Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 6

Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gera sjónvarpsmynd um frönsku Islandssjómennina Sýknaður af ákæru um nauðgun Greint á milli raun- veruleika og goðsagna HÓPUR Frakka var nýlega stadd- ur hér á landi við gerð sjónvarps- myndar um fiskveiðar Frakka við Isíandsstrendur, en franskir fiski- menn leituðu á sínum tíma fanga við Islandsstrendur í þrjár aldir. Að gerð myndarinnar stendur háskólinn í Rennes og er hún í flokki mynda sem verið er að gera um Bretagne-skaga en það- an komu flestir fiskimannanna sem stunduðu veiðar hér við land. Talið er að um 3.000 franskir sjó- menn hafi látist hér við land í skipssköðum eða af sjúkdómum og var fjöldi þeirra jarðsettur hér á landi. Að sögn Jenives Andra Ivars- sonar, sem var leiðsögumaður Frakkanna hér á landi, verður í myndinni borið saman allt sem sagt hefur verið um frönsku ís- landssjómennina í bókum og kvik- mynduin og greint á milli goð- sagna og raunveruleika og sann- leiksgildi eldri heimilda kannað. Hópurinn fór m.a. til Fáskrúðs- fjarðar í efnisleit og á Meðallands- sand auk þess sem efni var tekið upp í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík og húsi Tónmennta- skólans þar sem á sínum tíma var franskur spítali. Höfundur handrits myndarinn- ar er Alain Croix sagnfræðingur, en um líf frönsku sjómannanna hér við land fjallar Francois Chappé sagnfræðingur. Aætlað er að myndin verði frumsýnd í Frakklandi næsta haust í tengsl- um við hátíðarhöld í borginni Brest. Morgunblaðið/Sverrir HÓPURINN sem nú vinnur að gerð sjónvarpsmyndar um frönsku Islandssjómennina. A myndinni eru talið frá vinstri: Christine Zimermann, framleiðandi myndarinnar, Alain Croix, sagnfræðingur og handritshöfundur, Francois Chappé, sagn- fræðingur, Patrice Roturier, leikstjóri, Gwenn Liguet, kvik- myndagerðarmaður, Jeanives Andri Ivarsson, leiðsögumaður, og Christian AIlio, hljóðmaður. Lög kveði ekki á um takmörkun eignarhalds á útvarpi Ljósvakamiðlar lúti almennum reglum Bankaránið enn óupplýst RÁNIÐ í útibúi Búnaðarbanka ís- lands við Vesturgötu er enn óupp- lýst. Þrír vopnaðir menn réðust inn í bankann að morgni 18. desember sl. og náðu að taka peninga úr köss- um gjaldkera. Bankinn gaf aldrei upp hve miklu var stolið, en líkur voru leiddar að því að upphæðin hefði numið hálfri annarri milljón króna. Að sögn rannsóknarlögreglu ríkis- ins er engin tíðindi að hafa af rann- sókn málsins. í lok janúar sátu fjór- ir menn í haldi vegna tryggingasvika og við rannsókn þess máls vaknaði grunur um að þeir væru viðriðnir bankaránið. RLR sagði Ijóst, að mennirnir hefðu skipulagt og undir- búið á síðasta ári að fremja vopnað bankarán og svipaði lýsingum á áætlunum þeirra mjög til ránsins í Búnaðarbankanum. RLR sagði mennina hafa hrint hluta af áætlun sinni í framkvæmd. Mönnunum var hins vegar sleppt úr haldi þegar tryggingasvikamálið taldist uppiýst, en RLR vinnur enn að rannsókn bankaránsins. STARFSHÓPUR um endurskoðun á útvarpslögum telur ekki brýna nauðsyn til þess að kveða sérstak- lega á um í útvarpslögum um tak- mörkun eignarhalds á ljósvaka- ijölmiðlum. Áð mati starfshópsins hafa lög í nágrannalöndunum oftar en ekki orsakað nokkurn glundroða og skert athafnafrelsið á ósann- gjaman hátt. í skýrslu starfshópsins er laus- lega fjallað um reynslu nágranna- landa okkar af því að setja í lög takmörkun á eignarhaldi á ljós- vakafjölmiðlum. Markmiðið með lagasetningunni hafí verið að tak- marka möguleika á samþjöppun eignarhalds, samstiga auknu frelsi í fjölmiðlun. Engin ákvæði um takmörkun Starfshópur um end- urskoðun útvarp- slaga telur tilraunir í nágrannalöndum til að