Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 43 VALGARÐ ÁSGEIRSSON + Valgarð Ás- geirsson var fæddur á Blönduósi 25. október 1927. Hann lést á heimili sínu, Brekkubyggð 6 á Blönudósi, 22. apríl sl. Foreldrar hans voru Hólm- fríður Zóphonías- dóttir húsmóðir, f. 9.6. 1889, d. 5.4. 1957, og Ásgeir Þorvaldsson, múrarameistari, f. 4.8. 1882, d. 25.1. 1962. Þau bjuggu á Blönduósi. Systkini hans voru níu talsins og var Valgarð þeirra yngstur: Hrefna, látin, Sigríður, látin, Ása Sigurbjörg, látin, Soffia, Arndís, tvíburarn- ir Olga, látin, og Þorvaldur, Helga Maggý, látin, og Zóphon- ías. Hinn 6. maí l952 kvæntist Valgarð Önnu Árnadóttir frá Miðgili í Langadal, f. 27. júlí 1927, og byggðu þau sér heim- ili á Blönduósi. Anna er dóttir hjónanna Vilborgar Guðmunds- dóttur, f. 29.9 1885, d. 14.3. 1968, og Árna Ásgríms Guð- mundssonar, f. 11.7. 1888, d. 25.9. 1963, bónda á Miðgili í Engihlíðarhreppi. Börn Val- garðs og Önnu urðu sjö talsins: 1) Vilborg Árný, f. 7.7. 1951, maki Árni Jón Baldvinsson, f. 8.10.1952, börn Hrönn, f. 25.12. 1968, maki Óskar Björn Ósk- arsson, f. 5.4. 1973, sonur Sindri Snær Ágústsson, f. 11.11. 1990, Valgeir, f. 18.6. 1971, maki Ingibjörg Tína Gunnlaugsdóttir, f. 27.10. 1975, sonur Gabríel Dagur, f. 3.1. 1996, Sturla, f. 7.3. 1978, og Kristinn, f. 25.6. 1981. 2) Hólm- fríður Hrönn, f. 12.5. 1953, maki Emil Þorbjörnsson, f. 4.5. 1953, börn Sigurbjörn Ægir, f. 10.5. 1972, Þorbjörn Þór, f. 18.8. 1975, og Anna Dögg f. 31.8.1981.3) Sturla, f. 28.8.1954, d. 29.5. 1977. 4) Arndís, f. 21.12. 1957, maki Þorsteinn Úlfar Björnsson, f. 1.2. 1951, börn Lilja Sif, f. 16.9. 1982, og Oddur Freyr, f. 14.7. 1987. 5) Anna, f. 13.12. 1959, maki Halldór Þór Jóns- son, f. 20.2. 1961, börn Fanney, f. 15.9.1979, og Ásgeir, f. 18.10. 1982. 6) Hrafn, f. 16.2. 1963, maki Guðbjörg Ragnarsdóttir, f. 24.12. 1967, dóttir Anna Mar- ía, f. 24.3. 1994. 7) Ásgeir, f. 22.11. 1967. Valgarð stundaði nám sem unglingur í Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann fór þaðan í Iðnskólann í Reykjavik og tók sveinspróf í múraraiðn 1949. Múrarameistari varð hann árið 1952 og hafði hann verið sveinn hjá föður sínum. Valgarð vann við múrverk x A-Húnavatns- sýslu í ríflega 30 ár eða þar til heilsa hans gaf sig til erfiðis- vinnu. Eftir það lagði hann fyr- ir sig ýmis störf, s.s. svínarækt og leirbrennslu. Hann var list- fengur og unni alla tíð gömlum húsum og munum. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Minningarat- höfn og bálför í Reykjavík verða ákveðin síðar. Elsku pabbi minn, það er erfítt að fínna réttu orðin þegar þakka skal nærri hálfrar aldar samleið. Þegar ég var bam fannst mér þú fallegasti, skemmtilegasti og besti maðurinn í heiminum. Það hefur ekkert breyst. Eg geymi þig í minn- ingunni eins og þú varst meðan þú varst heill heilsu og við systkinin öll þessa heims. Sögurnar sem þú sagðir okkur í æsku voru þær skrýtnustu og skemmtilegustu sem við heyrðum. Fjörugt ímyndunarafl og sérkenni- leg kímnigáfa þín gerðu það að verkum að maður vissi aldrei á hveiju var von. Að fara með þér að veiða í Blöndu var toppurinn á tilverunni. Horfa á þig úti í straum- harðri ánni og leita blóma í kletta- skorum. Þá var alltaf sólskin. Heyra þig hnoða saman vísum og vera hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Ummhyggja þín og virð- ing fyrir landinu okkar fylgir af- komendum þínum ævilangt. Þú hafðir sérstæðar skoðanir og fórst ekki troðnar slóðir. Ást þín og að- dáun á mömmu var öllum ljós sem til þekktu og samheldni ykkar var einlæg til hinstu stundar. Nú reikar þú um gjöfular veiðilendur Drottins með Sturlu bróður, þess hefur þú lengi óskað. Hrönn, Óskar, Sindri