstöðu- leysi væri farið að há störfum nefnd- arinnar. Hundrað umsóknum hafnað á ári En maður kom í manns stað og ný nefnd tók að sér að úrskurða um íslensk nöfn. Mannanafnanefnd setti sér ákveðnar vinnureglur, til að hafa til hliðsjónar við mat á því hvenær nafn hefði áunnið sér hefð í íslensku máli og teldist þannig gott og gilt. Ekki voru allir foreldrar jafnhrifnir af mati nefndarinnar, enda bárust nefndinni árlega um 200 umsóknir um nöfn og var um helmingi þeirra hafnað, sem formaður hennar, Hall- dór Ármann Sigurðsson, ---------- sagði í samtali við Morg- unblaðið i júlí 1994 að það sýndi að lögin væru of ströng. Halldór Ármann ___________ hafði reyndar lýst sig and- vígan lögunum, í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið í mars 1993, áður en hann tók við formennsk- unni. Hann sagði þau ólög, enda ætti vald, sem bannaði fólki að skíra barn sitt einhvetju tilteknu nafni, ekki að vera til í lýðræðisþjóðfélagi. Halldór Ármann skipti ekki um skoð- un eftir að hann settist í nefndina, en sagði að á meðan lögin væru í gildi bæri að fara eftir þeim. Hann settist síðar í nefnd, sem var falið það hlutverk að semja nýja frum- varpið, sem alþingismenn eru nú að velta fyrir sér, en meginmarkmið þess er að losa um þær hömlur sem settar voru 1991. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eilífur ófriður um mannanöfn * Illa virðist Islendingum ganga að ákveða hvaða reglur eigi að gilda um mannanöfn hér á landi og sumir telja að ekki eigi að hafa afskipti af nafnavali fólks, enda persónulegra mál vandfundið. Ragnhildur Sverrísdóttir eða Ragnhildur Gretu Sverrisdóttir, kynnti sér sögu nafnalagasetningar. Verða erlend ættarnöfn allsráðandi? Ársgömul lög endurskoðuð Um það leyti sem fyrsta útgáfa mannanafnanefndar sagði af sér var þegar farið að ræða um að endur- skoða þyrfti ársgömul lögin. Gagn- rýnin beindist fyrst og fremst að 2. grein manna- nafnalaga, þar sem ákvæði hennar um eiginnöfn þóttu of ströng. Þannig voru öll eiginnöfn af erlendum uppruna óheimil, nema þau hefðu unnið sér hefð í íslensku máli, hvort sem þau voru löguð að almennum reglum íslensks máls og ritvenjum eða ekki. Þá mátti ekki gefa kynlaus millinöfn, eins og nöfn sem enda á -feld, -fjörð, -dal- og -nes. Leið nú og beið, nefnd var skipuð í ágúst 1993 til að endurskoða lögin og á meðan kvörtuðu þeir foreldrar hástöfum, sem ekki máttu t.d. skíra börn sín endingarlausum nöfnum, eins og Ásberg, Svanberg og Val- berg. Oánægja útlendinga, sem fengu íslenskt ríkisfang, var ekki minni. Þeir voru ósáttir sem fyrr við að þurfa að taka upp íslenskt eigin- Má kenna sig við bæði móð- ur og föður nafn og að börn þeirra tækju það eiginnafn sem kenninafn. Fréttir voru sagðar af manni, sem tók sér nafnið Eilífur Friður Edgarsson, sem samkvæmt nafnalögum var gott og gilt og svo sannarlega æskilegra en Ricardo Cabrera; nafnið ----------- sem hann hafði borið frá fæðingu. Oánægja að- fluttra íslendinga var svo- sem ekki ný af nálinni, því fyrir margt löngu þótti ýmsum undarlegt að Vladimir As- kenazy píanóleikari ætti að heita Valdimar Davíðsson hér á landi. Koma millinöfn í stað ættarnafna? í nýja og endurskoðaða frumvarp- inu kveður við nýjan tón, því heimil- uð eru aðlöguð erlend nöfn, jafnvel þótt