Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 4
5 4 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samkeppnisstofnun skilar umsögn Auglýsing VIS verði ekki birt framar SAMKÉPPNISSTOFNUN hefur skilað umsögn um kvörtun Skeijungs hf. yfir auglýsingu Vátryggingafé- lags íslands á barnabílstólum, sem birtist í dagblöðum, og farið þess á leit að auglýsingin verði ekki birt aftur. I kvörtun Skeljungs er því haldið fram að auglýsing VÍS séu villandi og stangist á við samkeppn- islög en þar er vísað í Britax barna- bílstóla sem Skeljungur selur. Öm Gústafsson markaðsstjóri VÍS sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að farið yrði yfir bréf Samkeppnisstofn- unar og ákvörðun tekin í framhaldi af því eftir helgi. A fundi auglýsinganefndar, ráð- gjafarnefndar samkeppnisráðs, hinn 23. apríl var samþykkt sú umsögn að fyrirsögnin í auglýsingu VÍS væri villandi, könnunin sem hún byggði á væri umdeild og ekki fram- kvæmd af hlutlausum aðila og að ekki megi nota samanburð í auglýs- ingu nema neytendur eigi kost á því að velja milli vörutegunda sem born- ar eru saman. Þá er tekið fram vegna athuga- semdar frá VÍS að auglýsandi verði sjálfur að geta sýnt fram á að full- yrðingar í auglýsingum hans séu réttar sé eftir því leitað. „Með þess- um athugasemdum telur auglýs- inganefnd að umrædd auglýsing VÍS á barnabílstól samræmist ekki 21. grein samkeppnislaga nr. 8/1993 og óskar eftir að hún verði ekki birt framar.“ Morgunblaðið/Reuter Trúnaðarbréf til Mandela SIGRÍÐUR Snævarr sendiherra afhenti Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, trúnaðarbréf sitt í Höfðaborg á fimmtudag. Sigríður sagði í gær að Mand- ela hefði í ávarpi fjallað um þann stuðning, sem Island og önnur Norðurlönd hefðu veitt í barátt- unni gegn aðskilnaðarstefnu fyrri sljórnvalda í Suður-Afríku. íbúar Suður-Afríku ættu íslend- ingum mikið að þakka og göml- um vinum yrði ekki gleymt. Sigríður er fyrsti sendiherra íslands í Suður-Afríku. Hún mun hafa aðsetur í Reykjavík. Morgunblaðið/Árai Sæberg UPP í Breiðholti var boðið upp á ýmis konar skemmtun sumardaginn fyrsta. Margir notuðu t.d. tækifærið og fengu á sig andlitsmálningu. Sumri fagnað í blíðviðri SUMARIÐ sumarið heilsaði land- anum með björtu og hlýju veðri suðvestan- og vestanlands. Öllu svalara var fyrir norðan og aust- an. Lögreglan í Reykjavík segir að höfuðborgarbúar hafi verið í miklu sumarskapi og mikil gang- andi umferð hafi verið í miðbæn- um. Skemmtanir í úthverfum borgarinnnar voru mjög vel sótt- ar og fóru t.d. á annað þúsund manns í skrúðgöngu frá Mela- skóla í Frostaskjól í vesturbæ Reylqavíkur. Að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings var austan- og norðaustan kaldi á landinu öllu. Aðeins þykknaði upp með strönd- inni sunnanlands um morguninn. Bjartviðri var suðvestan- og vest- anlands. Hiti fór upp í 10 gráður á Hellu og á fleiri stöðum á Suð- urlandi. Eins og áður sagði var öllu svalara fyrir norðan og austan og var hitinnn t.d. um 3 til 4 gráður kl. 18. Urkomuvottur var á suðaustan- og austanverðu landinu. Víða var um 5 stiga hiti. Sólbaðsveður í dag Áframhaldandi góðviðri og sólbaðsveður verður víðast hvar á landinu í dag. Bjartviðri verður um sunnanvert landið. Hins veg- ar verður skýjað fyrir norðan en líklega þurrt. Á morgun er gert ráð fyrir að skýjað verði víða um land. Væta gæti orðið vestan- og norðanlands en þurrt á sunnan- verðu- og austanverðu landinu. Formaður Alþýðuflokksins á ráðstefnu flokksins um kjaramál Jafnaðarmenn og verkalýð- ur sameinist um umbætur JÓN Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, segir að tími sé kominn til að jafnaðar- mannahreyfingin og verkalýðs- hreyfingin leggi gömul ágreinings- mál til hliðar og reyni á næstu misserum að ná saman um sameig- inlega umbótaáætlun. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnu Al- þýðuflokksins um kjaramál, en ráð- stefnan hófst á Scandic Hótel Loft- leiðum í gær og lýkur henni í dag. Jón Baldvin sagðist gera ráð fyrir að ekki væru lengur neinar deilur um að pólítísk sundrung og klofningur jafnaðarmannahreyf- ingarinnar og verkalýðshreyfing- arinnar á sínum tíma hefði valdið miklum skaða sem varði þjóðfé- lagsþróunina. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri kominn tlmi til fyrir þessar stofn- anir að leggja gömul ágreinings- mál til hliðar og reyna á næstu misserum að ná saman um sameig- inlega umbótaáætlun. Nefndi hann m.a. I því sambandi ijármagns- tekjuskatt, sem hægt yrði að nýta til að draga úr ójöfnuði skattakerf- isins að öðru leyti, og það að draga úr of brattri tekjutryggingu marg- víslegra bótagreiðslna bæði laun- þega og lífeyrisþega til þess að Morgunblaðið/Sverrir FJÖLMENNT var á ráðstefnu Alþýðuflokksins um kjaramál, sem hófst á Scandic Hótel Loftleiðum i gær. lækka jaðarskatta, sem væru orðn- ir vinnuletjandi og kæmu í veg fyrir það að fjölskyldur gætu unnið sig út úr skuldum. „Varðandi skipulagsvanda í at- vinnuvegum er þá ekki kominn tími ti! að efnt verði til allsheijarsam- stöðu milli launþega á íslandi um umbótatillögur eins og veiðileyfa- gjald I sjávarútvegi? Ég vísa þá til umræðu sem var nýlega á Alþingi um það hvað þyrfti að gera til þess að við færum enn eina kollsteypu ef það gerist nú á næstunni að sjáv- arútvegurinn fer aftur 5 upp- sveiflu," sagði hann og varpaði fram þeirri spurningu hvort einhver ágreiningur væri um það milli laun- þega hvort stefna ætti að því að lögfesta sameign þjóðarinnar á grundvallaráuðlindum eins og auð- lindum sjávar eða í orkugeiranum. Vítahringur Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf., fjallaði um það á ráð- stefnunni hvernig íslensk fyrirtæki gætu greitt hærri laun. Hann sagði m.a. að ef gera ætti launakjör hér á landi samkeppnisfær við ná- grannalöndin þá yrði það ekki gert nema með áframhaldandi hagræð- ingu í ailri atvinnustarfsemi á ís- landi, aukinni framleiðni og meiri verðmætasköpun. Það yrði ekki gert nema færri ynnu þau störf sem unnin eru í dag, og miðað við núver- andi forsendur jafngilti það auknu atvinnuleysi. Hann sagði það óumdeilt að dagvinnulaun á íslandi væru lág samanborið við nágrannalöndin, en íslendingar bættu sér það síðan að hluta til upp með mikilli yfir- vinnu og næðu þannig kjörum sem væru í mörgum tilvikum ekki miklu lakari en í nágrannalöndunum. Þetta leiddi hins vegar til minni framleiðni því þreyttur starfsmað- ur afkastaði minna en óþreyttur. „Segja má að við séum í ákveðn- um vítahring. Vegna lítillar fram- legðar eru launin lág og vegna lágra launa er framlegðin lítil. Nauðsyn- legt er að samstarf náist milli stjórnenda og starfsmanna að brjót- ast út úr þessum vítahring, það er beggja hagur,“ sagði Geir. Slasaðist við kletta- klifur TÆPLEGA 9 ára drengur hlaut höfuðáverka og opið bein- brot við olnboga eftir að hann féll niður af kletti í Elliðaárdal síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar átti slysið sér stað í svokölluðu Indíánagili milli Höfðabakka- brúar og göngubrúar yfir Ell- iðaár. Drengurinn var við leik á svæðinu ásamt félögum sín- um og var hann að klifra I klett- inum þegar hann féll 3-4 metra niður I þurran árfarveginn. Hann var meðvitundarlaus þegar að var komið og í gær- kvöldi var honum haldið sof- andi en þá stóð til að gera á honum aðgerð. Góðar vonir voru taldar um bata. 5 kærðir fyrir sinu- bruna LÖGREGLAN á Blönduósi hef- ur ákært fimm bændur fyrir að brenna sinu, en bannað er að brenna sinu nema með leyfi sýslumanns að fenginni um- sögn Landgræðslu ríkisins. Að sögn lögreglu verður þessum reglum fylgt fast eftir í vor. Víða hefur skapast sú venja að gefið er út leyfi fyrir sinu- brunum á afmörkuðu svæði til nokkurra ára. Ekki er þá þörf á að kalla eftir umsögn Land- græðslunnar á hveiju ári. Sam- kvæmt reglum eiga menn sem ekki sækja um leyfi áður en éldur er borinn að sinu yfir höfði sér ákæru og sektir. > Arekstur í Borgarfirði TVEIR bílar rákust saman rétt sunnan við Borgarfjarðarbrú I gær. Engin meiðsl urðu á fólki, en verulegt eignartjón. Fjar- lægja var annan bflinn með kranabíl. Óhappið vildi þannig til að fólksbíll stoppað við vegamótin að Hvanneyri og ók þá annar bíll aftan á hann. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var mjög mikil umferð um Borgarfjörð í gær. Umferðin gekk að mestu óhappalaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.