Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Silli LOGÐ er áhersla á varúð við innflutning á lífrænu hráefni og eru því trjábolirnir sótthreinsaðir við uppskipun með því að láta þá í heitt vatn. Fyrsti timburfarm- urinn til Húsavíkur Húsavík - Vel gengur undirbún- ingur að starfrækslu Aldins hf. og fyrsti farmurinn af timbri til úr- vinnslu og þurrkunar kom til Húsa- víkur í þessari viku og jafnframt vélar til verksmiðjunnar. Skipafé- lagið Portland í Maine í Kanada sér um flutning hráefnisins til landsins fyrir hönd hráefnissala. Áætlað er að starfsemin geti haf- ist í júní. í viðtali við Þorgeir B. Hlöðvers- son, stjómarformann fyrirtækisins, snýst fyrirtækið Aldin um trjáiðnað sem stofnað var á sl. hausti á Húsa- vík. Hluthafar em Kaupfélag Þing- eyinga, Kaupfélag Eyfirðinga, Norðurvík ehf., Húsavík, Stefán Óskarsson, Rein JXK ehf. og Rekst- ur og ráðgjöf, bæði í Reykjavík. Gmnnur að rekstri fyrirtækisins er að nota ódýra orku úr hitaveitu- vatni frá Hitaveitu Húsavíkur til þess að þurrka trjávið, einkum harðvið, og er hagkvæmni þess hér það mikil að það á að vega upp flutningskostnað timbursins til Is- lands. Timbrið, það er að segja tijá- boli til vinnslunnar, á að flytja hing- að óunnið, saga það niður og þurrka. Starfsemi fyrirtækisins er því sögun og þurrkun á timbri og einkum er horft til útflutnings á framleiðslunni til Evrópu. Fyllstu varúðar gætt Uppbygging fyrirtækisins er unnin í samstarfi við aðila í þessum iðnaði í norðausturfylkjum Banda- ríkjanna, New Hampshire og Ma- ine. Allur vélbúnaður til starfsem- innar er kominn til Húsavíkur og verið er að vinna að uppsetningu hans. Fyllstu varúðar þarf að gæta við innflutning á lífrænu hráefni eins og tijábolum og hafa forsvars- menn Aldins hf. lagt mikla áherslu á að tryggja öryggi í þessum efnum og lagt áherslu á að eiga samstarf við þau opinbem yfirvöld sem hafa með málið að gera. Ákveðið var að sótthreinsa tijábolina við upp- skipun með því að láta þá í hæfi- lega heitt vatn og láta þá þar vera í vissan tíma við visst hitastig. Hannað hefur verið umfangsmikið böðunarkar til þess verks. Einnig hefur Aldin hf. unnið við þennan verkþátt staðal með fyrirmynd í ISO-stöðlum og óskað eftir stam- starfí við opinber yfirvöld við að- lögun hans og vottun. Framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis er Gunnlaugur Stefáns- son húsasmíðameistari. „Heilbrigður lífsstíll“ Garði - Góð þátttaka unglinga var á unglinganámskeiði, sem stúkan Framför hélt í síðustu viku fyrir nemendur 7.-10. bekkjar Gerðaskóla. Fjöldi leiðbeinenda, bæði heimamanna og lengra að ko- minna, hélt fyrirlestra og fræddi unglingana um þroska- breytingar á unglingsárunum, klæðnað, fatastíl, umhirðu húðar og hárs, samskipti manna í milli, líkamsbeitingu og göngulag og síðast en ekki sízt tóbaks-, áfengis- og vímu- varnir. Lokakvöldið var í samkomu- húsinu þar sem Magnús Schev- ing kom og lék á als oddi að venju. Hann undirstrikaði og áréttaði allt það sem ungl- ingunum hafði verið á undan sagt um lífið framundan og hélt viðstöddum, bæði þeim eldri sem hinum yngri, við efn- ið í tvær klukkustundir. Þá voru veitt verðlaun fyrir rit- gerðarsamkeppni stúkunnar. Alls bárust 26 ritgerðir og sigraði Sigríður Rósa Jónat- ansdóttir. í öðru sæti varð Hafrún Ægisdóttir og í því þriðja Haukur Bjarni Guð- mundsson. Þá sýndu unglingar úr Keflavík fimleika. Kiwanis- klúbburinn Hof og Foreldra- og kennarafélag Gerðaskóla styrktu stúkuna til að halda þetta frábæra lokakvöld sem tókst í alla staði mjög vel. Markmið stúkunnar með þessu námskeiði er að byggja upp einstaklinginn, sjálfs- traust hans og ímynd og gera þeim auðveldara að lifa heil- brigðu lífi án tóbaks og vímu- efna. Helztu forsvarskonur námskeiðsins voru Kristjána Kjartansdóttir og Sólveig Björk Granz. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson UNGLINGUNUM var boðið upp á grænmeti milli erindanna og tóku þeir hraustlega til matar síns. lílPiS Geymsnerillinn, Teygjubyssan, Pumabrautin, Blöðruhúsið og Hoppikastalinn verða í Kolaportinu um helgina D Benni hinn góði í grillstadi ■ ..og býður úrval af grillkjöti á frábæru Kolaportsverði óði Einnig verður Benni meo íandsfræga áleggið sitt á sama lága verðinu. 0 Sprengiverd - tsan kr. 99 kg. ■ ..1 kg af ýsuflökum og 1 frítt - 5. kg smáýsuflök kr. 985,- Sprengitilboð á ýsu kr. 99. kg. og tilboð á ýsuflökunum, þú greiðir eitt kg og færð annað ókeypis. Helgartilboðið er 5 kg pakkn. af smáýsuflökum á kr. 985,- (197 kr. kg) Einnig nýr rauðmagi, taðreyktur rauðmagi, sigin ■ grásleppa, smokkfiskur, Háfur, glæný Tindaskata og sjósiginn flskur. 0 Kökugerð Sigrúnar komin aftur ..Sigrún fra Ólafsfirði er mætt með gómsætu kökurnar Heimabökuðu kökumar hennar Sigrúnar frá Ólafsfirði em landsþekktar og nú er hún komin aftur með enn meira úrval en nokkru sinni fyrr. Þéttar formkökur, mjúkar kleinur, ömmusnúðar, mömmusoðin brauð og gómsætar tertur hrista upp í bragðlaukunum án þess að tæma budduna. KOiAPORTIÐ Opið laugardag og sunnudag kl. 11-17 Kjósendum 5,29% færri ísafirði - Kjörskrá fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á norð- anverðum Vestfjörðum hafa verið lagðar fram. Á kjörskrá eru 3.066 manns, 1.449 konur og 1.617 karlar. Er það fækkun um 171 frá síð- ustu sveitajstjórnarkosningum eða 5,29%. Á ísafirði eru 2.288 á kjörskrá á móti 2.366 árið 1994, á Suðureyri eru 179 manns með kosningarétt á móti 225 árið 1994 og á Flateyri eru 222 á kjörskrá á móti 239 árið 1994. I Mosvallahreppi eru 44 á kjör- skrá nú á móti 39 árið 1994, fjöldi kjósenda í Mýrahreppi stendur í stað frá árinu 1994 en þeir eru 53 og á Þingeyri eru 280 á kjör- skrá í stað 315 árið 1994. Morgunblaðið/Egill Egilsson Tærog spegilslétt- ur fjörður Flateyri - Á heimleið gat frétta- ritari ekki setið á sér að mynda tæran spegilsléttan fjörðinn sem speglaði fjallgarðinn í vatnsfletinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.