Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Útlit fyrir hækkun á bensíni Bensínverð á Rotterdam-markaði frá áramótum ÚTLIT er fyrir að verð á bensíni hækki enn frekar á næstunni, en bensínverð hefur hækkað tvívegis í þessum mánuði. Þórólfur Ámason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins hf., segir að ástæðan sé mikil hækkun á heimsmarkaðs- verði bensíns. Hann útilokar ekki að bensínverð hækki strax um næstu mánaðamót. Verð á bensíni á Rotterdam- markaði hefur hækkað mjög mikið á síðustu mánuðum. Um áramót var verð á 95 oktana bensíni 169 dollarar tonnið, en er núna komið upp í 220 dollara. Verð á 98 oktana bensíni hefur á sama tíma hækkað Fá lof í dönskum fjölmiðlum SINFÓNÍUHUÓMSVEIT fslands undir stjóm Osmos Vánská og ein- leikarinn, Sigrún Eðvaldsdóttir fíðlu- leikari, fá afar lofsamlega dóma í dönskum blöðum fyrir framgöngu sína á tónleikum í Tívolísalnum í Kaupmannahöfn á dögunum. Tónlistargagnrýnandi Jyllands- Posten segir að frammistaða hljóm- sveitarinnar hafi verið hrífandi og bætir við að hún hafi burði til að skipa sér á bekk með bestu sinfóníu- hljómsveitum Evrópu verði strengja- sveit hennar aukin í fulla stærð. í Politiken er sagt að sinfóníu- hljómsveitin sýni að Islendingar séu frábærir tónlistarmenn. Erjafnframt mikið lof borið á Sigrúnu Eðvalds- dóttur. ■ Sinfóníuhljómsveitin/C3 úr 173 dollumm tonnið í 228,5 dollara. Erfitt að útskýra Þórólfur sagði langt síðan svo mikil sveifla hefði orðið á bensín- verði yfír vetrarmáriuðina, en yfir- leitt er verð á bensíni lægra á vet- uma, en hækkar í byijun sumars. Hann sagði afar erfitt að skýra þessa verðhækkun til fulls. Kuldar í Evrópu hefðu haft einhver áhrif, en einnig hefði birgðastaða hjá olíu- hreinsunarstöðvum haft þau áhrif að þrýsta verðinu upp á við. Þórólfur sagði erfítt að spá fyrir um hvað myndi gerast á bensín- mörkuðunum í sumar. Svokallaðir framtíðarsamningar gæfu þó ekki tilefni til að ætla að verðlækkun væri framundan. Framtiðarsamn- ingar eru samningar um viðskipti með bensín fram í tímann. Samn- ingar af þessu tagi, sem gilda fyrir júní ogjúlí, bendatil að bensínkaup- endur búist við áframhaldandi verð- hækkunum á bensíni. íslensku olíufélögin hækkuðu verð á bensíni um tæplega tvær krónur um síðustu mánaðamót. í síðustu viku hækkuðu þau verð á bensíni aftur um tvær krónur. Þór- ólfur sagði nokkuð ljóst að ekki yrði komist hjá frekari hækkunum á bensínverði. Hann útilokaði ekki að verðhækkunin kæmi til fram- kvæmda strax um næstu mánaða- mót. Hann vildi ekki svara því hvað neytendur mættu búast við mikilli hækkun. Dans með hjálpar- tækjum LÖGREGLAN í Reykjavík kann- aði í gær hvers konar starfsemi byggi að baki smáauglýsingu í DV þar sem auglýst var „erótískt life show“. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns leiddi fyrsta athugun til þeirrar niðurstöðu að miðað við lýsingar þess sem stendur að baki auglýsingunni sé starfsemin innan ramma lag- anna en þó sé mögulegt að um- rædd sýning geti talist misbjóða siðferðiskennd fólks. íslensk stúlka auglýsti og tjáði lögreglunni að hún byði upp á dans þar sem notuð væru ákveð- in svokölluð hjálpartæki ástar- lífsins. Þrátt fyrir orðalagið „life- show“ væri í raun um dans eða sýningu að ræða. Fram kom að aðstandendur auglýsingarinnar hefðu m.a. reynslu af skemmtun- um á vegum íslenskra íþróttafé- laga og var lögð áhersla að með þessu væri eingöngu verið að reyna að fullnægja eftirspurn eftir nektardansi af þessu tagi en ekki væru um neins konar vændi eða klám að ræða. Ómar Smári Ármannsson sagði þó að ef um væri að ræða skemmtanir fyrir hóp manna kynni að vera að atriðið misbyði siðferðiskennd viðstaddra og þar með kæmi til álita hvort sýningin bpdi í bága við lög. Slíkt væri hins vegar ekki unnt að fjölyrða um fyrirfram. -----»-♦ ♦----- 40% fjölgun í Hólminum Stykkishólmi. Morgunblaðið. ÍBÚUM Stykkishólms hefur fjölgað um 40% síðan á miðvikudag vegna öldungamóts í blaki sem nú stendur sem hæst í bænum. Mótið er haldið í 21. sinn en í fyrsta sinn í Stykkishólmi í nýlegu íþróttahúsi heimamanna. Keppt er á þremur völlum samtímis í húsinu frá átta að morgni til miðnættis. Mótið hófst á miðvikudagskvöld og því lýkur þegar laugardagur er að kvöldi kominn. Liðin sem keppa á öldungamót- inu eru 59 og því gert ráð fyrir að um 500 blakarar og