Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 53 Frá Ómarí Smára Ármannssyni: í MORGUNBLAÐINU þriðjudaginn 2. apríl sl. vakti Hrönn Gunnarsdótt- ir athygli á nauðsyn þess að hjól- reiðafólki og öðrum væru kynntar þær reglur sem gilda um reiðhjól og hjólreiðar. lí viðleytni til að bregðast við beiðni Hrannar fara hér á eftir nokkur atriði umferðarlaga sem hjólreiðafólki er hollt að hafa í huga í sumarbyijun. Samkvæmt umferðarlögum er reiðhjól ökutæki sem „eigi er ein- göngu ætlað til leiks“. Ákvæði um- ferðarlaga gilda um hjólreiðafólk eftjr því sem við á. í meginreglum laganna segir að vegfarandi skuli sýna tillitssemi og varúð svo eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum og þann- ig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu. Hann skal og sýna þeim, sem staddur er við veg, tillitssemi. Sérstaka tillitssemi skal sýna börn- um, öldruðum og þeim, sem bera auðkenni fatlaðra eða eru sýnilega sjón- og heyrnarskertir, fatlaðir eða sjúkir, þannig að það hái þeim í umferðinni. I 5. gr. laganna segir m.a. að vegfarandi skuli fara eftir leiðbein- ingum um umferð, sem gefnar eru með umferðarmerkjum, umferðar- ljósum eða hljóðmerkjum eða öðrum merkjum á eða við veg. Leiðbeining- ar lögreglumanna gilda framar ieið- beiningum, sem gefnar eru á annan hátt. Framangreind ákvæði gilda jafnt um hjólreiðafólk ssem og aðra. Á vistgötum, gangstéttum og gangstígum ber að fara mjög hægt. Ekki má fara hraðar en á venjuleg- um gönguhraða ef gangandi vegfar- andi er nærri. Ef slys verður ber viðkomandi skylda til að kalla til lögreglu og veit alla þá aðstoð, sem honum er unnt. Ef gangandi vegfarandi leiðir reið- hjól ber honum að ganga við hægri vegarbrún þar sem ekki er gang- Frá Oddrúnu Pálsdóttur: ÞAÐ hefur þekkst um langa tíð að kvenfélög á höfuðborgarsvæð- inu og kvenfélög úti á landi hafi skipst á heimsóknum. Kvenfélag Bústaðasóknar fór 15. apríl í eina slíka til Kvenfélags Grindavíkur. Um 90 konur tóku þátt í heim- sókninni. Lagt var af stað frá Bústaðakirkju klukkan rúmlega 7 um kvöldið. 'Ekið var sem leið lá og ekki stoppað fyrr en við Bláa lónið. Þar tóku tvær félagskonur úr Grindavík á móti hópnum. Óku þær með okkur um hverasvæðið og síðan til Grindavíkur. Ekið var um bæinn og fræddu heimakonur gesti um hús og staðhætti. Bærinn er sambland af gömlum sögufræg- um húsum og nýbyggðum. Ber þar hæst kirkju, íþróttahús og elli- og hjúkrunarheimilið sem öll eru reisuleg og staðnum til sóma. Skálholt og Reykholt fyrr og nú Frá Baldri Hafstað: EGILL Skallagrímsson birtist mér í draumi nýlega, mikilúðlegur á svip, og fór með eftirfarandi vísu sem hann sagði að tengdist Skál- holti og Reykholti fyrr og nú: Þar andans menn áður bjuggu. Nú flækja þeir mál í fjarlægri sókn. Þeir skála í Reykholti og reykja í Skálholti: andlausir menn á „ego-trippi“. Ég átta mig ekki alveg á efni vísunnar og leita því til lesenda Morgunblaðsins. BALDUR HAFSTAÐ, Snekkjuvogi 3, Reykjavík. BRÉF TIL BLAÐSINS Reiðhjól og hjól- reiðar stétt. Á gangstétt eða gangstíg má gangandi'vegfarandi ekki leiða reið- hjól ef það er til óþæginda fyrir aðra. Þegar fólk hjólar á vegi skal það vera hægra megin og bera sig að eins og um önnur ökutæki væri að ræða. Það skal og hjóia hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Hann skal hafa sér- staka aðgát við vegamót. Þegar farið er yfir gangstétt eða gangstíg skal hann bíða á meðan gangandi vegfarandi fer framhjá. Sama á við um- þegar farið er yfir göngugötu. Hjólreiðamaður skal bíða við gang- braut eftir