Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ H AÐSENDAR GREINAR Bannað er nafn þitt Drífa Halldór Ármann Hjálmar Pálsdóttir Sigurðsson Jónsson ALÞINGI hefur nú til meðferðar frumvarp til nýrra Iaga um manna- nöfn. Nokkrir vinir menningarinnar hafa nýverið lýst áhyggjum sínum vegna þessa í Morgunblaðinu, Helgi Hálfdanarson og Jónas Kristjánsson af kunnri prúðmennsku en Erlendur Jónsson og Páll Sigurðsson með nokkrum þjósti. Skrif þessara manna eru gott tilefni þess að riíja upp ástæðurnar fyrir því að dómsmála- ráðherra og raunar ríkisstjómin öll taldi nauðsynlegt að leggja fram frumvarp til nýrra mannanafnalaga. Gölluð lög Gallamir á gildandi mannanafna- lögum eru margir en þeir verstu eru fjórir: 1. Lögin mismuna borgumm landsins eftir uppmna og kynferði á nokkra vegu. Hér skal aðeins nefnt að þeim útlendingum sem gerast íslenskir rík- isborgarar er sérstaklega meinað um að ættamafn þeirra gangi til niðja. Afkomendur þeirra „innfæddu" Is- lendinga sem bera ættamöfn mega hins vegar halda ættamafni forfeðra sinna og hið sama á við um niðja erlendra manna sem ekki hafa gerst íslenskir ríkisborgarar. Ljóst virðist að samfélag þjóðanna mun ekki líða íslendingum mismunun af þessu tagi til neinnar lengdar. 2. Lögin banna öll tökunöfn sem ekki hafa unnið sér hefð í íslensku, jafnvel þótt þau falli prýðisvel að málinu. Sem dæmi um þetta má nefna nöfnin Daríus, Garíbaldi, Hilbert og Vilma. Sama máli gegnir um gælunöfn eða stuttnefni eins og Addi, Maggi og Sigga. Það hefur ekki gerst áður í íslenskri málsögu að með öllu sé tek- ið fyrir' upptöku nýrra tökunafna. Hefði þessi regla gilt fyrr á öldum hefðu nöfn eins og Jónas og Krístján eða Davíð, Fríðrik og Sófus aldrei unnið sér þegnrétt á Islandi. 3. Lögin girða alveg fyrir að gefin séu svokölluð millinöfn, þ.e._ „kynlaus" nöfn eins og Eyfjörð og ísfeld. Það er þó staðreynd að fjöldi manna ber nú þegar millinöfn. 4. Lögin stuðla mjög að útbreiðslu Mannanafnalögin, segja þau Drífa Pálsdóttir, * Halldór Armann Sigiirðsson og Hjálm- ar Jónsson, hafa skap- að ástand sem er ekki sæmandi í lýð- ræðissamfélagi. erlendra ættamafna á kostnað ís- lenskra föður- og móðurnafna. Þetta stafar einkum af því að afkomendum útlendinga (sem ekki gerðust íslensk- ir ríkisborgarar) er gert að velja á milli ættamafns og föðurnafns (eða móðurnafns), en mega ekki nota ætt- arnafnið sem millinafn. í samfélagi þar sem ættarnöfn em takmörkuð „gæði“ fer ekki hjá því að flestir sem standa frammi fyrir þessu vali kjósa ættarnafnið. Af þessum sökum er mikill fjöldi erlendra ættamafna að breiðast hratt út í málsamfélaginu, t.d. nöfn eins og Weihe, Wessman, Wheat, White, Wolfram, Woll og Wöhler. Er nú svo komið að ættar- nöfn íslenskra ríkisborgara, búsettra hérlendis, em orðin rúmlega 2.200 talsins eða nokkm fleiri en föðumöfn- in íslensku. Langflest ættarnafnanna em útlend og ryðja burt íslenskum kenninöfnum. Auðsætt er að brýna nauðsyn ber til að skapa þessum út- lendu ættamöfnum annan farveg inn í málsamfélagið. Helstu úrbætur Gildandi lög um mannanöfn era greinilega svo gölluð að við það verð- ur ekki unað. Helstu úrbæturnar sem lagðar em til í fmmvarpinu em þess- ar: í fyrsta lagi er lagt til að nafnrétt- ur íslenskra ríkisborgara af erlendum uppruna verði ekki lakari en nafn- réttur annarra íslendinga. Naumast ætti að þurfa að rökstyðja nauðsyn þessa, svo fráleit sem mismunun manna eftir þjóðernislegum uppruna hlýtur að teljast við lok 20. aldar. í öðru lagi leggja frumvarpshöf- undar til að tökunöfn verði heimiluð, jafnvel þótt þau hafi ekki unnið sér hefð hér á landi, þó að því tilskildu að þau verði löguð að íslensku máli. Þetta er afar mikilvæg breyting í fijálsræðisátt. Hún getur þó engan veginn talist róttæk, því að hún ger- ir strangar kröfur um form nýrra tökunafna og