Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐRÚN
VILMUNDARDÓTTIR
+ Guðrún Vil-
mundardóttir
var fædd á Geir-
mundarhóli í Hroll-
laugsdal, Skaga-
firði, 3. ágúst 1898.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 21.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Vilmundur
Pétursson, sjómað-
ur, Hofsósi, og kona
hans Baldvina Jóns-
dóttir úr Málmey,
Skagafirði. Guðrún
ólst upp á Hofsósi
ásamt bróður sínum Jóni sem
var árinu yngri en hún, en hann
drukknaði í sinni fyrstu sjóferð
23 ára gamall 15. maí 1922.
Eftirlifandi systir Guðrúnar er
Jóhanna, gift Kristni Guðjóns-
syni, skipsljóra úr Sandgerði.
Þau dvelja nú á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Guð-
rún fluttist ung til
Siglufjarðar og
giftist þar 3. febr-
úar 1923 Brynjólfi
Jóhannssyni, verk-
sljóra, ættuðum úr
Möðruvallasókn í
Eyjafirði. Guðrún
og Brynjólfur eign-
uðust 3 dætur; Þor-
gerði, sem gift er
Herði Jónssyni,
efnaverkfræðingi,
Garðabæ; Baldvinu,
sem gift var Hregg-
viði Sigríkssyni, en
þau eru bæði látin, og Sigríði,
sem gift er Kristjáni Július-
syni, verkstjóra í Keflavík.
Barnabörnin urðu 10 og
langömmubörnin 10.
Utför Guðrúnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna
þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
(Davíð Stefánsson.)
Guðrún fór ung til Reykjavíkur
og lærði að sauma í einn vetur og
fluttist svo til Siglufjarðar þar sem
hún giftist Brynjólfí og eignaðist
dæturnar þrjár og áttu þau heimili
þar i 34 ár. Hún var hörkudugleg
og rösk við síldarkassana á yngri
árum og það gustaði af henni þegar
hún strunsaði á síldarplanið. Hún
var glaðleg og létt í spori og leit á
björtu hliðarnar á tilverunni. Hún
átti sínar skoðanir og gat sagt þær
umbúðalaust þegar það átti við.
Hún tók málstað þeirra sem voru
minni máttar og á var hallað.
Handavinna og garðrækt var
hennar uppáhaldstómstundaiðja.
Garður þeirra hjóna á Siglufirði bar
vitni myndarskap og natni þeirra
beggja. Hún var trúuð kona og ég
sé hana fyrir mér nú þar sem hún
er á leið í kirkju með sálmabókina
sína undir hendinni í upphlutnum
sem hún saumaði þegar hún var
17 ára og bar ávallt á helgidögum,
og var langömmubam Guðrúnar,
Erla Matthíasdóttir, fermd í vor í
upphlut ömmu sinnar. Gamla konan
grét af gleði þegar hún sá Elnu í
upphlutnum á fermingardaginn.
Ég hitti Guðrúnu og Brynjólf í
fyrsta sinn á Siglufirði fyrir 39
árum. Okkur varð strax vel til vina.
Þau hjónin fluttust til Keflavíkur
árið 1957. Þar vom þau nær börn-
um sínum og bæði nutu þau sam-
vista við barnabörnin sem þá voru
fædd. Eftir lát Brynjólfs leit Guðrún
til með mér og strákunum þegar
dóttir hennar var að vinna. Hún
sagði mér til við eldamennskuna
er henni fannst á stundum heldur
undarleg, en strákarnir voru litlir,
oftast svangir og borðuðu það sem
fyrir þá var borið. Strákamir kunna
henni bestu þakkir fyrir kennsluna.
Guðrún var hin síðari árin með
allan hugann við afkomendur sína
og þakkaði Guði fyrir hve vel þeim
vegnaði. Hún var fróð og minnug
svo af bar, gat farið með ljóð og
þulur tímunum saman án þess að
endurtaka fram á síðustu daga. Við
sem yngri erum dáðum þessa eigin-
leika og öfunduðum hana af minn-
inu og fróðleiknum.
Hún varð fyrir áföllum í lífinu
eins og gengur. Bróður sinn missti
hún í hafið í hans fyrstu sjóferð.