Snær, Val- geir, Inga, Gabríel Dagur og Krist- inn, sem öll eru erlendis, biðja guð að geyma afa sinn og langafa. Hvíldu í friði, pabbi minn, og takk fyrir allt. Vilborg Valgarðsdóttir. Ég kynntist Valla stuttu eftir að við hjónakornin byrjuðum að vera saman. Þá var Valli kátur og hress. Hann hafði lunkinn húmor enda var hann víðlesinn og nánast alæta á bækur og það kom fyrir að maður fékk á sig skot sem erf- itt var að verjast. A þeim tíma var hann sífellt að og áhuginn á því sem hann var að gera smitaði gjarnan út frá sér. Þá ráku þau Olísskálann á Blönduósi Anna og hann og það kom fyrir að Valli mátti ekkert vera að því að af- greiða bensín vegna þess að hann þurfti að spúla planið. Hann var svo þrifinn að ef einhver kom og skolaði af bílnum og spúlaði ekki planið eftir sig gat sá hinn sami átt von á athugasemd. Og þær gátu sumar verið eitraðar. Margar athugasemdir átti Valli um menn og málefni og voru sumar kannski ekki þess eðlis að diplómat væri stoltur af þeim en yfirleitt hitti hann naglann svoleiðis á höfuðið að maður fylltist aðdáun. Hann hafði líka þann hæfíleika að geta horft á hlutina frá pínulítið öðru- vísi sjónarhorni. Og það var öfunds- verður hæfíleiki. Hann átti það líka til að semja vísur um það sem hon- um lá á hjarta og a.m.k. ein þeirra er landsfræg en það er vísan um brúna “Jamm og já“ á Seyðisá. Það þarf víst ékki að taka það fram að vísan sú var gerð tugum ára áður en áin var brúuð. Valli var alla tíð kraftmikill og áhugasamur og fékkst við æði margt um dagana. Hann var múrarameistari og vann við það stóran hluta ævi sinnar en leirkera- smíð og svínarækt voru líka hlutar af lífsstarfi hans og öllu virtist hann hafa jafn gaman af. Varð- veisla gamalla húsa var honum áhugamál og þá sérstaklega svo- nefnt „Hillebrantshús “ sem hann tók hálfvegis í fóstur. Þá hafði hann gaman af gömlum hlutum sem hann safnaði af ástríðu. Mér er minnisstætt þegar hann sýndi mér gamlan Lee Enfíeld riffill, sennilega úr fyrra stríði sem hann hafði komist yfir. Þetta drápstól var hann búinn að taka í gegn og hreinsa svo það leit út sem nýtt. En það var ekki talað um hlutverk tólsins. Hann benti á smáatriði í smíðinni á tólinu og talaði um að í verksmiðjuframleiðslu nútímans væri hlutirnir ekki gerðir svona. Og þegar ég hafði orð á því að það gæti nú verið gaman að prófa að freta úr hólknum kom það ekki til mála. Þetta var safngripur, ekki leikfang. Það er til marks um söfnunarár- áttu og söguáhuga Valla að fyrir nokkrum árum kom hann í bæinn og var völlur á karli. Hvort ég gæti ekki keyrt hann út til „Gæsl- unnar?“ Ekkert var auðsóttara. Hvert skyldi nú erindið hafa verið? Jú, þeir höfðu lofað honum klippum úr þorskastríðinu og var þeim troð- ið inn í bílinn og ekið beinustu leið á Landflutninga, þar sem honum var tekið eins og þjóðhöfðingja, til að fara með þær norður. Nú standa klippurna á stalli í garðinum við Brekkubyggðina sem þögult minn- ismerki um eljuna í Valla. Veiðimennska var honum í blóð borin og þau sumur sem hann var að grisja vötn fyrir Veiðimálastofn- un var hann svo sæll að það var stórkostlegt að vera í kringum hann. Eftir að hann hafði verið með norðurhluta Svínavatns fór hann upp á Auðkúluheiði sem hann nefndi ,jKúlu“ og lagði net í Þrí- stiklu. Ég varð þeirra forréttinda aðnjótandi að komast með honum þangað upp eftir í eitt skipti í dýrð- legu veðri og þar var hann í essinu sínu. Hann hafði líka gaman af að fara á fugl og sel og meðan hann átti bát var það ætíð auðsótt að komast á sjó og veiða í matinn. En vei þeim sem ekki hirti um ör- yggisreglur um borð. Það fór eng- inn um borð án þess að vera í björg- unarvesti og skipti næstum litlu þótt báturinn stæði