með henni er í raun- inni aðeins gert ráð fyrir reglu sem tíðkaðist hér á landi allt frá landnámi til þess að gildandi mannanafnalög voru sett. Af tillögunni leiðir að sjálf- sögðu að heimil verða ýmis nöfn sem em miður smekkleg í íslensku. Það er lítill vandi að benda á einstök slík nöfn með upphrópunum á torgum og hía eins og ótíndir strákar. Stað- reyndin er hins vegar að álappaleg tökunöfn hafa borist inn í málið á öllum öldum Islandsbyggðar en að- eins lifað þar skamma hríð. Fjölmörg ágæt tökunöfn, t.d. Davíð og Jónas, hafa á hinn bóginn auðgað íslenska tungu og munu vonandi gera það um langan aldur enn. Hér verður að treysta á smekkvísi þjóðarinnar, boð og bönn koma ekki í hennar stað. Þriðja meginbreytingin sem fmm- varpið gerir ráð fyrir felur það í sér að millinöfn verði heimil og að leyfi- legt verði að nota ættarnöfn sem millinöfn. Breytingin leiðir til þess að nöfn eins og Anna Norðfjörð Jóns- dóttir verða almennt leyfileg. Enn fremur hefur breytingin í för með sér að maður sem valið hefur að nefna sig Karl Wheat fremur en Karí Pétursson getur nefnt sig Karl Wheat Pétursson og jafnvel skráð sig Karl W. Pétursson. Markmið breytingarinnar er m.a. að auka frelsi í nafnamálum þjóðarinnar. Meginmarkmið hennar er þó að skapa hinum ógnvekjandi flölda er- lendra ættarnafna sem nú streymir inn í íslenskt málsamfélag nýjan far- veg, þannig að þau ryðji íslenskum kenninöfnum ekki úr vegi. Ákvæði frumvarpsins um millinöfn gera það einnig mögulegt að veija íslenska kenninafnasiðinn enn frek- ar, kjósi menn það, með því að heim- ila ættarnöfn aðeins sem millinöfn. Að óbreyttum lögum er hins vegar borin von að til þessa ráðs verði grip- ið með nokkrum einföldum hætti. Menn geta auðvitað kosið að yppa öxlum yfir þeirri þróun í þessum efn- um sem nú er að verða og látið sem ekkert sé. Það er hins vegar sannfær- ing frumvarpshöfunda að verði ekk- ert að gert og það skjótt muni ekki líða nema fáir áratugir þar til kenni- nöfn íslendinga verða að stærstum hluta útlend ættarnöfn: Weihe, Wessman, Wheat, White, Wolfram, WoII, Wöhler,... Saga annarra þjóða sýnir að ættarnöfn geta útrýmt þús- und ára gömlum föðurnafnakerfum á svo sem þijátíu árum. Leikregjurnar í samfélaginu Lög um mannanöfn sem eru þann- ig úr garði gerð að þau falli öllum málkerum vel í geð í hvívetna verða aldrei samin. Auðsætt er að frum- varpið heimilar nöfn sem sumir hafa litlar mætur á, rétt eins og núgild- andi lög. En hér er fleira í efni en nákvæmlega hvaða nöfn verði leyfi- leg og hver ekki. Leikreglurnaf í samfélaginu skipta ekki síður máli, og raunar munu þeir margir sem telja að þær skipti höfuðmáli og séu jafnvel mikilsverðari þáttur íslenskr- ar menningar en mannanöfn. Lög og reglur um mannanöfn eru að nokkru leyti hliðstæðar reglum um ritfrelsi. Menn geta haft ímugust á margvíslegasta efni í fjölmiðlum og þó verið því andvígir að birting þess sé bönnuð. En hinir eru að sjálfsögðu einnig til sem vilja sníða reglur sam- féiagsins nokkuð nákvæmlega að sínum einkasmekk. Gildandi nafnalög eru aðeins fárra ára gömul. Því hefur þess vegna verið haldið fram að ekki sé komin nægileg reynsla á lögin og því sé það fljótræði af þinginu að hrófla nokkuð við þeim, betra sé að bíða átekta. Þetta er því miður alveg frá- leitt. Mikil og verulega slæm reynsla er nú þegar fengin af mannanafna- lögunum. Frá því að mannanafna- nefnd tók til starfa, síðla árs 1991, hefur hún ijailað um hátt í eitt þús- und mál og hafnað um 400 beiðnum foreldra um nöfn og nafnritanir. Fullyrða má að annar eins fjöldi hef- ur leitað eftir upplýsingum um bönn- uð nöfn en hætt við að sækja um nafngjafarleyfi af því að fyrirfram var vitað að beiðninni yrði hafnað. Nánustu skyldmenni barnanna og foreldranna sem þarna eiga í hlut skipta þúsundum. Það er áreiðanlegt að þessu