að gangandi vegfarandi hefur farið yfir gangbrautina. í ákvæðum umferðarlaganna um reiðhjól segir að hjólreiðamenn skuli hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægi- legt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiða- menn ekki hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji. Hjólreiðafólki er heimilt að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiða- maður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. Hjólreiðamaður má ekki halda aftur í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis. Á hverju reiðhjóli skal vera hem- ill, ljósker, glitaugu, bjalla og lás. Mælt er með viðvörunarstöng og góðu endurskini á öll reiðhjól. Læsa Góð ferð til Grinda- víkur Áður en konurnar fóru út úr bílnum var stoppað yst á sjávar- kambinum. Gaf þar á að líta mik- ið sjónarspil að horfa út á Hópið. Tvö skip voru að sigla út rennuna. Brimið var stórkostlegt. Margar konurnar vildu helst horfa á það sem lengst enda ekkert séð þessu líkt. Nú var gengið til kirkju. Þar tók á móti okkur ung kona, prestur- inn, ásamt hópi kvenna úr Kvenfé- lagi Grindavíkur. Presturinn bauð skal reiðhjóli, sem lagt er, nema því sé lagt um stutta stund, og ganga þannig frá því, að ekki stafi hætta eða truflun af. Barn yngra en 7 ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Þrátt fyrir þetta mælir lögreglan ekki með því að yngri börn en 9 ára hjóli einsömul á veg- um þar sem vænta má umferðar vélknúinna ökutækja. Mörg slys- anna verða þegar yngri börn hjóla út á umferðargöturnar. Ekki má reiða farþega á reið- hjóli. Þó má vanur hjólreiðamaður, sem náð hefur 15 ára aldri, reiða barn yngra en 7 ára, enda séu barn- inu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi ekki hætta af hjóiteinunum. lÞá má ekki flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðameiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjóm á reiðhjólinu og gefíð viðeig- andi merki. Ekki má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum. Hver sá sem stjórnar reiðhjóli skal vera líkamlega og andlega fær um það. Enginn má hjóla eða reyna að hjóla ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örv- andi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu örugglega. Ekki má fela manni í því ástandi stjórn reiðhjóls. Hjólreiðamaður er illa varinn. Þess vegna er full ástæða til að mæla skilyrðislaust með notkun góðra reiðhjólahjálma. Þeir geta komið að góðum notum ef óhapp verða, auk þess sem þeir veita skjól fyrir veðri og vindum. Hjólreiðamaður á aldrei að flýta sér um of. Hann á alltaf að gefa sér góðan tíma til að komast á milli staða, líta vel í kringum sig og fara varlega. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfírlögregluþjónn. gesti velkomna. Spilað var á hljóð- færi og börn sungu. Það var indæl stund. Á gafli kirkjunnar blasti við undurfögur steind altaristafla. Frá henni stöfuðu geislabrot. Nú var gestum boðið í íþrótta- húsið sem var nýlegt, stórt og myndarlegt. Tók við ákaflega fjöl- breytt og menningarleg dagskrá. Söngur, upplestur og dansatriði að mestu unnið af félagskonum sjálfum. Að síðustu var boðið upp á kaffi ásamt alls konar meðlæti sem rann ljúflega niður. Sannkall- að veislukaffi. Heimsókninni lauk um tólfleyt- ið. Konur úr Kvenfélagi Bústaða- sóknar munu lengi muna þessa ágætu ferð. Hafi Kvenfélag Grindavíkur bestu þakkir fyrir ógleymanlega kvöldstund. ODDRÚN PÁLSDÓTTIR, Sogavegi 78. Hjartans þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmœli mínu 14. þ.m. Guð blessi ykkur öll. DýrleifJónsdóttir, Jökulgrunn 12, Reykjavík. Vestfirðingar Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnir ný tækifæri til atvinnusköpunar mánudaginn 29. apríl 1996 á Hótel ísafirði kl. 12.00. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Sjálfskipaði „listamaðurinn“ kveð- ur sér aftur hljóðs Frá Grími Gíslasyni: SKAMMUR tími er síðan Tryggvi V. Líndal sendi mér tóninn í lesenda- bréfi Morgunblaðsins til andsvars við greinarkomi mínu er varð til vegna lítilsvirðingarskrifa _ hans um þjóð- menningu okkar íslendinga og þó einkum hið hefðbundna ljóðform. Að þessu sinni er kveðja bréfrit- arans byggð upp af þremur megin- þáttum: 1) Að ég hafi ekki lesið ritsmíðar hans í Morgunblaðinu, Tímanum og Vísi, hvað þá ljóðabækur hans tvær sem til muni vera á söfnum. 2. Hvað hann sjálfur sé aftur á móti menntaður og mikilvirkur á rit- vellinum. 3. Hvað þjóðfélagið sé fávíst og lítilsiglt sbr. eftirfarandi málsgrein í bréfinu: „Enda hef ég ekki trú á öðru en að flestir íslendingar séu orðnir eins og sauðkindin, mestu meinleysisgrey, sem ekki mega neitt aumt sjá. Helst er að þeir vegist á með orðsins byssu- stingjum, og láti það svo gott heita.“ Ekki reyndust þessar ljóðabækur „listamannsins" til á Héraðsbókasafn- inu á Blönduósi og segir það sína sögu um það hvað hann sé þekktur sem ljóðskáld. Til samanburðar skal ég upplýsa „listamanninn" um að strax sama daginn og umrætt bréfkom mitt birt- ist, hringdu menn til mín til þess að þakka mér fyrir að veita andsvar við óhróðrinum og svo varð áfram nokkra daga, bæði bréflega og símleiðis. Get ég því vel við þann samanburð unað. Ekki kannast ég við að hafa látið orð falla um „Stór-Reykvfkinga“ að þeir þurfi að „taka sér til fyrirmyndar hið fagra hefðbundna orðalag í ræðu og riti, sem einkenni marga dreifbýl- inga“. Þarna slær nú bærilega út í fyrir „listamanninum" og eins þegar hann fer að segja frá því að hann hafi ekki náð sambandi við sveita- bömin eins og Reykjavíkurbörnin, en betur hafi honum líkað við bændurna í kirkjukómum þótt þeir hefðu ekki smekk fyrir reykvísku ritmenninguníf. Ég verð að játa að ég veit ekki hvað ■ „listamaðurinn" er þama að fara og síst mundi ég reyna að etja saman samborgurum mínum eftir þvi hvar þeir em búsettir í landinu. Og enn segir „listamaðurinn“: „í því landi (þ.e. Kanada) reyndist mér miklu erf- iðara að skilja fólk eða finna til með ■ því, af því maður hafði alist upp á ■ Islandi. Síðan þá hlýt ég að líta með sposku brosi, gjána hér heima milli þéttbýlis og dreifbýlis, milli órímaðs : kveðskapar og rímaðs, og milli nútím- I ans og fortíðar íslands." Það leynir sér ekki að Tryggvi V. $ Líndal fínnur til með sjálfum sér að koma „aftur heim á skerið" eftir að allan lærdóminn óg vera íslendingirr„ ■ Það leynir sér ekki að hann telur f mikla nauðsyn á að afmá öll þjóðar- l einkenni íslendinga til þess að þeir geti talist menn með mönnum. ; Að þessu sögðu mun ég ekki eiga í frekari viðræður við Tryggva V. Lín- ‘ dal. Kannski er það fyrir hinn mikla lærdóm hans eða af því að hann sé „lítt lesinn" að sú óraleið er á milli lífsskoðana okkar að ég reyni ekki að brúa þá fjarlægð. GRÍMUR GÍSLASON, ■ Blönduógi. ' Opið laugardag kl. 10-17, sunnudag kl. 13-18 Bílamarkaöurinn Toyota Corolla XLi '94, 3ja dyra, hvítur, ek. 39 þ. km., 5 g. V. 990 þús. Hyundai Sonata GLSi '92, ek. 60 þ. km., silfur- grár, 5 g., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1.050 þús. Sk. ód. Chevrolet Lumina APV 7 manna V-6 '92, rauður, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 