Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 17 VIÐSKIPTI ÚRVERINU Hæstiréttur úrskurðar í málaferlum Gísla Amar Lárussonar og Skandia Kröfu um ógilclingu hlutafjámukningar vísað aftur í hérað HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað að Héraðsdómi Reykjavíkur beri að taka kröfu Gísla Arnar Lárus- sonar um ógildingu á hlutafjár- aukningu í Vátryggingafélaginu Skandia til efnislegrar meðferðar, en Héraðsdómur hafði áður vísáð málinu frá. Þá hefur Gísli Örn, skv. heimildum Morgunblaðsins, krafist þess að vera boðaður á aðalfund Vátryggingafélagsins Skandia í ljósi þess að hann sé þar hluthafi. Umrædd hlutafjáraukning, sem nam 140 milljónum króna að nafn- virði, átti sér stað í árslok 1992 í kjölfar þess að Forsakringsakti- ebolaget SkandiaNord hafði keypt Gísla Órn út úr Vátryggingafélag- inu Skanda ásamt því að gera við hann starfslokasamning, en Gísli Örn var á þeim tíma framkvæmda- stjóri þess. Þessi krafa Gísla Arnar er einn anglþeirra málaferla sem hafa verið í gangi milli hans og SkandiaNord, móðurfélags Skand- ia hér á landi, og Vátryggingafé- lagsins Skandia, undanfarin þijú ár. Grundvallarágreiningur enn óleystur Eins og fram hefur komið ógilti gerðardómur þann 20. janúar 1995 tvo samninga sem þessir aðilar höfðu gert með sér í lok árs 1992. Hinn fyrri, sem gerður var þann 18. desember það ár, kvað á um kaup Gísla Arnar á hlutabréfum SkandiaNord í Vátryggingafélag- inu Skandia fyrir 1 krónu. Hinn síðari, sem gerður var 29. desem- ber sama ár, kvað á um kaup Skandia á öllum hlutabréfum í Vátryggingafélaginu Skandia og var kaupverðið 19 milljónir króna. Áður en þessir samningar voru gerðir hafði Gísli Örn átt 35,7% hlut í Vátryggingafélaginu Skand- ia. Þrátt fyrir umræddan gerðar- dóm hefur enn ekki verið leyst úr ágreiningnum um eignarhald Gísla Arnar í Vátryggingafélaginu Skandia. Þau málaferli sem enn standa yfir snúa annars vegar að kröfu SkandiaNord um ógildingu gerðardómsins frá 20 janúar á síð- asta ári, og hins vegar að kröfu Gísla Arnar um ógildingu um- ræddrar hlutafjáraukningar, þar sem ekki hafi verið löglega að henni staðið. Þá hefur einnig verið skipaður gerðardómur til þess að úrskurða um skyldu Skandia til að afhenda Gísla Erni hlut sinn í Vátrygg- ingarfélaginu Skandia, sem og að meta hvort og þá hversu háar launagreiðslur Gísli Örn eigi inni hjá Vátryggingafélaginu Skandia. í samningi sem þessir aðilar gerðu með sér þann 26. júní er kveðið á um eignarhlut Gísla Arn- ar, sem og með hvaða hætti Skand- ia muni kaupa af honum þann eign- arhlut og hvernig reikna skuli það verð sem þar skuli koma fyrir, en þessi samningur telst vera í gildi eftir að gerðardómur ógilti áður- nefnda samninga frá árslokum 1992. Ekki eru horfur á því að sá gerðardómur hefji starf sitt fyrr en að niðurstaða í dómsmálunum tveimuv liggur fyrir. Þá hefur Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Gísla Arnar, kært til Hæstaréttar þann úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 15. apríl sl. að kveða skuli til matsmenn til að meta hagsmuni Gísla Arnar í þessu máli. Er þess krafist að þessi úr- skurður verði felldur úr gildi og SkandiaNord dæmt til að greiða allan málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Snjallræði ’96 að hefjast HUGMYNDASAMKEPPNIN Snjallræði er nú að fara af stað í þriðja sinn. Um er að ræða hugmyndasamkeppni fyrir ein- staklinga með snjallar hug- myndir, einstaklinga sem vilja hrinda þeim í framkvæmd, segir í frétt. Snjallræði ’96 er hluti af