fólki öllu finnst kappnóg reynsla fengin af gildandi manna- nafnalögum. Höfundar sömdu frumvarp til nýrra mannanafnalaga. Smekkvísi í nafngiftum NOKKRIR ágætis- menn hafa á undan- föriium vikum varað sterklega við óðagoti í afgreiðslu hins nýja lagafrumvarps um mannanöfn sem nú liggur fyrir Alþingi. Seinast vora þessi varnaðarorð ítrekuð í forystugrein Morgun- blaðsins á sumardag- inn fyrsta. Ekki er ástæða til að endur- taka þessar röksemdir. Þær snúast um smekk- lega verndun ásamt nýsköpun íslenskrar nafnahefðar sem er dijúgur þáttur í íslenskum menning- ararfi. Höfundar frumvarpsins kveðast vilja auka frelsi í nafngiftum. Al- kunna er að ófá óhappa- verk hafa á öllum öldum verið unnin í nafni frels- is. Höfundar leggja ekki heldur til algjört frelsi en treysta þó einkum á „smekkvísi" manna við að forðast þau nafns- krípi sem þeir sjálfir viðurkenna að lögin mundu heimila og oft hafa verið tíunduð í fyrrnefndum greinum. Ef smekkvísin ein ætti að ráða, þá þyrfti engin lög. Aðrar og undarlegar hömlur eru þó lagðar á nafngiftir og bera vitni um þröngsýni. Hér skal sem dæmi tekin túlkun í greinargerð frum- varpsins á væntanlegri lagaklausu svohljóðandi: „Stúlku skal gefa Ef smekkvísin ein ætti að ráða, þyrfti engin lög. Ami Björnsson skrifar um smekkvísi í nafngiftum. kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn." Þessi grein er túlkuð svo að einung- is nefnifallsmynd nafnsins skuli gilda þótt nafnið beygist með ólíkum hætti og enginn vafi þurfí því að leika á hvort um karl eða konu sé að ræða, síst ef fólk fær eftir sem áður að kenna sig við móður og föður. Sem dæmi um þessa þröngsýni má taka mannsnafnið Auður. Það er í fomu máli bæði til sem karlmanns- Árni Björnsson nafn og konunafn. Annað beygist: Auður - Auði - Auðs, en hitt: Áuður - Auði - Auði - Auðar. Varla velk- ist nokkur í vafa um hvors kyns þessi nöfn séu. Hvorugt þeirra var algengt mestan hluta íslandssögunnar en í rómantík 19. og 20. aldar urðu þær Auður djúpuðga og Auður kona Gísla Súrssonar langtum frægari og vin- sælli en Auður karlinn á Rauðsgili. Af þeim sökum virðist ekki mega láta heita eftir honum samkvæmt túlkun greinargerðarinnar. Þetta er fásinna og ertil vitnis um undarlegt mat á smekkvísi manna og málkennd. Um kyn nafnorða gengur á ýmsu í íslensku. Mörg orð sömu merkingar flakka milli kynja og taka þá mismunandi beygingu. Sem dæmi má taka orðið (regn)skúr, sem er ýmist kvenkyns, í eignarfalli skúrar, eða karlkyns, í eignarfalli skúrs, og fuglsnafnið örn, sem ýmist er karl- kyns, í þágufalli erni, fleirtala ernir, eða kvenkyns, í þágufalli öm, fleir- tala arnir. Einnig era dæmi þess að tvö nafnorð með ólíka merkingu hafí sömu nefnifallsmynd, en að öðm leyti ólíka beygingu. Sem dæmi má taka orðið skeið, kvenkyns, eignarfall skeiða, og skeið, hvomgkyn, eignar- fall skeiðs. Þessi margbreytni er á engan hátt skaðleg fyrir íslenska tungu. Greinargerðin tekur tvö nöfn sér- staklega til meðferðar sem dæmi þess hvað ekki megi í þessu efni. Þau em Ilmur sem aðeins kona mætti bera og Blær sem aðeins karl mætti bera. Svo vill til að bæði þessi nöfn eru mér persónulega nokkuð tengd. Því vil ég staðhæfa að ekkert mæli móti því að drengur héti: Ilmur - Ilm - Ilmi - Ilms, en stúlka: Ilmur - Ilmi - Ilmar. Á líkan hátt mælir ekkert gegn því að bæði drengir og stúlkur heiti Blær í nefnifalli eins og reyndar hefur verið staðreynd í tvo áratugi. Stúlkan hans Álfgríms í Brekkukots- annál hét líka Blær en Halldór Lax- ness virðist ekki hafa verið nógu smekkvís fyrir höfunda hins nýja mannanafnafrumvarps. Höfundur vinnur á Þjóðminja- safni íslands. Indesit kæliskápar, þvottavélar,uppþvottavélar, eldavétar ofl. ofl mmmam mmmmmmmm Lágmúla 8 • Sími 553 8820 « « M 'V. (. í g c ( ( ( I I <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.