Hún saknaði hans sárt og lengi.
Brynjólfur eiginmaður hennar lést
1962. Þau höfðu verið samtaka í
að eignast fallegt heimili sem mér
og mínum þótti gott og gaman að
heimsækja. Þyngsta áfall Guðrúnar
var þegar dóttir hennar Baldvina
varð bráðkvödd 58 ára gömul. En
hún bar höfuðið hátt og leitaði
stuðnings hjá Guði sínum.
Guðrún dvaldi síðustu árin á
Hrafnistu og talaði oft um hvað
allir þar væru góðir við sig. Við
þökkum öllu starfsfólki Hrafnistu
fyrir góða umönnun og hlýhug í
hennar garð. Hún fékk að halda
fullri reisn og andlegu atgervi fram
í andlátið. Við söknum hennar og
munum oft riija upp tilsvör og til-
vitnanir hennar. Við þökkum henni
samfylgd er aldrei bar skugga á.
Hörður Jónsson og synir.
t
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR GUNNARSSON,
fyrrverandi skólastjóri,
andaðist i Landspítalanum þriðjudaginn 23. apríl.
Guðrún Karlsdóttir.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÁSTA SVERRISDÓTTIR,
(Víðiteigi 12),
Sandagervej 11,
Vadum,
Danmörk,
er látin.
Jarðarförin auglýst síðar.
Stefán Ómar Jónsson,
Ásthildur Stefánsdóttir,
Ómar Stefánsson,
Arndís Stefánsdóttir.
Lítil stúlka læðir hönd í lófa
ömmu sinnar, nú skal haldið til
betja. Þær halda af stað gangandi
inn dalinn, litla stúlkan harla létt-
stíg með nýja beijafötu með mynd-
um sem afi hafði gefið henni
skömmu áður. í dalnum er gnótt
beijaþúfna og amman tínir berin
í gríð og erg en stúlkan gleymir
sér yfir öllum undrum náttúrunnar.
Lítil hagamús rekur trýnið upp
úr holu sinni og litla stúlkan verð-
ur hálf smeyk og hastar á músina
að hafa sig á brott svo hún geti
tínt berin í friði. En þá kemur
amma og útskýrir fyrir stúlkunni
að hagamúsin eigi heima þarna og
þær séu í rauninni gestir á heimili
hennar og megi því hvorki reka
hana á brott né hræða hana.
Það safnast fá ber í nýju beija-
fötu stúlkunnar, hún er hinsvegar
duglegri að tína upp í sig. Fyrir
utan fáein ber er nú allt í einu
komin köngurló í fínu fötuna með
myndunum. Litla stúlkan hljóðar
upp og biður ömmu að koma og
drepa ljótu pödduna, en amma
kemur og tekur köngurlóna var-
lega úr fötunni og setur hana á
beijalyngið og köngurlóin forðar
sér hlaupandi á brott. Ömmustelpa
fær í staðinn að heyra þulu um
köngurló sem getur vísað á beij-
amó. Það er gaman að borða nest-
ið sem amma hefur útbúið og
syngja síðan vísur með ömmu en
af þeim kann hún nóg. Þegar
nestistíma lýkur kastar stúlkan
bréfinu utan af brauðinu eins langt
og hún getur en það má aldrei
gera, segir amma því að þarna búa
álfar og huldufólk og ekki hendir
maður rusli heima hjá öðrum, ekki
viljum við að álfar og huldufólk
hendi rusli heima hjá okkur, segir
hún.
Heimferðin er hæg enda litlir
fætur orðnir lúnir, margt að skoða
og mikið að hugsa. Þær mæta
skítugum manni sem hoppar og
gólar. Litla stúlkan notar nú tæki-
færið að láta ömmu heyra hvað
hún hefur lært af hinum krökkun-
um og hrópar hátt og skýrt ókvæð-
isorð á eftir manninum. Þá dregur
ský fyrir sólu, amma snarstoppar
og er afar þungbúin þegar hún
segir að ekki muni allir jafn gæfu-
samir og þær, það sé skylda okkar
að vera góð við og hlúa að þeim
sem minni gæfu njóta.
