Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 15

Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 27. APRlL 1996 15 Listasafnið á Akureyri Síðasta sýningar- helgi NÚ LÍÐUR að lokum apríl sýninga Listasafnsins á Akureyri en annars vegar er um að ræða sýningu á módelmyndum Gunnlaugs Blöndal undir yfirskriftinni „Konan og nekt hennar“ og sýningar á ljósmyndum Bill Dobbins „Stálkonunni," þar sem líkami vaxtarræktarkvenna er viðfangsefnið. Síðasta sýningar helgi er nú dagana 27. og 28. apríl en vegna gífurlegs áhuga á sýningunni þar sem öll aðsóknarmet hafa verið slegin hefur verið ákveðið að hafa sýninguna einnig opna á mánudag og þriðjudag, 29. og 30. apríl. Listasafnið er opið frá kl. 14 til 18. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli verður á morgun kl. 11. Lokahátíð, leikir og veitingar. Munið kirkjubílana. Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30. á morgun. Samkoma kl. 20. Níels Jakob Erlingsson talar. Heimilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, biblíulestur á fimmtudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld, laugardagskvöldið 27. apríl kl. 20.30. Vakningasam- koma á morgun, sunnudag kl. 15.30, biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudagskvöld og bæn og lofgjörð á sama tíma á föstudagskvöld. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrarlandsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag. GUNNLAUGUR P. Kristinsson og Gunnborg Kristinsson, foreldrar Kristínar sem hlaut starfslaun listamanns Akureyrar, Alice Sigurðs- son, Árni Ingimundarson og Haraldur Sigurðsson sem tók við viður- kenningu Marinós Þorsteinssonar en auk þeirra þriggja hlaut Gísli Jónsson viðurkenningu menningarsjóðs. Lengst til hægri er María Jóhannesdóttir sem ásamt Gylfa S. Gylfasyni er eigandi Lundar- götu 2 sem hlaut viðurkenningu húsfriðunarsjóðs. Kristín G. Gunn- laugsdóttir hlaut starfslaun listamanns Morgunblaðið/Margrét Þóra Breikkun Akureyrarflugvallar Tvö tilboð bárust TVÖ tilboð bárust í yfirlögn og breikkun flugbrautar á Akureyrar- flugvelli og voru þau bæði rúmlega 10% yfír kostnaðaráætlun. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Arnarfell ehf og Hlaðbær Colas buðust til að vinna verkið fyrir kr. 29.914.800.- en Loftorka bauð kr. 30.010.000.-. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 27.050.350.-. Fara þarf yfír tilboð- in en stefnt er að því að fram- kvæmdir geti hafíst sem fyrst. KRISTÍN G. Gunnlaugsdóttir hlýtur starfslaun listamanns á Akureyri fyrir næsta ár en til- kynnt var um það á svonefndri vorkomu menningarmálanefndar Akureyrar á sumardaginn fyrsta. „ Að fá stuðning að heiman er eins og að fá næringu í rótina og finna að maður getur teygt sig enn hærra upp og breitt út laufin, kannski jafnvel byijað að blómstra," segir Kristín í bréfi til nefndarinnar en hún er stödd í Flórens á Ítalíu. Hún óskaði nefndinni til hamingju með að sýna það áræði og hugrekki að veita akureyrskum listamanni, sem vinnur að sinni list utan heimabæjarins, starfslaunin. „Og í útlandinu er ég ekki bara stolt af því að vera Islendingur - held- ur líka Akureyringur," segir hún í bréfinu sem lesið var upp á samkomu nefndarinnar. Auk þess sem Kristín var út- nefnd bæjarlistamaður frá 1. ágúst næstkomandi voru veittar viðurkenningar úr menningar- sjóði fyrir framúrskarandi störf í þágu menningarmála á Akur- eyri. Þau sem hlutu viðurkenn- ingu að þessu sinni voru Alice Sigurðsson, Árni Ingimarsson, Gísli Jónsson og Marinó