Átaki til atvinnusköpunar, sem Iðn- lánasjóður, Iðnþróunarsjóður, iðnaðarráðuneytið og Iðntækni- stofnun standa sameiginlega að. I stjórn átaksins sitja ennfremur fulltrúar Útflutningsráðs, Sam- taka iðnaðarins og verkalýðs- hreyfingarinnar. I Snjallræði ’96 eru verðlaun- aðar snjallar hugmyndir ein- staklinga sem geta leitt til fram- leiðslu nýrra vara sem líklegar eru til að spjara sig á markaði. Heildarverðlaunin fyrir ein- staka hugmynd geta numið allt að rúmum tveimur milljónum króna. Hugmyndasmiðjurinn þarf að leggja fram allt að 1.700 þúsundkrónur að mestu í formi vinnu. Á móti kemur að allur hagnaður af hugmyndinni renn- ur til eigenda hugmyndarinnar. Þegar samkeppnin var haldin fyrst árið 1992 bárust um 250 hugmyndir og sama var upp á teningnum árið 1994 þegar sam- keppnin fór af stað öðru sinni. Snjallræði ’96 er skipt í tvo hluta. Fyrst eru valdar átta hug- myndir og fær hver hugmynda- smiður allt að 600 þúsund króna verðlaun. Fénu á að verja til að kanna hvort hugmyndin er hag- kvæm til frekari vinnslu. Hug- myndasmiðurinn leggur að auki til 200 þúsund krónur í flestum tilfellum í formi vinnu. Síðari hlutinn hefst u.þ.b. sex mánuðum síðar. Þá eru valdar fjórar af þeim átta hugmyndum sem hlutu verðlaun í fyrri hluta samkeppninnnar. Verðlauna- upphæðin í seinni hlutanum nemur allt að 1,5 milljónum kr. og mótframlag hugmyndasmiðs- ins er 50% eða allt að 1,5 milljón- um kr. í síðari hlutanum er unn- ið að fullnaðarþróun, frumgerð- arsmíð og undirbúningi fram- leiðslu og markaðssetningu. Tilgangur keppninnar er að aðstoða einstaklinga sem vilja koma hugmyndum sínum á framfæri, en hafa ekki fjárhags- legar eða tæknilegar forsendur til þess. Umsóknarfrestur í Snjallræði ’96 rennur út 3. mai næstkom- andi, en umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Iðntækni- stofnun. Stöplafiskur hefur framleiðslu og útflutning á loðnu Loðnan sett á innlend- an markað í sumar STÖPLAFISKUR hf. hefur hafið framleiðslu og útflutning á loðnu- hrygnum sem hafa verið meðhöndl- aðar eftir hefðbundnum japönskum leiðum. „Ég get nú sagt þér ýmis- legt skemmtilegt um þetta, - fyrií utan að þetta er bráðhollt og gott,“ sagði Aðalsteinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Stöplafisks hf., þegar náðist tal af honum sl. fimmtudag. „Við erum búnir að fá ágætis viðbrögð frá markaðnum við því að við séum að framleiða góða og ferska afurð sem er fyllilega sam- keppnisfær í gæðum og betri en það sem framleitt er t.d. í Taiwan. Við erum með 60 til 80 tonn af frosinni loðnu sem við ætlum okkur að reyna að vinna úr.“ Aðalsteinn segir að Sölumiðstöð- hraðfrystihúsanna sjái um sölu- og markaðsmál og hafi verið að vinna mjög ötullega í Japan og Bandaríkj- unum. „Það eru að fara frá okkur sýnishorn til ýmissa aðila í Banda- ríkjunum, Evrópu og Japan. Við eigum von á því að fljótlega fari mikil alvara að færast í sölumálin og samningar verði gerðir um veru- legt magn.“ Dýrt fyrirtæki Um þessar mundir er undirbún- ingur og þróunarvinna í gangi hjá Stöplafiski. Stefnt er að því að selja loðnu á innlendan markað í sumar og unnið er að því að koma henni í íslenskar umbúðir. Loðnan verður svo markaðssett á sama hátt og í Japan í samvinnu við Karl K. Karls- son, sem dreifir harðfiski fyrir Stöplafisk. „Þetta er dýrt fyrirtæki, en það sem maður er að leitast við að gera er að byggja þetta upp jafn- óðum og framleiðslan vex,“ segir Aðalsteinn. „Þegar þetta verður komið af stað fyrir alvöru og yfir hundrað tonn fara um þetta á ári erum við hins vegar farnir að tala um flokkara o.fl. sem kosta millj- ónir.