þau styðjist ekki við hefð í ís- lensku máli. Þá eru millinöfn sem ekki hafa nefnifallsendingu heimil- uð, þ.e. nöfn eins og þau sem enda á -feld, -fjörð, -dal o.s.frv. og eru borin af bæði körlum og konum. Gert er ráð fyrir að þeir' sem eiga rétt til ættarnafns geti tekið það sem millinafn og kennt sig við föður eða móður. Þannig er íslenski kenninafn- asiðurinn (-sonur og -dóttir) í háveg- um hafður og fólk af erlendu bergi brotið getur t.d. tekið ættarnafn for- eldra sinna sem millinafn. Þær skorður eru settar við útbreiðslu ættarnafna að íslenskir ríkisborgar- ar fá ekki að taka upp ættarnafn maka síns, en mega taka það sem millinafn. Nefndin, sem samdi frum- varpið, lýsti áhyggjum vegna þess að ættarnöfnum fjölgar svo ört, að innan fárra áratuga kunni Islending- ar fyrst og fremst að bera útlend ættarnöfn. Útlendingar, sem fá ríkisborgara- rétt, fá nú að halda fullu nafni óbreyttu. Þeir geta þó tekið upp ís- lenskt eiginnafn, millinafn og/eða kenninafn. Þessi regla nær ekki að- eins til þeirra, sem fá ríkisborgara- rétt eftir gildistöku laganna, heldur geta þeir, sem urðu að breyta nöfn- um sínum, endurheimt gömlu nöfnin. Sem dæmi um slíkt má nefna, að ofannefndur Eilífur Friður getur á ný orðið Ricardo Cabrera. Þingmenn á öndverðum meiði Hinu nýja mannanafnafrumvarpi var tekið fagnandi af hluta þing- heims, en aðrir voru ekki eins hrifn- ir og kom m.a. fram tillaga við 2. umræðu frá þingmönnunum Svavari Gestssyni og Hjörleifi Guttormssyni um að málinu yrði frestað, þar sem vanda þyrfti sem best undirbúning löggjafar um svo veigamikið menn- ingarmál og skapa um hana sem víðtækasta samstöðu. Aðrir þing- menn lýstu stuðningi við frumvarpið, til dæmis Hjálmar Jónsson, einn nefndarmanna sem samdi það. Hann sagði að íslenski kenninafnasiðurinn myndi líða undir lok á örfáum árum, ef millinöfn yrðu ekki heimiluð. Allsheijarnefnd fór yfir frumvarp- ið og lagði til ýmsar breytingar, m.a. að heimilt verði að nota eignar- fall eiginnafns sem millinafn þegar um er að ræða eiginnafn annars foreldris. Þannig gæti maður heitið Jón Guðrúnar Guðmundsson og kon- an hans borið nafnið Helga Önnu Pálsdóttir. Nefndin taldi einnig rétt að heimila tvö kenninöfn, þ.e. Jón Guðrúnarson Guðmundsson og Helga Önnudóttir Pálsdóttir. Þá vildi allsheijarnefnd að þeir sem bæru ættarnöfn mættu líka bera millinöfn. Allsheijarnefnd lagði einnig tii, að fósturbarn, sem er í varanlegu fóstri hjá fósturforeldrum, geti tekið kenninafn í samræmi við það. Skunnar og Gudda eða Gunnar og Guðrún? Hrifningin yfir mannanafnafrum- varpinu er mismikil, sem áður sagði. Þannig vakti athygli, að tveir mannanafnanefndarmenn, þeir Páll Sigurðsson og Erlendur Jónsson, rit- uðu grein í Morgunblaðið og töldu hættu á að styr muni standa um hin nýju lög, verði frumvarpið sam- þykkt. Þeir sögðu of langt gengið og vitnuðu í greinargerð með frum- varpinu, þar sem segir að nöfn eins og Skjarpur og Skunnar verði heim- il, rétt eins og Garpur og Gunnar, þar sem þau falli að málinu. Þá verði gælunöfn eins og Frissi, Bíbí og --------- Gudda heimil. Frumvarpið bíður nú þriðju og síðustu umræðu á þingi, en enn er óvíst hver örlög þess verða. Ekki er þó við því að búast, að lagasetning Alþingis geti nokkurn tímann orðið sá eini