Þor- steinsson. Þau Gylfi S. Gylfason og María Jóhannesdóttir eigendur Lundar- götu 2 á Akureyri hlutu við- urkenningu húsfriðunarsjóðs, en þau hafa gert húsið sem byggt var árið 1882 upp á þann hátt að það hefur haldið megineinkenn- um sínum. Alfreð Gíslason, for- maður menningarmálanefndar, sagði fagleg vinnubrögð ein- kenna uppbyggingu hússins og þau endurspegluðu virðingu fyrir varðveislugildi þess. Rekstrarstöðvun frystihúss ÚA á Grenivík frestað Starfsfólki boðin vinna á Akureyri REKSTRARSTÖÐVUN frystihúss Útgerðarfélags Akureyringa á Grenivík sem hefjast átti í byijun næsta mánaðar hefur verið frestað um einn mánuð, til 1. júní næstkom- andi, og verður allt gert til að tryggja hráefni til vinnslunnar. Þá verður starfsfólki frystihússins boð- in vinna við sumarafleysingar á frystihúsi ÚA á Akureyri í júní og júlí en gert er ráð fyrir að vinnslan stöðvist að minnsta kosti hluta af ágústmánuði. „Sem betur fer þá er örlítið bjart- ara yfir atvinnulífínu hér eftir þessa ákvörðun stjórnar ÚA, þetta leit ekki vel út. Þá er líka þungu fargi af okkur létt í kjölfar þess að ákveð- ið er að hefja vinnslu hér að nýju í haust,“ sagði Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Best að vita að vinnslan fer aftur í gang Mikil vinna hefur verið í frysti- húsi ÚA á Grenivík að undanförnu og sagði Ásgeir Jónsson verkstjóri að verið væri að vinna afla úr togur- um Útgerðarfélagsins, aðallega Morgunblaðið/Kristján MIKIL vinna hefur verið í frystihúsinu á Grenivík að undanförnu en myndin var tekin í vinnslusalnum þar í gær. þorsk. Tæplega 40 manns starfa í frystihúsinu á Grenivík en Ásgeir sagði ómögulegt að giska á hversu margir myndu fara í vinnu inn til Akureyrar. „Það hafa ekki allir tök á því að sækja vinnu inn til Akur- eyrar,“ sagði Ásgeir. „Okkur þykir heldur bjartara yfir, það hefði verið slæmt að loka í næstu viku.“ Að sögn Ásgeirs þótti starfsfólki þó mest um vert að fá staðfest að vinnsla hæfíst að nýju af fullum krafti í haust. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps gerði á sínum tíma samkomulag við Útgerðarfélag Akureyringa um að ÚA leigði þann kvóta sem hreppur- inn hafði yfír að ráða. Sveitarfélag- ið átti meirihluta í Sænesi, skipi sem selt var úr landi og sagði Guðný að nú væri verið að leita að skipi í stað þess. „Það eru traustar út- gerðir á staðnum og við höfum ágætis spil á hendi sem við ætlum okkur að spila vel úr. Með einu skipi til viðbótar erum við með þokkalega góða stöðu,“ sagði Guðný. Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaáriö 1996 - 97 iaKtHr—Áífe. * fornámsdeild málunardeild grafísk hönnun Umsóknarfrestur um skólavist er til 20. maí. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958. „ .. , Skólastjóri. Myndhstaskolmn a Akureyri Kaupvangsstræti 16, Pósthólf 39, 602 Akureyri http://akureyri.ismennt.is/~hvh hAskóunn Aakubeyw Sýning á tillögum arkitekta í samkeppni um hönnun og skipulag Háskólans á Akureyri er opin í húsa- kynnum á Sólborg frá og með 27. apríl til og með 5. maí 1996 sem hér segir: 27.-28. apríl kl. 14.00—17.00. 29.—30. apríl, kl. 17.00-22.00. 1. maí, kl. 14.00—17.00. 2.-3. maí, kl. 17.00—22.00. 4.-5. maí, kl. 14.00—17.00. Allir velkomnir. Háskólinn á Akureyri. LISTM0NA- UPPB0D í Sjallanum sunnudaginn 28. apríl kl. 20.30 Boðin verða upp málverk og ekta handunnin persnesk teppi. Sýning uppboðsverka íMánasal Sjallans í dag, laugardaginn 27. april kl. 16-19 og sunnudaginn 28. apríl kl. 14-18. BORG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.