Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON + Daníel Ágnstín- usson fæddist á Eyrarbakka 18. mars 1913. Hann lést á Kanaríeyjum 11. apríl síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 24. apríl. Ég kynntist Daníel Águstínussyni skömmu eftir að ég fluttist til Akraness árið 1967. Mér var þá boðin þátttaka í blak- hóp fullorðinna (old boys). Daníel var þar helsti foringinn eins og annars staðar þar sem hann var þátttakandi. Sá ég strax að þama var mikill garpur á ferð sem tók öll sín viðfangsefni af fyllstu ein- urð, hvort sem var í leik eða starfi. Reyndar hélt ég í fyrstu að hann væri einhvers konar óheflaður póli- tískur harðjaxl sem beitti öllum ráðum til að koma sínum málum fram. Ég komst þó fljótt á aðra skoðun. Daníel sýndi mér strax mikla vinsemd og við frekari kynni kom í ljós að hér var á ferð ákaf- lega skemmtilegur maður, vel greindur og fróður um marga hluti, sérstaklega þó um land og þjóð. Umfram allt var hann þó heiðar- legur og einlægur og vildi öllum vel. Hef ég og fjölskylda mín vissu- lega fengið að njóta þess. Til þess að kynna mér siði Skagamanna og nánasta umhverfí bæjarins, bauð hann mér stundum með sér í svart- bakseggjaleit í Akrafjall á vorin. Fórum við þá að kvöldinu og vorum fram undir morgun. Var þetta ákaf- lega skemmtilegt í bjartri sumar- nóttinni, hlustandi á lýsingar Dan- íels á umhverfinu og skemmtilegar sögur hans af mönnum og málefnum. En hvort sem við vorum bara tveir eða fleiri, var alltaf mest af eggjum í fötunni hjá Daníel, svo yfirferðar- mikill var hann og naskur á að finna egg- in þó samferðamenn- imir væru allir áratug- um yngri en hann. í mörg ár kom hann einnig heim til mín að haustinu með fulla fötu af kartöflum, sem hann hafði ræktað, til að leyfa fjölskyldu minni að smakka á hans ágætu uppskeru. Frænku minni aldraðri sem hér bjó síðust æviárin sýndi hann einnig einstaka ræktarsemi. Daníel reyndi aldrei að hafa pólitísk áhrif á mig eða að fá mig til að kjósa sig í bæjarstjórn eða til þings. Síðustu tvo áratugina hefur sam- band okkar Daníels verið mest í Rótarýklubbi Akraness, þar sem við vorum báðir félagar. Var Daníel þar ákaflega virkur og góður félagi. Ef setja átti af stað umræður, mátti alltaf treysta því að Daníel stæði upp og kæmi umræðum af stað, því hann hafði oftast skoðanir eða áhugaverðar spurningar um mál- efnið. Reyndar fannst sumum hann stundum dálítið óspar á ræðutím- ann. Alltaf var þó gaman að hlusta á Daníel, því hann var mjög sköru- legur ræðumaður, skýrmæltur og flutti mál sitt af tilfinningaþunga. Hann gat einnig verið spaugsamur og hafði gaman af hvers konar stráksskap. Rótarýklúbburinn hef- ur því mikið misst. Þótt Daníél væri orðinn 83 ára gamall var hann enn í fullu fjöri og mjög hress og ungur í anda svo að manni fannst t Faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN ERLENDSSON, Ránargötu 12, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. apríl kl. 13.30. Helgi Jónsson, Eyþór Jónsson, Erlendur Snæbjörnsson, Hrefna Jónsdóttir og systkini. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýju við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR REBEKKU SIGURÐARDÓTTUR, Hofslundi 19, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11-G á Landspítalanum. Ólafur J. Einarsson, Sjöfn Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Einar S. Ólafsson, Inga Jóna Andrésdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Einlægar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför systur minnar og frænku okkar, SIGURLÍNAR GUÐBRANDSDÓTTUR frá Loftsölum, Mýrdal, Stigahlið 22, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Drop- laugarstöðum fyrir góða umönnun. Fyrir hönd annarra vandamanna, Matthildur S. Guðbrandsdóttir, Þórhildur Salómonsdóttir, Guðbrandur Guðjónsson. hann enn eiga talsvert mikið eftir. Mér finnst ég nú hafa misst einn allra besta vin, sem ég hef eignast hér á Akranesi. Við hjónin viljum því að skilnaði færa Daníel okkar bestu þakkir fyrir samfylgdina og færa Onnu, hans mikilhæfu eigin- konu, og bömum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ingjaldur Bogason. Þegar sú fregn barst hingað til Akraness að Daníel Ágústínusson hefði úti á Kanaríeyjum orðið fyrir áfalli, sem nokkrum dögum síðar leiddi hann til dauða, þyrmdi yfír bæjarbúa. Okkur setti hljóð. Við vorum alvarlega minnt á að enginn ræður sínum næturstað. Nokkrum dögum áður vorum við Daníel ásamt fleira fólki að skemmta okkur á 40 ára afmæli Norræna félagsins hér á Akranesi. Þar lék hann við hvem sinn fíngur, var svo kátur og fjörug- ur að sjaldan hafði ég séð jafnlétt yfír honum og einmitt þetta kvöld. Ég var búinn að þekkja Daníel Ágústínusson lengi. Þegar við hjón- in fluttum til Akraness 1958 var hann bæjarstjóri hér. Hann var af- skaplega dugmikill í því starfí og sópaði þar af honum eins og alls staðar þar sem hann kom. Síðar meir sátum við saman í bæjarstjóm um langt árabil og fór alla tíð mjög vel á með okkur þótt við væmm ekki í sama stjórnmálaflokki. Hann var mikill málafylgju- og baráttu- maður í pólitík og betra var að hafa hann með sér en á móti. Já, það gat gustað um hann þegar sá gállinn var á honum. Daníel og kona hans, Anna Er- lendsdóttir, vora ákaflega góðir ferðafélagar. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð, sem við fóram sumarið 1978 ásamt fleirum, til Narpes í Finnlandi á norrænt vina- bæjarmót. Þar nutu þau sín vel í góðra vina hópi. Daníel gekk þó ekki alveg heill til skógar því hann var mjög slæmur í mjöðminni enda fór hann fljótlega í aðgerð eftir að komið var heim. Margt var skoðað í þessari ferð og mikið gengið. Til dæmis var gengið um Helsingfors þvera og endilanga enda taldi farar- stjóri okkar að ekkert gagn væri að því að skoða borgir nema fót- gangandi. Sú ferð ein tók marga klukkutíma. Daníel fylgdi hópnum fast í þessum gönguferðum þótt sárþjáður væri. Hann vildi ekki missa af neinu. Það er mikil eftirsjá að Daníel Ágústínussyni og hans mun lengi minnst, ekki síst hér á Akranesi. Elsku Anna mín, við hjónin vott- um þér, börnum þínum, bamabörn- um, tengdabörnum og öðram ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu sam- úð. Guð veri með ykkur. Hörður Pálsson. í hugum okkar er það oft svo, að sumir samferðamenn okkar virð- ast geta orðið eilífir. Síungir og hressir á líkama og sál. Þeim mun meiri verða þá viðbrigðin, er svo hressandi og leiftrandi persónur hverfa frá í einu vetfangi. Þannig var það með Daníel okkar, hress og glaður á fallegri strönd og augnablikum síðar, hafði hann kvatt lífið. Góðri og farsælli ævi var lokið. Við sem eftir stöndum þökkum fyrir að hafa átt hann og hans góðu konu að vinum frá bemskuárum okkar systra. Við vorum ungar að árum, er við réðumst sem barnfóstrar til þessara yndislegu ungu hjóna, með börnin sín tvö. Elín systir mín var á undan mér í