“ Loðnan verður seld í búðum í 120 gramma bökkum á líklega um 400 krónur. „í einum pakka geta verið allt að tíu stykki,“ segir Aðal- steinn. „Það er því vel hægt að grilla loðnuna og reiða hana fram sem forrétt á undan kjötinu.“ Getur skipt sköpum Aðalsteinn segir að gríðarleg vinna liggi að baki hveijum loðnu- pakka: „Það eru mörg störf í þessu og þetta er mikil aukning á útflutn- ingsverðmæti loðnuafurðarinnar. Þetta er því mjög spennandi verk- efni sem gæti skipt verulegu máli í framtíðinni." Þeir aðilar, sem að verkefninu standa, eru Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. „Þessir aðilar hafa verið okkur mjög mikill styrkur," segir Aðalsteinn. „Það hefur verið unnið eftir ákveðinni formúlu sem menn settu upp í upphafi og menn hafa tekið hvern þátt fyrir sig og unnið hann. Þróunarvinnan hefur því tekið styttri tíma en við í upphafi áttum von á, sem þýðir að menn hafa staðið faglega að þessu." Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Nýtt skip í flota Húsvíkinga \V , V X. A-'\- NÝTT skip Húsvíkinga, Björg Jónsdóttir ÞH 321, kom til heima- hafnar sl. laugardag. Togarinn er um 500 brl. að stærð og var smíðaður á Akureyri árið 1978. Hann hét áður Höfðavík AK-300 og var í eigu Krossvíkur hf. á Akranesi. Skipinu var breytt hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts hf. fyrir um 80 milljónir króna. Sett var í skipið nótaveiði- búnaður og mikið af tækjum í brú voru endurnýjuð og brúin innréttuð að nýju. Auk þess var lestin hólfuð og einangruð. Björg Jónsdóttir ÞH getur borið um 850 tonn af síld og loðnu. Útgerðarfyrirtækið Langanes hf. á Húsavík keypti skipið en áður hafði fyrirtækið selt tvo báta sína, Björgu Jónsdóttur ÞH til Árskógssands og Björgu Jóns- dóttur IIÞH til Siglufjarðar. Aflaheimildir þeirra báta verða sameinaðar á nýja skipið. Skip- stjórar verða bræðurnir Aðalgeir og Sigurður Bjarnasynir en þeir eru synir Bjarna Aðalgeirssonar, útgerðarmanns skipsins. Skipið heldur til síldveiða í færeyskri lögsögu í byrjun maí en íslensku skipin mega hefja veiðarþar 10. maí. Fleiri mál af sama tagi í skoðun hjá Fiskistofu Þrír grásleppubátar sviptir leyfum BÁTARNIR Hafdís HF 121, Marín KE 149 og Valdís HF 169, sem eru gerðir út frá Sandgerði, hafa verið sviptir öllum leyfum til að stunda fiskveiðar í fiskveiðilandhelginni frá 29. apríl til 8. maí. „Bannið er sett á bátana vegna brota á reglugerð um hrognkelsa- veiðar. Þeir hafa verið að veiða þorsk í grásleppunet,” segir Hilmar Bald- ursson, lögfræðingur Fiskistofu. Aðspurður um frekari aðgerðir segir hann að það séu heimildir til þess að hirða andvirði þess afla sem er ólögmætur, en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það í þessu tilfelli. Hann segir að það komi einnig til greina að skrá á bátana fleiri sóknardaga en þeir hafi farið á sjó. Þegar bátar veiði í grásleppunet nýti þeir ekki sóknardagana. Fái þeir hinsvegar mikið af þorski í grásleppunetin sé hægt að bæta sóknardögum á þá. „Það er verið að skoða það líka,“ segir hann. Hilmar segir að fleiri mál af þessu tagi séu í skoðun hjá Fiskistofu. „Það er alveg hugsanlegt að fleiri verði fyrir þessu,“ segir hann. „Það verður varla neitt í næstu viku. Við fylgjumst alltaf með veiðunum í gegnum skráningarkerfí hjá okkur og sjáum alveg hvaða bátar veiða hvaða fisk og í hvaða veiðarfæri. Ef ástæða er til förum við á staðinn °g fylgjumst með.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.