Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27 APRÍL 1996 27 Draumar eiga tíl a B rætast Baltasar Kormákur Baltas Kormákur er hálfur Spánverji og hálf- ur íslendingur. Því var við hæfi að fara með honum út að borða á ítalskan veitingastað. Þegar við höfum heilsast vísar þjónninn okkur fagmannlega til borðs. Sólin skín inn um gluggann. „Þessi staður er mjög bjartur,, , verður honum að orði. Þegar þjónninn hefur hellt vatni i glösin og leyft okkur að skoða matseðilinn er Baltasar reiðubúinn að panta. Ertu mikill matmaður? -Já, ég er eins og fleiri, mér fínnst gott að borða. Mér líst best á ofnbakaða snigla með hvítlauk og tómatmauki í forrétt. I aðalrétt er ég að hugsa um að fá mér kjúklingabringu, fyllta með spín- ati og fjallaskinku, með rauðvíns- sósu. Hvað með muðvín? -Eru þessi vín öll ítölsk? Já, svarar þjónninn. Þá held ég að þú verðir að velja vínið, því ég hef ekki vit á ítölskum vínum. Þjónn- inn velur Barolo og Baltasar er mjög sáttur við það. Þetta vín minnir mig að vissu leyti á Rioja, uppáhaldsvínið mitt, sem er spænskt. Hvað ertu að bralla þessa daga- na? - Núna er ég önnum kafínn við að að framleiða uppfærslu Loft- kastalans á leiki-itinu A sama tíma að ári, sem verður frumsýnt í lok maí. Sá undirbúningur tekur mikinn tíma. Einnig hef ég tekið að mér leikstjórn á verkinu Leitt hún skyldi vera skækja, sem verð- ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í haust. Undirbún- ingur í kringum það er rétt að byr- ja. Svo má ekki gleyma að ég leik í Djöflaeyjunni þeirra Friðriks Þórs og Einars Kárasonar. Hvernig eru sniglarnir? - Þeir eru mjög góðir. Eg myndi gefa þeim fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Mikill hEstamaður Ég hef heyrt að þú sért mikill hestamaður. - Já, það er alveg rétt. Ég á hest- hús með átta hestum og reyni að ríða út þegar ég get. Ég hef farið í nokkrar hestaferðir upp á hálend- ið, en allt of fáar þó. Hvenær byrjaðh• þú í hesta- mennskunni? - Ég var kornungur, þriggja ára held ég. Við bjuggum í Lundi í Fossvoginum og pabbi fór alltaf með hestana í Gust. Þar dvaldi ég mikið. Hvað er svona heillandi við hestamennskuna ? - Það eru hestarnir. Blaðamaður hefði mátt segja sér það sjálfur. Hvað hyggstu fyrir í framtíðinni? - Ég stefni að því að gera aðeins það sem ég hef áhuga á að gera. Svo dreymir mig um að stofna til búskapar, kaupa jörð nærri borginni, svo ég geti sinnt öðru um leið. Með átta hundruðhestum? býst við að innan skamms verði karl- maður kjörinn Ungfrú heimur. * Ivar Páll Jónsson vonar að svo verði aldrei, en hann ræddi við Baltasar yfír kvöldverði á La Primavera. ekki alveg í hvaða átt hlutirnir stefna, en það er kannski ágætt. Þetta er að minnsta kosti ekki steingelt. Þjóðleikhúsið hefur gengið afar vel síðustu misseri og sömuleiðis náttúrulega Loft- kastalinn. Velgengni Loftkastal- ans hefur sýnt að það er ýmislegt mögulegt. Þessi mikla velgengni hjá Loftkastalanum, með Rocky Horror, hefur vakið mikla athygli. Bjuggust þið við henni fyrirfram? - Við hefðum aldrei farið út í þetta ef við hefðum ekki haft trú á að þetta væri hægt. Margir héldu að hann hefði bara verið byggður fyrir Rocky Horror, svo ætti ekki að gera meira. En við höfum mjög mikið á dagskránni, leiksýningar og aðrar uppákomur. Hvaða álit hefur þú á banda- rískri kvikmyndagerð? - Margt er vel gert, en ég held að fæstar þeirra mynda komi hingað