Litla stúlkan skyldi ekki þá allan
þann vísdóm og djúpu virðingu sem
amma bar fyrir öllu lífi. Hún skilur
það núna.
Takk fyrir handleiðsluna, amma
mín.
Linda.
í dag er við kveðjum þig, elsku-
lega amma, langar okkur að minn-
ast þín, og reyna með örfáum orðum
að þakka þér allt.
í hugum okkar allra eru margar
ljúfar minningar frá uppvaxtarár-
um okkar, er þú komst ófáar ferð-
imar á Heiðarbrúnina, til að hjálpa,
kenna og fylgjast með.
Allt lék í höndunum á þér, blóm-
in þín blómstruðu úti sem inni og
handavinnukona varstu mikil, og
eigum við marga fallega hluti sem
þú saumaðir, heklaðir eða föndraðir
og færðir inn á heimilin okkar. Þú
varst einstök, gjafmild og hjartahlý.
Alla tíð barst þú hag okkar fyrir
bijósti, allt fram á síðasta dag.
Þrátt fyrir háan aldur, 97 ár, vildir
þú fá að fylgjast með öllum þínum.
Þínar mestu gleðistundir síðustu
árin, voru þegar einhver kom og
færði þér fréttir.
Kæra amma, fyrir mörgum
árum, sagðir þú að til afa færir þú
að vori. Með þessum orðum kveðj-
um við þig, elsku amma, og biðjum
góðan guð að vernda þig og blessa.
Við þökkum fyrir ástúð alla
indæl minning lifir kær
núna mátt þú höfði halla
við herrans bijóst er hvíldin vær.
í sölum himins sólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Hildur, Hafdís, Júlíus,
Sigrún og Brynja.
MARGRÉT
EYJÓLFSDÓTTIR
+ Margrét Eyj-
ólfsdóttir fædd-
ist í Flatey á
Breiðafirði 27. apríl
1908. Hún lést á
Landspítalanum 5.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Eyjólf-
ur Eyjólfsson og
Guðrún Ingunn
Hansdóttir. Mar-
grét var yngst
fimm systkina og
fjögurra hálfsystk-
ina frá fyrra hjóna-
bandi föður hennar.
Einn albróðir hennar er enn á
lífi, Hans Kr. Eyjólfsson, fædd-
ur 1904.
Margrét giftist 13. júní 1942
Degi Halldórssyni, sjómanni, f.
7. maí 1904, d. 22. desember
1983. Foreldrar
hans voru Halldór
Magnússon og Guð-
rún Baldvinsdóttir.
Börn Margrétar og
Dags eru tvö, Sig-
ríður, f. 13. septem-
ber 1942, gift Bald-
vini Helgasyni og
eiga þau þrjá syni,
og Halldór, f. 20.
júlí 1946, kvæntur
Elsu Lúðvígsdóttur
og eiga þau tvo syni
og þrjú barnabörn.
Dagur átti son frá
fyrra hjónabandi,
Gísla, f. 24. maí 1937, kvæntur
Margréti Sigvaldadóttur.
Útför Margrétar fór fram í
kyrrþey að ósk hennar 15. apríl
siðastliðinn.
Amma okkar hefði orðið 88 ára
í dag hefði hún lifað, en hún var
orðin svo þreytt og þjáð og því
hvíldinni fegin, eins og hún hafði
sagt okkur undir það síðasta. Varla
hefði hún getað hugsað sér betri
dag til að yfirgefa jarðvistina, en
föstudaginn langa, því alla tíð var
hún trúuð kona.
Á þessari stund hrannast upp í
huga okkar ljúfar minningar um
iiðna tíð, sérstaklega jólin heima
hjá Möggu ömmu og Degi afa á
Sogaveginum, en það er eins og
sú sanna gleði, sem þar ríkti á
jólunum, finnist aldrei aftur.
Hún amma var listræn í sér og
málaði olíumálverk á fyrri árum,
en eitt listform fylgdi henni alla
ævi eða þar til hugsunin fór að
bila síðasta árið, en það var ljóða-
gerð. Þær voru ófáar vísurnar, sem
hún amma sendi okkur við ýmis
tækifæri. Þær hittu í mark, hvort
sem hún tjáði okkur ást og um-
hyggju, eða vandaði um við okkur
og lagði lífsreglurnar. Það verður
skemmtilegt verk að lesa yfir allt
það sem hún skildi eftir og víst
er að þar leynist mörg perlan og
kannski síðbúin skilaboð frá henni.
