Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 27. APRlL 1996 15 Listasafnið á Akureyri Síðasta sýningar- helgi NÚ LÍÐUR að lokum apríl sýninga Listasafnsins á Akureyri en annars vegar er um að ræða sýningu á módelmyndum Gunnlaugs Blöndal undir yfirskriftinni „Konan og nekt hennar“ og sýningar á ljósmyndum Bill Dobbins „Stálkonunni," þar sem líkami vaxtarræktarkvenna er viðfangsefnið. Síðasta sýningar helgi er nú dagana 27. og 28. apríl en vegna gífurlegs áhuga á sýningunni þar sem öll aðsóknarmet hafa verið slegin hefur verið ákveðið að hafa sýninguna einnig opna á mánudag og þriðjudag, 29. og 30. apríl. Listasafnið er opið frá kl. 14 til 18. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli verður á morgun kl. 11. Lokahátíð, leikir og veitingar. Munið kirkjubílana. Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30. á morgun. Samkoma kl. 20. Níels Jakob Erlingsson talar. Heimilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, biblíulestur á fimmtudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld, laugardagskvöldið 27. apríl kl. 20.30. Vakningasam- koma á morgun, sunnudag kl. 15.30, biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudagskvöld og bæn og lofgjörð á sama tíma á föstudagskvöld. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrarlandsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag. GUNNLAUGUR P. Kristinsson og Gunnborg Kristinsson, foreldrar Kristínar sem hlaut starfslaun listamanns Akureyrar, Alice Sigurðs- son, Árni Ingimundarson og Haraldur Sigurðsson sem tók við viður- kenningu Marinós Þorsteinssonar en auk þeirra þriggja hlaut Gísli Jónsson viðurkenningu menningarsjóðs. Lengst til hægri er María Jóhannesdóttir sem ásamt Gylfa S. Gylfasyni er eigandi Lundar- götu 2 sem hlaut viðurkenningu húsfriðunarsjóðs. Kristín G. Gunn- laugsdóttir hlaut starfslaun listamanns Morgunblaðið/Margrét Þóra Breikkun Akureyrarflugvallar Tvö tilboð bárust TVÖ tilboð bárust í yfirlögn og breikkun flugbrautar á Akureyrar- flugvelli og voru þau bæði rúmlega 10% yfír kostnaðaráætlun. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Arnarfell ehf og Hlaðbær Colas buðust til að vinna verkið fyrir kr. 29.914.800.- en Loftorka bauð kr. 30.010.000.-. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 27.050.350.-. Fara þarf yfír tilboð- in en stefnt er að því að fram- kvæmdir geti hafíst sem fyrst. KRISTÍN G. Gunnlaugsdóttir hlýtur starfslaun listamanns á Akureyri fyrir næsta ár en til- kynnt var um það á svonefndri vorkomu menningarmálanefndar Akureyrar á sumardaginn fyrsta. „ Að fá stuðning að heiman er eins og að fá næringu í rótina og finna að maður getur teygt sig enn hærra upp og breitt út laufin, kannski jafnvel byijað að blómstra," segir Kristín í bréfi til nefndarinnar en hún er stödd í Flórens á Ítalíu. Hún óskaði nefndinni til hamingju með að sýna það áræði og hugrekki að veita akureyrskum listamanni, sem vinnur að sinni list utan heimabæjarins, starfslaunin. „Og í útlandinu er ég ekki bara stolt af því að vera Islendingur - held- ur líka Akureyringur," segir hún í bréfinu sem lesið var upp á samkomu nefndarinnar. Auk þess sem Kristín var út- nefnd bæjarlistamaður frá 1. ágúst næstkomandi voru veittar viðurkenningar úr menningar- sjóði fyrir framúrskarandi störf í þágu menningarmála á Akur- eyri. Þau sem hlutu viðurkenn- ingu að þessu sinni voru Alice Sigurðsson, Árni Ingimarsson, Gísli Jónsson og Marinó Þor- steinsson. Þau Gylfi S. Gylfason