Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 18

Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson ELÍSA Kr. Arnardóttir, Kolbeinn Aðalsteinsson og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir sem veitti móttöku viðurkenningar fyrir Kristínu Birgisdóttur, yst til hægri Rakel Gísladóttir. Sýning á verk- um grunn- skólanemenda Sauðárkróki - Viðurkenningar voru afhentar sunnudaginn 21. apríl fyrir bestu verkin sem bár- ust í samkeppni Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Þjóðfé- lag án þröskulda, í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Um leið var opnuð sýning á úrvali myndverka og texta sem nemendur á Norður- landi vestra, Vestfjörðum og Vesturlandi höfðu unnið. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, bauð gesti velkomna en síðan tók til máls Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri. Lýsti hann ánægju með þessa glæsilegu sýningu og einnig með þá ákvörðun félagsins að fá börnin og unglingana til liðs við sig í þeirri baráttu að gera það samfélag sem við búum í eins aðgengilegt fyrir fatlaða og kostur er. Þá flutti Anna Þórðardóttir, formaður Sjálfsbjargar á Sauðár- króki, ávarp og þakkaði þeim sem þátt tóku í sýningunni og einnig öllum þeim sem að málinu hefðu komið. Formaður Landssam- bands fatlaðra, Guðríður Ólafsd- ótitr, tók því næst til máls og gerði grein fyrir tilurð sýningar- innar og afhenti að lokum viður- kenningar fyrir bestu verkin en þau hlutu: Elías Kr. Arnarsdóttir, Húnavallaskóla, 1. verðlaun, Kol- beinn Aðalsteinsson, Grunnskóla Siglufjarðar, 2. verðlaun og Kirstín Birgisdóttir, Húnavalla- skóla, hlaut 3. verðlaun. Þá hlaut Rakel Gísladóttir, Akraskóla, sér- staka viðurkenningu fyrir mynd- verk. Að lokum var gestum boðið að skoða sýninguna. í tengslum við opnun sýningar- innar var haldinn aðalfundur Skagafjarðardeildar Sjálfsbjarg- ar, og voru gestir fundarins öll aðalstjórn og framkvæmdastjóri Landssambandsins. Stjórn Skagafjarðardeildarinnar skipa: Anna Þórðardóttir formaður, Ey- mundur Þórarinsson varaformað- ur, Lára Angantýsdóttir rjtari og Branddís Benediktsdóttir gjald- keri. Texti Elísu Kr. Arnarsdóttiur sem hlaut 1. verðlaun: Hjólastóllinn er hækja fóta minna. Hjólastóllinn er styrkur handa minna. Hjólastóllinn er hafskip vona minna. Hjólastóllinn er heimild tilveru minnar. Hjólastóllinn er hátindur útsýnis míns. Samt held ég í vonina, um að losna úr honum. Tíu til tólf ára börn í tjáningu Egilsstöðum - Tíu til tólf ára börn úr barnastarfi þjóðkirkj- unnar héldu nýlega mót á Eiðum. Börnin voru frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Neskaupstað og héldu mótið í Kirkjumiðstöð Austurlands og gistu eina nótt. Þetta var lokapunktur yfir TTT-starf vetrarins, sem þau hafa sótt í kirkjuna sína í allan vetur. Á mótinu undirbjuggu þau samkomu, sem var svo haldin í Egilsstaðakirkju, en þar tjáðu þau boðskap Guðs i söng, dansi og leik. TTT-starf þetta er rekið í nokkrum kirkjum landsins og byggist það upp á kristilegu starfi, leikjum, söng og glensi. Oskað eftir vegi um Þorskafjarðarheiði Framtíðarstefna í vega- málum verður mótuð ÞINGMÖNNUM Vestfirðinga voru afhentir undirskrifarlistar með ósk- um 800 íbúa á norðanverðum Vest- Qörðum um að lagður verði vegur yfir Þorskafjarðarheiði í framhaldi af byggingu Gilsfjarðarbrúar á Fjórðungsþingi Vestfirðinga fyrir skömmu. Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga og formaður samgöngunefndar, segir að niðurstaða fjórðungsþingsins hafi verið að móta stefnu til fram- tíðar í uppbyggingu vegamála á Vestfjörðum. Fjórðungsþing Vest- firðinga sitja fulltrúar allra sveitar- félaganna á Vestfjörðum. Einar sagðist sjálfur telja að nið- urstaðan hafí verið skynsamleg. „Mér fínnst ekki skynsamlegt að hrapa að neinu fyrr en menn hafa fyrir sér heildarmyndina. Skoða þarf hagsmuni allra íbúa Vestfjarða í heild. Menn þurfa að átta sig á kostnaði við einstakar leiðir og ákvörðun um a fara eina leið útilok- ar i sjálfu sér aðra leið vegna þess að við hljótum að þurfa að for- gangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum,“ sagði hann og fram kom að um endurskoðun stefnumótunar um uppbyggingu vegamála frá ár- inu 1976 yrði að ræða. Vinna færi fram á þessu ári. Aðrar hugmyndir Einar sagði að akfær sumarveg- ur lægi yfir Þorskafjarðarheiði og augljóst að fé til að byggja veginn yrði ekki hrist fram úr erminni. Ekki mætti heldur gleyma því að fleiri leiðir hefðu verið nefndar til sögunnar. „Af öðrum kostum get ég nefnt að róttækasta tillagan fel- ur í sér að lögð verði áhersla á svokallaða vesturleið eða leiðina úr Dýrafirði, í Arnarfjörð, þaðan yfir Dynjandisheiðina og á Barðaströnd- ina, um Austur-Barðastrandarsýslu og í Gilsfjörð. Síðan hafa t.d. verið hugmyndir um að tengja Austur-Barðastrand- arsýslu og Strandasýslu með vegi um Arnkötludal og Gautsdal og nota áfram veginn um Steingríms- fjarðarheiði," sagði hann og tók fram að hvorug hugmyndin og reyndar heldur ekki hugmyndin um að leggja veg um Þorskafjarðar- heiði væri inná núverandi vegaáætl- un. Hann minnti á að mönnum væri ljóst að um langtímaferli væri að ræða. Huga þyrfti að því hvaða kostir væru í boði, gera kostnaðar- áætlanir, kanna hvaða tæknilegu möguleikar væru fyrir hendi og taka að lokum ákvörðun. Umferð verður hleypt yfir Gilsfjarðarbrúna haustið 1997. Síðan verður lokið við brúna með bundnu slitlagi á árinu 1998. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal HÓPURINN sem brautskráðist. | ' • 'm / WM % ; §g| , , f -m/g/kág | j í \ -fj/ {SjSBjjt&T' ri • í . at IK l " l 'fK [ ‘ f Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir TÍU til tólf ára börn úr kirkjustarfi á Austurlandi með eigin samkomu í Egilsstaðakirkju. Brautskráð eftir fjarnám Neskaupstað - Nú á dögunum brautskráðust 16 framhalds- skólakennarar eftir að hafa stundað fjarnám í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennara- háskóla íslands sl. þrjú ár. 25 nemendur hófu þetta nám sem byrjaði upphaflega í tengsl- um við Farskólann á Austur- landi. Tveir hafa hætt og sjö verða brautskráðir í sumar. Kennslan hefur farið fram í Neskaupstað, á Reyðarfirði og Egilsstöðum og einnig fyrir sunnan. Kennararnir sem út- skrifuðust eru flestir af Austur- landi en einnig af Norður- og Suðurlandi. Nokkur ávörp voru flutt við brautskráninguna og kom fram mikil ánægja heimamanna með það framtak Kennaraháskólans að flytja námið heim í hérað. Viðstaddir þáðu að lokinni brautskráningu kaffiveitingar í boði bæjarstjórnar Neskaup- staðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.