Við söknum þín sárt, en vitum
að nú líður þér vel og að þú ert
komin til hans afa. Þar sem sumar-
ið er á næsta leiti langar okkur
að birta ljóðið þitt „Sumarið kem-
ur“:
Sál mín fapar sumri
sólargeislar gleðja
vetur úr þínum viðjum
verður allt að kveðja.
Lækur léttur hjalar
leitar út í sæinn
ljóðin lóan syngur
langan sumardaginn.
Sál mín fagnar sumri
sær er kyrr og fagur
ilmur jarðar angar
enn er kominn dagur.
Blómin vakna af blundi
bikar döggvan tárum
sólin geisla sendir
svífur fugl á bárum.
Barnabörnin.
BJÖRN
PÁLSSON
+ Björn Pálsson var fæddur á
Snæringsstöðum í Svínadal
í Austur-Húnavatnssýslu 25.
febrúar 1905. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Blönduósi 11.
apríl síðastliðinn og fór útförin
fram frá Blönduóskirkju 20.
apríl.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Við brottför samferðamanna eða
ástvina héðan af heimi getur þakk-
læti fyrir liðin kynni eða einungis
það að hafa fengið að vera samtíð-
armaður hins horfna vegið þyngra
en harmur og eftirsjá. Svo hygg
ég að flestum sé nú farið, þegar
héraðshöfðinginn Björn á Löngu-
mýri er allur, en hann varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að lifa langa
og viðburðaríka ævi, oftast nær sér
til gamans. Við sjáum nú á bak
manni, sem sleit barnsskónum og
mótaðist fyrir tæpri öld og varð-
veitti sjálfstæði sitt og sjálfsvirð-
ingu hvern einasta dag síns níutíu
og eina aldursárs. Dæmi hans er
hollt okkur, sem lifum í nútímanum,
sem hefur tilhneigingu til að hygla
þeim, sem fúsir eru að selja sig og
fórna sérkennum sínum. Fyrir það
ber honum heiður og þökk.
Björn á Löngumýri átti engan
sinn líka. Hann fékk stóru hlutverki
úthlutað og reis undir því. Þótt
hann væri ekki maður gallalaus,
fléttuðust gallar hans þó flestir
saman við kostina með einhveijum
hætti. Kröfur hans til sinna nán-
ustu voru angi af kröfuhörku hans
við sjálfan sig og ofurkappi við að
draga björg í bú, ná markmiðum
sínum og vinna þau verk í almanná-
þágu, sem honum var til trúað.
Stríðni hans og hrekkir voru hluti
af lífsorku hans og glaðværð, sem
ávallt mörkuðu samskipti hans við
aðra og létti þeim líðandi stund.
Hann setti svip sinn á umhverfi sitt,
hvar sem hann kom, og hann var
maður þeirrar stærðar og gerðar,
að gallar urðu að algjöru aukaatriði
í samanburði við kostina. Hann var
í eðli sínu kappsfullur baráttumað-
ur, sem fagnaði verðugum andstæð-
ingi til að heyja við íþrótt sína og
leik.
Björn á Löngumýri var allt í senn
margfróður og víðförull heimsmað-
ur, djarfhuga athafnamaður, sem
hvergi fór troðnar slóðir, gróðamað-
ur með gott hjartalag, hugmynda-
ríkur brautryðjandi og glöggskyggn
foringi, málsnjall sveitarhöfðingi og
litríkur þingmaður auk þess sem
hann var bæði félagshyggju- og
einstaklingshyggjumaður. En fyrst
og síðast var hann bóndi að eðli
og uppruna, sem naut þess að fylgj-
ast með og hlú að margbreytilegu
lífi. Hann naut samvistanna við
náttúruna og landið. Af jörðu var
hann kominn og á vordegi hverfur
hann í gróandi faðm jarðar, þar sem
hann átti æskuheimili sitt.
Pétur Pétursson.