Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI _ Stjórnarformaður SIF gagnrýnir hugmyndir Samtaka iðnaðarins um veiðileyfagjald í sj ávarútvegi Mörg ár í að hagnaður sjávarútvegs verði vandamál þjóðarinnar SIGHVATUR Bjarnason, stjórnar- formaður Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf., sagði á aðal- fundi félagsins í gær að hugmyndir Samtaka iðnaðarins um veiðileyfa- gjald á sjávarútveginn væru út í hött. Sagði hann greinina enn vera of viðkvæma til að bera slíkt gjald og mörg ár væru í að hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja yrði vandamál íslensku þjóðarinnar. í ræðu sinni sagði Sighvatur að hefðbundin bolfisksvinnsla ætti í svo miklum erfiðleikum í dag að ekki yrði séð fyrir endann á þeim hrakningum. Landvinnslan væri alls ekki samkeppnisfær við sjó- frystingu vegna lakari hráefnisnýt- ingar og því blasti ekkert annað við en hrun að öllu óbreyttu. Vegna hinnar slæmu stöðu hefðu fyrirtæki verið nauðbeygð til þess að leigja sér aflaheimildir á fáranlegu verði, sem hefði leitt til enn meiri tap- rekstrar í botnfiskvinnslu en áður. „Það að halda að sjávarútvegur- inn geti greitt 93 krónur [á kfló] fyrir aflaheimildir til ríkissjóðs eða einhverra annarra er alveg út í hött,“ sagði Sighvatur. „Þetta er gert í nauðvörn og ekki af nokk- urri skynsemi. Það er mun skyn- samlegra fyrir okkur að stöðva veið- arnar en að leigja aflaheimildir fyr- ir 93 krónur. Þetta vitum við allir sem störfum í greininni." Sighvatur vék í ræðu sinni að þeirri kröfu Samtaka iðnaðarins að gripið yrði til sveiflujöfnunar í sjáv- arútvegi með álagningu veiðileyfa- gjalds, nú þegar að horfur væru á því að þorskkvóti yrði aukinn á ný. „Hvað gengur Samtökum iðnaðar- ins til? Að nefna sveiflujöfnun í sjáv- arútvegi er ótrúlegt á árinu 1996. Hvar eru þessir menn? Vita þeir ekki hvernig reksturinn í bolfísk- vinnslunni er?“ sagði Sighvatur meðal annars. Benti hann á að hagnaður væri af loðnu- og rækjuveiðum, en þar væru miklar sveiflur og nú benti aukin birgðasöfnun í rækju til þess að verðfal! væri framundan. Sagði hann að íslenskt atvinnulíf byggi nú við mikinn stöðugleika, gengi krónunnar væri nú ákvarðað af markaðnum og vonandi bæru is- lensk stjórnvöld gæfa til að svo yrði áfram. „Krafa iðnaðarins um að sett verði á veiðileyfagjald um leið og aflaheimildir í þorski verði auknar í haust er því alveg út í hött. í fyrsta lagi hafa heimildir verið skornar gríðarlega niður á liðnum árum. Er eðlilegt að leggja þá skatt á þær heimildir sem eru að koma til baka? Ennfremur er ljóst að aflaheimildir í karfa verða skornar verulega nið- ur í haust. Á þá ekki ríkisvaldið að greiða leigugjald af þeim í samræmi við hugmyndir iðnaðarins um veiði- leyfagjald af þorski?“ Sighvatur sagði að veiðileyfa- gjald myndi valda því að aflaheim- ildir færðust á enn færri hendur en áður, þar sem ekki væru mörg fyrirtæki sem réðu við að greiða gjaldið. Mörg fyrirtæki í bolfisk- vinnslu væru að betjast fyrir lífí sínu og veiðileyfagjald myndi veita þeim fyrirtækjum náðarhöggið. Útflutningur dregst saman í máli Sighvats kom fram að útflutningur SÍF hefði dregist sam- Morgunblaðið/Sverrir ÞORSTEINN Pálsson ávarpar aðalfund SÍF. Til hliðar sitja Sig- hvatur Bjarnason sljórnarformaður og Gunnar Örn Kristjánsson framkvæmdastjóri. an um 11% að magni til, en einung- is 6% að verðmæti, sem skýrðist af því að söluverð afurða hefði hækkað á milli ára. Fór hann í stuttu máli yfír afkomu SÍF, en hagnaður þess á sl. ári var 169 milljónir króna. Sagði Sighvatur að afkoma félagsins væri góð, sérstak- lega í ljósi hrakspáa í kjölfar afnáms á sérleyfi sölusambandsins. Sagði Sighvatur að góður árang- ur í rekstri félagsins endurspeglað- ist í mikilli eftirspurn og miklum hækkunum á gengi hlutabréfa í SÍF. Þannig hefði gengi bréfanna hækkað frá síðasta aðalfundi úr 1,45 í 3,35 eða um ríflega 130%. Þetta sýndi best að fjárfestar hefðu trú á félaginu og því starfí sem þar hefði verið unnið. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 5% arð vegna ársins 1995. Jafnframt var sam- þykkt að auka hlutafé félagsins um tæp 9% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Nemur hlutafjáraukningin 43,5 milljónum króna að nafnvirði. Þá var og samþykkt heimild til stjórnar félagsins til að auka hluta- fé félagsins um allt að 122 milljón- ir króna með útgáfu nýrra hluta- bréfa. Að þessari aukningu lokinni verður hlutafé félagsins samtals 650 milljónir króna að nafnvirði. Á fundinum var stjórn SIF jafn- framt endurkjörin, að því undan- skildu að Einar Sigurðsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Gunnar Tómasson kjörinn í hans stað. Samskip flyija aðföngíHval- fjarðargöng SAMSKIP hf. og Fossvirki hf., dótturfyrirtæki ístaks og sænska verktakafyrirtækisins Skanska, hafa gengið frá samningum um að Samskip muni annast flutninga á efni og búnaði til framkvæmda við Hvalfjarðargöng. Að sögn Ósk- ars Más Ásmundssonar hjá Sam- skipum er hér um að ræða á þriðja þúsund tonn af aðföngum sem flutt verða til landsins á byggingartíma ganganna. Magnið segi þó ekki allt því í mörgum tilfellum séu ein- ingarnar mjög rúmmálsmiklar. Vörurnar eru aðallega fluttar frá Norðurlöndunum og felur samningurinn það í sér að Sam- skip annast flutning þeirra að gangamunnum. Vaxtaþróun frá áramótum Á FORSÍBU viðskiptablaðs Morgunblaðsins sl. fimmtudag var birt kort er sýndi vaxtaþróun frá áramótum. Þar áttu hins vegar sér stað þau leiðu mistök að í stað ávöxtunarkröfu 20 ára spariskírteina og 5 ára rikisbréfa var birt kaupvirði þeirra sem hlutfall af nafnvirði. Því stefndi línan upp á við í stað niður. Hér með er yfiriit yfir vaxtaþróun þessara bréfa birt aftur um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Kaupþing hf. með um 22 milljóna króna hagnað á sl. ári Umfang heildarviðskipta var um 94 milljarðar KAUPÞING hf. skilaði al!s um 39 milljóna króna hagnaði af reglu- legri starfsemi á síðasta ári en hagnaður eftir skatta var 22 millj- ónir. Er þetta heldur lakari afkoma en árið 1994 þegar hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 44 milljónum og hagnaður eftir skatta 26 milljónum. Mikill vöxtur einkenndi starfsemi fyrirtækisins á síðasta ári en um- fang viðskipta nam alls um 94 millj- örðum á árinu samanborið við 73 milljarða árið 1994. Til samanburð- ar má nefna að heildarviðskiptin námu alls um 4 milljörðum á árinu 1990. Meðal þeirra þátta sem vaxið hafa hratt hjá Kaupþingi er eigna- stýring og fjárvarsla fyrir viðskipta- vini, að sögn Guðmundar Hauks- sonar, forstjóra. Eru nú verðbréf að verðmæti um 15 milljarðar króna í vörslu fyrirtækisins. Rekstur verðbréfasjóða gekk einnig mjög vel og skiluðu þeir góðri ávöxtun til eigenda Einingar- bréfa. Þetta endurspeglaðist í mik- illi sölu hlutdeildarskírteina og stækkuðu sjóðirnir talsvert. Hefur markaðshlutdeild verðbréfasjóða í vörslu Kaupþings hf. aldrei verið meiri eða 38,1% í árslok. Jafnframt hefur fyrirtækið séð um rekstur Hlutabréfasjóðsins Auðlindar frá árinu 1990. Um síðustu áramót var hann annar stærsti hlutabréfasjóð- ur landsins með heildareignir að fjárhæð 1.005 milljónir. Tekjur hafa aukist í kjölfar auk- inna umsvifa undanfarin