og María Jóhannesdóttir eigendur Lundar- götu 2 á Akureyri hlutu við- urkenningu húsfriðunarsjóðs, en þau hafa gert húsið sem byggt var árið 1882 upp á þann hátt að það hefur haldið megineinkenn- um sínum. Alfreð Gíslason, for- maður menningarmálanefndar, sagði fagleg vinnubrögð ein- kenna uppbyggingu hússins og þau endurspegluðu virðingu fyrir varðveislugildi þess. Rekstrarstöðvun frystihúss ÚA á Grenivík frestað Starfsfólki boðin vinna á Akureyri REKSTRARSTÖÐVUN frystihúss Útgerðarfélags Akureyringa á Grenivík sem hefjast átti í byijun næsta mánaðar hefur verið frestað um einn mánuð, til 1. júní næstkom- andi, og verður allt gert til að tryggja hráefni til vinnslunnar. Þá verður starfsfólki frystihússins boð- in vinna við sumarafleysingar á frystihúsi ÚA á Akureyri í júní og júlí en gert er ráð fyrir að vinnslan stöðvist að minnsta kosti hluta af ágústmánuði. „Sem betur fer þá er örlítið bjart- ara yfir atvinnulífínu hér eftir þessa ákvörðun stjórnar ÚA, þetta leit ekki vel út. Þá er líka þungu fargi af okkur létt í kjölfar þess að ákveð- ið er að hefja vinnslu hér að nýju í haust,“ sagði Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Best að vita að vinnslan fer aftur í gang Mikil vinna hefur verið í frysti- húsi ÚA á Grenivík að undanförnu og sagði Ásgeir Jónsson verkstjóri að verið væri að vinna afla úr togur- um Útgerðarfélagsins, aðallega Morgunblaðið/Kristján MIKIL vinna hefur verið í frystihúsinu á Grenivík að undanförnu en myndin var tekin í vinnslusalnum þar í gær. þorsk. Tæplega 40 manns starfa í frystihúsinu á Grenivík en Ásgeir sagði ómögulegt að giska á hversu margir myndu fara í vinnu inn til Akureyrar. „Það hafa ekki allir tök á því að sækja vinnu inn til Akur- eyrar,“ sagði Ásgeir. „Okkur þykir heldur bjartara yfir, það hefði verið slæmt að loka í næstu viku.“ Að sögn Ásgeirs þótti starfsfólki þó mest um vert að fá staðfest að vinnsla hæfíst að nýju af fullum krafti í haust. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps gerði á sínum tíma samkomulag við Útgerðarfélag Akureyringa um að ÚA leigði þann kvóta sem hreppur- inn hafði yfír að ráða. Sveitarfélag- ið átti meirihluta í Sænesi, skipi sem selt var úr landi og sagði Guðný að nú væri verið að leita að skipi í stað þess. „Það eru traustar út- gerðir á staðnum og við höfum ágætis spil á hendi sem við ætlum okkur að spila vel úr. Með einu skipi til viðbótar erum við með þokkalega góða stöðu,“ sagði Guðný. Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaáriö 1996 - 97 iaKtHr—Áífe. * fornámsdeild málunardeild grafísk hönnun Umsóknarfrestur um skólavist er til 20. maí. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958. „ .. , Skólastjóri. Myndhstaskolmn a Akureyri Kaupvangsstræti 16, Pósthólf 39, 602 Akureyri http://akureyri.ismennt.is/~hvh hAskóunn Aakubeyw Sýning á tillögum arkitekta í samkeppni um hönnun og skipulag Háskólans á Akureyri er opin í húsa- kynnum á Sólborg frá og með 27. apríl til og með 5. maí 1996 sem hér segir: 27.-28. apríl kl. 14.00—17.00. 29.—30. apríl, kl. 17.00-22.00. 1. maí, kl. 14.00—17.00. 2.-3. maí, kl. 17.00—22.00. 4.-5. maí, kl. 14.00—17.00. Allir velkomnir. Háskólinn á Akureyri. LISTM0NA- UPPB0D í Sjallanum sunnudaginn 28. apríl kl. 20.30 Boðin verða upp málverk og ekta handunnin persnesk teppi. Sýning uppboðsverka íMánasal Sjallans í dag, laugardaginn 27. april kl. 16-19 og sunnudaginn 28. apríl kl. 14-18. BORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.