Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR í tilefni 150 ára afmælis Menntaskólans í Reykjavík á þessu ári Hvenær verður byggð að borg? Vilborg Auður Guðný ísleifsdóttir Jónasdóttir ÞEGAR litið er til síðustu aldar undrast menn hve ytri um- gjörð mannlífsins í Reykjavík var smá í sniðum. Höfuðborg framtíðarinnar var þá lítið meira en kofa- þyrping, sem kúrði í kvosinni milli tjarnar- innar og sjávar. Efna- hagsumsvif Reykvík- inga voru ekki upp á marga fiska, enda þótt nokkur þilskip væru gerð út frá Reykjavík á seinni hluta aldar- innar og nokkrir kaupmenn og iðnaðar- menn, margir þeirra danskir, hefðu þar nokkur umsvif. Stjórnsýslan lét kannski helst til sín taka á sviði dómsmála framan af öldinni, enda fangahús komið þegar á 18. öld, en dómstóll (Landsyfirrétturinn) tók til starfa í Reykjavík árið 1801. Þótt útlitið væri ekki glæsilegt höfðu stjómvöld tekið þær ákvarð- anir, sem þokuðu þessu smáa byggðarlagi í átt til þeirrar borgar sem það er nú á dögum. Þegar starfsemi Alþingis hins forna á Þingvöllum lagðist af um 1800 hafði fyrrnefndur Landsyfirréttur í Reykjavík komið í þess stað. í kringum aldamótin 1800 höfðu báðir hinir gömlu biskupsstólar landsins, Skálholt og Hólar, verið lagðir niður. Landið var gert að einu biskupsdæmi með aðsetri í Reykja- vík og gömul kirkja (við Aðal- stræti) tók við hlutverki dómkirkju, þótt fljótlega væri hafist handa við smíði þeirrar dómkirkju sem enn þjónar sínu dómkirkjuhlutverki. Baldvin Einarsson og fleiri ís- lendingar í Kaupmannahöfn hófu upp úr 1830 baráttu fyrir stofnun ráðgefandi þings á íslandi og þeim varð að ósk sinni, árið 1845, þegar Alþingi var endurreist i Reykjavík í þeirri byggingu sem hýsir Menntaskólann í Reykjavík og í því húsi starfaði Alþingi þar til núver- andi Alþingishús kom til sögunnar árið 1881. Sá vísir að pólítískri starfsemi sem þessi forna stofnun fól í sér fékk þvi ný vaxtarskilyrði á nýjum tímum í Reykjavík. Ollum íslendingum sem komnir eru til vits og ára er kunn barátta Jóns Sigurðssonar um þetta leyti, en e.t.v. ekki ljóst að hann Iifði ekki að koma í það Alþingishús sem stendur við Austurvöll, heldur hélt hann sínar þingræður á sal Menntaskólans í Reykjavík. Með fyrrnefndum breytingum á biskupsstólum landsins fluttist hinn aldagamli Skálholtsskóli einnig til Reykjavíkur. Fyrstu árin þar var hann til húsa í lélegum húsakynn- um á Hólavelli en flutti síðan að Bessastöðum. Þar bjó skólinn við þröngan húsakost en góðan orðstír um tíma. Ákvörðun um flutning skólans frá Bessastöðum til Reykjavíkur var tekin með konung- legri tilskipun frá 1841 og danskur arkitekt var fenginn til að teikna þar skólahús. Sá staður sem stifts- yfirvöldunum á íslandi, Steingrími Jónssyni biskupi og Hoppe stift- amtmanni, leist best á undir skóla- húsið var ofan við Lækinn (Lækjar- götu) í svokölluðu Þingholti og þar reis skólahúsið sem þar stendur enn og hefur dugað vel í 150 ár. Þess má geta að árin 1844-1945 þegar skólahúsið var reist voru íbúar í Reykjavík um 960 talsins, en heild- arfjöldi nemenda skólans nú á 150 ára afmælisárinu