2,1 millj. MMC Pajero V-6 '91, blár, 5 g., ek. 90 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.490 þús. Nissan Sunny SLX 4x4 station '93, grá- sans., ek. 77 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum, topp- grind, dráttarkrókur o.fl. V. 1.190 þús. Daihatsu Feroza SX '91, vínrauður, ek. 88 þ. km. Fallegt eintak. V. 890 þús. MMC Pajero V-6 langur '91,5 g., ek. 75 þ. km., góður jeppi. V. 1.890 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX Sedan '92, sjáifsk., ek. 53 þ. km. V. 900 þús. Toyota Corolla XLi Hatchback '96, 5 dyra, 5 g., ek. 4 þ. km., spoiler o.fl. V. 1.230 þús. Toyota Corolla 1.6 Si '94, hvítur, 5 g., ek. 39 þ. km., álfelgur, spoilersett, geisla spilari o.fl. V. 1.200 þús. Toyota Carina II GLi Executive '90, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 108 þ. km., rafm. í öllu, spoiler o. fl. V. 890 þús. Dodge Caravan LE 4x4 '91, 7 manna, sjálfsk.,. ek. 91 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 1.980 þús. Toyota Corolla GL Special series ‘91,5 g., ek. 93 þ. km., 5 dyra, rafm. í rúðum, samlæsingar, blár. V. 690 þús. Húsbíll M. Benz 309 '86, hvítur, 5 cyl., dísel, sjálf- sk., 7 manna, svefnpláss, elda vél, gasmiðstöð, stórt fortjald o.fl. o.fl. V. 1.490 þús. Sk. ód. Toyota Tercel 4x4 station '88, rauður, ek. 147 þ. km. V. 530 þús. Sk. ód. Toyota Landcruiser diesel ‘87, 5 g., ek. 190 þ. km., drif og gírkassar ný uppt., loftlæstur aftan og framan. Nýl. 38" dekk. Toppeintak. V. 1.870. Nissan Sunny 1.3 LX ‘90, 3ja dyra, blár, 4 g., ek. 84 þ. km. V. 460 þús. Subaru Legacy 2.0 Station '92, grár, 5 g., ek. aðeins 49 þ. km. V. 1.490 þús. Toyota Carina E '93, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km. V. 1.450 þús. MMC Colt GLXi ‘92, rauður, 5 g., ek. 85 þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í öllu o.fl. V. 860 þús. Mazda 323 1.6 GLX 4x4 station '94, steingrár, 5 g., ek. 58 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.180 þús. f Cherokee Country 4.0 L High Output '93, grænsans., sjálfsk., ek. 80 þ. km. Gott eintak. V. 2.350 þús. Toyota Landcruiser stuttur bensín '88, stein- grár, 5 g., 33" dekk, álfelgur. V. 1.190 þús. Sk. ód. Nissan Patrol diesel turbo Hi Roof (langur) '86, 5 g., ek. 220 þ.km. 36" dekk, spil o.fl. Mikið endurnýjaður. V. 1.550 þús. Hyundai Accent GS Sedan '95, ek. aðeins 4 þ.km. V. 960 þús. Toyota Landcruiser GX diesel Turbo '93, 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km., 33" dekk, bretta- kantar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj. Sk. ód. Nissan Terrano V-6 ‘95, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 12 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. Sem nýr. V. 3,3 millj. Renault Clio TR 1.4 5 dyra '94, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. :i' MMC Pajero V-6 langur '92, 7 manna, sjálfsk., ek. 55 þ.km., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.690 þús. Nissan Primera 2.0 SLX '93,5 g., ek. 38 þ.km., spoiler, álfelgur, rafm. i öllu, 2 dekkjagangar. V. 1.300 þús. Peugeot 405 GR station '89, 5 g., ek. 100 þ.km. V. 650 þús. GMC S-15 Sierra Extra Cap 4x4 '87, 6 cyl., beinsk., ek. 150 þús. Toppeintak. V. 780 þús. Hyundai Accent GSi '95, hvitur, sjalfsk., ek. 14 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, álfelg ur. V. 1.050 þús. Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Renault 19 TXE '92, sjálfsk., ek. aðeins 40 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 970 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.