barnfóstruhlutverkinu og tók ég svo við af henni. Alla þá ára- tugi, sem síðan era liðnir, hefur vinátta okkar haldist. Hjónin Daníel og Anna eða „Bíbí“ eins og hún hét hjá okkur, voru okkur afar góð. Vináttu sína við okkur undirstrik- uðu þau best, er þau áttu gullbrúð- kaup fyrir nokkrum árum og héldu mikla veislu að Hótel Örk. Þau mundu eftir fyrstu barnfóstranum sínum og buðu þeim í slíka stór- veislu, sem lengi verður í minnum höfð. Þama var öll þessi yndislega fjölskylda samankomin, fyrsta bamfóstran og síðan við systurnar, sem voram næstar á eftir henni. Daníel og „Bíbí“ sæl og glöð, hrók- ar alls fagnaðar. Sannkallaðir ætt- arhöfðingjar. Við náðum ekki saman, áður en þau hjónin fóru í sólarfrí erlendis. Þau voru sjálfkjörin á stórhátíðum okkar systra. Það náðist ekki í þetta sinn, en afmæliskveðjan brást ekki. Fallega sumarkveðju frá sólar- ströndinni fékk ég frá vinum mín- um, ritaða af þeim saman og hún barst mér í þann mund, er ég vissi að Daníel sá góði maður hafði kvatt okkur og lagt út á hafið. Við öll, sem þekktum hann vott- um honum virðingu okkar og þökk- um honum samfylgdina. „Bíbí“ og fjölskyldunni allri vottum við samúð okkar og biðjum góðan guð að geyma ykkur öll. _ Edda Sigrún Ólafsdóttir og fjölskylda. Við Daníel Ágústínusson kynnt- umst um þrítugt, er áhugi hans á lausn vandamála ungmennafélag- anna færði hann til starfa fyrir þau í íþróttanefnd ríkisins. Hafði ég þá nýlega verið ráðinn til nefndarinn- ar. Stjórn UMFÍ tilnefndi hann sem fulltrúa sinn í nefndina 1943. Nefndin var endurnýjuð á þriggja ára fresti. Tíu sinnum var Daníel skipaður í nefndina og lauk því ólaunaða starfi í ársbyijun 1975. Störfín fólust einkum í veitingu fjár til hlutdeildar í byggingarkostnaði íþróttamannvirkja sem á þessu 32 ára tímabili voru 10 tegunda en einstök 600. Framþróun í gerð mannvirkjanna var t.d. frá grjót- hreinsuðum melum til grasvalla sem hvíldu á púkkuðu framræstu undir- lagi; frá torflaugum eða sundstæð- um innan fyrirhleðslna í gildrögum til fullkominna sundstaða, sem reistir eru samkvæmt nútíma holl- ustu- og varúðarkröfum. Tillögur þurfti að gera um framkvæmd sundskyldu til ráðherra, og sjá til þess að þær fyrirætlanir og aðrar hliðstæður í íþróttalögum yrðu virk- ar. Þegar leiðir okkar lágu saman 1943 hjá íþróttanefnd ríkisins og hófum samstarf að umferðar- kennslu í íþróttum, var okkur báð- um ljós hin erfiða aðstaða til íþróttaiðkana og almennra félags- starfa. Unnum við nefndina á okkar band og komum á framfæri við stjómmálaflokkana lýsingu á ástandinu og tillögum til lagfæring- ar. Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn, sem voru við stjóm, sameinuðust um frumvarp til laga um félagsheimili. Náði framvarpið samþykki á Alþingi 1947 en lögin skyldu eigi koma til framkvæmda fyrr en 1948. Þurfti + Innilegar þakkir sendum við öllurn þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGRÍÐAR GUÐRÚNAR BENJAMÍNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Hjördís Þorleifsdóttir, Þráinn Þorleifsson, Hrefna Pétursdóttir, Trausti Þorleifsson, Fríður Guðmundsdóttir, og fjölskyldur þeirra, Sigurjón Björnsson. að kynna tilgang laganna og ákvæði. Réðst íþróttanefnd í að láta semja rit, þar sem sýndar voru sex gerðir félagsheimila og þrjár fyrir sérfélög, t.d. skátafélög. I lesmáli ritsins kom glöggt fram hver skyldi vera herbergjaskipan, svo að húsið stæði undir nafni. Fé til þessarar