Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 25 NEYTENDUR Bjarni Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf. leggur mikla áherslu á strangar vinnureglur um hreinlæti, meðhöndlun og um- gengni. Þessar ströngu reglur eru einmitt ástæða þess að McDonald’s valdi Reykjagarð hf. sem fram- leiðanda kjúklingabita sinna en Reykjagarður hf. er nú stærsti kjúk- lingaframleiðandinn á markaðnum. „Eggjaframleiðsla, útungun, upp- eldi og slátrun eru í algjörlega aðskildum húsum hjá okkur og sérstakt starfsfólk er á hverjum stað. Héraðsdýralœknirinn á Hellu jylgist með allri framleiðslunni og tekur reglulega sýni til eftirlits og til þess að tryggja að allt sé í lagi. Tœknimenn McDonald's koma einnig til okkar reglulega til að skoða framleiðsluna." vs Kjúklingabitamir fyrir McDonald's eru sérunnir hjá Reykjagarði hf. strax að lokinni slátrun. Ekki aðeins eru kjúklingarnir skornir í 8 bita (ekki 9 eins og algengt er), heldur eru þeir líka fitusnyrtir. Til að gera kjötið ennþá meyrara og safaríkara eru bitarnir síðan marineraðir með sérstakri aðferð McDonald’s sem tryggir ferskleika. „Styrkurinn liggur í öguðum vinnu- brögðum. Að varan sé alltaf eins frá degi til dags - bitarnir séu alltaf jafnstórir og vel snyrtir." En McKjúklingur verður ekki bara til á kjúklingabúinu. MacDonald’s fylgir náttúrulega einnig stífum reglum við eldun kjúklinganna og sérstakt er að olían er hreinsuð strax eftir aðra hverja steikingu. Ein ástæðan að baki vinsældum McKjúklingsins er deigið sem bitunum er dýft í áður en þeir eru steiktir. Engin egg og ekkert ger eru í deiginu en samt myndast mjög stökk húð sem líka er einstaklega bragðmikil, þökk sé blöndu ferskra jurta og sérvalinna krydda. Alltaf gæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup 1 LYST ehf, er leyjtshafi McDotiald's á Islandi. Ef frekari upplýsinga er óskað, * •• skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf. Pósthólf 52, 121 Reykjavík, J • Reyk jagarður hf eða: Reykjagarður hf, Urðarholt 6, 2 70 Mosfellsbœr. LYST 8888 Morgunblaðið/Ásdís fleiri en eitt lyf að ræða. „Algeng- ustu lyfin voru verkjalyf, svefnlyf, róandi lyf og geðlyf.“ Þá segir Guðborg að athygli hafi vakið hversu algengar eitranir af völdum verkjalyfsins parasetamóls eru og margir geri sér ekki grein fyrir að það geti valdið eitrunum að fara yfir ráðlagða skammta. „Um 65-70% fyrirspurna voru vegna barna sex ára og yngri og var langoftast um að ræða slys sem gerðust inni á heimilum, þ.e. börn komust í efni eða lyf sem þau tóku inn, helltu yfir sig, önd- uðu að sér og svo framvegis. Guð- borg segir að mestan hluta eitrana hefði mátt koma í veg fyrir með ýmsum varúðarráðstöfunum á heimilum eins og að geyma ekki lyf eða hættuleg efni þar sem börn ná til þeirra. Guðborg segir að algengustu fyrirspurnir séu vegna hreinsiefna þegar börn eiga í hlut. Þegar lyf eru annarsvegar er oft um að ræða flúortöflur, járn og vítamín sem fólk haldi að séu algerlega hættulaus efni og geymi því á stöðum þar sem börn komast greiðlega að þeim. Misalvarlegar eitranir „Eitranirnar hafa verið misal- varlegar allt frá því að framkalla engin einkenni og upp í að vera lífshættulegar. Ekkert dauðsfall hefur þó orðið vegna þessara eitr- ana,“ segir hún. Þrír fastir starfsmenn eru starf- andi við Eitrunarupplýsingastöð- ina og ijöldi annarra starfsmanna leggur lið eftir því sem við á. Guðborg segir áhuga fyrir að byggja upp íslenskan gagnabanka í framtíðinni sem geymir þá upp- lýsingar um hættuleg efni sem eru á markaði hér á landi. Farið hefur verið þess á leit við fyrirtæki sem framleiða eða selja vörur sem geta verið skaðlegar heilsu manna að þau sendi stöðinni viðeigandi gögn um þessar vörur. Upplýsingarnar eru meðhöndlaðar sem trúnaðar- mál og þær aðeins notaðar í lækn- isfræðilegum tilgangi. Guðborg segir að verið sé að útbúa sérstaka límmiða sem verða Eitrunarupplýsingastöð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Algengustu fyrir- spurnirnar um lyf Algengast hefur verið fram til þessa að komið sé með fyrirspurn- ir vegna lyfjatöku eða í 25% til- fella en Eitrunarupplýsingastöðin fær að jafnaði um 70 fyrirspurnir á mánuði. Guðborg segir að þar af hafi í um 30% tilfella verið um Morgunblaðið/Sverrir HJÁ Eitrunarupplýsingastöð- inni starfa þrír fastir starfs- menn, Guðborg Auður Guð- jónsdóttir lyfjafræðingur og Curtis Snook, læknir og sér- fræðingur í klínískri eiturefna- fræði, í fullu starfi. Á myndina vantar Jakob Kristinsson lyfja- fræðing sem er í hlutastarfi. VISSIR ÞÚ ÞETTA UM REYKJAGARÐ HF. OG McDONALD’S Á ÍSLANDI? 65-70% fyrir- spurna vegna barna undir sex ára aldri FYRIR rúmu ári tók til starfa Eitr- unarupplýsingastöð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hún þjónar öllum landsmönnum, jafnt almenningi sem heilbrigðisstarfsmönnum og þar er símaþjónusta og sérfræð- ingar eru á bakvakt allan sólar- hringinn. „Hafi fólk spurningar um eitur- efni og eitranir veitum við upplýs- ingar og ráðgjöf um meðferð," segir Guðborg Auður Guðjónsdótt- ir lyfjafræðingur sem starfar við upplýsingastöðina. „Við söfnum ennfremur upplýs- ingum um eiturefnasamsetningar og nýjustu aðferðir við meðhöndl- un eitrana þannig að tryggja megi skjót og markviss viðbrögð þegar eitranir verða.“ Þá segir Guðborg að unnið sé að því að safna upplýs- ingum um eitranir á íslandi og reynt að koma í veg fyrir þær með forvarnarstarfi. sendir á hvert heimili í landinu. „Miðarnir eru límdir á síma með upplýsingum um nafn stöðvarinn- ar og símanúmer." Símanúmer Eitrunarupplýs- ingastöðvarinnar er 525-1111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.