er 948. Það er ljóst af þvi sem hér hefur verið sagt, að þeir þættir í sögu Reykjavíkur sem áttu mikinn þátt í því að breyta byggð í borg og gerðu Reykjavík að höfuðstað landsins voru stofnun Landsyfír- réttarins, flutningur biskupsstóls til Reykjavíkur og þar með flutn- ingur skólans til bæjarins og endur- reisn Alþingis. Smiðshöggið var svo rekið á verkið með tilkomu íslensks ráðherra með búsetu í Reykjavík, árið 1904. Þessir þættir stuðluðu sameiginlega að auknum umsvifum í stjórnsýslu og atvinnulífi, líflegri bæjarbrag og fjölgun íbúa. Þessi hugleiðing um það hvernig Reykjavík varð höfuðstaður er Vonandi sjá mennta- málayfirvöld sér fært, segja þær Guðný Jónsdóttir og Vilborg ---------7------------- Auður Isleifsdóttir, að hlúa betur að MR. skrifuð í tilefni þess að á þessu ári á Menntaskólinn í Reykjavík 150 ára afmæli og verður þess vonandi minnst eins og vera ber. Stjórnvöld landsins minnast þess vonandi að skólinn er beinn afkomandi elsta skóla landsins frá 11. öld og stjórn Reykjavíkurborgar er þess vonandi minnug að með þessum skóla varð Reykjavík skólabær. Gömlu skóla- húsin eru lúin mjög og þyrftu mik- illa endurbóta við, enda þótt mynd- arlega hafi verið staðið að málning- arvinnu utanhúss sl. sumar. Ósk- andi væri að stjórnvöld ríkis og borgar tækju höndum saman um vandaða viðgerð húsanna og við- hald. Vonandi sjá stjórnvöld menntamála sér fært að hlúa betur en gert hefur verið að skólanum og því starfi sem þar er unnið. Aðbúnaður nemenda og starfs- manna getur varla talist sæmandi saman borið við aðra skóla eða með tilliti til langrar og farsællar sögu skólans. Einnig má minna stjórnendur borgarinnar á þátt hinna fjölmörgu nemenda skólans, í 150 ár, í að glæða miðbæ Reykja- víkur lífi og glaðværð. Því öllum má ljóst vera að miðbærinn yrði ekki samur ef ungmenni skólans hættu að spranga þar daglega um götur og torg, hlypu ekki í strætó, gleyptu ekki í sig ísinn eða sporð- renndu pylsu, litu ekki í bækur í bókabúðinni, ættu ekki stefnumót á kaffihúsinu eða litu inn hjá bak- aranum, skósmiðnum eða í bank- ann. Að lokum má benda á að lóð skólans á einum fegursta stað í miðbæ Reykjavíkur virðist hafa gleymst í því annars lofsverða átaki sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir við fegrun og umbætur í borg- inni hin síðustu ár. Kannski stend- ur einmitt til að bæta úr því nú í tilefni afmælisins? Vilborg er safnfræðingur. Guðný er sögukennari við MR. Skapvondar kýr ÖÐRU hveiju kvikna deilumál innan stofnana milli ein- staklinga, og oftar en ekki er kennt um „samstarfsörðugleik- um“. Stundum magn- ast þessir örðugleikar, svo að krafist er brott- vísunar starfsmanna eða starfsmanna úr viðkomandi stofnun. „ S amstarfsörðugleik- ar“ eru fremur óljóst hugtak og getur þýtt eitt og annað og oft smávægilegar uppá- komur. Venjulega eru engin dæmi nefnd sem eru ástæða örðugleikanna milli ein- staklinga. Nú hefur það gerst að gjörvallt kúakyn landsmanna er ákært fyrir „samstarfsörðugleika" og nú er nefnd höfuðástæðan, sem er skap- vonska kúnna, um leið er kvartað yfir takmarkaðri