fylgdarmenn séu í bænum. íbúar eru um 1.200 og því ekki fjarri lagi að tala um 40% fjölgun í bænum á skömmum tíma. Gistirými í bænum er vel nýtt; hótelið fullt, skólinn og tónlist- arskólinn og margir gista í heima- húsi. Ályktun Bandalags íslenskra listamanna Gjaldtaka fyrir sjónvarpsleyfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Sinueldar loga SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur sinnti sex útköllum vegna sinu- bruna í gær. Að sögn aðalvarð- sljóra slökkviliðs voru flest út- köllin úr Árbæjarhverfi og opn- um svæðum í grennd við það. Ekki hlaust meiriháttar tjón af sinueldinum í gær, að því er best var vitað. Á sjötta tímanum log- aði sinueldur í Grafarvogi og lagði reyk frá honum yfir hinn nýja Borgarholtsskóla. Undirskrifarlistar liggja frammi í Reykhólasveit Reykhólahreppur verði færður á milli kjördæma SAMKVÆMT ákvörðun útvarpsrétt- amefndar frá árinu 1986 er tekið lágt gjald fyrir úthlutun útvarpsleyf- is. Gjald fyrir leyfí til rekstrar sjón- varpsrásar í eitt ár er 30.431 króna og leyfi fyrir útvarpsrás í eitt ár nemur 20.289 krónum. Gjaldið renn- ur í ríkissjóð. Á síðasta ári nam þessi gjaldtaka rúmlega 1,7 milljónum króna, en árið 1994 tæplega hálfri milljón. Á síðasta aðalfundi Bandalags ís- lenskra listamanna var samþykkt ályktun þar sem skorað er á mennta- málaráðherra að beita sér fyrir því að hafin verði gjaldtaka fyrir sjón- varpsleyfí sem hingað til hafi verið veitt endurgjaldslaust m.a. til dreif- ingar á óþýddu efni gervihnattarása. í ályktuninni er lagt til að það fé sem fáist með slíkri gjaldtöku renni í dagskrársjóð er styrki gerð íslensks sjónvarpsefnis. Bandalag íslenskra listamanna sendi áiyktunina til menntamála- ráðuneytisins og ráðuneytið sendi ályktunina_ áfram til útvarpsréttar- nefndar. í svarbréfí starfsmanns nefndarinnar er bent á að þessi gjald- taka sé nú þegar til staðar. Gjaldið sé innheimt með vísan í 3. grein út- varpslaga og reglugerðar um útvarp. í bréfínu segir að á fyrstu fundum útvarpsréttarnefndar árið 1986 hafi upphæð gjaldsins verið ákveðin. Við ákvörðun upphæðar gjaldsins hafí verið gætt þess meginsjónarmiðs að það ætti ekki að vera svo hátt að það fæli í sér fjárhagslega hindrun fyrir þá sem vildu stofna eða reka útvarpsstöð. Renni til dagskrárgerðar Hjálmar H. Ragnarsson, formaður Bandalags íslenskra Iistamanna, sagði að þessi gjaldtaka væri af allt öðru tagi en ályktunin fæli i sér. Gjöldin væru það lág að þau gætu ekki verið grundvöllur fyrir stuðningi við íslenska dagskrárgerð. „Afstaða okkar hefur verið að þessar rásir séu auðlind, a.m.k. eins og staðan er í dag. Það hefur núna komið á daginn að menn meta þessa auðlind til hárra upphæða og kepp- ast af hörku um að fá rásimar. Okk- ur fínnst sjálfsagt að það sé tekið sanngjarnt gjald af þessu og að það renni til að styrkja íslenska dagskrár- gerð,“ sagði Hjálmar. ÁSKORUN um að Reykhóiahrepp- ur verði færður úr Vestfjarðakjör- dæmi og látinn tilheyra Vestur- landskjördæmi liggur frammi til undirskriftar á Reykhólum. í gær- morgun voru um 20 íbúar búnir að skrifa undir. Haus áskomnarinnar er þannig: „Undirritaðir íbúar í Reykhóla- hreppi, Austur-Barðastrandar- sýslu, æskjum þess eindregið að gerð verði breyting á kjördæma- skipan til alþingiskosninga, þannig að framvegis tilheyri Reykhóla- hreppur Vesturlandskjördæmi en ekki Vestfjarðakjördæmi." Óánægður með þingmenn Ebenezer Jensson á Reykhólum setti saman textann og skrifaði efst á listann. Hann segist vera óánægður með frammistöðu þing- manna Vestfjarðakjördæmis við úrvinnslu fjárhagserfiðleika Reyk- hólahrepps í vetur. Hann skrifaði þingmönnunum bréf um þetta á dögunum en segist engin svör hafa fengið. Verst þykir Ebenezer þátttaka þingmannanna í sölu hitaveitunn- ar á Reykhólum til Orkubús Vest- fjarða. Segir hann að kostnaður notenda aukist við þetta um 200%, auk þess sem fyrirhugað sé að kæla vatnið niður og það auki kostnaðinn enn meira. Ibúar Reykhólahrepps eiga nú þegar nokkurt samstarf við Dala- menn í Vesturlandskjördæmi og Gilsfjarðarbrú mun bæta sam- göngur þar á milli. Áskorunin liggur eingöngu frammi í versluninni á Reykhólum og segist Ebenezer engan áróður reka fyrir undirskriftum. Ef næg þátttaka fáist verði listarnir sendir til réttra stjórnvalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.