á vagni fyrir framan bílskúrinn. Þá beitti Valli sér mjög fyrir því að settar væru reglur um haldreipi á smábátum svo þeir sem féllu útbyrðis hefðu eitthvað til þess að halda sér í og ættu auðveldara með að komast um borð aftur. Enda stóð til að skíra bát sem framleiddur var hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lár- usssonar eftir honum. Báturinn sá er með tveimur stórum loftfylltum hólfum og það þarf mikið til að koma honum undir yfírborðið. Þetta má þakka Valla. Síðustu ár starfsævinnar vann Valli sem sundlaugarvörður á Blönduósi. Það var starf sem hann kunni vel við, því rakt sundlaugar- loftið fór vel í lungun á þonum en hann var astmaveikur. Áhuginn á starfinu var slíkur að það þurfti úrtölur til að hann færi ekki út í laug að þrífa á stórhátíðum. Krakk- arnir á Blönduósi kunnu vel að meta hann sem sundlaugarvörð. Þau spjölluðu við hann og teiknuðu handa honum myndir sem hann hengdi upp í lauginni. Hann teikn- aði líka fyrir þau og sagði þeim sögur og miðlaði þeim af reynslu sinni og þekkingu en Valli var víð- lesinn eins og áður sagði. Hann hlakkaði til þess að að fara að sinna áhugamálunum þegar hann hætti að vinna og var byijað- ur að taka húsið í gegn þegar hann fékk heilablóðfall. Þegar ósköpin dundu yfir hafði hann náð að klæða bílskúrinn með þessu fína holta- grjóti og lítið hús í garðinum sem hann smíðaði þegar hans börn voru lítil hafði hann lagað til handa barnabömunum. Hann náði aldrei að verða frískur aftur og ég veit að þessi tími hefur verið honum mikil raun. Manni með hans skap- ferli og áhuga finnst það óþolandi að geta ekki tekið fullan þátt í líf- inu, ekki lesið, ekki horft á dýralífs- myndir í sjónvarpinu og geta ekki farið í skrepp niður á bryggju þeg- ar bátarnir eru að koma inn með afla. Því hann hafði gaman af að spjalla og fræðast. Það dró stöðugt af honum og í raun held ég að lík- aminn hafi bara verið búinn að gefast upp, kannski leiddist sálinni líka. En hann er nú laus við alla kvöl og pínu og kominn þangað sem frumbyggjar Norður-Ameríku köll- uðu hinar eilífu veiðilendur. Þegar .ég fer sjálfur á eftir honum vona ég að hann geti bent mér að góða hylji og fín ijúpnalönd. Þorsteinn Úlfar Björnsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, DANÍEL F. JÓENSEN, Skólagerði 3, Kópavogi, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 23. apríl sl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, SIGRÍÐUR SIGMARSDÓTTIR, Lækjargötu 22b, Akureyri, lést á heimili sínu 25. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Egill Jónasson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYVINDUR ÓLAFSSON, Seilugranda 4, Reykjavfk, lést 25. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarndis Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og systur, KRISTI'NAR SIGURÐARDÓTTUR, Snorrabraut 56, Reykjavik, fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 29. apríl kl. 13.30. Arinbjörn Sigurðsson, Lára Jakobsdóttir, Grétar Grímsson, Sigurður Örn Arinbjarnarson, Halldóra Ingjaldsdóttir, Július Roy Arinbjarnarson, Helga Stefánsdóttir, Róbert Arinbjarnarson, Arthúr Arninbjarnarson, Sigurbjörg Sigurbjarnadóttir, Svanur Arinbjarnarson, Elfsabet Sævarsdóttir, Magnús Arinbjarnarson, Guðbjörg Erlingsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, systur, mág- konu og ömmu, KRISTÍNAR GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Arnarhrauni 30, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Vilhjálmur G. Skúlason, Karólína M. Vilhjáímsdóttir, Steinar Gíslason, Gísli Eiriksson, Inga Rósa Guðjónsdóttir Þorgerður M. Gisladóttir, Halldóra Skúladóttir, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.