Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUqARDAGUR 27. APRÍL 1996 55 I DAG BRIDS llmsjón Guómundur l’áll Arnarson TÖLVUFORRIT sem spila brids standa skákforritum enn langt að baki. Fyrir því eru bæði sögulegar og tæknilegar ástæður. Skák- menn voru mun fljótari að tileinka sér tölvutæknina og þegar fyrstu skáktölv- urnar komu á markað voru þær nógu góðar til að vekja áhuga almennings. Fyrstu bridstölvurnar voru hins vegar hræðilega lélegar og seldust að vonum lítið. Þar með misstu stórfyrirtækin áhugann í bili og nokkurt hlé varð á þróuninni. Tæknilega hliðin er þó sennilega veigameiri, því eðli málsins samkvæmt gengur tölvunni illa að vinna úr takmörkuðum upplýsingum, auk þess sem hún er veik fyrir blekking- um. Bandarískur brids- áhugamaður, Jim Loy að nafni, hefur rannsakað og borið saman 25 bridsforrit. Niðurstöðu sína hefur hann sett fram í einni setningu á Internet-inu: „Þegar best lætur, eru sagnir eins og hjá miðlungsspilara, úr- spilstæknin lakari og vömin hræðileg." Bestu einkunn fá forritin Bridge Baron, Meadowlark og bridge Mate. í spili dagsins sýnir Meadowlark-forritið á sér sparihliðina: Suður gefur; engin á hættu: Norður ♦ 8 9 ÁD93 ♦ 972 ♦ KD1095 Vestur Austur ♦ G976 ♦ KD4 9 G IIIIH 9 K62 ♦ KG543 111111 ♦ D86 ♦ 632 4 G874 Suður ♦ Á10532 9 108754 ♦ Á10 ♦ Á Vestur Norður Austur Suður - - - 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Tígulþristur. Meadowlark-forritið stýrði spilum NS gegn Bridge Baron. Sagnir eru ágætar og útspilið hvasst. En það er spilamennskan sem mest kom á óvart. Fyrsti slagurinn var tekinn á tígulás, síðan var laufás tekinn og trompi spilað á ás. Tígull fór niður í lauf- kóng og síðan lagðist tölvan í mikla víxltrompun á spaða og tígli. Þetta dugði í tólf slagi. Þetta spil væri ekki birt- ingarhæft ef dauðiegur maður hefði haldið um stjórnvölinn. En kannski verður þess ekki langt að bíða að mannleg tilþrif verði sjaldséð í bridsþáttum dag- blaðanna, enda léttvæg í samanburði við snilli tölv- unnar! EN yndislegir skartgrip- '.r’ A,lna> þeir minna mig á ljósakrónurnar í Þjóð- leikhúsinu. Árnað heilla fT r^ÁRA afmæli. Á tf morgun, sunnudag- inn 28. apríl, er fimmtugur Bjarni Pétursson, þjón- ustufulltrúi hjá Við- skiptanetinu h/f. Bjami og eiginkona hans Sólveig Valdimarsdóttir, taka á móti gestum í tilefni afmæl- isins í dag, laugardaginn 27. apríl í Dúndursalnum, Dugguvogi 12 kl. 17-20. pT/VÁRA afmæli. Á OVfmorgun, sunnudag- inn 28. apríl, verður fimm- tugur Ingvar Ingvarsson, yfirkennari, Vitateigi 2, Akranesi. Eiginkona hans er Gunnhildur Hannes- dóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í dag, laugar- daginn 27. apríl, milli kl. 17 og 20 á Langasandi, Akranesi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. apríl í Háteigs- kirkju af séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur Ingibjörg Gunnarsdóttir og Sigurður Hjartarson. Þau eru búsett í Fredriksstad í Noregi. þegar þitt er mitt og mitt er þitt. TM n«o U.S. Pat. OH. — all riflhta reserved (c) 1996 Loa Angelea Timea Syndlcale Ast er ... o HOGNIIIREKKVÍSI ,/EtUWÐO AÐ PA þéRtiœsSAUDl \JBT1SARLOFri>,‘ SJÁÐU mamma, hann hefur málað út fyrir. Vinnuskólinn í FRÉTT um Vinnuskóla Reykjavíkurborgar misrit- uðust laun 15 ára unglinga. Rétt er að launin verða 218,64 krónur fyrir hvetja klukkustund en ekki 281,64 krónur. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drakc NAUT Afmælisbarn dagsins: Forvitni þín oggóðar gáfurafla þérskilnings og þekkingar. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Peningamálin geta verið við- kvæmt umræðuefni innan fjölskyldunnar í dag, en þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun í þeim málum. Naut (20. apríl - 20. maí) Það þýðir lítið að deila við þann, sem heftir þegar gert upp hug sinn. En nákominn ættingi veitir þér góðan stuðning í dag. Tvíburar (21.maí-20.júní) 4» Þú ættir ekki að eyða pening- um í óþarfa. Það getur verið skemmtilegra að bjóða heim gestum í kvöld en að sækja skemmtistað. Krabbi (21. júní — 22. júlí) HIS0 Þér bjóðast ný og spennandi tækifæri í vinnunni, og fram- tíðarhorfur fara batnandi. Þú ættir að ræða málin við ástvin í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú áorkar miklu árdegis, og hugmyndir þínar falla í góð- an jarðveg. í kvöld hefur skemmtanalífið upp á óvenju margt að bjóða Meyja (23. ágúst - 22. september) <f$ Þótt þú takir börn með í inn- kaup dagsins, ættir þú ekki að uppfylla allar óskir þeirra, því það gæti skaðað fjár- hagsstöðuna. Vög (23. sept. - 22. október) sj'Ó) Þú ættir að hafa samband við ættingja, sem búa í öðru bæjarfélagi. Láttu ekki freistast til að fara ógætilega með fjármuni þína. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ^(0 Leitaðu tilboða ef þú þarft að kaupa dýran hlut. Fjöl- skyldumálin verða efst á baugi í dag, en ástvinir fara út í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú einbeitir þér að því að ljúka verkefni úr vinnunni árdegis, og nýtur góðrar að- stqðar vinac. Þið skemmtið ykkur vo í kvolð. Steingeit (22.des. - 19.janúar) & Þér berst heimboð, sem kem- ur ánægjulega á óvart. Barn þarf á aðstoð þinni að halda. Þú sækir skemmtilegan vina- fund. Vatnsberi (20. janúar— 18. febrúar) Þú hefur mörg jám í eldin- um, og þér tekst að koma miklu í verk árdegis. Síðdeg- is gefst svo tækifæri til skemmtunar'með vinum. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Vertu ekki með ástæðu- lausar áhyggjur. Þér hefur vegnað vel, og á því verður engin breyting. Ferðalag er í vændum. Stjörnuspána á að lesa sem clægradvöl. Spár aí þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Matur og matgerð Brauð í ofninn og á grillið Þegar Kristín Gestsdóttir skrif ar þetta snemma morguns og lítur út um gluggann _____yfir til Garðakirkju á spegilsléttan_ Hafnarfjörðinn, telur hún 14 trillur. SUMAR trillurnar eru í gráslepp- unni hér við skerin eða á skaki eða útstími. Til uppfyllingar í þá dásamlegu mynd sem blasir við mér er lóan, stelkurinn, hrossa- gaukurinn og tjaldurinn með sitt tónaflóð. í fjarska heyrast rámar raddir mávanna, sem mér finnst bara notalegt að hafa með, en á Seyðisfirði þar sem ég ólst upp heyrðist sjaldan í öðrum fugli en mávi og hrafni. Á Seyðisfirði var bakarí, en sjálfsagt þótti að spara og baka brauð á mínu æskuheim- ili. Ekki var alltaf auðvelt að fá ger í brauðið á þeim tíma og minnist ég þess að við systkinin fórum stundum með lokaða skjólu að kaupa ölger, en þá eins og í dag var farið í kringum lögin og bruggað. Sjálfsagt hefur