takmarka eignar- hald hafa orsakað glundroða eignarhalds í ljósvakamiðlun er að finna í gildandi útvarpslögum, sem sett voru árið 1985. í skýrslu starfs- hópsins er bent á að lögin kveði á um lýðræðislegar leikreglur, tján- ingarfrelsi og óhlutdrægni í starfi útvarpsstöðva. Séu þessi atriði tryggð verði hlutfall eignarhalds síður að alvarlegu vandamáli. í skýrslunni segir að þessi skoðun sé sett fram í ljósi þeirrar staðreyndar að lög af þessu tagi hafi í nágranna- löndunum oftar en ekki orsakað glundroða. Það hafi reynst fremur auðvelt að fara í kringum slík lög, eftirlit kostnaðarsamt og þó að þeim hafi verið ætlað að vernda athafna- frelsi og hlutleysi, virðist þau stund- um hafa skert athafnafrelsi á ósanngjarnan hátt og jafnvel beinst gegn einstökum aðilum. Starfshópurinn telur ákjósanleg- ast að samkeppni á ljósvakamark- aði og starfsemi ljósvakamiðla í heiid lúti sömu almennu leikreglum og aðrar atvinnugreinar í landinu. Bretinn vill fjórar millj- ónir í bætur BRETI, sem var ákærður um nauðgun um borð í togara í Reykja- víkurhöfn, sakfelldur í héraði og sýknaður í Hæstarétti, m.a. þar sem niðurstöður íslenskrar DNA-rann- sóknar stóðust ekki nánari skoðun í Noregi, hefur höfðað mál og kraf- ist rúmlega íjögurra milljóna í skaða- og miskabætur. Málið verð- ur þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stefna í málinu var birt ríkislög- manni á föstudag. Ásgeir Á. Ragn- arsson, lögmaður Bretans, sagði að farið væri fram á skaðabætur vegna útlagðs kostnaðar Bretans við dvöl hér, t.d. hótelskostnaðar. Jafnframt færi hann fram á að fá vinnutap bætt og greiddar miskabætur fyrir þau óþægindi og þá tímabundnu röskun á stöðu og högun sem fylgdu þeim þvingunarúrræðum sem hann var beittur, handtöku, gæsluvarð- haldi og farbanni. Hann hafi verið fjarri heimili sínu og fjölskyldu í nær 4 mánuði í ókunnu landi, kærð- ur fyrir alvarlegt kynferðisbrot, átt um tíma yfir höfði sér langa refsi- vist og verið kynntar rangar og villandi niðurstöður DNA-rann- sóknar. Um tíma hafi hann verið í algjörri óvissu um fjárhagslega af- komu, starf sitt og framtíð fjöl- skyldunnar. Síðumúlafangelsi uppfyllir ekki lágmarksskilyrði í stefnunni er jafnframt gerð krafa um bætur fyrir brot gegn grundvallarrétti sakbornings til að vera leiddur fyrir dómara'án drátt- ar, en tæpar 25 stundir liðu frá handtöku Bretans og þar til hann kom fyrir dómara. Einnig er nefnt, að í gæsluvarð- haldinu hafi hann setið í fangelsi, Síðumúlafangelsinu, sem hvorki teljist uppfylla lágmarksskilyrði né samrýmast nútímaviðhorfum um aðbúnað gæslufanga í réttarríki og hafi því fangelsi nú verið lokað af þessum ástæðum. Eiga reykingamenn að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu vegna reykingasjúkdóma? Upp með budduna ef þú hefur reykt! Á ráðstefnu um tóbaksvamir í nútíð og framtíð sem Ragnhildur Sverrísdóttir sat í Háskólabíói á laugardag var fjallað um skað- semi reykinga, kostnað þjóðfélagsins við þær og einnig hvort reyk- ingamenn ættu að greiða sérstaklega fyrir heilbrig-ðisþj ónustu. Vil- >» hjálmur Amason heimspekingur sagði að þjóðfélag, sem tæki slíkt upp, væri verra en það þjóðfélag sem við byggjum nú. TÓBAKSVARNANEFND og Heilsuefling efndu til ráðstefnu fyr- ir almenning á laugardag. Það væri synd að segja að „almenningur" hefði sinnt kallinu, því mæting í sumarblíðunni var dræm. Voru þó mörg fróðleg erindi flutt. Einn þeirra, sem talaði á ráð- stefnunni, var Vilhjálmur Árnason heimspekingur. Honum hafði verið falið að velta fyrir sér spurningunni Ættu reykingamenn að borga meira en aðrir fyrir beilbrigðisþjón- ustu? Vilhjálmur sagði, að almennt markmið í heilbrigðisstefnu fælist í að