uppbyggingar skyldi fást af inn- heimtum skemmtanaskatti. Skömmu eftir að Daníel hvarf úr nefndinni höfðu 149 sveitarfélög af 224 eða 66‘/2% komið upp félags- heimilum. Vegna þess að nauðsyn- legt var að sérfræðingar kæmu að hönnun félagsheimila, t.d. leiksviða, var gengið í af íþróttanefnd að stofna samband með þeim félögum sem störfuðu að leiklist. Þetta tókst og þau stóðu svo að stofnun Leik- listarráðs. Á árinu 1985 lét það gera úttekt á félagsheimilunum í landinu. Úttektina birti ráðið í vönd- uðu riti, þar sem glöggt kom fram hver þýðing félagsheimilanna er þjóðinni. Störf íþróttanefndar ríkis- ins fyrir þessa málaflokka leiddu af sér 3-4 fundi á mánuði. Vora þeir á eftirmiðdögum og á kvöldum. Þegar Daníel var fluttur á Akranes vildi heimkoma hans dragast fram á nótt og stundum lenti hann í ill- viðri. Árið 1975 var Landsmót UMFÍ haldið á Akranesi. Daníel var þá forseti bæjarstjórnar og með ávarpsorðum sínum bauð hann mót, sem má segja að hann hafði stofnað til, mótað með því að und- irbúa og að vissu leyti stjórnað 1940-’55 (6 mót). Segja má að það sé hans verk, skapfestu hans og þori hans að þakka, að ekkert mót- anna fórst fyrir. Í hinu ágæta riti frá 1992, Saga Landsmótanna, má lesa um verk Daníels. Jafnvel sunn- lenskt stórvirði gat ekki slökkt starfsgleði hans og atorku. Mótið í Hveragerði 1949, sem haldið var þrátt fyrir mikla erfiðleika er mörg- um þátttakendum ógleymanlegt fyrir samheldni og gleði. í stjórn UMFÍ var Daníel kosinn 1933 og sat í henni í 24 ár. Lengst af framkvæmdastjóri, og hin síðari ár gjaldkeri. Hann kom í stjórn UMFÍ á erfíðu tímabili félagsmála, t.d. komst fjöldi ungmennafélag- anna niður í 55; útkoma Skinfaxa hékk á bláþræði; deilan um bindind- isheitið hafði nær klofíð sambandið og margur vandi annar steðjaði að. Eiríkur J. Eiríksson var 1938 kosinn sambandsstjóri. Um þetta leyti var hann orðinn prestur að Núpi í Dýra- firði og kennari við skólann. Hann fékk 1939 leyfi frá störfum. Æsku- vinur hans frá Eyrarbakka Daníel, tók að sér kennslustörf hans og stjómarstörf í UMFÍ meðan Eiríkur dvaldi við framhaldsnám í Sviss. Að loknum kennslustörfum í Stykkishólmi og Núpsskóla settist Daníel að í Reykjavík. Það var happ ungmennafélögunum þar sem sam- bandsstjóri UMFÍ starfaði vestur að Núpi. Daníel leysti því margs konar stjórnarstörf og þjónustu við félögin. Á árinu 1951 var farið að huga að því að starfrækja Getraunir. Stjórn var 1952 sett á laggirnar. í þeirri stjórn var Daníel fyrir UMFÍ. Þó að starfræksla legðist niður 1956 var Daníel viðriðinn ýmis mál Getrauna eða allt fram til 1972 að iög um starfsemina voru endurskoð- uð og heimild fékkst fyrir talnaget- raun (Lottó). Daníel var sannarlega einn „Vor- manna íslands". Það þurfti ötula menn og baráttufúsa, til að taka við hugsjónum og brautryðjenda- störfum ungmennafélaganna. Daní- el Ágústínusson var einn þessara manna. Hver sem kynntist Daníel og naut að starfa með honum býr ávallt að þeim kynnum. Daníel fylgdi blessun og heill. Anna Erlendsdóttir, eiginkona Daníels, færði inn í líf hans gæfu. Hún bjó honum slíkt heimili, sem var gætt fágætum unaði. Megið þið ástvinir Daníels Ágúst- ínussonar finna frá okkur sam- starfsmönnum hans og vinum, ein- læga samúð við fráfall hans en um leið þakklæti fyrir að hafa notið stórbrotinna mannkosta hans. Þorsteinn Einarsson. '-r. é í ( ( ( ( ( < ( ( i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.