rammi, sem stuðst er við þegar barni er valið er nafn. Eftir sem áður ræður smekkur hvers og eins. Hverjum finnst sinn fugl fagur og vill að hann beri nafn við hæfi. Það er því ef til vill ekki ástæða til að óttast að nöfn, sem flestir eru sammála um að séu hálf- gerð orðskrípi, nái mikilli útbreiðslu, enda sem fyrr gert ráð fyrir að banna megi nafn ef það er líklegt til að verða barni til ama. Hins vegar er umhugsunarefni, ef Islendingar eru að glata þeim sið að kenna sig við móður eða föður, eins og tíðkast hefUr frá örófi alda. NÝRÁÐINN tryggingayf- irtannlæknir, Reynir Jónsson, vill auka eftirlit með reikningsfærslum tannlækna, lagfæra gjaldskrá tann- lækna og tannsmiða og semja við tannlækna með tilliti til vandvirkni og verðlagningar. Þá vill hann auka ábyrgð einstaklingsins á þeirri for- sendu að núverandi kerfi umbuni þeim sem hugsa illa um tennur sín- ar. Til greina komi að hlutfall endur- greiðslu frá tannlæknadeild Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR), sem nú er 80% af þjónustu skólatannlækna og 60% af þjónustu annarra fyrir 16 ára og yngri, lækki ef ekki er hirt um að fara reglulega í skoðun. Greiðslur vegna tannlækninga námu 800 milljónum króna hjá TR 1994 og segir Reynir mega nýta fjár- muni, sem sparast með breyttum áherslum í rekstri deildarinnar, í kostnað við eftirlit með tönnum ungs fólks eftir að grunnskólagöngu lýk- ur, til 20 ára aldurs eða 25 ára. Einnig vill Reynir að aukin áhersla sé lögð á eftirlit vegna tannholds- sjúkdóma til að koma í veg fyrir ótímabært festutap, því þótt náðst hafi umtalsverður árangur í baráttu við tannskemmdir, detti tennur úr fólki á svipuðum tíma ævinnar, þótt heilli séu en áður. Þetta megi gera án þess að auka fjárútlát til tann- læknadeildar. Búið er að endurskoða gjaldskrá fyrir tannlækningar ásamt skýring- um og leggja fyrir Tannlæknafélag íslands og segir Reynir endurskoð- unina hafa mætt skilningi. „Það er búið að einfalda gjaldskrána og fella niður liði, sem sumir tannlæknar hafa nýtt sér til gjaldtöku, en aðrir ekki. Eg get nefnt dæmi um reikn- inga þar sem viðgerðarvinnan er þriðjungur af upphæðinni.“ Hann nefnir sem dæmi gjald fyrir glaðloft, deyfingar, notkun gúmmídúks, að- lögunarmeðferð og fortölur. „í langflestum tilvikum er litið svo á að þetta sé innifalið í þjónustunni. Sumir nota ákveðna smumingsliði mjög mikið, sjálf viðgerðarvinnan er orðin aukaatriði, og því má spyrja hvort stofnunin eigi að kaupa tann- lækningar af þeim.“ Fundur verður í samstarfsnefnd TR og Tannlæknafélagsins upp úr mánaðamótum og ætti þá að liggja ljósar fyrir reikningsform og breyt- ingar á gjaldskrá og taxtaskýringu að hans sögn. Minni flúorlökkun og færri myndatökur Reynir vill láta draga úr flúorlökk- un tanna hjá börnum sem ekki eiga tannskemmdir á hættu með eðlilegri hirðu og einnig telur hann of mikið um röntgenmyndatökur. „Það er verið að gera þetta á sex til tólf mánaða fresti, í stað þess að mynda með tveggja ára millibili. Það á bara að taka röntgenmynd leiki rökstudd- ur grunur á skemmdum, ekki bara til þess að gá. Þegar svona er komið má segja að vinnubrögðin séu orðin of vönduð.“ Aðspurður hvort um vísvitandi misnotkun á gjaldskrá tannlækna sé að fteða í sumum tilfellum segir Reynir: „Hættan er fyrir hendi þegar um er að ræða 300 manna hóp sem ekki hefur verið haft nægilegt eftir- lit með.