nyt, borið saman við nyt systra þeirra erlendra, sem ákærendur telja að stafí af smæð kúnna og ónógri kjarnfóðurgjöf. En höfuðákæran er sú að íslenskar kýr eru fúllyndar, önugar, hrekkj- óttar og þráar fram úr öllu hófi. Einnig er sagt að þær geti verið illskeyttar, sem sagt mestu óhræsi. Þar sem þessi lundleiða og fúl- lynda skepna virðist afsegja að éta nægilegt kjarnfóður svo nytin megi aukast, þá telja byltingamenn um betri búskaparhætti og aukna arð- semi kúabúskapar einsýnt að eyða þessu 1.000 ára gamla kúakym, geyma e.t.v. nokkur stykki í hús- dýragörðum, sem skrítna forngripi og hefja gjörbyltingu í mjólkur- framleiðslu með því að flytja inn góðlyndar og nytháar norskar kýr. Þá þarf ekki að kvarta um „sam- starfsörðugleika" kúnna og fjós- anna, þá ríkir gagnkvæm tillitssemi við mjaltir og gjöf og engin hætta er á að þessar góðlátu, stóru, norsku kýr hlaupi út undan sér við rekstur, til þess er þyngdin of mikil. Bent hefur verið á, að þær stór- kostlegu norsku kýr, muni vart geta borið sig um hlíðar eða mýr- lendi hér á landi, vegna ofurþunga, þær myndu mæðast í brattlendi og sökkva í mýrlendi. Forsendan fyrir góðum árangri væru rennsléttir hagar. En bestur yrði afraksturinn ef verksmiðjubúskapur yrði tekinn upp og kýmar stæðu eða lægju á básum sínum eða í hjarðfjósum. Þá sparaðist sú orka sem þarf til útigöngu og spásseringa og við það myndi nytin aukast stórum. Aðrir annmarkar á breyttum kúastofni eru fjósin, en yrðu allt of lítil, básar of þröngir og jötur of litlar. Það þyrfti að rífa öll fjós landsins og byggja stærri. En þetta vex byltingarmönnum ekki í augum, þeir telja að nytin myndi marg- borga þann kostnað, sem hlyti að slá öll met með stóraukinni kjarn- fóðurgjöf. Bent hefur verið á, að kjarnfóður verði ekki auðfengið þegar tímar líða, vegna yfir- vofandi skorts á korni á heims- markaði, byltingarmenn virðast ekki hafa frétt um þessa staðreynd. Það einkennilega er að þessi fúl- lynda skepna, íslenska kýrin, nýtir fyllilega gras í stað kjarnfóðurs til mjólkurframleiðslu og eftir einhver ár gæti dæmið snúist við, þannig að slíkar skepnur yrðu mjög eftir- Gjörvallt kúakyn landsmanna er ákært fiirir „samstarfsörðug- Ieika“, segir Siglaugxtr Brynleifsson, sem hér skrifar um norskar kýr og íslenskar. sóttar í Evrópu og Bandaríkjunum þegar tekur að knappast um korn- birgðir heimsins. „Samstarfsörðugleikar" fjósa- manna og byltingamanna, sem þeir telja orsakast af skapvonsku þeirr- ar ferfættu, stenst ekki. Kýr eru góðlyndar skepnur eins og búsmal- inn yfírleitt, mæti hann umönnun og tillitssemi. Þeir fjósamenn sem halda öðru fram, skyldu mæla fátt um fúllyndi, þeir virðast aðeins meta alla hluti og allar skepnur til arðsvonar. Því hrapallegari eru rök þeirra, þar sem .engin arðsvonin er, enda málatilbúnaður þeirra reistur á vanþekkingu. Þeim fer líkt og seg- ir í Fjóstrú eftir Grím Thomsen: „fyrir sálina að setja lás en safna magakeis, . og á vel tyrfðum bundinn bás baula eftir töðumeis". Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson. í ÍSLENSKRI orðabók, sem gefin var út af Máli og menningu undir rit- stjórn Árna Böðvars- sonar, stendur orð- rétt: „Samráð = sam- eiginleg ráðagerð.“ Orðið merkir því að aðilar vinni að sam- eiginlegri ráðagerð og nái sameiginlegri niðurstöðu. Mér finnst nauðsynlegt að benda á túlkun Arna Böðvarssonar á þessu orði - samráð, þar sem ljóst er að sumir ráðherrar ríkisstjórn- ar íslands og alþingismenn á hinu háa Alþingi nota orðið í allt ann- arri merkingu. í huga og máli félagsmála-, fjármála-, samgöngu- og viðskiptaráðherra og fulftrúa þeirra táknar orðið samráð að halda fundi með málsaðilum, án þess að nokkur sameig- inleg ráðagerð eða samkomulag liggi fyr- ir að fundum loknum. Helsta röksemd fé- lagsmálaráðherra fyr- ir því að leggja fram frumvarpið um breyt- ingu á lögum nr. 80/1938 um stéttarfé- lög og vinnudeilur er sú, að vinnuhópur sem fjallaði um samskipta- reglur á vinnumarkaði var búinn að halda 48 fundi. í þessum vinnuhópi voru fulltrú- ar frá ASÍ, BSRB, VSÍ, VMSS og Reyna verður samn- ingaleiðina betur, segir Friðbert Traustason, til að eyðileggja ekki möguleika á skynsam- legri niðurstöðu. félagsmálaráðuneytinu. í niðurlagi áfangaskýrslu sem hópurinn skil- aði í árslok 1995 kemur fram að ýmiss grundvallaratriði hafi ennþá ekki verið rædd til hlítar. Sérstak- lega er bent á miðlun sáttasemjara og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um hana, boðun verkfalls og verk- banns, hlutverk ríkissáttasemjara í vinnudeilum og vinnustaðafyrir- komulag. Eftir að fyrrgreind skýrsla var lögð fram voru haldnir nokkrir fundir í nefndinni, án nokkurrar frekari niðurstöðu um ágreinings- efni. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, með fullum stuðningi at- vinnurekenda, taldi að fyrst ekki náðist samkomulag á 48 fundum væri tilgangslaust að standa í frekari samráðsviðræðum og lagði í mars sl. fram frumvarp sem fyrst og fremst inniheldur breytingar á þeim grundvallaratriðum í sam- skiptum aðila vinnumarkaðarins, sem vinnuhópurinn benti á að ætti eftir að ræða til hlítar. Þetta er sem sagt útfærsla Páls á samráði milli ríkisvaldsins og verkalýðshreyfmgarinnar. Ef verkalýðurinn samþykkir ekki til- lögur ráðherrans á „samráðsfund- unum“, er besta leiðin að kýla þær í gegn með lögum. Þetta er ein- kennileg aðferðafræði við úrlausn viðkvæmra mála og örugglega ekki til þess fallin að viðhalda ró og stöðugleika á vinnumarkaði. Þessi sama samráðsaðferð er einnig notuð af öðrum ráðherrum og fulltrúum þeirra í tengslum við framkomin frumvarpsdrög um hf- væðingu ríkisfyrirtækja og frum- vörp um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Eini munurinn er sá að ekki þurfti 48 fundi áður en drög að frumvörpum voru lögð fram. Væri nú ekki klókt og farsælast fyrir ríkisstjórnina að hægja á af- greiðslu framangreindra frum- varpa á Alþingi og reyna aðeins betur samningaleiðina, þannig að tímapressa og pólitísk upphlaup eyðileggi ekki möguleikann á skynsamlegri niðurstöðu? Höfundur er formaður Sambands islenskra bankamanna. Hvað merkir orðið samráð? Friðbert Traustason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.