þetta ekki mátt vitnast. Stundum var ekki hægt að fá ölger og bjó mamma þá til kartöfluger. Hvert sem gerið var, voru brauðin ljúf- feng og runnu ljúflega niður í maga barnanna sjö á heimilinu. Yfirleitt var lagt í brauð á hveiju kvöldi með köldum vökva og deig- ið geymt i búrinu til morguns, en þá var það hnoðað og elt og bakað fyrir hádegi. Þegar við systkinin komum heim úr skólan- um mætti okkur oftast ilmur af nýbökuðu brauði, síðan var hitinn á ofninum nýttur til að brenna kaffi. Kaffiilmurinn blandaðist þá brauðilminum. Ekki er vafi á að mikill sparnaður er af því að baka brauð og þarf enga brauð- vél til hjálpar. Þegar ég baka brauð, set ég allt þurrefni í hræri- vélarskál, bleyti í með köldum vökva, fylgi síðan aðferð móður minnar, breiði yfir skálina og set í kæliskápinn (í búrið) og læt bíða í hálfan eða heilan sólar- hring. Brauðið verður auðmeltara við langa lyftingu og minna ger þarf í það. Síðan hnoða ég deigið örlítið og móta, læt lyfta sér í nokkrar mínútur og baka síðan. Ég hefi reiknað út að fá má 3-4 brauð fyrir verð eins búðar- brauðs. A sumrin á ég oft brauð- deig í kæliskápnum. Ef gesti ber að garði er deigið mótað í flata parta og því skellt á grillið. Auk þess er nýbakað grillbrauð borið með næstum hverri máltíð á sumrin ef veður leyfir. Tekið skal fram að ég nota gasgrill, en það stendur á palli fyrir utan eldhús- dyrnar. Brauð í ofninn og á grillið Sama uppskrift er fyrir hvort tveggja. Rúml. 10 dl hveiti (500 g) ______5 dl heihveitj (300 g)____ _______2 dl hveitiklíð (25 g)___ 1 dl sólblómafræ (50 g) ’A tsk. salt ’A -1 msk. þurrger 1 msk. púðursykureða hunang 3 dl vel heitt vatn úr krananum ____________2 dl mjólk__________ 1 eggjarauðafyrirofnbrauðið 1 msk. sólblómafræ ofan á fyrir ofnbrauðið 1. Setjið hveiti, hveilhveiti, hveiti- klíð, sólablómafræ, salt, þurrger og- púðursykur eða hunang í hræri- vélarskál. 2. Blandið saman heitu vatni og kaldri mjólk og hrærið út í. Notið kaldan vökva ef geyma á deigið. 3. Leggið hreint stykki yfir ská- lina og látið deigið lyfta sér á eld- búsborðinu í 1-2 klst en 'A -1 sólar- hring í kæliskáp. (athugið að kafa kaldan vökva ef geyma á deigið). Aðferð við ofnbrauðið • 1. Takið deigið úr skálinni og skiptið í tvennt. Fletjið hvorn part þykkt út, vefjið síðan upp og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu. Látið samskeytin snúa niður. 2. Penslið brauðin með eggja- rauðu og stráið sólblómafæri yfir. Skerið 2-3 raufar í hvert brauð með beittum hnífi. 3. Leggið hreint stykki yfir brauðin og tátið lyfta sér meðan ofninn er að hitna. Hiti 200°C, blástursofn 180-190°C. 4. Setjið brauðin í ofninn og bakið í um 30 mínútur. Leggið stykki yfir brauðin meðan þau kólna. Aðferð við grillbrauðið 1. Skiptið deiginu í tvennt. Fletj- ið hvorn bút út 1 sm þykkt. Mótið parta með kleinuhjóli eða hnífsegg um 8 sm á kant. Skerið ekki í gegn, partarnir eiga að hanga saman, þeir þurfa ekki að lyfta sér. 2. Hitið grillið, notið meðalhita, smyrjið grindina með matarolíu og leggið partana á hana. Bakið í um 3 mínútur á hvorri hlið. Fylgist með, þetta er fljótt að brenna. 3. Vefjið partana inn í hreint stykki og stingið ofan í plastpoka. Berið fram með smjöri og osti. ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.