“ Hann segir jafnframt að stofnunin greiði 30-50 milljónir ár- lega vegna tannsmíðavinnu án þess að samið hafi verið við stétt tann- smiða. Stuðst sé við viðmiðunar- gjaldskrá en erfitt sé að hafa eftirlit með reikningsfærslunum og stýra verðlagningunni. Hlutverk tannlæknadeildar TR er að hafa eftirlit með reikningsfærsl- um tannlækna fyrir tryggða sjúk- linga og úrskurða um þátttöku TR í kostnaði við tannviðgerðir eða -rétt- ingar vegna alvarlegra slysa, sjúk- dóma og meðfæddra galla. Reynir segir að unnið hafi verið markvisst að því að auka fræðslu almennings um rétt sinn með útgáfu bæklinga sem liggja frammi í lyfjabúðum og á heilsugæslustöðvum. „Okkur ber lögum samkvæmt að gæta þess að sjúklingur fái endurgreiðslurétt sinn Ekkí draum- órar heldur tiltekt Reynir Jónsson hyggst gjörbreyta starfsemi tannlæknadeildar Tryggingastofnunar, auka aðhald með tannlæknum og fylgjast lengur með tannheilsu ungu kynslóðarinnar, án þess að seilast frekar í vasa ríkisins. Helga Kr. Einarsdóttir ræddi við nýjan tryggingayfirtannlækni. HEILAR tennur og heilbrigt tannhold. TANNHIRÐA er eitthvað sem þessi einstaklingur þekkir ekki. til hins ítrasta. Ég hef verið að fræða tann- læknana um hveijir eigi rétt á greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar og hvernig á að standa að umsóknum. Þeir eru mjög ánægðir með að fá leiðbeiningar í þess- um frumskógi. sem regl- urnar eru.“ Reynir segir jafn- framt að markvisst sé unnið að því hjá Trygg- ingastofnun áð koma því óorði af, að um „dautt bákn“ sé að ræða. Sím- kerfí hafi verið bætt og haldin námskeið í sím- svörun og hvernig eigi að koma fram við þá sem þangað leita. Tryggingayfir- tannlæknir taki nú við símtölum eins oft og tími gefist til í stað símatíma tvær klukkustundir í viku, sem var. Hann gagnrýnir að helmingur tíma embættisins fari í erindi frá. tannréttingalæknum, sem séu ein- ungis 5% stéttarinnar og velti 10% af heildarkostnaði deildarinnar Reynir Jónsson tryggingayfirtann- læknir. vegna tannviðgerða. „Þá höfum við hinn helming tímans til þess að fylgjast með reikn- ingsfærslum. Sundurlið- un kostnaðar er þannig að 100-150 milljónir fara vegna umsókna um endurgreiðslu, 100 millj- ónir eru notaðar til greiðslu vegna tannrétt- inga og 500-600 millj- ónir eru vegna tannhirðu grunnskólabarna. Kostnaður vegna skóla- bamanna fellur nánast sjálfkrafa á stofnunina, það er enginn sem kem- ur nálægt því að úthluta þeirri fjárhæð,“ segir Reynir en um er að ræða 50-60.000 grunnskólanema. Stikkprufur úr sjúklingaskrám „Þorgrímur Jónsson, fyrrverandi tryggingayfirtannlæknir, hefur unnið gott starf en verið með undirmann- aða deild. Það vantar gæðaeftirlit. Við borgum fasta upphæð fyrir hvern þátt tannlækninganna en höfum ekk- ert eftirlit með því hvort verið er að reiða af hendi þá þjónustu sem greitt er fyrir. Hvort vel er gert eða verið að kasta til höndum. Það kemur því tii greina að að tannlæknadeild TR taki stikkprufur úr sjúklingaskrá hjá tilteknum tannlæknum og skoði.