ár en þó ekki í sama hlutfalli. Námu hreinar rekstrartekjur alls um 278 milljón- um og jukust um 11,8% frá árinu áður. Skýrist það af harðnandi sam- keppni á fjármagnsmarkaði sem leitt hefur til lægri þóknana. Meðal nýjunga hjá Kaupþingi á þessu ári er þjónusta við fyrirtæki sem geta nýtt sér vilnanir eða val- kvæð réttindi í erlendum viðskiptum. Tímamót eru að verða hjá Kaup- þingi um þessar mundir því fyrir- tækið flytur starfsemi sína í Ár- múla 13A eftir helgina. Nýja hús- næðið er rýmra en það húsnæði sem fyrirtækið hefur haft yfír að ráða í Kringlunni 5. Þá verður öll að- staða betri og gerir kleift að nýta betur nýjustu aðferðir í rekstri. Eigið fé félagsins var alls um 212,7 milljónir um síðustu mánaða- mót en var 175 milljónir árið áður. Hlutabréfasjóðurinn hf. umsvifamikill á hlutabréfamarkaði það sem af er árinu * Attí aðild að um þriðjungi viðskipta HLUTABRÉFASJÓÐURINN hf. hefur verið í hlutverki kaupanda eða seljanda í stórum hluta þeirra við- skipta sem áttu sér stað á hluta- bréfamarkaði á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Þannig átti sjóð- urinn aðild að hlutabréfaviðskiptum sem svara til um 26% af heildarveltu á Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum á síðasta ári og 34,5% á þessu ári. Þetta kom fram í máli Baldurs Guðlaugssonar, stjórnarformanns Hlutabréfasjóðsins á aðalfundi sjóðs- ins í vikunni. Þar gerði hann að umtalsefni umræðu í fjölmiðlum í byrjun þessa árs um að hlutabréfa- sjóðir legðu einungis hluta af sínu ráðstöfunarfé í hlutabréf. Var því jafnvel hreyft á þeim tíma að sér- stakar reglur ættu að gilda um skattafrádrátt einstaklinga vegna hlutabréfakaupa í slíkum sjóðu'm. Þessar umræður voru byggðar á misskilningi, að mati Baldurs. Hann benti á að kaup á hlutabréfum í hluta- bréfasjóðum væru fyrsta skref fjöl- margra inn á hlutabréfamarkaðinn. Enginn vafí væri á því að hlutabréfa- markaður hér á landi væri mun van- þróaðri en raun bæri vitni ef ekki hefðu komið til hlutabréfasjóðir. Þá hefði ráðstöfunarfé þeirra í verulegum mæli verið nýtt til fjárfest- inga í hlutabréfum og skuldabréfum atvinnufyrirtækja. „Hlutabréfasjóðir hafa örvað viðskipti með hlutabréf og þannig stuðlað að því að efla og treysta markaðinn,“ sagði hann. Nefndi hann sem dæmi um þetta mikla hlutdeild sjóðsins í hlutabréfa- viðskiptum á síðasta ári og þessu ári. Meðal stærstu hluthafa í mörgum félögum Mikill vöxtur hefur einkennt rekstur Hlutabréfasjóðsins en hann sameinaðist Hlutabréfasjóði VÍB á síðasta ári. Nam sala hlutabréfa á Hlutabréfa- sjóðurinn hf. Skipting verðbréfaeignar i apríl 1996 Verðmæti Vægi Hlutabréf millj. kr. 1.315 61% Skuldabréf 721 34% Erlend verðbréf 114 5% Samtals 2.150 100% Stærstu eignarhlutar sjóðsins i félögum á % af hlutabréfamarkaði Verðmæti félags Eimskip millj. kr. 300,5 2,4% íslandsbanki 171,0 2,8% Flugleiðir 151,7 2,7% Grandi 129,3 3,0% Hampiðjan 75,9 4,7% Þormóður rammi 67,4 3,3% Hraðfrh. Eskifjarðar 53,8 SR-Mjöl 48,9 2,3% Skeljungur 48,8 1,7% Haraldur Böðvarss. 40,2 2,2% Útgf. Akureyringa 40,0 1,4% OLÍS 33,3 1,2% ísl. sjávarafurðir 28,1 1,3% Síldarvinnslan 21,7 1,1% Sjóvá-Almennar 21,4 0,6% Sæplast 18,7 4,2% Marel 13,3 1,2% Tryqqinqamiðstöðin 9,2 OHufélagið 8,2 0,2% síðustu mánuðum ársins alls um 500 milljónum króna. Heildareignir Hlutabréfasjóðsins námu í byijun aprfl um 2.150 millj- ónum og hafa þær vaxið úr um 1.832 milljónum frá áramótum. Sjóðurinn er nú meðal stærstu hluthafa í fjöl- mörgum félögum á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 7% arð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.