til lands. Þó get ég nefnt myndina Dauðs manns göngu, eða „Dead Man Walking“, sem mér finnst alveg frábær. Tim Robbins leik- stjóri tekur á viðfangsefninu, dauðarefsingu, af stakri snilld. Þjónninn kemur og spyr okkur hvort við viljum eftirrétt. Við kinkum kolli og úr verður að Baltasar pantar ítalskan rjóma- búðing með hindberjasósu. Hann er beðinn um að gefa honum einkunn. - Þetta er hreint ágætt. Þessi búðingur á fyllilega skilið að fá þrjár og hálfa stjörnu í einkunn. Kamst ekki í bíó Hefurðu séð myndina Neðan- jarðar, sem var valin besta mynd- in í Cannes í fyrra? - Nei, ég ætlaði einmitt að fara á hana í kvöld, en þú komst í veg fyrir það. Attu þér einhverjar fyrirmyndir úr leikarastéttinni? - Ekki iyrirmyndir, frekar uppá- haldsleikara. Þar má nefna Ro- bert De Niro og fleiri. Hvað fínnst þér um Pamelu Anderson? - Mér finnst hún best, langbest. Mér finnst bæði hún og Madonna frábærar. Þær sanna að maður þarf ekki að vera neitt. Þetta er allt búið til. Frægasta söngkona í heimi getur ekki sungið og kynþokkafyllsta kona heims er afrek læknavísindanna og dverg- ur í ofanálag. Það er sennilega ekki langt í að karlmaður verði valinn Ungfrú heimur. Lúxusútgáfa a í tilefni sænskra daga og hversu vel íslendingar hafa tekið Volvo 850, getum við nú boðið sérstaka lúxusútgáfu af Volvo 850 sedan á einstöku tilboðsverði. Tilboðið er fólgið í því að þú færð ffrían aukahlutapakka að verðmæti hvorki meira né minna en 137.400 kr. í þessum pakka er: • Líknarbelgur fyrir farþega • Fjarstýring fyrir samlæsingu • Þokuljós • SC-800 útvarp/segulband • 8 hátalarar • Armpúði að framan m/glasahaldara • Volvo taumottur - Minnst. Er þessi draumur langt frá því að verða að veruleika? - Það held ég ekki. Draumar eiga til að rætast. Að minnsta kosti hefur það verið þannig hjá mér hingað til. Hvaða einkunn gefur þú kjúk- lingnum? - Mér finnst kjúklingurinn í ágætu lagi, ep hann mætti vera bragðmeiri. Ég vil hafa matinn bragðsterkan og sérstakan. Ég er líka lítið iyrir soðið grænmeti sem meðlæti. En engu að síður er þetta í fínu lagi. Hveryrði einkunnin? - Ég hugsa að þessi kjúklingur fái þrjár stjörnur. Nú varst þú íBarcelona á síðas- ta ári, þar sem þú leikstýrðir Hárinu. Hvernig var að vinna með Spánverjunum ? - Það var alveg stórfínt. Spánverjar, eða Katalanar, eru ólíkir íslendingum. Þeir eru rólegri, blóðið rennur hægai’. Það hefur sína kosti og galla. Katalanar líta reyndar ekki á sig sem Spánverja. Ertu frægur á íslandi? -Þú verður að svara því. Jú, vissulega verð ég var við að fólk kannist við mig. Er það ekkert erfítt? -Nei, ekki ef maður fær svona ókeypis að borða. Nei, grínlaust hef ég nú ekki orðið fyrir neinum teljandi óþægindum. Það er einna helst að drukkið fólk abbist upp á mann. En það er ekkert sem held- ur fyrir mér vöku. Ekkert sjálfgefið Hvað fínnst þér um leik- húsheiminn eins oghann ernú? - Það er afskaplega mikið að gerast og gamla formið er að riðlast. Það er ekkert sjálfgefíð þessa stundina og ekki hægt að ganga að neinu vísu. Menn vita L.................... Morgunblaðið/Ásdís VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST Athugið að einnig er tilboð á Volvo 850 station. Volvo 850 sedan kostar með þessum aukahlutum auk ríkulegs staðalbúnaðar frá aðeins: 2.498.000 kl'. Stgl*. BRIMBORG FAXAFENl 8 • SlMI 515 7010 einstöku tilboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.