“ Umsóknir til deildarinnar vegna endurgreiðslu eru um 3.000 á ári og segir Reynir að um 1.000 manns í hveijum árgangi geti þurft á tann- réttingum að halda. Við síðustu breytingar á almannatryggingalög- um féllu tannréttingar út og segir Reynir að tryggingayfirtannlæknir þurfi nú að túlka hvort umsókn um endurgreiðslu vegna tannréttinga falli undir lagaskilgreininguna „al- varlegar afleiðingar vegna mlð- fæddra galla“, sem sé „óþolandi“. „Við getum ekki verið dómarar að þessu leyti. Það er miklu eðlilegra að kerfið sé þannig að sjúklingur fái styrk til þess að fara í tannréttingu, sem sé þó ekki hærri en svo að hann þurfi virkilega að velta fyrir sér hvort hann þurfi á henni að halda. Þeir sem eru með alvarlegustu kvillana svo sem klofinn góm fengju hærra hlutfall, kannski 90%.“ Trassar fá umbun Reynir segir umtalsverðan árang- ur hafa náðst í baráttunni við tann- skemmdir en segir að núverandi kpríi umbuni þeim sem trassa að mæta reglulega til skoðunar. „Um það bil helmingur grunn- skólabarna fer til einkatannlækna, þriðjungur fer til skólatannlækna en hinir koma ekki. Eins og kerfið er í dag er hægt að trassa tennurnar algerlega til 15 ára aldurs, koma svo með allt skemmt og láta gera við, að mestu leyti án þess að viðkom- andi borgi kostnaðinn. Þetta er ekki rétt og hver einstaklingur getur kost- að hundruð þúsunda. Æskilegast væri að taka mið af því hvernig við- komandi sinnir skyldu sinni við tenn- urnar, það þarf að auka ábyrgð ein- staklingsins,“ segir Reynir og leggur til að sá sem hirði ekki um að mæta reglulega í skoðun þurfi að greiða hærra hlutfall vegna viðgerða og ef vanrækslan sé langvarandi missi hann rétt til endurgreiðslu þar til hann sé búinn að koma tönnunum í lag á eigin kostnað. Stofnunin hefur tekið i notkun nýtt tölvukerfi og segir Reynir að umboð TR úti á landi hafi verið tengd höfuðstöðvunum síðan í nóvember, sem auðvelda eigi eftirlit. „Vandinn er hins vegar sá að lítill hluti stéttar- innar er tölvuvæddur á stoöim, kannski fjórðungur eða fimmtungur. Þessu þurfum við að breyta enda hefur verið gert ráð fyrir því að á -„vísitölustofu" tannlæknis sé tölvu- búnaður, og 7% lagt á taxtann frá 1987 til að kosta það. Trygginga- stofnun mun að sjálfsögðu fara að gera þá kröfu að við þetta ákvæði verði staðið, annars verður mælst til þess að álagið verði fellt út úr samn- ingi. Tölvuvæðing mun spara heil- mikið í samskiptakostnaði og gera okkar vinnu auðveldari, hvort sem er .við innslátt eða eftirlit.“ Þá telur Reynir eðlilegt að starf- rækja kvörtunarnefnd sem sjúkling- ar geti leitað til vegna misbresfa í tannlæknisþjónustu. í sáttanefnd Tannlæknafélagsins sitji bara tann- læknar sem hætt sé við að standi vörð um hagsmuni stéttarinnar á kostnað neytandans. Eðlilegra sé að í kvörtunarnefnd sitji fulltrúi tannlækna, neytenda og opinberra aðila. Tryggingayfirtannlæknir er að lokum spurður hvernig hugmyndum hans hafi verið tekið í stjórnkerfinu. „Það eru allir mjög jákvæðir fyrir þessum breytingum, allt frá ráðherra og niður úr ef svo má að orði kom- ast. Ég hef rætt við fulltrúa stförn- valda, yfirstjórn Tryggingastofnunai og Tannlæknafélagið, og mæti alls staðar sarna viðmótinu, enda hefst þetta ekki nema með góðri samvinni allra sem hlut eiga að máli. Það ei spennandi að hrista upp í þessi staðnaða kerfi. Þetta eru engii draumórar, ég er að taka til.“ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.