veita árangursríka og réttláta heilbrigðisþjónustu á eins hag- kvæman hátt og mögulegt væri. Ut frá sjónarmiðum hagkvæmni mætti líta svo á, að ef greitt væri sérstaklega fyrir alla heilbrigðis- þjónustu, sem tengdist afleiðingum reykinga, myndi það stórauka tekj- ur heilbrigðiskerfisins. Rökin á móti væru þau, að þessi skipan gæfi tilefni til að hætta skattheimtu á áhættuvaldinn sjálfan, þ.e. tóbak- ið og það myndi draga úr tekjum. Þetta fyrirkomulag myndi einnig gerbreyta sýn okkar á heilbrigðis- kerfið sem sameiginlega tryggingu gegn áföllum og efla hugmyndir um einkavæðingu trygginga og heilbrigðisþjónustu. Reynslan frá Bandaríkjunum sýndi að sú skipan væri afar óhagkvæm. Skrifræðið, sem fylgdi því að fylgjast með hverj- ir reyktu, hvað þeir ættu að greiða o.s.frv. myndi einnig kosta sitt. Þegar Vilhjálmur velti fyrir sér hvernig meta ætti spurninguna um greiðslu út frá kröfu um árangur í heilbrigðiskerfinu, þá benti hann á að rökin með greiðslu reykinga- manna væru, að slík ráðscÖfun væri líkleg til að draga úr reyking- um. Fólk tæki ákvarðanir út frá buddunni og þannig væri um öfluga heiisuvernd að ræða. En Vilhjálmur átti einnig rök á móti: Unglingar sem byija að reykja velta ekki fyrir sér lækniskostnaði síðar á ævinni. Tengslin milli lífs- mátans og afleiðinganna eru ekki nægilega bein og sjáanleg, auk þess sem alltaf finnast dæmi um undan- tekningar frá reglunni, þ.e. fólk sem reykir en bíður ekki skaða af. Þá yrði þetta erfítt í framkvæmd. Ætti að miða við að fólk hafí reykt ein- hvern tíma á ævinni eða í einhvern tiltekinn árafjölda? Skriffmnska yrði óhagkvæm, erfið og nærgöngul. Loks velti Vilhjálmur því fyrir sér hvort það væri réttlátt að reykinga- menn greiddu fyrir læknismeðferð. Hann benti á, að ef tiltekin ráðstöf- un væri óréttlátt bæri að hafna henni, sama hversu hagkvæm eða árangursrík hún kynni að vera. Rök fyrir sérstaka greiðslu reyk- ingamanna sagði Vilhjálmur vera, að það væri réttlætismál að greina á milli sjúklinga sem valda sjúk- dómum sínum sjálfir með óheil- brigðum eða áhættusömum lífsstíl og þeirra sem eru einberir þolendur slysa og sjúkdóma. Sanngjarnt væri að þeir sem gættu heilsu sinn- ar nytu almennrar heilbrigðisþjón- ustu, en aðrir verðskulduðu hana ekki. Þá væri réttlætismál að auka ábyrgð fólks á eigin heilsu, því van- ræksla bitnaði á öðrum. Vilhjálmur sagði þessi rök góð og gild, en það nægði ekki til að sýna fram á réttlæti þess að reyk- ingamenn greiddu sérstaklega fyrir heilbrigðisþjónustu. Rökin gegn þeirri skipan, út frá réttlætissjón- armiði sagði hann vera, að fjöl- margir aðrir þættir sem mönnunum væri sjálfrátt um væru heilsuspill- andi, s.s. mataræði. Þeir sem borð- uðu óhollan mat eða stunduðu enga líkamsrækt ættu því að vera undir sama hatti og revkingamenn. Þó væri afar erfitt að meta hvað væri á ábyrgð einstaklingsins og hvað réðist af erfðum og umhverfi. Óréttlátt væfi að skattleggja þá eina sem veiktust, en ekki þá heppnu reykingamenn sem ekki veiktust. Loks væri svo ómannúð- legt að neita veikum um þjónustu nema gegn greiðslu. Hins vegar væri sjálfsagt að gera þá kröfu að sjúklingar sýndu þá ábyrgð að hætta að reykja. Niðurstaða heimspekingsins var, að það væri verra þjóðfélag, en það sem við byggjum nú, sem tæki upp þá ráðstöfun að láta reykingamenn greiða sérstaklega fyrir heilbrigðis- þjónustu. Réttlátara, mannúðlegra, árangursríka og jafnvel hagkvæm- ara væri að skattleggja áhættusamt líferni, en að leggja gjöld á tiltekna sjúkdóma. Ergo: Tóbak á að selja dýrum dómum og eyrnamerkja það fé, sem þannig fæst í ríkiskassann, sérstaklega til heilbrigðisþjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.